Tíminn - 15.12.1966, Side 1
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hringið i síma 12323
Auglýsing í Tímanum
kemur daglega fjrrir augu
i
80—100 þúsund lesenda.
250 MILUON KR. GJALDA-
HÆKKUN Á REYKVÍKINGUM
AK-Rvík, 14. desember- — Fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir
árið 1967 verður til síðari umræðu á fundi borgarstjórnar á
morgun. Fundurinn hefst í Skúlatúni 2 kl. 5 síðdegis og má
búast við því að fundurinn standi eins og venjulegt er við
síðari umræðu fjárhagsáætlunar fram undir morgun.
Jóiatréssala LandgræðslusjóSs hófst í dag og voru þá margir orSnir langeygir eftir jólatrénu sínu en venju-
lega hefur salan hafizt fljótlega eftir mánaSamótin nóv..des. Bjuggust jólatréssalar viS því, aS mikiS yrSi aS
gera í dag, en þeir eru á víS og dreif um bæinn, alls um 20 talsins. GE tók þessa mynd í Bankastræti í gær.
Vegna þess að Tíminn er alveg
helgaður 50 ára afmæli Fram-
sóknarflokksins á föstudaginn,
verður frásögn af borgarstjórnar
fundinum að bíða laugardags.
Eins og áður hefur verið rakið
hér í blaðinu, er það síður en svo
nokkur stöðvunaráætlun sem borg
arstjórinn hefur lagt fram fyrir
árið 1967, því að fjárhagsáætlunin
sjálf hækkar um nær 17%, sem er
syipuð hækkun og verið hefur að
meðaltali síðustu 5—6 verðbólgu
ár, og er því auðséð, að blátt
áfram er gert ráð fyrir svipaðri
verðbólgu.
Þó er enn minni „stöðvun" í
gjaldahækkunum borgarinnar á
Reykvíkingum. Útsvörin eiga að
hækka um 18% og útsvör og aðrir
tekjuskattar til borgarinnar sam
an hækka um 140 milljónir,
en séu gjöld þriggja stærstu þjón
ustufyrirtækjanna, vatnsveitu, raf
veitu og hitaveitu tekin með þá
hækka þau samtals um 100 millj.
og gjöld til borgarsjóðs og þriggja
stærstu þjónustufyrirtækjanna
hækka um 250 millj. sem er
21—22% hækkun frá áætlun árs
Yfirlýsing formanns fjárveitinganefndar Alþingis í gær:
Aðeins er tii fé í niður-
greiðslur til 1. nóvember
TK-Reykjavík, miðvikudag. I þær myndu reynast haldlausar til I hverfingaléik að ræða, sem leika
Við 3. umræðu um fjárlagafrum stöðvunar nema skamma stund og ætti fram yfir kosningar til að
V'frpið fyrir árið 1967 játaði for-1 Því væri hér aðeins um sjón-1 blekkja þjóðina með sama hætti og
omiður fjárveitinganefndar það,1 ^^
wdi fjármagn væri aðeins tiltækt
tíl að halda niðurgreiðslum áfram
til 31, október. Fjármálaráðherra
sté s stól á eftir og sagði, að hér
væri aðeins átt við þær niður
greiðslur, sem bætt hefði verið við
upp á síðkastið til að koma í veg
fyrir hækkun vísitölunnar. í þessu
felst, að „verðstöðvunarniður-
greiðslunum“ á að hætta á næsta
ári. Stjórnarflokkunum finnst nóg
að hafa þær í gildi fram yfir
kosningarnar.
Halldór E. Sigurðsson, framsögu
maður nefndarhluta Framsóknar-
manna k fjárveitinganefnd, benti
á, að hér hefði stjórnin játað,
að ,,verðstöðvunarstefnan“ væri
ekki framkvæmanleg nema í
nokkra mánuði. Framsóknarmenn
hefðu lýst því yfir, að þeir hefðu
ekki mikla trú á þessum verðsföðv
unarheimildum ríkisstj órnarinnar,
1959. Stjórnin hefði nú óbeint ját
að þetta með þessari játningu.
Framhald á bls. 15.
’ns 1966. Þetta er hin raunverulega
gjaldahækkun á borgarbú-
um, og má fyrr vera, en slíkt sé
kennt við „stöðvun“.
Þá er það og annað meginein-
kenni þessarar fjárhagsáætlunar,
að rekstrargjöldin stórhækka eða
um 18,6%, en framlög til varan
legra framkvæmda borgarinnar
hækka aðeins um 10,5% og drag
ast því raunverulega saman. Þetta
er því áætlun um hækkandi rekstr
arkostnað en minnkandi fram-
kvæmdir.
Auk fjárhagsáætlunarinnar
sjálfrar og breytingartillagna við
! hana eru á dagskrá borgarstjórn
arfundarins allmargar tillögur frá
Framsóknarmönnum og Alþýðu-
| bandalaginu, og einnig tillaga um
afnám reglugerðar um lokunar-
tíma sölubúða. sem fulltrúi Al-
þýðuflokksins flytur.
Framsóknarmenn flytja um 40
breytingartillögur við rekstrarliði
áætlunarinnar flestar til lækkunar
á útgjöldum. og nokkrar tillögur
um nýja útgjaldaliði. svo sem um
að veita listaverðlaun árlega á
afmælisdegi Reykjavíkur, að tekin
verði upp skipuleg fræðsla um
umfeðramál fyrir almenning, og
að sjónvarpið verði hagnýtt í þeim
tilgangi, að starfsfræðsla verði tek
in upp í efstu bekkjum skyldu
námsins, að veita tveimur knatt
spyrnufélögum, Fram og Þrótti,
sérstaka aðstoð við að koina uppj
íþróttavöllum á félagssvæðum sín
um og að verja 200 þús. kr. til
eflingar bindindisfræðslu meðal
ungs fólks,
Við eignabreytingaráætlunina, þ.
e. um framkvæmdir borgarinnar,
flytja Framsóknarmenn allmargár
tillögur, m. a. að framlag í ráðhús
Framhald á bls. 15
Sovézkir geimfarar tii
tunglsins næsta sumar?
NTB-Moskvu, miðvikudag.
Endaspretturinn í kapphlaup-
inu milli bandarískra og sov-
ézkra vísindamanna um send-
ingu fyrsta mannaði geimfars
ins til tunglsins er nú
hafinn. Haft var eftir áreið-
anlegum heimildum í
Moskvu í dag, að svovézkir vís-
indamenrn einbeiti sér nú ein-
ungis að því verkefni að senda
mann til tunglsins fyrir nóvem
ber næsta ár. Hefur allri geim-
vísindaáætlun Sovétríkjanna
verið breytt í þeim tilgangi að
skjóta Bandaríkjamönnutn ref
fyrir rass í þessum efnum.
Haft er eftir Reuter, að öll-
um hugsanlegum ráðum verði
beitt til þess að unnt verði að
framkvæma fyrstu lendingu
mannaðs geimfars á tunglinu
fyrir 7. nóvember næsta árs,
en þá eru liðin 50 ár frá rúss
'nesku byltingunni.
Leggja leiðtogarnir áherzlu
á, að takmarki þessu verði náð
fyrir umræddan tíma, svo að
Sovétríkin geti sýnt alheimi,
að þau standi í fararbroddi á
geimvisindasviðinu.
Haft er eftir einstökum vís-
indamönnum, að allt geimvís-
indastarf í Sovétríkjunum bein
'ist nú að þessu eina vérkefni
og segja sumar heimildir, að
e. t. v. muni mánaferð lónast
þegar fyrir 15. júní næsta ár.
Bandaríkjamenn hafa áætlað
að senda mannað geimfar til
tunglsins einhvern tíma á ár-
inu 1968 og síðustu útreikning
ar í því sambandi ganga út á,
Framhald á bls. 15.