Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1997, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1997, Side 10
EFTIR ARA TRAUSTA GUÐMUNDSSON LJÓSMYNDIR: HREINN MAGNÚSSON Án mikillar umræðu hefur orðið til Dunqvæq stefna sem kveður svo á um að við jaðra há endisins skuli vera bækistöðvar sem fólki er svo aðalleqa ekið frá, á vit ör- æfanna. Hagsmunir þeirra sem vilj a nýta hálendið sem ferðaslóðir eða til vísindastarfa kalla í raun ó allt annað. i. AÐ UNDANFÖRNU hafa birst nokkrar ágætar greinar í Lesbókinni um hús og arkitektúr á ís- landi% Lengi hefur loðað við íslendinga einhvers konar skilningsleysi á manngerðu umhverfi, hefðum og gömlum menningarverðmætum. Það kristallaðist t.d. í hnignun Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju þar til endurreisn staðar- ins hófst. I eldri hlutum Reykjavíkur og flestum bæjum landsins hefur ímynd fortíð- ar og yfirlit handverksmenningar verið gatað og tvístrað tilviljunarkennt áratugum saman. A þessum þankagangi eru eflaust nokkrar félagslegar og hugmyndafræðilegar skýringar. Um þær hirði ég ekki hér. Næsta eðlileg „nota-henda“-siðfræði veiðimann- anna í norðri verður skringileg fyrirlitning á fortíðinni þegar dýr mannivrki og tækni eru komin til sögunnar. II. Því fer auðvitað fjarri að lítil virðing fýrir hinum eldri mannvirkjum sé einráð; rétt eins og umræddar greinar hafa sýnt. Jafnt sérfræðingar eins og Hörður Agústsson, sem t.d. lærðir arkitektar og fjöldi leik- manna hyggur að fortíðinni með stíl. Við megum líka þakka fyrir að einhverjir kunni að líta á menningararfleifð húsa og annarra mannvirkja sem auðlind: Dæmi um menn- ingu, sem er eða verður eftirsótt til skoðun- ar innlendra jafnt sem erlendra ferða- manna. III. Hér er þessu haldið fram til þess að leiða huga lesandans að annarri arfleifð, og auð- lind um leið: íslenskri náttúru utan byggð- ar. Vísast er það sjaldgæft að einhver líti á náttúruna sem eitthvað er komandi kyn- slóðir taka í arf frá okkur. En arfur er svo- lítið sem menn eiga að varðveita, fara vel með, ávaxta og rækta af kostgæfni. Það segir okkur sú vestræna siðfræði sem blandast í þjóðlífinu. Ekki þarf að fara lengra en suðaustur yfir haf til þess að finna þennan skilning, ekki sem skoðun sérvitringa, heldur sem nokkuð almenna skoðun. í Skotlandi heitir Náttúruvernd ríkisins ekki neinu skyldu nafni heldur Skoski náttúruarfurinn. Þar fara margföld framlög okkar (í hlutfalli við fjölda heima- manna) til náttúruverndar og stýringar á skynsamlegum náttúrunytjum. Hvers vegna? Líklega vegna þess að Skotar hafa neyðst til þegar við blasti að náttúrunytjar, fjölmenni og vaxandi ásókn í víðernin skosku ógnuðu framtíð fólks í landinu. IV. íslendingar höfðu hvorki bolmagn né tæknikunnnáttu til stórfelldra náttúrunytja lengst af. Alveg víst er þó að ofnýting skóga og staðbundin ofbeit hafa sett mark sitt á umhverfi okkar en út í það verður ekki farið nánar hér. Með tæknibyltingunni um og eftir aðra heimsstyrjöldina hófst svo ferða- og virkjunaröldin í landinu. Þá hafði líklega enginn skilgreint íslenskan náttúru- arf og þá voru víðerni hálendisins og óbyggðs láglendis bara ónýtt og afar stór auðlind; „frit vilt“ - eins og Norðmenn segja; ókeypis bráð. V. Ég held því fram að frá 1945 til 1975, í 30 ár hið minnsta, hafi verið ræstar fram mýr- ar, reistar virkjanir, lagðir vegir, byggð hús og ræktuð hugmyndafræði sem einkenndist af þrennu: „Nota-henda“ siðfræði, skipu- lagsleysi og fyrirhyggjuleysi. Það má gagn- rýna þessi vinnubrögð, enda tjónið verulegt, en ef til vill skal ekki álasa tilteknum ein- staklingum fyrir vinnubrögðin og viðhorfin. Næstu tvo áratugina á eftir, hófst hæg vakning fyrir öðrum og betri gildum. Enn voru það sérfræðingar eins og Sigurður Þór- arinsson, t.d. náttúru- og verkfræðingar og leikmenn sem komu fyrst við sögu. Ymsan árangurinn má sjá. VI. Nú eru til lög og reglur um umhverfismat, nokkrar stofnanir sem eiga að gæta náttúru- arfleifðar okkar og nýverið hefur verið lagt út í ferli sem nefnist „skipulagning hálendis- ins“. Hér er ekki rúm til að fjalla efnislega um tillögur sem fyrir liggja; aðeins velta upp tveimur atriðum. VII. Annað er reitun hálendisns. Reitun er þýðing á orðinu „fragmentation", sammerkt því að einhverju sé deilt upp í smástykki, búta. Gildi óbyggðra víðerna í iðnríkjunum er margvíslegt: þar eru t.d. griðlönd dýra, þar er dýrmætur gróður víða í sókn, þar eru opnar kennslu- og tilraunastofur náttúrunn- ar, þar eru verðmætar ferða- og veiðilendur og þar eru griðarstaðir fjöldans. Mannvirki spilla oftast (ekki þó alltaf) þessum svæðum og þau fjarlægja úr víðernunum möguleika fólks til að reyna sig í náttúrunni og upplifa hana náið. Hinn eftirsótti kjarni hverfur al- veg eða að hluta. Reitun óbyggðra víðerna er ein leiðin til að rýja náttúruleg svæði öll- um „sjarma“ og vísindalegu gildi, eins þótt mannvirkin séu hvorki stór né flókin að gerð. VIII. Vissulega ber okkur skylda og nauðsyn til að nýta náttúruna og því verðum því sí og æ að leysa mótsögn verndunar og nýt- ingar. Þá er brýnt að ákvarða snemma í nýtingarferlinu hve mikla reitun skal leyfa og til hvers. Oftast er aðeins hægt að ná saman um grunnviðhorf; nánari útfærsla verður lýðræðislegt deiluefni um aldur. Reitun íslenskra víðerna er löngu komin fram úr öllum skynsemdarmörkum og við höfum hvorki reynt að ná né náð grunn- samkomulagi um hve langt skuli ganga. Reyndar er það svo að engar hömlur eða reglur hafa lengst af verið í gildi um flest það sem leiðir til reitunar. Eitthvert félag gat lagt sjálfskipaðan veg um hálendis- svæði, nokkrir veiðifélagar byggt hús eða stofnun valið orkulínum stað eftir hvaða hugmyndum sem uppi voru; án mats á sér- tækum afleiðingum, hvað þá heildaráhrif- um alls þessa. IX. Vegalagning og lagning slóða er gott dæmi um hamslausa reitunina. Rúmlega 12.000 km eru til af „löglegum" vegum í landinu og þúsundir kílómetra af vegum, slóðum og götum sem fáir vita um, enn færri nota og ekki eru til á korti. Enginn hefur yf- irsýn um ökufæra slóða og vegi landsins. Ar- lega bætast þar við vegir og slóðar „eftir Á Torfajökul hentugleikum". Stundum vegna séreignar á landi, stundum í leyfisleysi og stundum án nokkurra sýnilegra hagsmuna; eða þá vegna sérhagsmuna sem hópur skilgreinir sér til handa. Meðfylgjandi er kort sem sýnir lík- lega meirihluta vega og slóða, en alls ekki alla. Ekki þarf mikið innsæi til að _sjá hvað orðið hefur um „ósnortna náttúru íslands", einkum þegar þess er gætt að mörgum veg- anna á hálendinu fylgja margvísleg mann- virki. X. Hitt atriðið snýst um aðgengi að hálend- inu en það er um 40.000 ferkílómetrar; að- eins 200 km sinnum 200 km, væri það fern- ingur. An mikillar umræðu hafa yfirvöld tekið upp á því að byggja upp hálendisvegi. Án mikillar umræðu hefur orðið til þungvæg stefna sem kveður á um að við jaðra hálend- isins skuli vera bækistöðvar sem fólki er svo aðallega ekið frá, á vit öræfanna. Hagsmun- ir þeirra sem vilja nýta hálendið sem ferða- slóðir eða til vísindastarfa kalla í raun á allt annað. Og umhverfisverndin líka. Nefnilega þá stefnu að koma upp 3 hálendismiðstöðv- um í sumarvegasambandi (Hveravellir, Nýi- HIMINN c 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.