Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1997, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1997, Síða 15
HRAFN A. HARÐARSON FAÐIR MINN Fræða þulur, friðstóll, fjall: Eitthvað á þessa leið: Fjallið er skjól, áskorun, skóli og uppspretta djarfra drauma. Sem Herðubreið! Hann kenndi mér allt sem kann ég í dag: um karlmennsku, dug og kærleikans lag. Forðum ég sótti í fang hans að komast sem oftast - (ei brást við reiður) nú reyni ég sjálfur öðrum að vera Skjaldbreiður. Höfundur er bókavörður í Kópavogi. AGNAR HANNESSON AF HVERJU? Aður fyrr ungur að árum ávann sér hylli og vh'ðing vöknuðu með honum vonir og vorhljómur ástar í hjarta Þau kynntust á vorljúfu kvöldi og kossarnir ástriðufullir kveiktu þar kærleikans neista og kveikinn að framtíðar- draumi En eitthvað fór úrskeiðis seinna einmana sat hún hjá barni á meðan hann öldurhús sótti og hamingju sína veðsetti Á döggvotum strætunum dimmum drukkinn og einmana róni dáinn í minningu dagsins dapurleg örlagasaga Leiðast nú mæðgur að leiði ljósið á kertið þær tendra sársauki nístir sum hjörtu og söknuður horíinna tíma Höfundurinn er bifvélavirki í Reykjavík. OÐRUVISI - NY LIFSSYN MÁLVERK eftir Ferdinand Hodler: Vorið, 1901. EFTIR ESTHER VAGNSDÓTTUR Henni fannst hún mis- heppnaðasta lífvera jarðar ______oq um leið sú______ ólánsamasta. Atti hvergi heima, búin að týna sjálfri sér. Hún var samnefnari þjáðs mannkyns sem þó var henni framandi. Hvernig hafói hún lokast inni í slíku fangelsi? HÚN var einmana, þó ekki í venjulegum skilningi þess orðs. Ekki vegna skorts á félagsskap. Hún var ein í sál sinni, átti ekki þátt í áhugamálum og viðhorfum annarra. Af hverju var henni ætlað þetta hlutskipti? Hún leit til baka og reyndi að skilja þá lífsþræði sem höfðu beint henni í þennan farveg. Þegar hún var lítil telpa hafði komið fyrir að hún hafði verið stödd einhvers staðar einsömul þar sem hún vissi að hún átti ekki að vera, hafði villst, annað- hvort misskilið staðinn eða komið þangað á röngum tíma. Þá skynjaði hún þessa ein- semd, fannst hún hafa villst í tilverunni. Ekki var henni þá ljóst að þessi sálarein- semd myndi fylgja henni mestallt lífið. Hvers vegna hún hlaut þetta hlutskipti var henni leyndardómur. Ef til vill var sú stund nú upprunnin að henni tækist að skilja ... Þegar hún var sex ára gömul hafði hún eitt sinn verið að leik hjá heimili sínu og séð konu koma gangandi eftir götunni. Þetta var gömul kona, með fornfálegt sjal á herðum og höfuðklút fram á enni. Hún hafði furðað sig á ellilegu útliti konunnar, hvers vegna hún hefði valið sér þetta gervi og þennan líkama sem var svo slitinn og hrörlegur. Skyndilega varð henni ljóst að konan vissi ekki að þetta ástand var óeðlilegt, hræði- legur misskilningur, ástand hennar eigin hugar. A þessu augnabliki vissi hún að mannveran klæðir sig í ytra form eigin hugarástands, en veit ekki af hverju það gerist. Hún varð gripin skelfingu. Var þetta staðreyndin í þessari veröld - vissi enginn um þennan sannleika og varð fólk „gamalt“ án þess að vita hvers vegna? Já, þannig var þessi óttalega staðreynd og hún reyndi að skilja ástæðuna. Henni var ljóst að þetta var í ósamræmi við eitthvað sem hún vissi frá því... hvenær vissi hún ekki. Hvers konar hræðileg skynvilla var þessi veröld þar sem slíkt ástand gat skapast? Ótti náði heljartök- um á sál hennar - henni fannst hún fangi framandi og fjandsamlegrar tilveru. Smám saman fór hún að skynja eins kon- ar bil á milli sín og skólafélaganna, foreldra og ættingja. Hún horfði á félagana falla inn í tilveruna, tengjast böndum vináttu og skiln- ings, ræða saman og taka þátt í hinu og þessu án þess að velta því sérstaklega fyrir sér. Sama var að segja um hina fullorðnu; þeir litu á allt eins og það væri sjálfsagt og skiljanlegt og samræmdist eigin skoðunum og skynjun. Hún skildi ekki þessi tengsli, var utan þeirra. FyiTr henni voru þetta gervitengsli hvað hana sjálfa snerti. Þessi skortur á tengslum hafði þau áhrif að hún vissi varla hvemig hún átti að vera og til að hrekjast ekki alveg út í horn fór hún að gera sér upp framkomu sem hún taldi hæfa. Sú uppgerð kostaði mikla áreynslu. Hún reyndi að lifa sig inn í eitthvað sem var henni óeig- inlegt, sem hún ekki skildi... og það hlaut að fara á einn veg. Sálin var týnd, tilveran gervitilvera. Það var því líkast sem hún væri í álögum, sti-engjabrúða. Hún fjariægist sjálfa sig uns sjálfsímynd hennar er orðin eins og gerviímynd Hún er sjálfri sér framandi. Tilveran ytra gervi þar sem sálin var týnd ... Umhverfið og hún sjálf - form án inni- halds. Tal, hreyfingar, bros, öll slík merki ÞESSI skortur á tengslum hafbt pau áhrif að hún vissi varla hvernig hún átti að vera og til að hrekj- ast ekki alveg út í horn fór hún að gera sér upp framkomu sem hún taldi hæfa. um líf skynjar hún án tilefnis. Hún sér fugl á flugi og finnur að hann býr yfir ósýnilegum veruleika, sem hún óttast, skilur ekki, er fjarri henni sjálfri. Sama gildir um allt í til- verunni. Framandlegleikinn fer loks að vekja hjá henni grunsemdir um veruleika sem alls staðar sé fyrir hendi nema hjá henni sjálfri. Hún er eins og skel án inni- halds. Þá reynir hún að svipta sig því lífi, sem orðið er henni óbærilegt. Hún heldur ástand sitt vera öllum ljóst og fer í gönguferðir á nóttunni til að forðast forvitin augu. Samnefnari þjáðs mannkyns. Hvernig hafði hún lokast inni í slíku fang- elsi? Hún skynjar lítið hvað tímanum líður, heyrir raddir sem hvetja hana til að taka þátt í lífinu, brosa við tilverunni. - En hún skilur ekki þegar fólk talar við hana eins og hún skilur að það býr persónuleika hennar til í huganum, annan persónuleika ... Loks fer að rofa til. Hún verður fyrst vör við það á gangi eftir fjölfarinni götu dag einn seinnihluta vetrar. Horfir á fólksfjöld- ann og skynjar allt í einu á annan hátt en áð- ur að allt, sem fyrir sjónir hennar ber, er birting innri veruleika. A þessari stundu er sem hún tengist umhverfinu og öðrum veru- leika í senn. Jafnframt kemur vissa um heild sem hún er enn ekki orðin þátttakandi í... Þetta er líkast því að horfa á himin þakinn skýjum þegar rofar til í skýjaþykkninu og lítill bjartur blettur kemur í ljós sem vísar inn í bjartari veröld. Er þetta kannske vís- bending? Þegar hún kemur heim til sín þennan dag veit hún að eitthvað hefur breyst. Hún skynjar nýtt inntak - nýjan veruleika. Eitthvað var dulið sem hún þráði að skilja. Svo finnur hún hvernig myi-krið og fjötrarnir hið innra víkja hægt fyrir litlu ljósi djúpt í vitundinni... Hún er að víkka, opnast, sameinast heildinni. Hluti hennar er að samræmast nýjum veruleika handan ein- semdar, óskiljanleika og fjötra... Hvaðan kemur henni þessi styrkur? Eitthvað var að reyna að ná samræmi við - veruleika sem hlaut að vera einhvers staðar á bak við, handan myrkursins, óskiljanleik- ans,- fjötranna. - En hvaðan kom þetta eitthvað? I sínum dýpstu leynum skynjar hún von. Sú von hefur raunar aldrei alveg yfirgefið hana, jafnvel ekki á hennar erfiðustu stundu, þegar hún reyndi að yfirgefa þetta líf. Og þess vegna hélt hún alltaf áfram, kannske ómeðvitað látið mistakast að láta sig hverfa, komið aftur, alltaf haldið áfram. Henni var orðið ljóst að aðeins ein leið lá út úr myrkrinu. Sú leið lá í gegnum skiln- ing á eigin ástandi. Síðan lá leiðin lengra inn í óþekkta veröld, hennar eigin vitund. Þetta var ferðalag gegnum myrkviði vit- undarinnar í leit að ljósi og nýju lífi. Hvað leiddi hana í gegnum þessa reynslu? Hver var tilgangurinn með slíkri ferð? Þessar spurningar voru sem brennandi blys í vit- und hennar og knúðu svara. Hún vissi að aðeins ein leið var fær og engin leið til baka... Leiðin Hún leitar uppruna síns. Til hans liggja ótal þræðir. Ef hún vill verða heil verður hún að fikra sig eftir einum þræði til að sameinast hinu upprunalega. Aðeins einn þráður tengir sálina við upphafið. Hennar eigin þráður. Þann þráð verður hún að finna. Hún stendur úti í nóttinni og horfir á stjörnubjartan himin. Vitund hennar fyllist djúpum friði og eins konar nánd sem hún skilur ekki. Einhvers staðar þarna úti er lífið sem hún leitar. Hvers vegna hún veit þetta er henni ekki ljóst. Hún bara veit. A einhvern dulinn hátt hefur hún skynjað veruleikann frá því hún man fyrst eftir sér: þarna úti er hann. Og á dularfullan hátt bundinn henni sjálfri. Sá djúpi veruleiki sem falinn er í hennar eigin vitund tengist ljósinu sem hún skynjar þarna úti í stjörnubirtu alheimsins. Hvaða leyndar- dómar búa að baki? Hún skynjar djúpa þrá til að vita, skilja, lifa þennan veruleika sem staðfastur grunur hennar beinist að. Hún. skynjar fjötra mannverunnar, eigin van- mátt gagnvart þessum mikla veruleika sem nefnist líf... en skynjar jafnframt að hann vitjar hennar, hvetur hana til að halda áfram - gefast ekki upp - halda stöðugt áfram og treysta... Skyndilega rennur upp fyrir henni ljós ... getur verið að líftaug hennar sé einmitt vitundin um þessi tengsli við óendanleikann - þessi björtu blik sem hún skynjar þarna úti? Hugsunin snertir hana eins og rafstraum- ur, næstum eins og högg. Henni finnst eins og innri rödd tjái henni sannleika sem henni er næstum um megn að meðtaka. Þar sem hún stendur undir stjörnubjörtum himninum fyllist hún ólýsanlegiT gleði... Hún er á leiðinni heim. Höfundurinn býr ó Akureyri. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. NÓVEMBER 1997 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.