Tíminn - 23.12.1966, Page 9

Tíminn - 23.12.1966, Page 9
FÖSTUDAGUR 23 desember 1966 TÍMINN landið - sagan - sendibréfin - Þorsteinn Jósepsson LANÐIÐ Fyrsta ritverk Þorsteins Jó- sepssonar, sem ég kynntist í mínai ungdæmi, voru ÆJvintýri förusveins, og það var ekki laust við að ég öfundaði höf- undinn af ferðum hans um mannabyggðir og fjöll og firn indi suður í Evrópu, þaðan sem sér til margra landa í senn af sumum tindum. En síðan ég kynntist manninum sjálfum hef ég samt öfundað hann enn meira af því, . ve gjörkunnugur hann er land- inu okkar milli fjalis og fjöru. Hefur mér stundum verið hugs að til þess, að meinlegt væri, ef maður með slíka þekkingu á landinu festi ekki nokkuð af þeim fróðleik á bók. Þorsteinn mun vera einna mestur lands- lagsljósmyndari íslands, og sumar myndir hans af fslandi, er birzt hafa í erlendum bók- um og tímaritum, eru meðal þeirra íslenzkra verka, sem víðast hafa farið um heiminn. Og nú er út komin frá hendi Þorsteins bók, er lengi mun halda nafni hans á lofti, Landið þitt, uppsláttarrit um bæi og staði í byggðum á fslandi, fróð- leiksnáma, sem ótal íslendinga leita í, bæði ferðalangarnir, sem kanna landið af eigin raun og eins hinir, sem sitja kyrrir á sama stað, en eru þó að ferð- ast í huganum. Óviðráðanleg atvik höguðu því svo til að höfundur varð að vinna verk sitt feikna hratt, og hefur það vitaskuld bitnað nokkuð á bók- inni, en hitt gegnir raunar furðu, hverju Þorsteinn hefur komið í verk á svo skömmum tíma, því það er sannarlega ekki áhlaupaverk að semja rit af þessu tagi, slíkar bækur mundu krefjast margra ára vinnu tuga manna, ef vel ætti að vera .En raunar er á annað að líta áður en fundið er að því hve bókinni hefur verið flýtt á ‘markaðinn, sem raunar höfundurinn tekur fram í for- spjalli sínu að bókinni. Fyrstu útgáfu slíkrar bókar er aldrei hægt að gera svo úr garði, að ekki verði að henni fundið, og reyndar æskilegt, að sem flest- ir gangi til liðs við endurút- gáfu, með leiðréttingum og ábendingum. Og nýrrar útgáfu mun vonandi ekki langt að bíða. Slíkur aufúsugestur hefur bókin reynzt íslendingum, að upplagið mun að mestu geng- ið til þurrðar, á fáeinum vik- um. Þetta mun vera fyrsta bók, er Bókaútgáfan Örn og Örlygur lætur frá sér fara (ef frá er skilin Ferðahandbókin), og verður ekki annað sagt en það ríði myndarlega úr hlaði. Þorsteini Jósepssyni verður seint fullþakkað að hafa með þessu verki lagt grundvöll að staðfræðirdti, sem þörf hefur orðið æ tilfinnanlegri á að ís- lendingar eignuðust. Hafi hann heila þökk og ósk um starsfþrek til að Ijúka ætlunar- verki sínu, að semja síðara bindið, um staði í óbyggðum, þar sem ekki síður hafa legið spor hans um áratuga s'keið, ýmist á hvers konar farartækj- um eða gjarna helzt á hestum postulanna. Björn Þorsteinsson SAGAN Nokkrum tíðindum þykir sæta á bókamarkaðnum fyrir þessi jól, Ný íslandssaga eftir Björn Þorsteinsson sagnfræð- ing, fyrsta bindi fyrirhugaðrar íslandssögu, sem Heimskringla gefur út og þeir skipta með sér að s'krifa til helminga, Bjöm og Einar Laxness. Björn ritar þetta um þjóðveld- isöld og síðan annað, sem nær til siðaskipta en þar tekur Einar við og munu hans bindi ná fram á okkar daga, Við snúum okkur til Björns í til- efni útkomu hinnar nýju bók- ar hans, sem ber nokkurn annan svip en fyrri bækur af þessu tagi, hefst á kafla um söguna og heimildirnar og sá næsti fjallar um landið, náttúru og veðurfar, orku og hagnýt jarðefni, dýralíf og mannfjölda þriðji kafli um upphaf íslenzkj ar sögu og fjórði og aðalkafl- inn, þjóðveldisöld. — Setur þú fram nýja sögu- skoðun í þessari bók, Björn? Eða hefurðu ekki áður haldið - rimurnar togararnir því fram, að sögurannsóknir hér 9éu langt á eftir tíman- um? — Nú, hún hefur verið nefnd Ný fslandssaga, víst er hún nýrri en sú á undan, en verður það kannski ekki lengi, þegar sú naesta kemur. Og þetta með rannsóknirnar. Ég sló því fram í grein i Skírni fyrir einum táu árum, að það væri ýmislegt í rannsókn- um okkar á sögu um 1S0 ar- um á eftir tímanum. Menn tóku þessu aMIa, urðu æfareið ir, og mér datt í hug að endur- taka þetta og vita, hvernig menn brygðust við í dag .Eg á þar bæði við rannsóknir og söguritun til að mynda hefur tæpast nokkuð að gagni verið skrifað að gagni um síðmið- aldir eða erum við ekki langt á eftir tímanum, þegar vantar heila kafla, heil tímabil, í sög una? Vísast erum við mörg hundruð árum aftur úr. Rann sóknir hafa verið vanræktar svo herfilega á þessu sviði. Þó hlýt ég að nefna, að Magnús Már Lárusson hefur nnið manna mest að könnun á mið öldum síðustu árin og unnið hi ðþarfasta verk og svo er um marga aðra. — Er þessi bók samin sem kennslubók, ætlar þú td. að nota hana í Menntaskólanum? — Hún er kanski nýtileg skólabók fyrir kennaraefni. Víst veitir ekki af að breyta menntaskólakennslu í fslands sögu, þeir kennslúhættir eru , grautarlegir, svo ekki sé meira sagt. Bvort ég ætli að nota þessa bók við kennslu þar? Nei, ætli það? — Hafa skoðanir þínar breytzt á þessu tímabili síðan bók þín íslenzka þjóðveldið kom út fyrir 13 árum? — Já, nú er meira af stað- reyndum fyrir hendi. Það var meira af kenningum í þeirri bók en þessarL Kenningar eru góðar svo langt sem þær ná, en þekkingin leyisir kenning- arnar af hólmi. Og bók sem þessi þarf að hafa sem minnst af kenningum og skoðunum, en þeim mun meira af þekk- ingu og staðreyndum. Það er tæpast gáf-ulegt að vera með kenningar uppi um það, hvað langt sé upp á Kolviðarfiól, þegar við getum hreint og beint farið og mælt það. RÍMURNAR Næ9ta sjaldgæft mun það vera að ungir menn yrki rím- ur nú á dögum, en í Rímna- safni, einni hinna nýju bóka frá Helgafelli, sýnisbók ís- lenzkra rímna í sex aldir, er Sveinbjörn Beinteinsson skáld- bóndi á Draghálsi hefur tekið saman, birtist mansöngur úr Hrafnkelsrímum eftir Jón Sig- urðsson, tvítugan reykvískan stúdent, og standa þar þessa hendingar: Oft var kot í kulda, þroti og kafabyl, en líktist sloti af ljóðayil borð og kváðu rímuna, allt eft- ir kúnstarinnar reglum. — Ert þú ekki af skáld- mæltu fólki kominn? — Móðurafi minn, Kolbeinn í Kollafirði orti talsvert og gaf út kvæðabækur. — Þér finnst ekki að rímna skáld séu búin að syngja síð- asta versið? — Ég veit hreint ekki, hvað segja skal. Það er eins og fólk sé nú meira gefið fyrir styttri ljóð. Nú, skáldsögur lifa samt enn sæmlegu lífi, og hví skyldu þá ekki söguljóð eins og rímur geta enn eignast hylli almennings? Jón Sigurðsson Oft var dróttu ógnanótta uppgjöf tál, en bergði þrótt af bragar skál. Síðan glæddist líf og læddist leiði frá. Fólkið væddist von og þrá. Tók það kæti, leik og læti, lyftist brún. Vék af sæti raunarún. Jón er yngsti höfundurinn í safni þessu, og bregðum við okkur á hans fund sem snöggv ast. — Hefurðu fengizt mikið við rímnagerð, eða hvað kemur til að þú eri á þessu þingi? — Ég kæri mig ekkert um að halda þessu á lof't. En ég var í sveit hjá honum Svein- birni á Draghálsi fyrir nokkr- um árum, og um það leyti gerði ég dálítið af þessu. Sveinbjörn vildi endilega fá í safnið þutta upphaf Hrafnkelsrímu, sem ég byrjaði að yrkja 16 ára gam- al. Ég lét það flakka fyrir 2— 3 árum, þegar Sveinbjöm byrj aði að efna í þetta safn, en ég er ekki viss um, að ég hefði látið það eftir honum, er ekki svo hrifinn af því nú orðið, væri líklega búinn að fleygja því. En þetta átti að vera ríma um Hrafnkel freysgoða, sem ég hef ætíð verið hrifinn af, hef lesið söguna hvað eftir annað, sama hvort hún er sannsöguleg eða tilbúningur, þá er það alla vega snjöll og skejnmtileg sköpun, sé hún login. — Fengust aðrir við rímna- gerð í Menntaskólanum en þú? — Það hefur víst verið lítið um það. En samt var nokkuð um hagyrðinga og skáldmælta menn, það sýndi sig, þegar tek inn var upp vísnaþáttur í skóla blaðinu, það var talsvert fjör í þeirri vísnagerð. — Hvar hefurðu fundið mest an áhuga á rímum? — Það var örugglega á Draghálsi, og ekki furða, að maður yrði fyrir áhrifum. Þeir komu þangað oft bænd- urnir í sveitinni til að kveða saman. Ég man eftir einum bónda, sem nú er verkamaður í Kópavogi, hann kom alltaf að Draghálsi um helgar, og pá settust þeir saman tveir við Finnur Sigmundsson SENDIBRÉF Finnur Sigmundsson fyrirv. landsbókavörður hóf skemmti- legt og fróðlegt útgáfuverk með bókunum Húsfreyjan á Bessastöðum og Sonur gull- smiðsins á Bessastöðum, sendi- bréfasöfnunum, sem haan bjó til prentunar fyrir ból —igáf- una Hlaðbúð fyrir allmörgum árum. Síðan tók hann að sér að setja saman á líkan hátt bókarflokkinn fslenzk sendi- bréf fyrir Bókfellsútgáfuna. Reið á vaðið með Skrifaranum á Stapa, þá komu Biskupinn í Görðum, Konur skrifa bréf, Hafnarstúdentar skrifa heim, Dr. Valtýr segir frá, Gömul Reykjavíkurbréf, og nú síðast Geir biskup góði í vinarbréf- um, og hyggst dr. Finnur setja þar síðasta punktinn, sem margir munu harma, því þess- ar bréfabækur hans hafa orðið feikivinsælar. Við hittum dr. Finn að máli stund- .om í tilefni þess að hann lýkur þess um bókarflokki. — Geir biskup er frekar l.tt kunnur almenningi nú á dög- um, hvað kom til að þú lætur hann kóróna þetta bréfasafn? — Já, Geir góði er ekki al- mennt kunnur nútíðarfólki, en það er svo um flesta frá þessu tímabili, 18. öldinni. En hann hefur verið sérstakur maður að ýmsu leyti. Það er út af fyrir sig einkennilegt þetta gjald- þrot hans, eða hvað á að kalla það, harla óvenjulegt um mann í slikri stöðu, en svona var það samt, að hann sökk Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.