Alþýðublaðið - 01.04.1982, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.04.1982, Blaðsíða 4
alþýóu blaðið Fimmtudagur 1. apríl 1982 Otgefandi: Alþýðuflokkurinn. Framkvæmdastjórí: JóhannesGuðmundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm. Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guðmundur Arni Stefánsson. Blaðamaður: Þráinn Hallgrimsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigrfður Guðmundsdóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik, simi 81866. Askriftarsíminn er 81866 Niðurstöður kosninga i El Salvador: Allar líkur á stjórnar- myndun hægri öfgamanna Dagleg sjón ISan Salvador, höfuðborg El Salvador. Litlar likur eru nú á því að ógnaröldin I land- inu réni, þar sem hægri öfgamenn með Roberto d’Aubuisson i broddi fylkingar hafa nú treyst sig i sessi. Vaxandi likur eru nú á þvi að úrslit kosninga i E1 Salvador hafi i för með sér aukin áhrif hægri öfgamanna. Talning at- kvæða gengur mjög seint, en flokkur Duartes forseta virðist ekki hafa hlotið þann þingstyrk sem fylgismenn hans og Banda- rikjastjörn hafa stefnt að. Fregnir frá landinu herma, að kjörsókn hafi verið betri en bú- isthafi verið við, en varlegt er að treysta þeim fréttum, þar sem stjómvöld og herinn i land- inu hafa falsað kosningaúrslit eða virt þau að vettugi i öllum kosningum i landinu, sem verið hafa siðasta áratug. Skæruliðar FMLN ráða fjórðungi landsins og ráða þar að auki tímabundið sumum þjóðvegum landsins. Kristilegi demókrataflokkur Naopleons Duartes hlaut sam- kvæmt upplýsingum stjórn- valda nálægt 40% atkvæða. Flokkur Roberto d’Aubuissons, eins helsta andkommúnista landsins, fékk um 30% atkvæða, og þykir mörgum vinstri mönn- um það ekki lofa góðu, að yfir- lýstur glæpamaður sem m.a. er orðaður viö morðið á Romero erkibiskupi og ýmsum leiðtog- um vinstri manna, skuli vera kominn i hóp ráöandi stjórn- málamanna. thaldsflokkur E1 Salvador fékk um 16% atkvæða og hafa þvi sterkustu ihaldsöflin náð forskoti á flokk Napoleons Dua rtes, sem ber höfuðábyrgð á þeirri ógnarstjórn sem rikt hef- ur i E1 Salvador siöastliðin tvö ár. Fylgi nokkurra smáflokka i landinu, sem fengu mjög tak- markaðan stuðning eða allt frá 1% upp i' 9% getur þó ráðið úr- slitum. Samkvæmt óstaðfestum fregnum frá E1 Salvador, hafa hægri flokkarnir nú sameinast i bandalag undir stjórn Roberto d’Aubuissons. Er nú ekki ólik- legt, að hann verði næsti forseti E1 Salvador. Vinstri og miðjumenn f E1 Salvador sem spáð höfðu i kosn- ingaúrslit, gerðu yfirleitt ráð fyrir litilli þátttöku. Þeir hafa haldið þvi fram, að komis! Roberto d’Aubuisson til valda verði algert blóðbað i landinu, þareðhann og flokkur hanshafi það að markmiði að þurrka út alla andstöðu sem þeir kenna við kommúnisma og vinstri öfgamenn. Bandarikjamenn lfta á kosn- ingaúrslit,og þá sérstaklega op- inberar tölur um þátttöku,sem mikinn sigur við stefnu sina i þessum heimshluta. Fyrir kosn- ingarnar höfðu allmargir ráða- menn i Bandarikjunum látið hafa það eftir sér, að stjórnin i Washington gæti ekki stutt hægri öfgamenn eins og d’Aubuisson ef hann ynni i kosn- ingunum. Nú viröast þeir hafa snúið við blaðinu. Sendiherra þeirra i San Salvador, Deane R. Hinton.hef- ur lýst þvi yfir, að stjórn Banda- rikjanna sé reiðubúin til að vinna meö hverri þeirri stjórn sem landsmenn kjósi yfir sig. Stuðningurinn við Duarte virð- ist þvi hafa verið baktryggður með hugsanlegum stuðningi við öfgamenn til hægri, ef Duarte tækist ekki að vinna kosning- arnar. óliklegt verður að telja að úr- slit kosninganna breyti nokkru um þá ógnaröld sem rikt hefur i landinu, nema þá að hún færist i aukana,ef Roberto d’Aubuisson kemst til valda. Siðustu fregnir af mannréttindamálum i land- inu,þ.e. skýrsla Amnesty Inter- national,sýnir svo ekki verður um villst hverjir það eru sem standa fyrir langflestum voða- verkum i landinu. Er talið að stjórnarhermenn, þjóðvarðliðar og dauðasveitir hægri manna eigi sök á um 80—90% af öllum ógnarverkum ilandinu. Óliklegt verður að telja, að hægri stjórn i E1 Salvador muni eiga nokkurn þátt i samninga- viðræðum við vinstri öflin i landinu. Hægri flokkarnir lýstu þvi yfir fyrir kosningarnar, að ekki kæmi til mála að vinna með FDRog FMLN að lausn, heldur bæri að útiloka þá frá stjórn landsins. Alþjóðasamband jafnaðarmanna: Lýsir áhyggjum og vanþóknun á stefnu S-Afríku gagnvart nágrönnum sínum S-Afrlkustjórn lætur sér ekki nægja að halda þeldökkum Ibúum landsins I járngreipum, heldur er hún stöðugt að þrengja að ná- grannarlkjunum. Þessari áreitni hefur Alþjóðasamband jafnaðarmanna mótmælt og fer nú fram á rannsókn á meintum pyntingum og misþyrmingum á föngum I fangelsum landsins. Alþjóðasamband jafnaðar- manna lýsir megnustu van- þóknun sinni á árásum herafla S-Afríku inn I Alþýðulýðveldið Angóla. Þessi siðasta árás á ná- grannariki S-Afriku cr ögrun við alþjóðalög og er andstætt þeirri viðleitni striðandi afla að kom- ast að samkomulagi um lausn deilumála iþessum heimshluta. Alþjóðasamband jafnaðar- manna hvetur rikisstjórn S-Afrfku til þess að leita lausnar á vanda Namibiu við samninga- borðið. Sh'kra lausna ber að leita með samstarfi við aðra að- ilja þessa máls, m.a. þjóðfrels- ishreyfinguna SWAPO. Lausn sem byggir á innrás inn i full- valda riki, hlýtur aldrei alþjóð- lega viðurkenningu. Alþjóðasamband jafnaðar- manna lýsir einnig þungum áhyggjum vegna dauða Neil Agett og misþyrminga á Thoza- mile Gqweth forseta Alþýðu- sambands S-Afríku. Dauði Neil Aggetts er ekki fyrsti atburður af þessu tági i S-Afriku. Þvi má gera ráð fyrir áframhaldandi dauðsföllum i S-afriskum fangelsum. Skýrslur lækna um heilsufars- ástand Thozamile Gqwetha, eftir að hann var fluttur úr fang- elsi á sjúkrahús, hljóta aö valda þungum áhyggjum. Alþjóða- sambandið hvetur þvi til óháörar rannsóknar á þeim aðstæðum, sem fangar i Suður- Afriku búa við. Sú stefna stjórnvalda i S-Afrfku að reyna að skjóta nágrannarlkjum sinum skelk i bringu með innrásum ásamt þvi að halda uppi ógnarverkum á hendur óbreyttum borgurum, er ögrun við þjóðir heims. Alþjóða- samband jafnaðarmanna mun beita sér af öllum mætti gegn kúgunaraðgerðum stjórnvalda i Suður-Afriku. SI/Þ. Okeypis myndatökur fyrir aldraða Tilboð til aldraðra. Frá 1. april til 1. nóvember 1982 mun Ljósmyndarafélag islands standa fyrir gjafa- myndatökum til aldraðra, 70 ára og eldri. Gjafamyndatökur fara þannig fram, að þær Ijós- myndastofur, sem verða þátt- takendur i þessu tilboði taka niður pantanir.og taka siðan 4 uppstillingar þegar fólkið kemur i myndatökuna,viðkom- andi að kostnaðarlausu. Þetta er m.a. gert i tilefni af ári aldraðra en þó einnig vegna þess að ljósmyndarar vilja gjarna reyna að ná til þessa fólks. bað er enginn hégóma- skapur hjá þessu gamla fólki að láta mynda sig, það munu ætt- ingjar þess reiðubúnir að taka undir. Þegar hafa eftirtaldar ljós- myndastofur tilkynnt þátttöku sina i þessu tilboði,en að sjálf- sögðu geta fleiri bæsí við: Effect ljósmyndir, Klapparstig 16, Reykjavik HannesPálsson, Mjóuhlið 4, Reykjavik Ljósmyndastofa Þóris, Rauðarárstig 16,Reykjavik Ljósmyndaþjónustan Mats, Laugavegi 178, Reykjavik Nýja Myndastofan, Laugavegi 18,Reykjavik Stúdió Guðmundar, Einholti 2,Reykjavik Ljósmyndastofa Ólafs Arnasonar, Akranesi Ljósmyndastofa Stefáns Pedersen, Sauðárkróki Ljósmyndastofa Páls, Akureyri Ljósmyndastofan Norðurmy nd, Akureyri Ljósmyndastofa Péturs, Húsavik HéraðsmyndirLjósmyndastofa, Egilsstöðum Ljósmyndastofa Suðurlands, Selfossi Ljósmyndastofa Suðurnes ja, Keflavik Aliar þessar stofur eru innan Ljósmyndarafélags tslands og munu þær hver fyrir sig auglýsa þetta tilboð. H e i I b rigð isráðuneytið sver af sér Decimin megrunartöflurnar Að gefnu tilefni vill heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytið koma á framfæri athugasemdum vegna viilandi fullyrðinga i auglýsingum um vörutegundina Decimin. 1 stórum , áberandi aug- lýsingum um ágæti framan- greindrar vörutegundar er að þvi látið liggja, að ýmsir opin- berir aðilar, þ.m.t. heil- brigöis- og tryggingamála- ráðuneytið, hafi samþykkt eða sé meðmælt innflutningi og gæðum vörunnar. Hiö rétta er, að ráðuneytiö hefur látiö inn- flutninginn óátalinn, enda inniheldur varan ekki önnur efni en þau, sem til eru i hverju eldhúsi. Þaö er álit ráðuneytisins, að hér sé verið að blekkja al- menning og fullyröingar inn- flytjanda brjóti jafnvel i bága við landslög. Ráðuneytiö litur það alvar- legum augum að nafn þess og stofnana skuli notað á þennan hátt i þeim augljósa tilgangi að auka sölu. Heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið 31. mars 1982. Handbók verkalýðsfélaga komin út Út er komin hjá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu önnur útgáfa HANDBÓKAR VERKALÝÐSFÉLAGA. Fyrsta útgáfa bókarinnar kom út árið 1976 og seldist þá fljót- lega upp. Þessi önnur útgáfa Hand- bókarinnar er mikið aukin og endurbætt frá þeirri fyrir. I henni er að finna margháttað- ar upplýsingar, sem snerta verkafólk og verkalýðsfélög. Bókin skiptist i 11 kafla. 1 1. kafla er fjallað um ASl og stofnanir tengdar þvi. 1 2. kafla er fjallað um orlofsmál og I 3. kafla eru ýmis lög, sem snerta réttindi verkafólks,auk þess sem birtir eru all margir dómar um málefni þess. I 4.—6. kafla eru upplýsingar um heilbrigðis- og öryggismál vinnustaða, almanna- og at- vinnuleysistryggingar og lif- eyrissjóði. í 7.-8. kafla er fjallað um húsnæðis- og neyt- endamál.og i 9,—11. kafla eru ýmsar upplýsingar um alþjóð- leg samskipti verkalýðssam- taka, félags- og fundarstörf, vísitölursvoeitthvaösé nefnt. Af ofangreindri upptalningu má sjá, að bókin ætti að geta verið þeim mjög handhægt uppsláttarrit, sem láta sig málefni verkafólks og verka- lýðsfélaga eitthvað varða. I formála annarrar útgáfu Handbókar verkalýðsfélaga segir Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ, m.a.: „1 nafni Alþýðusambands Islands fagna ég þvi, að útgáfa handbókar skuli nú orðinn fastur liður i fræðslustarfi samtakanna. Af reynslunni veit ég, að Handbókin mun koma að drjúgum notum, jafnt i Félagsmálaskólanum og trúnaðarmannanámskeiðum, sem í daglegu starfi trúnaðar- manna og allra virkra félags- manna.” Handbók verkalýðsfélaga er 555 bls. að stærð, og hana er. hægt að fá hjá rí Menningar- og Ll

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.