Alþýðublaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 4
alþýðu ■ n FT.ir.M Þriðjudagur 27. apríl 1982 Otgefandi: Alþýöuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: JóhannesGuömundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm. Jón Baldvin Hannibaisson. Ritstjórnarfulltrúi: Guömundur Arni Stefánsson. .Blaðamaður: Þráinn Hallgrfmsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigrföur Guömundsdóttir. Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siöumúla 11, Reykjavik, simi 81866. Áskriftarsiminn er 81866 Kratalistinn á Húsavík Listi Alþýðuflokksins á Húsavik hefur verið ákveöinn og er hann þannig skipaöur: 1. Gunnar B. Salómonsson, húsasmiður. 2. Herdis Guðmundsdóttir, húsmdðir. 3. Arnljótur Sigurjónsson, rafvirkjameistari. 4. Konráð Eggertsson, bif- reiðastjóri. 5. Sigrún Jónsdóttir, tækni- teiknari. 6. Viðar Eiriksson, sjó- maöur. 7. Sigurður Pétursson, sima- maður. 8. Kristjana Benediktsdóttir, húsmóðir. 9. Guömundur A. Aðal- steinsson, verkamaður. 10. Jón Þorgrimsson, fram- kvæmdastjóri. 11. Helga Kristinsdóttir, ba nkastarf smaður. 12. Magnús Andrésson, sjó- maður. 13. Inga K. Gunnarsdóttir, húsmóðir. 14. Baldur Karlsson, af- greiðslumaður. 15. Kári Guðmundsson, bif- vélavirki. 16. Olene Jónsdóttir, húsmóðir. 17. Vilhjálmur Pálsson, iþróttakennari. 18. ólafur Erlendsson, bæjar- fulltrúi. Sigurður Þór Guðjónsson skrifar um tónlist: Snilligáfa Tónleikar i Austurbæjarbiói 7. april — Wladimir Askhenazy, píanó. Efnisskrá: Scriabin: Þrir þættir úr op. 51, þrir þættir úr op. 56. Sónata nr. 6, op. 62. Ravel: Gaspard de la nuit Mussorgsky: Myndirá sýningu. Wladimir Askhenazy var hér á ferö um páskana og hélt tónleika á vegum Tónlistar- félagsins fyrir fullu húsi. Ýmsir þeir sem varla eru orðaðir við músik og sjaldan sjást á tón- leikum komu nú til að heyra meistarann spila. bað er þvi miður engin trygging fyrir góðum tónleikum að snillingur eða snillingar séu að spila. Þeim eru mislagðar hendur eins og öðrum, jafnvel meira en gengur og gerist. Þeir eru oft óvenju næmir fyrir ytri og innri áhrifum. En nautn áheyrenda er til allrar hamingju ekki undir tómum snillingum komin. Ef svo væri gætu liðið mánuðir eða ár milli góðra tónleika. Og sum músik er samkvæmt eðli sinu ekki á valdi neinna sérstakra snillinga eins og stór kórverk og hljómsveitarverk. Snillingar i tónlist eru örfáir aðeins nokkrir á öld. En þeir sem náð hafa ótrúlegu tæknilegu valdi yfir hljóðfæri eru legió og fer fjölgandi. Nú eru timar virtúós- anna. Ashkenazy má teljast tækni- legt undur i pianóleik. En hann er jafnframt snillingur af guðs náð i skapandi andagift og skáldlegri skynjun. Hann er einn hinna sárafáu útvöldu. Jafnvel leiðindapúkar eins og Scriabin verða spennandi i höndum hans. Hann lék op. 51, 56 og sjöttu sónötu eftir Scriabin sem var guðspekingur. tins og Þórbergur. Þórbergur var skemmtilegur höfundur, en Scriabii sennilega leiðin- legasta tónskáld sem samið hef- ur fyrir pianó, a.m.k. fyrir hlustandann. Onnur verk sem Askhenazy lék voru Gaspard de la nuit eftir Ravel og Myndir á sýningu eftir Mussorsky. Alls staðar sveif snilld hans yfir vötnunum og kann ég ekki að hafa fleiri orð um þann leyndar- dóm. Samviskufangi mánaðarins: Verkalýðsleiðtogi frá Suður flfríku í fangelsi án sakfellingar Johnny James ISSEL frá Suður-Afriku. Hann er 35 ára verkalýðsforingi. Hann hefur verið i fangelsi síðan 2. nóvem- ber 1981, án sakfellingar og án þess að koma fyrir rétt, en ári áður haföi hann setið undir þriggja ára bannlögum um ferðafrelsi. Johnny ISSEL var handtekinn af öryggislögreglunni 2. nóvem- ber 1981 og samkvæmt ákveðn- um lögum var honum haldið i 14 daga einangrun. Eftir það var honum haldið i fangelsi sam- kvæmt sérstökum lögum sem leyfa öryggislögreglunni að halda hverjum sem er I fangelsi um óákveðinn tima án ákæru eða að viðkomandi þurfi að fara fyrir rétt. Yfirvöld hafa ekki gefið upp neinar ástæður fyrir handtöku Jonnny ISSEL eða annarra svartra eða hvitra stjórnmála- manna, sem hafa verið hand- teknir siðasta ársfjórðung 1981. Flestir þessara manna höfðu ekki verið ákærðir i febrúar lok 1981. Þegar Johnny ISSEL var handtekinn, var honum haldið undir sérstökum bannlögum, sem voru sett á i nóvember 1980, en þau takmarka meðal annars ferðafrelsi og tjáningarfrelsi. Þessi lög komu einnig i veg fyrir það að hann gæti haft samskipti við „Grassroots” sem er dag- blað svartra i Höfðaborg. Hann hefur áður setið undir bannlögum i 5 ár frá þvi i októ- ber 1973, en þá var hann for- maður samtaka svartra stúdenta (SASO). Hann hefur einnig verið fang- elsaður nokkrum sinnum án þess að koma fyrir rétt t.d. var honum haldið i fangelsi i 5 mánuði frá nóvember 1974 og i aðra 4 mánuði frá ágúst 1976. Honum var einnig haldið i fang- j elsi i 5 mánuði frá þvi i mai 1980 án nokkurrar ákæru. Hann dvelur nú i Modder- fontein fangelsinu i Benoni, sem er um þúsund milur frá heimili hans i Höfðaborg. Konan hans og dóttir hafa ekki fengið að heimsækja hann siðan að hann var handtekinn. ' Vinsamlegast skrifið kurteis- legt bréf og biðjið um að Johnny ISSEL verði látinn laus sem fyrst , til: Hon. H.J. Coetsee Minister of Justice Union Buildings Pretoria South Africa. AÐALFUNDUR Kvenfélag Alþýðuflokksins á Suðurnesjum, heldur aðal- fund miðvikudaginn 28. april kl. 20.30. Að Hringbraut 106, Keflavik. Dagskrá fundarins, kosning stjórnar og venju- leg aðalfundarstörf. Stjórnin. Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofnun óskar að ráða skrifstofumann til starfa hálfan daginn. Umsóknir sendist ráðu- neytinu i Arnarhvoli fyrir 10. mai n.k. Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofnun, 23. aprií 1982 AIþýðuflokkurinn Hafnarfirði Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins i Hafnarfirði er opin fyrst um sinn frá 17—19 og 20—22. Um helgar frá 14—16. Siminn er 50499. Hafið samband við skrifstofuna Alþýðuflokkurinn Hafnarfirði. X—A X—A X—A X—A Ungt fólk með A-lista Félag ungra jafnaðarmanna efnir til borgarafunda dagana 29. april, 5. maí, 10. maí Siguröur Guöríöur Snorri Guðmundur 29. april fimmtudaginn i Breiðholtshverfi, við Seljabraut 54 Fyrsti fundurinn verður fimmtudaginn 29. april i Breiðholtshverfi, við Seljabraut 54, i Kjöt og fisk, 2. hæð, kl. 21.00. Framsögumenn SigurðurE. Guðmundsson Bjarni P. Magnússon Snorri Guðmundsson Fundarstjóri Guðmundur Bjarnason Fundarritari Viðar J. Scheving Sjöfn Bjarni Guðriður Gylfiörn 5. mai miövikudag Austurbær og Árbæjarhverfi kl. 20.30. Fundurinn verðurhaldinn á HótelEsju 2. hæð kl. 20.30. Framsögumenn Sjöfn Sigurbjörnsdóttir Bjarni P. Magnússon Guðriður Þorsteinsdóttir Fundarstjóri Gylfi Orn Guðmundsson Fundarritari Ingibjörg Gissurardóttir Sigurður Bjarni Helga Davið 10. mai. Mánudagur i Iðnó uppi kl. 20.30 Framsögumenn Fundarstjóri Fundarritari SigurðurE. Guðmundsson ' Bjarni P. Magnússon. Helga G. Guðmundsdóttir Davið Björnsson Guðrún Helga Sigurðardóttir Fundirnir eru öllum opnir. Ungir Reykvikingar: fjölmennum og hlýðum á málflutning fulltrúa Alþýduflokksins i málefnum borgarinnar. Félag ungra jafnaðarmanna Reykjavík Sigurður Þór Guðjónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.