Alþýðublaðið - 06.04.1982, Síða 1

Alþýðublaðið - 06.04.1982, Síða 1
Þriðjudagi*- 6. apríl 1982. 50. tbl. 63. árg. Kosningaskrifstofa Bankastræti 11,2. hæð Simar: 'ulll Forsætis- ráðherra hafnar hug- myndinni um aukaþing Alþýðublaðið lagði þá spurningu fyrir forsætisráð- herra, Gunnar Thor- oddsen hverju hann svaraði framkomnum hugmyndum um aukaþing til að afgreiða stjórnarskármálið. Spurn- ingin var á þá leið, , hvort forsætisráðherra teldi tfma- bært að halda aukaþing á sumarmánuðum, eins og til- laga alþýðuflokksmanna gerir ráð fyrir. Forsætisráðherra hafnaði hugmyndinni. . Svar hansvar eftirfarandi: O Kjartan Jóhannsson um svör forsætisráðherra: Rök Thoroddsens ekki sann- færandi „Það er margföld reynsla fyrir þvi aö stórmál eins og stjórnarskrármálið dragast úr hömlu, ef á að afgreiða þau mál með öðrum málum á al- mennu þingi,” sagði Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins i gær.„Þetta hefur hvað eftir annað komið fram og nýjasta dæmið um þetta er 18 ára kosningaald- urinn. Stjórnarskrármálið er stórmál og Alþingi þarf að gefa sér góðan tima til að sinna þvi. Ég get [3) þvi alls ekki W Volvo skiðahópurinn fékk frábærar móttökur áhorfenda i Bláfjöllum um helgina. Þarstukku heimsins bestu menn i skiðafimi hvert glæfrastökkið á fætur öðru. Myndin er af lokastökkinu — fjórir félaganna snúast til lendingar eftir vel heppnaða sýningu. — Mynd: Jim Smart. Siglufjörður: Erfiðleikarnir í atvinnu- málum minna ískyggilega á fyrri tíma Erfiðir timar eru framundan i atvinnumálum bæjarins, sem minna iskyggilega á fyrri tima, segir i inngangi að tillögum Al- þýðuflokksins á Siglufirði i at- vinnumálum, er lagðar voru fram á bæjarráðsfundi þ. 22. mars s.l. Eins og fram hefur komið i Alþýðublaðinu, horfa Siglfirðingar fram á hrun i at- vinnumálum vegna minnkandi atvinnu við loðnuvinnslu i bæn- um, sem hefur á undanförnum árum verið ein meginuppistaða atvinnulifsins'stóran hluta árs. Við þessu hefur Alþýðuflokkur- inn brugðist með tillögum sem leysa eiga þann vanda, er upp er kominn. Alþýðuflokkurinn leggur m.a. til, að hraðað verði byggingu nýja hraðfrystihússins, viðgerð- arþjónusta skipanna verði framkvæmd af heimaaðiljum og stefnt verði að þvi að þurrkun skreiðar fari að mestu leyti fram i sérstökum þurrkklefum. Vonlaust er að reka lagmetis- iðjuna Siglósild á núverandi grundvelli, segir i greinargerð um fyrirtækið. Stjórn fyrirtæk- isins er máttvana, þar sem eig- andinn sjálfur — rikið — virðist ekki vera reiðubúið til að taka á vandanum. Rekstur fyrirtækis- ins er mikilvægur, þar sem hann tryggir 60 - 70 manns at- vinnu i dag. Lagt er þvi til, að rikissjóður veiti fyrirtækinu fyrirgreiðslu til að kaupa nýjar vélar og bæta húsnæði, auk þess að veita fyrirtækinu hagkvæm- ustu vaxtarskilmála, sem i boði eru. Varðandi Sildarverksmiðjur rikisins er minnt á góða afkomu áárunum ’80og ’81 og þess kraf- ist, að fyrirtækið komi til móts við bæjarbúa, þegar syrtir i ál- inn i atvinnumálum staðarins. Þetta getur SR gert með þvi að tryggja sem flestum verka- mönnum vinnu 15 - 20 verka- mönnum minnst á árinu. Það skuldbindi sig til að segja ekki upp iðnaðarmönnum á þessu ári. Þar að auki leggi stjórnin meiri áherslu á að koma á fót nýjum atvinnugreinum. 1 tillögum Alþýðuflokksins á Siglufirði er auk þessa sérstak- lega rætt um eflingu sjávarút- vegs i bænum. Flokkurinn leggur áherslu á Alþýðuflokkurinn leggur fram tillögur til úrbóta að uppbyggingu smábátahafn- arinnar ljúki i sumar og viðgerð á gömlu hafnarbryggjunni fari fram i sumar. Sjá nánar tillögur Alþýðu- flokksins á_bls. 2-3. þ. fllyktun ASÍ um ástandið í Tyrklandi A jfundi miðstjórar Alþýðu- sambands tslands I gær, 1. apríl, var einróma samþykkt eftirfarandi: Ályktun um ástandið i T\Trklandi Að undanförnu hafa Alþýðu- sambandi tslands borist uppjvs ingar frá Norræna verkaiýðs- sambandinu, Evrópusambandi verkalýðsfélaga og fleiri aðil- um, um ástand þjóðmála I Tyrklandi. Skýrslur þessara samtaka bera með sér, að i Tyrklandi eigi sér nú stað að undirlagi herforingjastjórnar hin grófustu brot á mannhelgi og mannréttindum. Starfsemi stjórnmálaflokka og verkalýðs- félaga er bönnuð. Stjórnmála- menn og leiðtogar verkalýðs- samtaka eru skipulega ofsóttir. Fangelsanir fara fram án þess að kærur séu birtar og fangareru pyntaðir á hinn hroöaleg- Fulltrúaráð Sambands sveitarfélaga: Andvígt frumvarpi um stað- greiðslu skatta Fundur fulltrúaráðs Sam- bands islenzkra sveitarfélaga, sem haldinn var i Reykjavík 25. og 26 marz 1982, gerði ályktanir um meginumræðu- efni fundarins, um frumvarp til laga um staðgreiðslu gjalda, um frumvarp til laga um framhaldsskóla, um heil- brigðisþjónustu og reglugerð um heilsugæzlustöövar og um endurskoðun á löggjöf um húsnæðismál. Hér fer á eftir ályktun um staðgreiðslu opin- bcrra gjalda: „Fulltrúaráðið lýsti sig andvigt frumvarpi til laga um staðgreiðslu opinberra gialda, eins og það liggur fyrir Al- þingi i núverandi mynd. Það taldi, að frum- varpið gengi þvert á fyrri ábendingar sambandsins um nokkur grundvallaratriði i sameiginglegri gjaldheimtu rikis og sveitarfélaga og að það myndi óbreytt leiða til aukinnar skriffinnsku og út- gjalda fyrir opinbera aðila. Fundurinn lagði til, að skipuð verði samninganefnd rikis og sveitarfélaga með þátttöku aðila vinnu- markaðarins, sem móti þau meginmarkmiö, sem frum- varp til laga um staðgreiðslu opinberra gjalda skuli upp- fylla. Nefnd þessi hraði störfum svo sem tök séu á. Fundurinn lagði áherzlu á, að frumvarpið leiði til einföld- unar og hagræðingar I álangn- ingu opinberra gjalda og i inn- heimtu þeirra. Jafnframt verði með nýjum lögum stefnt að auknu lýðræöi og bættri þjónustu við landsmenn alla.”

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.