Alþýðublaðið - 12.01.1982, Side 2

Alþýðublaðið - 12.01.1982, Side 2
2 Þríðjudagur 12. janúar 1982 r-RITSTiÓ RN ARGREIN--------------------------1 VIO ÚTGÖNGUVERSIB filansmynd forsætisráðherra af ímynduðum ár- angri í efnahagsmálum er hrunin i þúsund mola. Stefnuræða hans frá þvi í október sl. um góðan ár- angur efnahagsráðstafana f rá því fyrir ári síðan væri nú aðeins nothæf i áramótaskaup, væri hún til á video. Héðan í frá á rikisstjórnin aðeins éina leið ófarna: Otgönguleiðina. Jafnvel þótt ráðherrunum takizt, seint og um síðir að ber ja saman eitthvert blá- þráðarsamkomulag um f iskverðshækkun og gengis- fellingu, verður það ekki til annars en að undirrita dauðadóm yfir núverandi stjórnarsamstarfi. Hið sjálfvirka vélgengi verðbólgu kerfísins hefur hér meö tekið völdin af rikisstjórninni. Ekkert sem ríkisstjórn- in getur gert hér eftir fær neinu breytt um þá verð- bóiguholskeflu sem þegarer risin: Þessari ríkisstjórn mun skola burt i útsoginu. Gengislækkunin verður of litil og hún kemur of seint. Hún gerir ekki betur en að koma hjólum at- vinnulífsins aftur af stað. En afleiðingar hennar og fiskverðshækkunarinnar, sem engin innistæða er fyrir, munu segja til sín jafnóðum. Hækkun iauna —og annars framleiðslukostnaðar í kjölfarið stefnir atvinnulífinu í nýja stöðvun strax 1. marz n.k. Þeim vanda verður mætt með hröðu gengissigi. önnur úrræði eru ekki tiltæk, úr því sem komið er. Það mun enn verka eins og olia á verðbólgubálið. Við þetta bæt- ist gengislækkun dollarans, versnandi viðskiptakjör og sívaxandi viðskiptahalli. Og tvennt i viðbót: Kjara- samningar eru lausir og sveitarstjórnarkosningar framundan i maílok. Stjórnarliðið mun heyja þær kosningar í skugga þess efnahagsöngþveitis, sem öll- um verður sýnilegt að ríkisstjórnin fær ekkert við ráðið. Sigurjón Pétursson hefur nú þegar kveikt á norska jólatrénu i síðasta sinn. Jafnvel þótt Sjálf- stæðisflokknum mistakist að endurheimta hreinan meirihluta í borgarstjórn er eitt víst. Næsti borgar- stjórnarmeirihluti verður ekki undir forystu Alþýðu- bandalagsins og trúlega heldur ekki með aðild þess. Eftir mátulega útreið ? borgar- og bæjarstjórnar- kosningum mun setja alvarlegan pólitískan hroll að hinni nýju stétt i forystu Alþýðubandalagsins. Hún verður þá komin að útgönguversinu í þessu stjórnar- samstarfi. Líkurnar á tvennum kosningum hafa því óneitanlega aukizt mjög við atburði seinustu daga. Hér eftir er tómt mál að tala um samkomulag milli aðila stjórnarsamstarf sins um ef nahagsaðgerðir sem geti forðað þeim undan holskef lunni. Hún verður ekki stöðvuð úr þessu. Stjórnarsamstarfið er því i raun og veru þegar brostið. Bæði kommar og framsókn, og m.a. s. liðhlauparnir úr Sjálfstæðisflokknum eru farnir að hugsa til þess að yfirgefa hið sökkvandi skip. Þaðer of seint að iðrast eftir dauðann. Rikisstjórn Gunnars Thoroddsens er þriðja ríkisstjórnin á s.l. ára- túg, sem springur i loft upp vegna þess að innan hennar er ekkert samkomulag að fá um grundvallar- stefnu í efnahags- og atvinnumálum. Sú fyrsta var rikisstjórn ólafs Jóhannessonar 1971 til 1974, sem tók við 6% verðbólgu og skildi við, þremur árum siðar, í 54% verðbólgu. ölafur Jóhannesson á því þann vafa- sama heiður að vera guðfaðir óðaverðbólgunnar á Is- landi. Hún er afleiðing þeirrar pólitísku herstjórnar- listar f ramsóknarmanna s.l. tvo áratugi að þeim beri að heiðra skálkana i Alþýðubandalaginu, svo að þeir skaði þá ekki. önnur ríkisstjórn Ölafs 1978 til 1979 fór á sömu leið. Aðild Alþýðubandalagsins að þeirri ríkis- stjórn kom, þá sem nú, í veg fyrir að rikisstjórninni yrði nokkuð ágengt í að ná aftur tökum á efnahags- málum. Þegar verðbólgan stefndi enn á ný yfir 60% markið og ekki náðist samkomulag um eitt né neitt til varnar þeirri holskeflu, sagði Alþýðuflokkurinn hing- eð'og ekki lengra. Sú ákvörðun Alþýðuf lokksinsað slíta stjórnarsam- starfinu 1979 var afar umdeild á sinum tima. Margir urðutil að áfellast Alþýðuf lokksmenn fyrir ábyrgðar- leysi, ekki hvað sízt f ramsóknarmenn, sem héldu því fram aðekki væri reynt til þrautar um að koma mætti einhverju viti fyrir Alþýðubandalagið. Eftirleikurinn er kunnur. Kosningaúrslitin 1979 urðu ekki nógu af- dráttarlaus til þess að fá fram hreinar linur. Leiftur- sóknarslys Sjálfstæðisflokksins hræddi kjósendur í stórum stíl og Framsóknarmenn þóttust hafa ráð j undir rifi hverju. Þeir þóttust geta ratað hinn gullna i meðalveg. Undir þeirra leiðsögn væri hægt að lækna í verðbólgusjúklinginn með smáskammtalækningum og að því er virtist sársaukalaust. N* vita menn betur. Framsóknarúrræðin hafa reynzt vanhugsuð og bitlaus. Auk þess endurtóku framsóknarmenn fyrri mistök og fóru enn á ný inn ? ríkisstjórn með Alþýðubandalaginu. Þeir sem aldrei læra af reynslunni eru dæmdir til að endurtaka fyrri mistök. Ævintýri aldursforsetans í islenzkri pólitík, Gunnars Thoroddsens, er nú á enda. Þeir sem létu blekkjast sitja nú eftir með sárt ennið. — JBH KVEÐJfl HARALDUR PÉTURSSON fyrrverandi safnhúsvörður F. 15.8.1895 D. 1.1. 1982 Islenska ljósmæörastéttin kveöur nií heiöursfélaga sinn Harald Pétursson meö mikilli virðingu og þökk. Hann lést á nýjársnótt 86 ára að aldri aö Hrafnistu i Reykjavik Haraldur Pétursson tilheyröi aidamótakynslóöinni — og má segja aö hann hafi veriðkyndilberi hennaraf bestu gerö. Greind hans og framsýni skipaöi honum snemma i raöir þeirra er drengilegast börðust fyrir bættum kjörum landa sinna. Hann liföi þaö á sinni löngu ævi aö sjá islensku þjóð- ina nsa upp lír örbyrgð og niðurlægingu til velmegunar á flestum sviöum. Hinn fróðleiks- fúsi maður, sem kynnst haföi i raun hinu algjöra möguleika- leysi ungmaina til að brjótast til mennta, fékk einnig að sjá islenska æsku frjálslega og glaða fylla skóla landsins og stefna til hinna fjölþættustu mennta bæöi heima og erlendis. Haraldur Pétursson var fjöl- fróöur maður sivökull og vinn- andi. Fræöimennska og mann- viröing eru orö sem grípa hug minn er ég minnist hans. Haraldur sýndi islens'ku ljós- mæörastéttinni mikla virðingu i orði — og i verki ekki aðeins á sérstæðan hátt — ég leyfi mér að segja einstæðan hátt. Um það leyti er Vilmundur landlæknir vann að útgáfu ritverksins Læknar á tslandi vaknaði áhugi Haraldar á því að safna fróleik um störf ljósmæöra og sýna þeim á þann hátt maklega virð- ingu og vernda þannig nöfn þessara heiðurskvenna frá gleymsku og grafarþögn eins og hann oröaði það sjálfur. Hann minnti lika á það að ljós- mæðurnar hefðu ekki aðeins tekið á móti börnum — heldur hafi fólkið leitað til þeirra i hverskonar nauðum og sorg og þær voru lika taldar hinir sjálf- sögöustu gestirá gleðistundum. Hugur Haraldar vaknaði ekki hálfur heldur heill hann hófst handa um söfnun i stéttartal ljósmæðra og byrjaði á nafni hinnar fyrstu læröu ljósmóöir hérá landi, sem var dönsk kona Margrét Katrin að nafni gift islenskum manni Benedikt Magnússyni járnsmið. Hún hóf ljósmæðrastörf og ljósmæöra- fræöslu i Reykjavik áriö 1761. Haraldur vann aö þessu áhugamáli i fristundum sinum og átti að lokum samfellt stéttartal frá 1761 til ársins 1957, auk þess umdæmaskrá sem er ein og sér merkisrit. Eitt er sögn, en annað sjón, þvi hver sá er sér handrit þessi hlýtur að dást að þvi' frábæra handbragði og frágangisemerá þessu verki. Þetta handritasafn afhenti Haraldur mér persónu- lega árið 1975f traustiþess að ég hiutaðist til um að Ljósmæðra- félag tslands fullynni ritverkið og sæi um útgáfu þess. Stjóm félagsins fagnaði þessari dmetanlegu ogeinstæöu gjöf og ákvað að gefa verkið út, og er þaö nú i' vinnslu á lokastigi og á að bera nafniö Ljósmæður á íslandi. Það er von okkar og vilji að ritverk þetta verði svo vel úr garði gert að það sæmi minn- ingu Haraldar Péturssonar og islensku ljósmæðrastéttinni.. Þessi óeigingjarna fræðimanns- vinna Haraldar verður aldrei fullþökkuð, en þökk okkar og viröing er einlæg. A 60 ára af- mælishátið gerði Ljósmæöra- félag Islands Harald Pétursson aö heiöursfélaga sinum. Kynni mín af Haraldi Péturs- syni uröu mér lærdómsrik, milli min og Haraldar og konu hans, Margrétar Þormóösdóttur skapaöist góö vinátta, sem ég þakka af alhug um leiö og ég sendi henni og fjölskyldunni innilegar samúöarkveöjur. SteinunnFinnbogadóttir. Meö Haraldi Péturssyni, sem andaöist á nýársnótt á 87. ald- ursári, er horfinn af sjónarsviö- inu merkilegur fulltrúi islenzkr- ar alþýöumenningar. Þó að hann yröi ekki aönjótandi neinnarskólagöngu i æsku, naut hann mikillar virðingar Iæröra jafnt sem leikra fyrir marghátt- uð fræðistörf um dagana. Hann var óvenjulega rökvis maöur. hinn glöggskyggnasti og sjálf- stæöur i hugsun. Hafði hann þvi með fullum rétti getað tekið undir með hinu stolta alþýðu- skáldi Nielsi Jónssyni: Mærðargreinum hvar sem hreyfði hef ég æ skrifað fjötralaus, aldrei neinum lærðumleyfði lögsögn yfir minum haus. Hinu er ekki aö leyna, að sum- um þótti Haraldur stundum stuttur i' spuna, ef þeir kniíðu dyra á fræðahirzlum hans. Að vonum fannst honum engan veginn sjálfsa.gt, að menn gerðu kröfu til að fá vitneskju um þann fróðleik, sem hann bjó yfir og hafði dregið saman úr mis- jafnlega aðgengilegum heimild- um. Sannleikurinn varþó sá, að hann var hinn greiðviknasti, ef menn sýndu honum fulla hátt- vísi, en þætti honum á það skorta, var ekki á visan að róa. Menn vöruðu sigstundum ekki á þvf, að þessi yfirlætislausi og dagfarsprúði maður var bams- lega viðkvæmur í lund og þoldi engum ágengni. Hann lét aldrei sæmd sina fremur en hetjur Is- lendingasagna. Haraldur Pétursson fæddist á Amarstöðum i Flóa 15. ágúst 1895. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson kennari á Eyrar- bakka og Olöf Jónsdóttir frá UR)sölum i flóa. Fyrstu æviár sin var hann i' fóstri hjá föður- frændum sínum og siðan nokkur ár á heimili föður sins og stjúp- móður. En frá 9 ára aldri ólst Haraldur upp i Bræðratungu I Biskupstungum. Þar stýrði þá búi háöldruð kona, Margrét Halldórsdóttir, með sonum sin- um og stjúpsonum. Nákunnug kona hefur kallaö Bræöratungu- heimiliö á þeim ámm „siöasta vigi margra alda lifnaðarhátta i Biskupstungum” og segir, að Haraldur hafi snemma verið harðduglegur og fylginn sér. Búnaðarháttum á þessu forna höfuðbóli má vafalaust þakka þá viötæku þekkingu á gömlum venjum og háttum fyrri tiðar, sem Haraldur haföi til að bera. Þar átti hann góöu atlæti að fagna, enda mun dvölin i Bræðratungu hafa oröið honum heilladrjúg og afdrifarik. Þó að Haraldur bærialla tið ræktarþel til hinna viðáttumiklu sunn- lenzku byggða, þar sem ætt- menn hans höfðu lifað i bliöu og striðu mann fram af manni, tók hann við enga einstaka jörð sliku ástfóstri sem Bræðra- tunga. Þegar Haraldur hafði aldur til, var hannvið sjóróðra á vetr- arvertiðum. Að minnsta kosti eitt sumar lagði hann leið sina til Austfjaröa, eins og titt var um Sunnlendinga á fyrri hluta þessarar aldar, og stundaöi þar róðra. Einnig var hann um hrlð háseti á erlendu vöruflutninga- skipi. A árunum 1922—1925 var hann bóndi á jörðunum Borgar- holti og Stekkholti i Biskups- tungum. Upp úrþvifluttisthann til Reykjavikur og stundaði þar ýmsa vinnu, sem til féll. A þessu skeiði tók hann virkan þátt i starfsemi verkalýöshreyfingar- innar og gegndi trúnaðarstörf- um i hennar þágu, var gjaldkeri DagsbrUnar i þrjú ár og ritari fulltrúaráös verkalýösfélag- anna i Reykjavik um nokkurn tima. Þá sat hann i stjóm Vinnumiölunarskrifstofunnar i Reykjavik frá stofnun hennar 1935, er kreppan svarf sem fast- ast að, og til ársins 1951, þar af formaöur fjögur siöustu árin. Arið 1936 urðu þáttaskil i lifi Haralds. Það ár gerðist hann húsvörður i Safnahúsinu i Reykjavik og gegndi þvi starfi til ársloka 1965, en hann lét af störfum fyrir aldurs sakir sem opinber starfsmaöur. Allt frá æsku mun fræöahneigö hafa búiö með Haraldi, og urðu nú hæg heimatökin fyrir hann aö fullnægja þeirri þrá i tómstund- um. Leitaði hann þá einkum fanga i Þjóðskjalasafni. Telja má hiklaust, aö ásamt þeim Hannesi Þorsteinssyni þjóð- skjalaverði og Guðna Jónssyni prófessor hafi Haraldur með ár- unum orðið manna bezt að sér um byggðir og ættir i Ámes- sýslu og viðar sunnanlands, þó að fátt eitt af þeim fróðleik liggi eftir hann útgefið um þau efni. Jafnframt aðaistarfi og fræði- störfum gegndi Haraldur á þessu skeiði ýmsum trúnaðar- störfum. Hann sat i niðurjöfn- unarnefnd Reykjavikur frá 1947—1962 og siðar i framtals- nefnd 1963—1966. Yfirskoðunar- maður rikisreikninga var hann 1965—1979, i' lýðveldiskosninga- nefnd i Reykjavfk 1944 og i und- irbúningsnefnd Reykjavikur- sýningarinnar 1949. Eftir að Haraldur lét af starfi i Safnahúsinu, vann hann um tima á Skattstofunni, en þó miklu lengur á vegum Erfða- fræöinefndar að ættfræöistörf- um i Þjóðskjalasafni. Má þvi segja, að hann yfirgæfi aldrei Safnahúsið, meðan heilsa og kraftar entust, allt fram eftir árinu 1980. Allmörg eru þau rit, þar sem Haraldur lagði til ættfræðilegt efni: Arið 1961 sendi hann frá sérritiö Kjósarmenn.sem hefur að geyma æviskrár bænda i Kjós svo langt aftur i timann sem heimildir hrökkva tfl. Er þar samankomin geysimikill fróöleikur um jaröir i Kjós og ábúendur þeirra-Kvonfangs og barna ábúenda er einnig getiö. Ekki leikur á tveim tungum, að ö rit verður alltaf taliö meðal ss merkasta, sem unniö hefur verið á sviði héraössagnaritun- ar hér á landi. I handriti liggur eftir Harald ritib Ljósmæðratal 1762—1953. Það rit gaf Haraldur Ljós- masörafélagi tslands, sem kjöri hann heiðursfélaga sinn 1979. Vinna að útgáfu þessa rits er nú vel á veg komin. Ég kom fyrst til Reykjavikur haustið 1936, einmitt sama ár og Haraldur gerðist húsvöröur i Safnahúsinu. Þangaö lagði ég brátt leið mina og kynntist Haraldi þá þegar. Frá haustdög- um 1958 hef ég svo verið starfs- maður i' þessu ágæta húsi. Kynni min af Haraldi eru þvi oröin alllöng. Ég mat hann þvi mára sem ég kynntist honum

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.