Alþýðublaðið - 06.04.1982, Blaðsíða 4
alþýðu
ID RT'TT'M
Þriðjudagur 6. apríl 1982.
(Jtgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Kramkvæindastjóri: JóhannesGuömundsson
Stjórnmálaritstjóri og ábm. Jón Baldvin Hannibalsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Guömundur Árni Stefánsson.
.Blaöamaöur: Þráinn Hallgrfmsson.
Gjaidkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigrlöur Guömundsdóttir.
'Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Siöumúla 11, Reykjavik, simi 81866.
Áskriftarsiminn
er 81866
Iðnnemar:
Fordæma
síðasta
boðskap
atvinnu-
rekenda
Enn einu sinni hefur verka-
fólki verið kunngerður boð-
skapur atvinnurekenda, meö
yfiriýsingu um að grundvöllur
fyrir kaupmáttaraukningu sé
alisengin næstu 2 árin. Siik
hræsni, hlýtur verkafólk aö
fordæma harðlega. Siikar yf-
irlýsingar sýna best hvers
konar afturhald ræöur rikjuin
i herbúöum atvinnurekenda-
samtakanna.
Þar,semekki eru sjáanlegar
neinar breytingar á grund-
vallargerö þjóöfélagsins,
verkafólki til hagsbóta, og
meöan andstæöum milli auö-
magns og launavinnu hefur
ekki veriö útrýmt þá skorar
ráðstefnan á forystu verka-
lýðshreyfingarinnar aö i kom-
andi samningum verði hvergi
gefiö eftir i' áunnum réttindum
og kjörum.
Ráðstefnan hvetur verka-
lýðshreyfinguna til að hafna
hinni svokölluöu „kökuskipta-
kenningu” þar sem ætlast er
til að verkafólk bitist um þaö
litla sem á að vera eftir þegar
„greiðslugeta atvinnuveg-
anna” hefur verið mæld. Slik
innbyrðisátök eru aðeins til að
^undra samstöðu verkafólks.
I sambandi viö endurskoöun
á framfærsluvistölunni krefst
ráðstefnan að tryggilega verði
fráþvi gengiö að hún mælihver
rétt kaupgeta verkafólks er,
en byggi ekki á fölskum for-
sendum eins og nú er.
Telurráðstefnanmjög brýnt
að í komandi samningum
verði ákvæði sem tryggja að
stjórnvöld geti ekki með
geðþótta ákvörðunum, afnum-
ið visitölubætur, eða brotið
gerða samninga á annan hátt,
með óhóflegum verðhækkun-
um eðaskerði gerða samninga
með lagasetningu. Ef til þess
kemur, skoðast samningar
lausir tafarlaust og verkalýðs-
hreyfingin mæti sliku af fullri
hörku gagnstætt þvi sem verið
hefur.
Ráðstefnan telur það rangt
að verkalýðshreyfingin kaupi
félagsleg réttindi með skerð-
ingu á kaupi heldur á hún að
berjastfyrir þeim af fullri ein-
urð, annað er uppgjöf.
Staða iönnema I komandi
samningum verður ein sú sér-
stæðasta sem orðið hefur
lengi, stafar það meðal annars
vegna ákvæöis um lágmarks-
dagvinni tekjur sem samið
var um i siðustu samningum.
Tryggja ber að lágmarkstekj-
urnar falli ekki niður, annars
verði um hreinlega kauplækk-
un að ræða hjá stórum hluta
iðnnema.
Ráðstefnan vill árétta kröf-
una um fullan samnings- og
verkfallsrétt til iðnnema, sem
er forsenda verulegra kjara-
bóta sé honum beitt, og hvetur
iðnnemafélögin um land allt
til að herða baráttuna fyrir
þessari grundvallarkröfu.
Telur ráðstefnan að ekki
megi vanmeta stuðning er ein-
stök sveinafélög og sambönd
ásamt ASl veiti iðnnemumi
kjarasamningum um kaup og
kjör þeirra. Er það von ráð-
stefnunnar að áfram megi
vænta stuðnings þessara afila
i baráttunni fyrir
bættum.kjörum iðnnema
og jafnvel
Af heimsendaspámönnum
og stílsnillingum
Athugasemd ritstjóra
Hr. ritstjóri,
í grein, sem þér skrifið i blað
yðar þriðjud. 30. mars 1982 og
virðist m.a. eiga að fjalia um fund
Samtaka herstöðvaandstæðinga i
Háskólabiói þann 27. mars s.I.,
gætir verulcgs misskilnings og
væri mér þökk á, að þér birtuð
þetta bréf i blaði yðar.
Þaö skal játað að mér fannst
greinin skemmtileg og greinilegt,
að pennanum stýrir lipur stilisti.
Hins vegar hefur farið svo, eins
og oft vill verða þegar menn gefa
stilsnilldinni lausan tauminn, að
staðreynir hafa oröið hornreka.
Við lestur greinarinnar hélt ég i
fyrstu,að þér hefðuð ekki veriö á
fundinum, en það er alkunna, að
stilsnillingar af yðar tagi ná sér
best á strik, þegar þeir lýsa at-
burðum, sem þeirhafa ekki verið
viðstaddir, enda eru staðreyndir
þá litt til trafala. En mér er tjáð,
að þér hafið verið á fundinum eins
og þér raunar haldiö fram i grein-
inni. Þér hljótiö að hafa verið ein-
hvers staðar i salnum, þar sem
hljómburður er slæmur, eöa þeir
um það bil 1200 herstöðvaand-
stæöingar, sem troöfylltu salinn,
hafa truflaö yöur að nema það
sem sagt var. Tæpast kemur til
greina að þér ljúgið visvitandi.
Fyrst, smávægileg missögn.
Þér segið Ragnar Kjartansson
hafa verið kynnir. Það er rangt
Kynnir á fundinum var Kjartan
Ragnarsson leikari og rithöf-
undur. Þér ruglið honum e.t.v.
saman við Ragnar Kjartansson
myndlistarmann. Slikan rugling
er unnt að fyrirgefa yður, enda
þess tæpast að vænta, að maður,
sem er jafn önnum kafinn og þér
við afr verja vestræna menningu,
hafi tima til að njóta hennar og
vita deili á ágætum fulltrúum
hennar hérlendum.
Tiltölulega fátt er ranghermt i
þeim fáu linum, sem fjalla um
ræðu Jóhanns Geibdals, en það
keyrir um þverbak, þegar kemur
Athugasemd ritstjóra!
EG má til með að biðja þá
feðga, Kjartan rithöfund og
Ragnar myndlistarmann, vel-
virðingar á að vixla nöfnum
þeirra. Það var svo sannarlega
ekki gert af yfirlögðu ráði né
þeim til niðrunar. Enda eru þeir
feðgar hvor öðrum betri verka-
menn i vingarði vestrænnar
menningar, eins og Guðmundur
vikur að i bréfi sinu um leið og
hann fyrirgefur mér pennaaf-
glöpin fyrir sitt leyti.
Álitamál kann aö vera um
túlkun á ræðu Pélurs Reimars-
sonar, þar sem hún hefur ekki
sézt á prenti. Þess vegna bauð
ég honum birtingu til þess að fá
úr þvi skorið, hvort honum heföi
verið gert rangt til. Þvi góða
boði hafnaði hann: sagði ávarp
sitt hafa veriö fyrir stað og
stund.
Meginefnigreinar minnar var
um málflutning Thompsons.
Asökunum um að hann hafi
verið aðfluttur visa ég á bug.
Þar var i aðalatriðum stuðzt við
prentaðar heimildir i Timariti
M&m og staifrétt farið með
allar tilvitnanir.
Lokaorð Guðmundar kemst
ég ekki hjá að leiðrétta. Mér
skilst að hann sé að gefa i skyn
að ég hafi verið stofnandi
deildar herstöðvaandstæðinga á
Isafirði einhvern tima i fyrnd-
inni. Það hefur einhver logið að
lækninum. Hins vegar kom ég
þar á fund um herstöðvamál
árið 1957 ásamt fornvinum
t minum þeim Jónasi Árnasyni
* og Ragnari Arnalds, þá sautján
vetra menntskælingur. Siðan er
liðinn lengri timi en allt tima-
bilið milli tveggja heimsstyrj-
alda. Það hefur sem betur fer
margur maðurinn lært ögn af
reynslunni á skemmri tima.
Friðmælin við fasismann
kostuðu yfir 50 milljónir manns-
liía á ýmsum tima. Vonandi
þurfum við ekki að læra þá lexiu
aftur.
— JBH
eftir Guðmund
Georgsson fyrrv.
form. Samtaka her-
stöðvaandstæðinga
að frásögn yðar af ávarpi Péturs
Reimarssonar. Það er með ólik-
indum, hvað yður hefur tekist að
koma að mörgum rangíærslum i
fáumlinum. 1 ávarpi sinu fjallaði
Pétur almennt um vigbúnaðar-
kapphlaupið og þá ógn sem vofði
yfir mannkyni og skellti ekki
skuldinni á eina þjóð annarri
fremur. Hann dró semsagt ekki
upp „svart-hvita” mynd. Hann
minntist hvorki á „bandariskt
auðvald” né „leppa bandariska
sjóhersins” og „sósialismi” eða
„landráðsbrigsl” komu ekki við
sögu i máli hans.
Hvað varðar túlkun á mál-
flutningi og skoðunum hins
erlenda gests, Edward P. Thomp-
son, þá eru rangfærslur svo mý-
margar, að of langt yrði upp að
telja. Litill hetjuskapur finnst
mér felast i þvi, að beita slikum
málflutningi gagnvart manni,
sem farinn er af landi brott og
hefur ekki tök á að leiðrétta það
sem ranghermt er. Einhvern
grun hef ég um, að slik vinnu-
brögð brjóti i bága við siðareglur
blaðamanna.
Þeim, sem hafa áhuga á að
kynna sér skoðanir Edward P.
Thompson skal m .a. bent á ágæta
og heiðarlega frétt af fundi, sem
hann átti með blaðamönnum og
birtist i þessu blaði þ. 27. mars s.l.
Einnig vil ég benda á greinina
„Frelsið og sprengjan” sem birt-
ist i Timariti Máls og menningar,
1. hefti þessa árs. Það er senni-
lega til litils að benda yður, hr.
ritstjóri, á lesningu, þvi að sé tek-
ið mið af ivitnunum yðar i ofan-
nefnda grein, virðist ljóst, að ekki
aðeins heyrnin sé farin að bila hjá
yður heldur einnig sjónin.
Með þökk fyrir birtinguna og
kveðju til stofnanda deildar her-
stöðvaandstæðinga á Isafirði og
fyrrverandi „islensks þjóðernis-
sinna” og „þjóðrembusósialista”
frá núverandi „islenskum þjóð-
ernissinna” og „þjóðrembu-
manni” (ég ris vart undir heitinu
sósialisti). i. april 1982.
Guðmundur Georgsson.
Alyktun Miðbæjarráðstefnunnar:
ATVINNULÍFIÐ OG HÖFUÐBORGIN
Ráðstefna um atvinnulifið og
höfuðborgina — lifandi miðbær
— haldin að Hótel Borg 30. marz
1982 að tilhlutan Verzlunarráðs
tslands ályktar:
1. Hlutverk miðbæjarins fyrir
höfuðborgina og landið i heild
þarf að skilgreina með hliö-
sjónafgildi viðskipta og þjón-
ustu fyrir lifandi miðbæ og
fjölbreytt mannlif.
2. Ganga þarf frá skipulagi mið-
bæjarins i samráði við hags-
munaaðila og fylgja þvi' eftir
með timasettri framkvæmda-
áætlun.
2. Byggja þarf bilageymslur og
skipuleggja umferð þannig,
að akstur bifreiða verði
greiöur inn i og út úr miö-
bænum.
4. Endurskoða þarf mat lóða og
fasteigna i miðbænum,
þannig að þaö taki eðlilegt
miö af vermæti eigna og
tek ju öfl unar mögu leik um.
5. Skattlagningu eigna og at-
vinnurekstrar I Reykjavik
þarf að færa i fyrra 'norf.
6. Sérstakan timabundinn 1,4%
eignarskatt á skrifstofu- og
verzlunarhúsnæöi má Alþingi
ekki lögfesta enn á ný, enda
eru gjöld af fasteignum eðli-
legur tekjustofn sveitar-
félaga.
7. Samræma þarf sjónarmiö um
húsfriðun og uppbyggingu.
8 Lánveitingar og framlög til
framkvæmda í Reykjavik
eiga aö njóta jafnræðis við
aöra staði á landinu, enda er
Reykjavik höfuðborg alls
landsins, borg allra lands-
manna.
Til þess að vinna að fram-
gangi þessara mála skorar
fundurinn á Verzlunarráð
tslands aö beita sér fyrir þvi, að
stofnað veröi til samstarfs
meðal hagsmunaaðila i miðbæ
Reykjavikur, sem leiti eftir
samvinnu við borgaryfirvöld
um skipulag miðbæjarins og
framkvæmd þess. Jafnframt
beina þátttakendur á ráðstefn-
unni þvi til Verzlunarráðs
Islands, að þaö stuðli að þvi, að
stofnað verði undirbúnings-
félag, sem heföi þaö að mark-
miöi aö koma á fót fyrirtæki,
sem gæti beitt sér fyrir marg-
háttuðum framkvæmdum i
tengslum viö skipulag miö-
bæjarins.
Prófkjör í Þorlákshöfn:
Ásberg og
Erlingur
efstir hjá
jafnaðar-
mönnum og
óháðum
í prófkjöri flokkanna i Þor-
lákshöfn urðu þeir Asberg
Lárenzinusson og Erlingur
Ævar Jónsson efstir á lista
óháðra og jafnaðarmanna. 585
voru á kjörskrá, en af þeim
tóku 249 þátt i prófkjörinu.
A—listi jafnaðarmanna og
óháðra fékk 73 atkvæði B-listi
framsóknarmanna fékk 111
atkvæði og D listi sjálfstæöis-
manna fékk 62atkvæði.
Röðin varð þannig á lista
jafnaðarmanna og óháöra: 1.
sæti Asberg Lárenzinusson, 2.
Erlingur Ævar Jónsson, 3.
Sigurður Helgason, 4. Oddný
Rikharðsdóttir, 5. Guðrún S.
Sigurðardóttir og 6. Elin Ey-
fjörö.