Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1997, Page 20

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1997, Page 20
MARIE-Pierre Flechais og Aage Thordal Christensen dansa I „5. sinfóníu Mahlers". Ljósmynd/Martin Mydtskov Ronne CAROLONE Cavallo og Christina Olsson dansa „5. sinfóníu Mahlers". BANDARÍSKI ballettstjórinn og danshöfundurinn John Neumeier á að baki fjöldann allan af athygl- isverðum verkum, sem ballettar um allan heim keppast við að hafa á verkefnaskrá sinni og sjálfur er Neumeier óskagestur ballettflokka um allan heim. Hann heimsótti Konunglega danska ballett- inn nýlega, þar sem verið var að setja aftur á svið tvo Mahler-balletta hans. í spjalli við nokkra blaðamenn reifaði hann hugmyndir sínar, en kom einnig inn á vandræðalegar ^deilur, sem hann hefur átt í við leikhússtjórn- ina og ummæli hans fengu leikhússtjórann til að roðna upp í hársrætur. Sviptingar og kinnroði Neumeier er fæddur í Bandaríkjunum 1942, ólst þar upp og hóf ballettnám, en hann hefur alið megnið af fullorðinsárunum í Evr- ópu, þar sem fyrsti viðkomustaðurinn var Kaupmannahöfn og ballettskóli Konunglega. Hann gat sér gott orð sem dansari, enn jókst hróður hans, er hann fór að semja balletta og hann hefur einkum þótt hleypa nýju lífi í frá- , sagnarballetta, balletta, þar sem sögu vindur fram. Hann hefur gert balletta eftir leikritum Shakespeares eins og Rómeó og Júlíu, Jóns- messunæturdraumi, Ótelló, Hamlet og Sem yður þóknast, en einnig tekið til við aðrar bókmenntir eins og Kamelíufrúna, Sporvagn- inn Gimd, Ódysseifskviðu og Pétur Gaut, að ógleymdum ballettum við einstök tónverk eins og Matteusarpassíu Bachs, Sálumessu Mozarts og tónsmíðar Mahlers. Alveg frá fyrstu Evrópuheimsóknum Neu- meiers hefur Konunglegi ballettinn og Kon- unglega leikhúsið við Kóngsins nýja torg ver- ið kærkominn viðkomustaður dansahöfundar- ins Neumeier, líka eftir að stjama hans reis svo hátt að það vora boð eftir honum um allan heim. Ballettstjórann Frank Andersen hefur Neumeier þekkt lengi og hann var einn af þeim, sem Neumeier vildi gjaman starfa með. Saman höfðu þeir gert samstarfsáætlun, sem fól í sér að skiptast á dönsurum, gestasýning- ar og síðast en ekki síst átti Neumeier að semja nýja balletta fyrir Konunglega ballett- inn og setja þá upp með flokknum. En svo kom nýr leikhússtjóri, Michael Christiansen sem áður var ráðuneytisstjóri í varnarmála- ráðuneytinu, Andersen fékk ekki starfssamn- ing sinn framlengdan og starfar nú í Stokk- hólmi, en í stað hans var ráðinn hinn danski Peter Schaufuss, dansari og fyrrum ballett- stjóri við Berlínaróperana. Allar áætlanir um samstarf Neumeiers og Konunglega balletts- ins voru lagðar til hliðar 1 skyndi og án þess að rætt væri við Neumeier. Schaufuss entist nú ekki í stólnum nema í rúmt ár, því honum lynti ekki við dansarana og nú er breski dans- arinn Maina Gielgud komin í staðinn. Allt “*Virðist með kyrrum kjörum í hópnum og Neu- meier er aftur kærkominn gestur við Kóngs- ins nýja torg. Sagan um samningsrofíð sveif yfir vötnun- um, er Neumeier ræddi við nokkra blaða- menn fyrir frumsýninguna nú. Þegar þeir vildu vita hvort þessi aufúsugestur ætlaði ekki að gleðja ballettinn og danska dansunn- endur frekar með nærveru sinni í fyrirsjáan- legri framtíð, komst Neumeier ekki hjá að rifja upp að það hefðu í raun verið uppi áætl- anir um slíkt, en ekkert orðið úr. Áður hafði hann í sambandi við balletta sína nefnt hvern- ig minningarnar stýrðu manninum iðulega og t aðspurður hvort slæmar minningar torveld- uðu samstarfíð sagði hann það kannski of mikið sagt, en fyrri reynsla hefði vissulega verið sársaukafull og því vildi hann ekki lofa neinu. Samstarfið færi eftir hvort flokkurinn MAHLER I BALLETTÚTGÁFU John Neumeier, ballettstjóri í Hamborg, kom til Kaupmannahafnar að setja upp tvo Mahler-balletta síng. SIGRUN DAVIDSDQTTIR heyrði af hugmyndum hans og sá ballettana. ALEXEI Ratmansky dansar í „Des Knaben Wunderhorn". þyrfti á honum að halda og þá á hvern hátt, en sagðist að lokum ekki vilja tala frekar um þessa gömlu sögu. Þá ramdi í leikhússtjóran- um með létti, en hann var viðstaddur blaða- mannafundinn og á andlit hans hafði rannið roði, meðan Neumeier rifjaði upp fyrri sam- skipti sín við ballettinn. Lff f deiglunni En Neumeier var öllu glaðari að ræða um verk sín og sköpunarferil þeirra. Hann segist líta á öll verk sín sem nokkurs konar verk í deiglu, svo að í hvert sinn sem hann setji eldri verk upp aftur, komi fram í þeim eitthvað nýtt. Ekki sökum nýjunga nýjunganna vegna, heldur aðeins vegna þess að þannig sé það eðlilegt. Líf hans sé í deiglu og þá verkin líka. Um dálæti sitt á verkum Shakespeares segist hann einfaldlega hrífast af því hvað Shakespe- are spanni vítt svið í verkum sínum. „Hann er svo djúplega mannlegur og ég sé verk hans ekki fyrir mér sem bara orð eins og til dæmis verk Goethes. Skilningur hans á mannlegu eðli er svo djúpur og laus við að vera dæm- andi eða á einhvern hátt þrengdur af ákveðn- um skoðunum. Verk hans endurspegla kær- leik til mannkynsins og sanngirni í garð allra og spanna svo vítt svið að þar má fínna alla litatóna.“ Um tengsl sín við tónverk Mahlers segir Neumeier að Mahler sé fyrir sér eins og Tjækovskí var fýrir dansahöfundinn Petipa, „nema að Mahler er því miður ekki samtíma- maður minn.“ Hann nefnir að eftir frumflutn- ing 9. sinfóníu Mahlers hafi einn gagnrýnanda haft á orði að það væri leitt að Mahler hefði aldrei hitt rússneska danshöfundinn Diag- hilev. Mahler, sem var líka stjórnandi við Vín- aróperuna, stjórnaði oft hljómsveit hússins í ballettsýningum þar. Neumeier tekur undir að tónlist Mahlers bjóði upp á dans. í huga sér skapi hin sérkennilegu rof í tónlist Ma- hlers ekki frásögn, heldur tengsl við hreyfmg- ar og persónur tengdar þeim anda sem hann finni í tónlistinni. Neumeier segist ekki hafa neitt á móti að vinna með tónskáldum, „en það útheimtir óhemju tíma og traust í garð tónskáldsins. Við ræðum saman og horfum í sömu átt, en svo tekur það tónskáldið kannski þrjú ár að semja tónlistina og á þeim tíma getur margt gerst. Petipa gaf Tjækovskí nákvæm fyrirmæli um að þessi hluti ætti að vera svona langur í þess- um takti, en ég get ekki annað en bara gefið tónskáldinu hugmynd, því tónskáldið þarf frelsi til að semja rétt eins og ég. Það getur verið erfitt að koma aftur að hinni uppruna- legu hugmynd eftir svo langan tíma - og hvað svo ef mér fellur ekki tónlistin? Þegar ég var ungur og óreyndur varð ég einu sinni fyr- ir því að tónskáld samdi fyrir mig tónlist, sem ég gat svo ekki notað þegar til kom og það var óskemmtileg reynsla. Ég hef unnið með Al- fred Schnittke mér til mikillar ánægju og hefði gert það áfram, ef hann hefði ekki veikst." Tregi og minningar )VA11 Our Yesterdays" er nafnið, sem Neu- meier hefur valið ballettum sínum við Des Kna- ben Wunderhom og 5. sinfóníu Mahlers. Óneit- anlega dáh'tið tregablandið nafn, en sjálfur seg- ist hann þó ekki hafa trega í huga, heldur frek- ar að minningamar séu okkur mikUvægur kennari. Fyrra verkið er tónlist Mahlers við þjóðvísur, svo verkið er flutt af hljómsveit, altsöngkonu og baríton, auk dansara, en hið síð- ara er fyrir hljómsveit og dansara. Þau samdi Neumeier 1989, þegar balletthópur hans flutti í nýtt hús, sem borgarstjóm Hamborgar lét byggja yfir hann. Um þetta leyti hafði Neu- meier verið í Asíu, en þegar hann kom heim var múrinn fallinn og allt á fljúgandi ferð. Þessar aðstæður segir hann hafa mótað tilurðina. Það er enginn þjóðsagnaandi í Wunder- horn-ballettinum, en hvítir kjólar dansmeyj- anna og hergrænir búningar karldansaranna leiða hugann að þorpsstemmningu í bak- gi-unni þjóðvísna, sem fluttar voru á mörkuð- um og öðrum útisamkomum. Það eru tíu ljóð- anna úr Wunderhorn-safninu, sem Neumeier notar. Hann er kunnur fyrir að leggja mikið upp úr persónuleika dansara sinna. Þeir eiga ekki aðeins að dansa vel, heldur einnig að hafa persónuleika, sem kemst til skila í dans- inum og falla vel hver að öðram. Karldansarn- ir fjórir, sem setja svip sinn á Wunderhorn- ballettinn, voru á frumsýningunni dansaðir á eftirminnilegan hátt af Kenneth Greve, Peter Bo Bendixen, Alexei Ratmansky og Lloyd Riggins. Sá síðarnefndi dansaði um árabil í Konunglega ballettinum, en dansar nú hjá Neumeier. Það einkennir stíl Neumeiers að hópsenurnar eru oft áberandi skemmtilega unnar, spilað á hópdans, sem brotnir era í sólódans og minni hópa. Þessi stíll myndar heillandi samspil við tónlistina, sem einmitt einkennist oft af brotum og rofum. Mahler sagði sjálfur um 5. sinfóníu sína að hún hefði ekkert prógramm og hann gaf henni ekkert nafn, en Neumeier hefur bent áað Mahler hafi á köflum verið þreyttur á að verið væri að rýna í verk hans í leit að sam- hengi og sögum og því ekki sett heiti á. Hins vegar trúir hann því ekki að það liggi ekkert að baki heita eins og Sorgarmars, sem er heiti fyrsta þáttar. Sjálfur hugsi hann sem svo að hann geti gefið ballettum sínum alls konar fal- leg nöfn, en vilji það ekki, sem þó þýði ekki að ekkert vaki fyrir sér. Mahler hafi óskað að skrifa hreina tónlist, sjálfur vilji hann semja hreinan dans sem þó sé ekki abstrakt. í 5. sinfóníunni er áhorfandinn kominn i annan heim. Sviðið er annað og dansmeyjarn- ar komnar í létta kjóla í himinbláum tónum, þegar karldansari í kjólfötum, Lloyd Riggins, þyrlast inn á sviðið og tekur eina dansmeyj- una, Caroline Cavallo í hátíðlegan samkvæm- isdans, sem tónlistin undirstrikar. En tengslin við þjóðkvæðaballettinn skjóta upp kollinum með óvæntum hætti og þegar minnst varir, því í 2. þætti kemur allt í einu karldansai-i í ljós í sviðsendanum, klæddur eins og dansar- arnir í fyrra verkinu. Það er ekki auðvelt að lýsa Mahler-ballettum Neumeiers með orð- um, enda list af öðru tagi en orðsins list. Hann virðist skynja hreyfinguna í tónlistinni til hins ýtrasta og megna að þýða hana yfir í dans- hreyfingar. Sýning Konunglega ballettsins sýnir glögglega hvers vegna verk Neumeiers eru í svo miklum metum meðal dansara og ballettunnenda um allan heim - og einnig hvers vegna Neumeier gleðst yfir samstarfi við ballettinn. ^ 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.