Alþýðublaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. mars 1982. 3 Sveitastjórnarmál 1 greindi m.a. frá þingfrumvarpi sinu um þau mál. Þá flutti Guðmundur Vésteins- son bæjarfulltrúi á Akranesi framsögu um þjóðareign á landi, en eins og kunnugt er hefur Al- þýðuflokkurinn barist fyrir fram- gangi þess máls um árabil. Loks flutti Jóhanna Sigurðardóttir, al- þingismaður erindi um fjöl- skyldumál, en Alþýðuflokkurinn hefur fastmótaða stefnu i þeim málaflokki — heildarstefnu sem var t.a.m. itarlega rædd og af- greidd á siðasta flokksþingi. f framhjáhlaupi má þvi geta þess, að alröng er sú yfirlýsing kvenna- framboðs i Reykjavik, að kvennaframboðið hafi nú fyrst allra samtaka, sett fram mótaða stefnu i fjölskyldupólitik. Alþýðu- flokkurinnhefur fyririöngu kynnt heildstæð og itarleg . stefnumið sin i þeim málaflokki. Að loknum þessum framsögu- erindum var ráðstefnugestum siðan skipt upp i starfshópa, sem fjölluðu um ofangreind mál og auk þess almenn stefnumið i sveitarstjórnarmálum. Að lokinni vinnu i starfshópum voru siðan almennar umræður, en þvi næst fluttu, Bjarni P. Magnússon formaður fram- kvæmdastjórnar og Kristin Guð- mundsdóttir framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins, erindi um kosn- ingaundirbúning. A siðari degi ráðstefnunnar héldu umræður áfram og fluttar voru tillögur um hin ýmsu mál. Samþykktar voru ályktanir varð- andi, fjölskyldumál, þjóðareign á landi.aukið sjálfsforræði sveitar- félaga, 18 ára kosningaaldur, hlutverk rikisfjölmiðlanna i kom- andi sveitarstjórnarkosningum og fleira og fleira. 1 ályktun sem ráðstefnan sam- þykkti varðandi 18 ára kosninga- aldur, þá kemur fram ánægja með tillögu Guðmundar Vésteins- sonar um lækkun kosningaaldurs i 18 ár i komandi sveitarstjórnar- kosningum. Bent er á, að ná- grannaþjóðir okkar hafi lækkað kosningaaldurinn. Ráðstefnan lýsir vonbrigðum sinum með það, að tillaga Guðmundar hafi ekki náð fram að ganga i þinginu, en þvi hins vegar fagnað að hún hafi leitt til þess að hinir flokkarnir hafi loks lýst yfir stuðningi við lækkun kosningaaldurs og hafa lofað að standa að tillögu þess efnis á Alþingi næstkomandi haust. Þá segiri tillögunni að Al- þýðuflokkurinn hafi staðið i far- arbroddi i þessu máli og barátta flokksins skili nú árangri. 1 umræðum um lækkun kosn- ingaaldurs kom fram, að enda þótt erfitt hefði verið að lækka kjörgengisaldur i 18 ára aldur samhliða lækkun kosningaaldurs fyrir sveitarstjórnarkosningarn- ar, þá hefði það þó altént verið hálfursigur að fá kosningaaldur- inn lækkaðan, þótt lækkun kjör- gengisaldurs hefði ekki fylgt með iþessari lotu. Þvi hörmuðu menn það mjög, að þingmenn hafi ekki séð ástæðu tilað keyra þetta mál i gegn að þessu sinni, heldur ennþá einu sinnifrestað þvi, en Alþýðu- flokkurinn hefur margsinnis flutt tillögur um lækkun kosningaald- urs i 18 ára siðustu áratugi, en ekki fengið stuðning annarra flokka. A sveitarstjórnarráðstefnunni var einnig ályktað um hlutverk útvarps og sjónvarps i komandi sveitarstjórnarkosningum og skorað á þessa fjölmiðla að veita sveitarstjórnarmálunum aukið rúm i dagskránni. Það séu kröfur almennings að rikisfjölmiðlarnir geri málefnum sveitarfélaganna og viðhorfum þeirra itarlegri skil, en verið hefur og fræðsla og upp- lýsingar um störf stjórna hinna ýmsu sveitarfélaga verði fram- sett á vettvangi útvarps og sjón- varps. Alþýðublaðiðmun greina nánar frá niðurstöðum ráðstefnunnar á næstunni, en fulltrúar á ráðstefn- unni, sem voru forystumenn Al- þýðuflokksins i sveitarstjórnum hér og þar á landinu, voru fullir bjartsýni á gengi Alþýðuflokksins i kosningunum i vor. Samtök 1 Mótmæli sin byggir fulltrúaráðið á eftirtöldum þremur megin sjónarmiðum: 1. Samkvæmt niðurstöðum Iðnaðarráðuneytis, er Sauðár- krókur sisti valkosturinn sem til greina gat komið að reist yrði verksmiðja. Allir rekstrarþættir verksmiðj- unnar stórir og smáir eru óhagstæðari á Sauðárkróki en i Þorlákshöfn. 2. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga höfðu forgöngu um stofnun Jarðefnaiðnaðar h.f. á árinu 1974 með þáttöku allra sveitarfélaga i Suður- landskjördæmi. Fyrsta málefni félagsins er bygging steinullarverksmiðju i Þor- lákshöfn. 1 framhaldi af ákvörðun hennar var Iðnþróunarsjóður Suðurlands stofnaður. Hvorki Jarðefna- iðnaður h.f. né Iðnþróunar- sjóður Suðurlands eiga sér hliðstæðu og stjórnvöld, þar á meðal forsætisráðherra og iðnaðarráðherra, hafa bent á þau öðrum til fyrirmyndar. Steinullarverksmiðja i Þor- lákshöfn var og er ein megin forsenda Iðnþróunarsjóðsins. Tillaga iðnaðarráðherra um byggingu steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki miðar að þvi að gera að engu þau áform um iðnþróun á Suður- landi, sem unnið hefur verið markvisst að siðastliðin 10 ár. 3. Ef byggðarsjónarmi*eiga alfarið að ráða um staðsetn- ingu steinullarverksmiðju má ljóst vera, að hvergi er meiri þörf á atvinnuuppbyggingu en á Suðurlandi, þar tala tölur sinu máli. 4. Fulltrúaráð Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fagnar framkominni þings- ályktunartillögu frá þing- mönnum Suðurlands um steinullarverksmiðju i Þor- lákshöfn, og skorar á Alþingi að samþykkja tillöguna. Bæjarráð 1 rikisráðherra hafi við af- greiðslu málsins tekið tillit til óska og samþykkta bæjaryfir- valda Keflavikur og Njarðvikur.” Undir samþykkt þessa rita allir bæjarráðsmenn i Keflavik og Njarðvik. Garðabær — ^ lóðaúthlutun Garðabær Lausar eru til umsóknar 10 lóðir i Hofs- staðamýri. Umsóknum sé skilað á bæjarskrifstofuna Sveinatungu, fyrir 25. mars nk. Bæjarritari. Iðnráðgjafi í Vestfjarðakjördæmi Fjórðungssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum um starf iðnaðarráðgjafa i Vestfjarðakjördæmi. Umsóknarfrestur er til og með 15. april 1982. 1 umsókn sé greint frá menntun og starfsreynslu. Æskilegt er að umsækjendur hafi þekk- ingu á sviði iðnaðar, viðskipta eða rekstrarr áðg j af ar. Umsóknir sendist til Fjórðungssambands Vestfirðinga, Hafnarstræti 6, Pósthólf 17, 400 — ÍSAFJÖRÐUR. ísafirði, 16. mars 1982 Fjórðungssamband Vestfirðinga V«>tmanna«y|ar Frá Vestmannaeyjabæ FÓSTRUR Forstöðumaður óskast að leikskólanum Kirkjugerði frá 1. mai n.k. Fóstrumenntun áskilin. Laun skv. kjara- samningi starfsmannafélags Vestmanna- eyjabæjar. Einnig óskast fóstrur til starfa á dagheim- ili og leikskóla frá 1. júni n.k. Upplýsingar veitir félagsmálafulltrúi i sima 98-1088. Fjármálastjóri Starf fjármálastjóra hjá bæjarútgerð Hafnarfjarðar er laust til umsóknar. Launakjör eru skv. kjarasamningi við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar. Nánari upplýsingar um starfið veitir undir- ritaður. Umsóknir er greini m.a. aldur, menntun og fyrri störf sendist mér fyrir 7. april n.k. Bæjarstjórinn i Hafnarfirði Eiginmaður minn og faðir okkar, Þorlákur Helgason, verkfræðingur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni i Reykjavik, mið- vikudaginn 24. mars nk.. Athöfnin hefst kl. 15.00. Elisabet Björgvinsdóttir, Ragnheiður Kristjana Þorláksdóttir, llelgi Þorláksson, Nanna Þorláksdóttir, Þyri Þorláksdóttir. Póst- og Símamálastofnunin óskar aðráða VERKSTJÓRA IÐNAÐARMANNA VIÐ Loranstöðina á Gufuskálum. Menntunarkrölur: bil'vélavirki/vélvirki. Nánari upplýsingar veröa veittar hjá starfsmannadeild og stöðvarstjóra Loranstöðvarinnar á Gufuskálum. IP Útboð Tilboð óskast i eltirtaidar bifreiöar og tæki vegna Véla- miðstöðvar Reykjavikurborgar. 1. Scania Vabis LB '76 dráttarbifreið 6 hjóla. 2. Scania Vabis L '76 pallbiíreið 10 hjóla. 3. Moskwich sendibifreiö árgerö '80. 4. Moskwich sendibiíreið árgerö '80 5. Moskwich sendibifreiö árgerð '80 6. V.W. 1200 ákeyröur árgerð '75 7. V.W. 1200 sendibiíreiö árgerö '75 8. Simca 1100 sendibifreið árgerö '77 9-11. 3 st. drátlarvélar M.F. Bilreiðar þessar og tæki verða til sýnis i porti Vélamið- stöðvar aðSkúlatúni 1, i dag og á morgun. Tilboðin verða opnuö á skrifstolu vorri að Frikirkjuvegi 3, fimmtudaginn 25. þ.m. kl. 14 e.h. JNNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAf FfUfi/kjuvegi 3 — Sími 25800 *&. t Sölumaður Innflutningsdeild Sambandsins óskar eftir að ráða sölumann sem fyrst. Góð enskukunnátta svo og reynsla i sölu- störfum æskileg. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfs- mannastjóra fyrir 29. þ.m.. SAMBAND ÍSL.SAMV1MNUFÉIAGA STARFSNUNNAHALD Skrifstofustjóri lnnflutningsdeild Sambandsins óskar eftir að ráða i starf skrifstofustjóra sem fyrst. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi reynslu á sviði skrifstofustjórnar og við- skipta. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfs- mannastjóra fyrir 29. þ. má.. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉLAGA STARFSMANNAHALD

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.