Alþýðublaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 27. maí 1982 77. tbl. 63. árg. AÐ STANDA A EIGIN FÓTUM SJÁ LEIÐARA Á BLS. 2 Meirihlutamál í deiglunni í Hafnarfirði: Alþýðuflokkurinn býður upp á vinstra samstarf Nokkur hreyfing mun komin á myndun meirihluta i bæjarstjórn Hafnarfjarðar, eftir að kosninga- úrslit urðu Ijós siðastliðinn laugardag. Þannig hefur nú Al- ‘þýðuflokkurinn sent bréf til Al- 4 þýðubandalagsins, Framsóknar og Óháðra borgara, þar sem þessum flokkum er boðið upp á viðræður um hugsanlega myndun meirihluta þessara flokka. 1 gær hafði borist jákvætt svar frá Alþýðubandalaginu. Þá munu framsóknarmenn funda um þessi mál i kvöld. óháðir borgarar Svipmynd frá Hafnarfirði. Hér má sjá grunn hinnar nýju kirkju við Viðistaði. halda fund i kvöld og þar er ællunin að taka afstöðu til tiJboðs Alþýðuflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir hafa farið með meirihluta i bæjarstjórn Hafnarfjarðar s.l. átta ár. Skipting bæjarfulltrúa milli flokka er nú þessi i Hafnar- firði: Alþýðuflokkurinn 2, Fram- sóknarflokkurinn 1, Sjálfstæðis- flokkurinn 5, Alþýðubandalag 1, Félag óháðra borgara 2. Ef af samstarfi fjögurra flokka yrði, myndi sá meirihluti saman standa af 6 bæjarl'ulltrúum af 11. Sjálfstæðismenn yrðu þarmeð 4 minnihluta með sina 5 fulltrúa. Þessar fulltrúatölur segja þó ekki alla söguna um hlutfallsfylgi flokkanna, þvi að baki fimm full- trúum Sjálfstæðisflokksins eru aðeins 2391 atkvæði eða 37.5%,en samtals hafa hinir flokkarnir fjórir 3992 atkvæði og 62.5% en þrátt fyrir það aðeins sex bæjar- fulltrúa samtals. f kosningunum á laugardag vakti það athygli að Sjálístæðis- flokkurinn bætti ekki við sig telj- andi fylgi i Hafnarfirði eins og á velflestum öðrum stöðum á land- inu. Bætti Sjálfslæðisflokkurinn aðeins við sig 1% á meðan fylgis- aukningin hjá Sjálfstæðisflokk var t.d i Reykjavik 5,1% og i Kópavogi enn meiri. Meirihlutamál munu þvi senni- lega skýrast i Hafnarfirði á næstu dögum og mun Alþýðublaðið skýra frá framvindu þeirra mál. Flokksstjórnarfundur í kvöld: Rætt um niðurstöð- ur kosn- inganna Fundur verður haldinn I flokksstjórn Alþýðuflokksins að llótel Esjú, 2. hæð, kl. 20.30' I kvöld. Efni fundarins verður úrslit sveitaistjórnarkosning- anna siðastiiðinn laugardag. Flokksstjórnin er valdamesta stofnun Alþýðuflokksins milli flokksþinga og vafalaust liggur flokksstjórnarmönnum ýmislegt á hjarta, nú þegar kosningaúr- slit eru ljós. Ekki þarf að fara mörgum orðum um úrslit þessara kosninga fyrir Alþýðu- flokkinnj flokkurinn tapaði þar miklu fylgi. A fundinum i kvöld verða vafalaust viðraðar skýringar á þessum kosningaósigri Alþýðu- flokksins og jafnframt leitað leiða til að sækja fram á nýjan leik. Borgarstjórn: Líkur á sam- starfi vinstri flokkanna um nefnda- skipan Allt viröist benda til þess, að samstarf takist með minni- hlutaflokkunum I borgarstjdrn um kjör I stjdrnir, nefndir og ráð. Þaö liggur fyrir, aö sjálf- stæðismenn munu fá þrjá full- trúa í fimm manna nefnd- unum og fjóra f sjö manna nefndunum. Þannig verður t.a.m. íhaldið meö þrjá borg- arráösmenn á meðan minni- hlutaflokkarnir verða með tvo fulltnia. Samkvæmt eðli málsins er lfklegt aö Alþýöubandalagið semhefur fjóra borgarfulltrúa fái einn fulltrúa I hverri fimm manna nefnd. Síðan er ekki taliö ólfklegt að Kvennafram- boðiö, Framsóknarflokkurinn og Alþýöuflokkurinn skipti með sér fimmta fulltnla- sætinu i hinum ýmsu nefndum. Munu samninga- viðræöur nú standa yfir meðal vinstri flokkanna, a.m.k. Alþýðuflokks,Framsóknar og Kvennaframboðs um fram- gang þessara mála. A fyrsta borgarstjórnar- fundi eftir kosningar, sem haldinn verður i dag, verður kosið i borgarráð, en kjör I ýmsar undimefndir verður látið biða fram yfir mánaða- mótin. Ljóst er aö minnihlutaflokk- arnir þurfa aö koma sér saman um þessimál, þvi einir út af fyrir sig koma þeir engu áleiöis i þeirri hlutfalls- kosningu, sem mun eiga sér stað. Hvað segja þeir um úrslit kosninganna? sjá bls. 4 Jón Sæmundur Sigurjónsson: Verðum að vekja meiri athygli á málflutningi Alþýðuflokksins Hallsteinn Friðþjófsson Okkur vant- ar útbreitt málgagn A Iþý ðuflokkurin n tapaði einum bæjarfulltrúa á Seyðis- firði en heldur samt velli sem eitt meginstjórnmálaafliö í bænum með 28% fylgi. Hall- steinn Friðþjófsson var I gær beðinn um að segja álit sitt á úr- slitum kosninganna. „Mér finnst Alþýöuflokkurinn ekki hafa komist upp úr þeirri lægð sem hann hefur veriö i undanfarinár. Viðgjoldum þess á landsbyggðinni, aö flokkurinn á landsvisu hefur ekki náð til fólksins. A þessu eru margar skýringar eflaust. Ég vil ekki ræða þær allar i blaöaviðtali, en eina meginskýringuna get ég nefnt.Húner sú aö málflutningui flokksins nær ekki eyrum fólks vegna þess aö flokkurinn á i rauninni ekkert málgagn með næga útbreiöslu til aö hafa áhrif á skoðanir fólks. Þetta er mjög stórt atriði i' þessu öllu. Minna má á Vilmund og stóra sigurinn frá 1978. Þá hafði Alþýöu- flokkurinn og alþýöuflokks- menn aðgang að Dagblaðinu. Alþýðublaðið var útbreiddara þá en nú. Allt fór þetta vel saman við góöa málefnalega stöðu flokksins. Ct á það unnum við stórsigur. Nú höfum við DB ekki lengur. Þetta verða menn að hugleiða og finna leið til að koma áróðri flokksins til skila. Varöandi Seyðisfjörö sérstak- lega, þá er það auðvitað slæmt aö tapa hér bæjarfulltrúa. En við látum engan bilbug á okkur finna. Málefnaleg staða hér er okkur öll i hag i bæjarmálum og við töpuöum ekki vegna mál- anna. Viö töpuðum vegna þess að hægri bylgja er að fara um landið. Framarlega I okkar hópi hér er nú ungt fólk, sem mun sinna málum flokksins af einurð og stefnufestu,” sagði Hall- steinn Friðþjófsson að lokum. „Viö þurfum aö skoða vand- lega niðurstöðu þessara kosn- inga innan Alþýðuflokksins. Það sem við eigum fyrst að gera, er að skoða Ijdsu punktana, þar sem flokkurinn annað hvorthélt velli eða vann á.” Þetta sagði Jón Sæmundur Sigurjónsson f viötali við Alþýðublaðið i gær, er hann var beðinn um að segja álit sitt á kosningaúrslitum. „Ljósu punktarnir i afstöðn- um kosningum eiga að kenna okkur hvaö fór Urskeiöis og skýra að minnsta kosti hluta vandans, sem hú blasir við flokknum. Meginástæða fyrir góðum árangri eru góðir og frambærilegir frambjóðendur og gott starf á liðnu kjörtíma- bili. Þar sem þetta fer saman, kemur Alþýðuflokkurinn vel út úr þessum kosningum. öflugtog áhugasamt starf skilar sér ætfð i kosningum. Sem dæmi um góðan árangur má nefna staði eins og Kópavog, Hafnarfjörö og tsafjörð. A öllum þessum stöðum á flokkurinn að baki far- sælt starf á kjörtímabilinu auk þessaðbjóða fram mjög áhuga- sama og virka frambjóöendur. 1 rauninni er það svo miklu meiri vandi að skýra út, hvers vegna svo illa fórá nokkrum stöðum á landinu eins og t.d. i Reykjavik og á Akureyri. Greiningin á þeirri lægð sem Alþýöuflokkurinn er í fer að nokkru eftir hvaða viðmiðun er notuö. Hápunktur fylgis flokks- ins var eins og kunnugt er árið '78 og miðað við þá niöurstöðu er staðan afleit nú. Hins vegar má benda á aö fylgið fór veru- lega niður áriö ’74. En almennt séð held ég að við megum ekki velta okkur allt of mikiö upp úr þessum kosningaúrslitum. Menn eiga að koma saman, greina stöðuna og komast aö niöurstöðu um aögerðir og hefja þær siöan þegar f staö, þvf að næsti átakapunktur gæti verið skemmra undan en margir hýggja. Ef komið er inn á ýmis skipu- lagsatriði flokksins, þá má eflaust kenna galla f prófkjörs- reglum um eitthvað af mis- ráðnum upprööunum á lista flokksins. Ég tel aö sveigjan- leika skorti f núverandi reglur og menn hafi of rikar tilhneig- ingar til að binda sig við upp- röðun samkvæmt prófkjöri jafnvel þar sem prófkjöriö var ekki bindandi og sagði þar af leiðandi ekki mjög til um vilja hins almenna kjósanda. Eitt atriði enn veröum við að hafa i huga. Það er málgagn flokksins. Alþýðuflokkúrinn hefur á þingi barist fyrir mjög góðum málum. En þessi mál ná ekki eyrum almennings i land- inu. Alþýðublaðið er vel skrifað blað en allt of litiö Utbreitt og þetta er farið aö há flokknum verulega. NU nota menn ekki siðdegispressuna eins og 1978 þegar stóri sigurinn vannst. Ég sakna þess nokkuð, að alþýðu- flokksmenn hafa ekki notaö DB eins og áður. Fyrir utan þetta má nefna nokkurtaktisk mistök sem gerö Framhald á 3. siðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.