Tíminn - 23.12.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.12.1966, Blaðsíða 9
9 fremst byggður fyrir ferða- menn. Þar eru breið stræti, fal leg íbúðarhús og stór og glæsi leg hótel. Munu flest hótelanna hafa riisið á síðustu 5-10 ámm, og í dag fara fleiri Bandaríkja- menn til Puerto Rieo í sumar- leyfi sínu en til nokkurrar annarrar eyju í Karabíska haf- in-u. Enda Kúba þeim lakuð. Hótelin ern yfirleitt mjög ríkmannleg, að því er okkur fannst. FlamBoyan hótelið, þar sem við dvöldum, er gott. dæmi um það, en þetta mun eitt nýjasta hótelið í San Juan. Herbergin eni stór með sér baði og svölum. Hótelið hefur m.a. baðströnd, sundlaug, næt- urfelúbb, spilavíti, bar, tvö veit- ingahús, þar af annað með skemmtikröftum og danshljóm sveit að kvöldinu, bíla- geymslu og tvæir minjagripa- verzlanir. Önnur hótel eru mun stærri og glæsilegri, eins og t.d. HiltonJhótelið, sem er beint á móti FlamBoyan. Verðið er mjög mismunandi eftir árstíma. Aðail ferðamanna straumuirinn er frá miðjum desember til 1. maí, og er verðið hæst á þeim tíma, eða allt upp í um 35 dollara fyrir herfcergið. Á sumrin kosta eins manns herbergi 13-15 dollara, en tveggja manna herbergi 20- 30 dollara. Sum hótel eru þó ódýrari, og önnur nokkuð dýr- ari en hér segir. Hægt er þó að dvelja á Pu- erto Rico með ódýrari hætti. Til em svokölluð „Guest Hous- es,“ þar sem hægt er að leigja sér ertt eða fleiri herbergi á- samt aðild að eldhúsi fyrir al'lt frá 8 dollurum á dag fyrir herbergið. Virðast þessi hús þokkaleg á að líta, og virð- ist því mögulegt að dvelja þarna suður í sólinni um nokk- urn tíma án þess að fara á hausinn fjárhagslega. Það dimmir skyndilega í Puerto Rieo. Fyrsta daginn á San Juan vorum við að bíða Frá San Juan. Golfvöllur' Dorado-strandar hótelsins. er mikið virki, sem venjulega er kallað E1 Morro. Þetta virki byggðu Spanverjar á síð- ari hluta 16. aldar til varnar borginni, en framskir, brezkir og hollenzkir sjóræningjar fóru eyðingarhendi um Puerto- Rico eins og aðrar eyjar þar í grennd á þessum tíma. Síð- ar var annað virki, San Cristo- bal, byggt á Atlantshafsströnd borgarinmar, og að lokum reist ur heljarmikill steinveggur um hverfis borgina, svo hún varð svo til óvinnandi. Var veggur- inn 25 fet á hæð og 18 feta þykkur, en virkisveggir allt að 145 fet á hæð! E1 Morro hefur orðið fyrir árásum margra manna, þar á meðal reyndi Sir Francis Dra- ke sá frægi sjóræningi, að sigra virkið. Fléstir urðu frá að hverfa, að því ok'kur var tjáð, og Sir Francis brynju sinni fátækari, en hún er á vopnasafni í E1 Morro, að því er okkur var tjáð í dag eru virkin almenningi til sýnis, og í öðru þeirra er mikið vopnasafn. Er virkjun- um vel haldið við, að því er virðiist, og í heild hefur mik- ið verið gert til þess að endur- byggja og viðhalda gömlu San Juan sem líkastri því, sem hún hefur verið ölduín saman — ferðamönnum til ánægju að sjálfsögðu. Gamlar byggingar hafa verið endurreistar í sinni upprunarlegu mynd, hin þröngu steinlögðu stræti sömu- leiðiis. Minnir gamli borgar- hlutinn því óneitanlega á gaml an spænskan borgarhluta,' að því er fróðir menn segja. Fyrsta daginn, sem við dvöld um í Puerto Rico, stukkum við um borð í strætisvagn, sem staðnæmdist fyrir utan hótelið okkar — Flamboyan — og ókum niður í gömlu San Juan fyrir 10 cent. Er það vel af sér vikið, því fátt geta ferðamenn gert þar um slóð- ir fyrir svo lítinn pening. Við staðnæmdust á skemmtilegu torgi, sem nefnist Plaza de Colon. Á miðju torgi er stór og mikil stytta af Kólumbusi, sem mjög er dýrkaður, ■ en há tré vaxa allt kringum steinlagt torgið, sem er rétt fyrir neðan virkið San Cristo- bal. Frá torginu liggja síðan þröng stræti á allar áttir. Slang ur af fólki var á götunum, en verzlun eða kaffihús virðist vera í svo til hverju húsi. Var á öllu auðséð, að borgarbúar lifa að mestu á ferðamönnum. Þeir hafa til og með breytt gömul nunnuklaustur í dýrind- is hótel — E1 Convento Hotel — en sú aðgerð mun hafa kost að margar milljónir dollara. Fólkið virðist yfirleitt við- kunnanlegt og vinsamlegt og aðnjótendur þeirrar listar, að taka lífinu með ró. Við San Cristobal hittum við lögreglu- mann sem hafði eftirlit með virkinu ásamt fleirum. Tókum við hann tali, og fengum að vita sitt og hvað um ævi hans. Hann var bóndasonur, og rak hluti fjölskyldu hans enn bóndabæ inni á eyjunni. Hann sjálfur hafði farið til New York fyrr á árum og unnið þar en fluttist síðan aftur til Pu- erto Rico fyrir skömmu. Var okkur tjáð, að þetta væri bezta dæmið um þær efnáhagslegu framfarir, sem átt hefðu sér stað í landinu á undanförnum árum. Áður fyrr streymdu Puerto Rico menn til Banda- ríkjanna í leit að atvinnu og peningum — en að undan- förnu hafa fleiri flutzt til Pu- erto Rico en þaðan til megin- landsins. Enda virtist fólk í höfuðborginni yfirleitt sæmi- lega stætt en ekki sáum við neitt annað af eyjunni og get ég því ekki dæmt um, hvort lífskjörin séu alls staðar jafn góð. Þykir mér það þó ólík- legt. En öruggt er, að miklar framfarir hafa átt sér stað, enda var Puerto Rico ekki upp á marga fiska áður fyrr. í gömlu San Juan er merki- leg Mrkja, sem fullyrt er, að sé elzta kirkjan, sem verið hafi í stöðugri notkun í Vest- urheimi. Hún nefnist San Ju- an dómkirkjan og þar eru geymdar jarðneskar leyfar Pon- ce de León. Flestir munu teljast kaþólsk- ir á Puerto Rico, enda réðu Spanverjar þar yfir í um 400 ár og höfðu kaþólskuna sem ríkistrú. Því er það, að kaþólsk kirkja er í hverri borg. Er Bandaríkjamenn náðu yfirráðum á eyjunni munu trú- boðar hafa boðað íbúunum blessun ýmiss konar mótmæl- endatrúarbragða, og er nú tal- ið að um fimmtungur íbúanna fylgi þess konar söfnuðum. Puerto Rico menn eru þó að því leyti líkir íslendingum, að andatrú er töluverð og mun fara hraðvaxandi, ef trúa skal fræðslubókum. Sagt er, að allra stétta fólk sé á kafi í spíri tisma, en þó einkum fólk, sem orðið hefur hvað mest fyrir hinum snöggu þjóðfélagsbrevi ingum í landinu. Nýi borgarhlutinn 1 San Juan er auðsjáanlega fyrst og eftir strætisvagni hjá Kólum- busarstyttunni, þegar við vökn uðum skyndilega upp við það að dimmt var orðið. Að kvöldinu til, þegar golan kemur af hafi, er mjöp þægi- legt að vera úti við — hitinn er hæfilegur og glaðlegt and- rúmsloft á götunum. Næturlíf hefst þó ekki í borginni fyrr en síðla kvölds og stendur þá oftast fram á morgun .Athygii vakti, ‘ hvensu mikið af börnum var á götum úti á kvöldin, og var okkur tjáð, að þau væru oft úti tíl kl. 2-4 á nóttunni! Skemmtistaðir og góð veit- ingahús eru á hverju strái bæði í gamla bænum og þá ekki sizt í hótelunum. Ekkert sá ég af drukknu fólki á ferli, utan einn eða tvo róna sem við mættum á götu úti um miðjan dag. Aftuf á móti virð- ist fólk drekka verulegt magn af bjór og víni, en gæta sín að „deyja“ ekki né slangra um ofurölvi. Mættu ýmsir af því læra. Hér hefur aðeins verið drep- ið á nokkur atriði, sem báru fyrir augu við fyrstu sýn á skammri viðdvöl. Mér er ljóst, að lengri dvöl hefði ef til vill gefið aðra mynd af landinu því oft er ekki allt sem sýni-st. Um það s-kal ég ekM dæma. EJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.