Alþýðublaðið - 06.03.1982, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.03.1982, Blaðsíða 1
Laugardagur 6. mars 1982 34. tbl. 63. árg. PRÓFKJðRIÐ i KÓPAVOGI ER I DAG Við minnum á prðfkjörið i Kópavogi i dag. Kjörstaðir opnir frá klukkan 10-22 í kvöld. Stuðningsfólk Albvðuflokksins er eindregið hvatt til að kjósa og móta þarmeð sigurstranglegan framboðslista Alþýðu- flokksins i Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 18 karlar og konur eru á prófkjörslista AI- þýðuflokksins — fólk sem hefur áhuga, reynslu og þekkingu. Aiþýðuflokkurinn hefur veriö i stórsókn i Kópavogi siðustu árin. Fylgjum þeirri sókn fast eftir meö góðri þátttöku i prófkjörinu i dag. Tillögur Alþýðubandalags og Framsóknar um stjórnkerfisbreytingai^iújiét^fjrrirJjosningar^^^^^^ „Helber sýndarmennska,” Ágreiningur um stjórnkerfismálin:_________ „Látum ekki vaða yfir hausinn á okkur,” — segir Sigurður E. Guðmundsson borgar- fulitrúi Alþýðuflokksins, en neitar því að þessi ágreiningur setji mörk á vinstra sam- starfið í borgarstjórninni á öðrum sviðum — segir Sjöfn Sigurbjörnsdóttir borgarfulltrúi „Að ætla að rjúka til i lok kjör- timabilsins og fara að samþykkja tillögur um stjórnkerfisbreyt- ingar, sem næsta borgarstjórn kannski nemur úr giidi á sinum fyrsta fundi, tel ég/ alrangt og raunar helbera sýndprinennsku,” sagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir i ræðu á fundi boygarstjórnar i fvrrakvöld, þegar til umræðu voru stjórnkerfismál borgar- innar. Sjöfn benti á, að i upphafi kjör- timabilsins hefðu meirihiuta- fiokkarnir gert róttækar breyt- ingar á stjórnkerfi borgarinnar með stofnun svokaliaðs Fram- kvæmdaráðs. Flokkkarnir hefðu verið sammála um nauðsyn þeirra breytinga. ,,Þá var rétt að málum staðið,” sagði Sjöfn. „Stjórnkerfisbreytingar á nefni- iega að sjáifsögðu að gera i upp- hafi kjörtimabils, þannig að breytingarnar sem gerðar eru séu vel meintar og þýði i raun breytingar til bóta, en beri ekki aðeins merki sýndarmennsku, eins og þvi miður málflutningur Framsóknarog Alþýðubandalags i þessu máli gerir.” Sjöfn Sigurbjörnsdóttir fór nokkrum orðum um þær tillögur, sem Alþýðubandalagsmenn hafa komið fram með i stjórn- kerfisnefndinni og borgarstjórn. Hún sagði m.a.: „Tillaga Alþýðu- bandalagsins miðar að aukinni miðstýringu, fjölgun fulltrúa i dýrustu nefnd borgarinnar, og sem einkum og sérilagi treystir svokallaða: flokkseigendur og — rekendur i sessi, þar sem tillagan gerir ráð fyrir að borgarráðs- menn, verði jafnframt formenn voldugustu nefnda og ráða sem myndi tryggja alræði flokks- kommissaranna og óskoruð völd yfir félögum sinum i sama flokki.” Siðan sagði Sjöfn: „Ég hef átt þess kost að sitja ráðstefnur um sveitarstjórnarmál hjá sósial- i demókrötum i Noregi og Sviþjóð, en þar hafa sums staðar verið i gildi álika reglur og Allaballar ' vilja nú koma á hér i Reykjavik. Hefur slikt stjórnkerfi viðhaldið klikum og jafnvel heilum ættum við valdastólana svo áratugum skiptir og i einum bæ, sem ég þekkti til i rúm 100 ár. Er mikil óánægja rikjandi vegna þessa meðal jafnaðarmanna á Norður- löndum og stefnt að róttækum breytingum i lýðræðisátt. Það kemur þvi vel á vondan að Alþýðubandalagið skulu nú grafa upp þessar áratuga gömlu og úr- eltu reglur um sveitarstjórnar- mál hjá krötum i Noregi — reglur sem þeir vilja og eru að losa sig við — og gera að sinum hér i Reykjavik.” „Ég itreka að ég tel ekki rétt að gera samþykkt um breytingar á stjórnkerfi borgarinnar nú rétt fyrir kosningar,” sagði Sjöfn siðan. „Legg ég áherslu á, aukna valddreifingu i sveitarstjórnum, en lýsi mig andviga vaxandi mið- stýringu.” „Stjórnkerfisnefnd borgarinn- ar var einhliða lögð niður af hendi formanns hennar, Eiriks Tómas- sonar, án þess að fulltrúi Alþýðu- flokksins, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir fengi tækifæri til að segja nokkuð um þá ákvörðun. Þarmeð var samstarfi meirihlutaflokkanna viövlkjandi endurskoðun á stjórn- kerfismálum borgarinnar, end- anlega slitið — og það upp úr þurru”, sagði Sigurður E. Guð- mundsson borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins f samtali við Alþýöu- blaðiö, en miklar deilur urðu á fundi borgarstjórnar i fyrrakvöld um þessi stjórnkerfismál. Alþýöuflokkurinn lagði til að öll- um breytingum i þessum efnum yrði frestað fram yfir komandi borgarstjórnarkosningar, þar sem tillögur til breytinga ■ hefðu langt frá þvi verið fullræddar I umræddri stjórnkerfisnefnd. Studdi Sjálfstæðisflokkurinn hug- myndir Alþýöuflokksins i þessum efnum, en Framsókn og Alþýðu- bandalag vildu keyra hálf- eöa ómótaöar tillögur i gegn i snar- hasti. Sigurður E. Guðmundsson sagði i samtalinu, að Eirikur Tómasson hefði lagt þessa stjórn- kerfisnefnd niður i algjöru heim- ildarleysi og þvi hefði verið fárra góðra kosta völ hvað Alþýðu- flokkinnáhrærði. „Samstarfs- flokkar okkar i meirihlutasam- starfinu voru ekki til viðræðna lengur um þessi mál i þeirri nefnd, sem skyldi endurskoða þessi mál og leggja fram mótaðar tillögur. Þess vegna fannst okkur Alþýðuflokksmönnum skásti kosturinn vera sá i stöðunni, að fresta málinu um sinn, eða fram yfir kosningar. Þessu voru sjálf- stæðismenn siðan sammála.” — Hafði Alþýðuflokkurinn lagt fram tillögur sinar i þessari nefnd? „Já, fulltrúi okkar hafði lagt fram ýmsar hugmyndir, t.d. að breytingum i skólamálunum. Hins vegar átti borgarmálaráð Alþýðuflokksins eftir að fjalla nánar um þær hugmyndir og aðr- ar þær er fram voru komnar i nefndinni. Nú, mér vitanlega hafði Sjálfstæöisflokkurinn engar tillögur lagt fram i nefndinni, og heldur þykir mér óliklegt að sjálf- stæðismenn hafi ekki einhverjar tillögur i handraðanum i þessum efnum. Það var þvi mikið starf óunnið i nefndinni, þegar hún var leyst upp. A þeim fundi, sem nefndin lagði upp laupana, var fulltrúi Alþýðuflokkins frá vegna veikinda og fékk þvi ekki tækifæri til að tjá hug sinn til þeirrar ákvörðunar. Svo virðist hins veg- ar að fulltrúar Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks hafi ekki gert a.thugasemdir við ákvörðun framsóknarmannsins, Eiriks Tómassonar.” — Hafa þessi skoðanaskipti meirihlutaflokkanna varðandi þessi mál, einhver afgerandi áhrif á vinstra samstarfið al- mennt i borgarstjórninni? „Nei, alls ekki. Þetta mál setur ekki mörk á samstarfið á öðrum sviðum”, svaraði Sigurður E. Guðmundsson. „Hins vegar lát- um við ekki vaða yfir hausinn á okkur i þessu máli né neinu öðru, en Framsókn og Alþýðubanda- lagið hafa þvi miður haft tilburði i þá átt i þessu máli. — En nú er þetta mál úr sögunni i bili,” sagði SigurðurE. Guðmundsson að lok- um. Sigurður E. Guðmundsson i ræðustól og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir i sæti forseta borgarstjórnar. Mynd: Guðlaugur Tryggvi. i Sj álf stæðisf lokkurinn: Rjúkandi Meginástæðan fyrir þvi, að sjálfstæðismenn hafa nú ákveð- ið að hafa ekki opið prófkjör um skipan framboðslistans er sá klofningur, sem orðið hefur á milli bæjarfulltrúa flokksins út af afstöðunni til þeirra mála, sem komið hafa upp hjá Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar... Ef við- haft hefði verið opið prófkjör hefði þessi ágreiningur leitt til átaka, sem óhjákvæmilega hefðu skaðað flokkinn. Þar af leiðandi hafa sjálfstæðismenn nú ákveðið að fela sérstakri kjörnefnd það verkefni að gera tillögur að framboðslista flokks- ins.” Ofangreind tilvitnun er ekki úr ræðu eða riti andstæðinga Sjálfstæðisflokksins, heldur tek- in orðrétt og beint upp úr mál- gagni Sjálfstæðisflokksins i Hafnarfirði. í Hafnarfirði eins og i velflestum öðrum bæjarfé- lögum á landinu, er allt i hers höndum innan Sjálfstæðis- flokksins. Hver höndin upp á móti annarri, allir á móti öllum. Og það er fróðlegt að fylgjast rústir með þvi, hvernig sjálfstæðis- menn leysa ágreiningsmál sin. Þeir hverfa þá aftur til fortiðar og láta ákvarðanavaldið i hend- ur örfárra manna i flokkseig- endafélögunum. þessi klausa hér i upphafi, sem tekin er úr málgagni Sjálf- stæðisflokksins i Hafnarfirði, segir meira en mörg orð. 1 fyrsta lagi er þar viðurkennt að flokkurinn sé klofinn. 1 öðru lagi er verið að segja stuðnings- mönnum flokksins, að ágrein- ingur innan hans komi þeim ekkert við. Almennt flokksfólk eigi ekki að fá tækifæri til að leggja mat sitt á hlutina. Flokkseigendaféiagið óttast nefnilega, að dómur stuðnings- manna verði þeim i óhag og þá áhættu vilja þeir ekki taka. Þetta sýnir svo ekki verður um villst, að allt lýðræðishjal Sjálf- stæðisflokksins er blekking ein. Þegar harðnar á dalnum, kem- ur hið rétta eðli i ljós. Þá eru prófkjör ekki lengur hornsteinn lýðræðis og réttlætis, heldur geta prófkjör þá „óhjákvæmi- lega skaöað flokkinn”. Og nákvæmlega sömu for- sendur gilda i Reykjavik og Hafnarfirði hjá ihaldinu. 1 borg- inni var meö bolabrögðum ákveðið að leggja afhið opna prófkjör, einungis til að ganga frá Alberti Guðmundssyni. t Hafnarfirði á Albert tvifara, sem heitir Stefán Jónsson og sá hefur setið i bæjarstjórn á fimmta áratug. Stefán bessi hlítir ekki alltaf flokksaga og nú á að koma honum fyrir katt- arnef i eitt skipti fyrir öll. Og flokkseigendafélagið i Firöinum hugsar eins og öll önnur flokks- eigendafélög ihaldsins: Það þorir ekki fyrir dóm almennra stuðningsmanna, heldur kjósa þeir Alþýðubandalagsleiðina, bakherbergjamakkið og flokks- ræði fárra útvaldra. .Það er þvi engin tilviljun að svokölluð kjörnefnd Sjálfstæðis- flokksins I Hafnarfirði gengur nú almennt undir nafninu af- tökusveitin, sem ganga á milli bols og höfuðs á Stefáni Jóns- syni og hans likum, sem leyfa sér að hugsa sjálfstætt.. En Hafnarfjörður og Reykja- vik eru ekki sér á báti i þessum efnum hjá Sjálfstæöisflokknum. Um allt land loga illdeilur milli flokksmanna. Það eru ekki að- eins deilur milli stjórnarsinna °g stjórnarandstæðinga. Fléira kemur þar til. Hatrammar deil- ur um hin og þessi mál ganga sem rauður logi i gegnum flokk- inn. Það kemur aldrei skýrar i ljós, heldur en einmitt fyrir kosningar, að Sjálfstæðisflokk- urinn er ekki flokkur i þess orðs fyllstu merkingu, heldur eins konar kosningabandalag. Flokkurinn hefur aldrei byggt á skýrri og afmarkaðri stefnu- mörkun, heldur haft málefnin svona i hliðarskúffum, en lagt allt kapp á aö geta boðið fram metorðagjarna lögfræðinga og fyrirtækjaeigendur undir nafni eins lista. Það hefur tekist hing- að til, enda hafa lögfræðingar i framboðsleik áttað sig á þvi, að sterkara væri að fara fram und- ir einum hatti en fleirum. En upp á siðkastið hefur æ fleiri sjálfstæöismönnum dottið i hug að hafa skoðanir. Og þá fer allt i baklás ikosningabandalag- inu, Sjálfstæðisflokknum. Þá kemur i ljós hve djúpar skoð- anagjár eru i raun á milli manna. Það er þvi bannað að ræða deilumál i Sjálfstæðisflokknum. Það á einungis að nauðga sam- an framboðslistum undir sömu formerkjum og fyrr. En stjórn- málaflokkur lifir ekki til eilifð- arnóns á fornri frægö litrikra en látinna foringja eins og Ólafs Thors. Flokkur verður að taka afstöðu til málefna liðandi stundar. En Sjálfstæðisflokkur- inn vill ekki viðurkenna þær borðliggjandi staðreyndir og heldur fast um fúnar og fallnar stoðir flokksapparatsins. En það er sama hve fáeinir flokksbroddar fhaldsins reyna að tjasla brotunum saman þvi i huga almennings er Sjálfstæðis- flokkurinn ein rjúkandi rúst. Stoðir glæsihallanna eru falln- ar. Valhöll —hreiður ihaldsins i Reykjavik — er galtóm að inn- an. Veggirnir standa, en tóma- hljóð heyrist i rúmgóöum söl- um. Þar er allt i þykjustunni, þar lifa menn á fornri frægð, á gömlum þjóösögum, þar er óraunveruleiki Ásatrúarinnar við lýði. Þar er gluggað i gamla pappira og dáðst að gömium köppum, sem hornfir eru. Það gerðu Asatrúarmennirnir lika. Einhverjar hallelújasam- komur eins og landsfundur Sjálfstæðisflokksins átti að vera, duga skammt gegn isköld- um raunveruleika daglegs lifs. Það eru stálin stinn sem ráða ferðinni hjá ihaldinu. Og á með- an foringjar ihaldsins vega hver annan, flýja stuðningsmenn á náðir annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn i dag er rúinn trausti. Hann er i raun margir flokkar. Bautasteinn hans — Valhöll — mun hins veg- ar minna fólk á, að einu sinni var til kosningabandalag á Is- landi, sem hét Sjálfstæðisflokk- ur. Sá flokkur er ekki til i dag. Og fáir gráta afdrif hans. — GAS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.