Alþýðublaðið - 01.07.1982, Síða 3

Alþýðublaðið - 01.07.1982, Síða 3
Fimmtudagur 1. júlí 1982 3 Úr einu í annað 1 verið einasta tæki launamanna tilað halda í við verðbólguþróun og verölagsþróun i landinu. Og nú i þessum samningum er „prinsippinu” kastað fyrir róða. Nú semur verkalýðshreyfingin um skertar verðbætur á laun. 1 samningunum sl. haust var það samþykkt eftir talsverðar deilur innan verkalýðshreyf- ingarinnar að gangast inn á ákvæði Ölafslaga sem þýddu einnig skertar verðbætur, en þá var skýrt tekiö fram, að það væri ekki stefna verkalýðs- hreyfingarinnar að eðlilegt væri aö höggva í launin, þegar gripa þyrfti á vanda efnahagsmála. Með þessum nýgerðu samn- ingum er verkalýöshreyfingin að segja sinu fólki: launin eru verðbólguhvetjandi og þess vegna þarf aö telja þau niður. — Þetta er mjög á svip- aðan veg og Steingri'mur Her- mannsson hefur veriö að boða siðustu vikur. Gæti veriö aö með þessum samningum — þessum skertu veröbótum — væru forystu- menn Alþýðusambandsins að gera Alþýöubandalaginu lifið auöveldara innan rikisstjórnar- innar. Steingrimur hefur boðað niðurskurð veröbóta i haust. Kannski hin umsamda 3% skerðing dugi rikisstjórninni. Nú, ef ekki, þá er fordæmið komiö frá verkalýðshreyfing- unni og rikisstjórnin getur fylgt i kjölfarið og tekið nokkur pró- sent til viöbótar af .launafólki þann 1. september. En það prinsipp sem verka- lýöshreyfingin brýtur i þessum samningum með verðbóta- skerðingunni er aðeins hluti þessara samninga. Mikið hljóta aðrirþættir samninganna þá að gefa launafólki mikiö fyrst full- trúar launafólks ljá máls á verðbótaskerðingu. Skoöum það mál aðeins nánar: 4% grunn- kaupshækkun, flokkatilfærslur og upphækkun um einn launa- taxta um áramót,— Það er nú allur afraksturinn. Enn þá einu sinni skal á það minnt, að aöeins eru örfáir dagar siðan byggingamenn sömdu um 16—19%. Aöeins nokkrar vikur siðan hjúkrunar- fræöingar og sjúkraliöar fengu bætur upp á 8—10%. Aðeins fá misseri siðan læknar sömdu um 30% launahækkun. Vegurinn til sanngjarnra kjarabóta hafði sem sé verið markaður fyrir heildarsam- tökin — ASt. En hvað gerist siðan? Jú, samið er um smánar- bætur. Menn þekkja vel „frasann” um láglaunafólkiö, að nú eigi að lyfta þvi verulega upp i launum. Þetta hefur verið viðlagiö i undangengnum samningum. En nú eins og áður gleymist lág- launafólkið. Ekki er sérstaklega tekið á þessum vanda frekar en fyrri daginn. Launamismunur- inn innan ASl og á vinnumark- aðnum almennt er sá sami að þessum samningum frágengn- um. Forysta Alþýðusambands ts- lands má bera kinnroöa vegna þessarar samningagerðar. Vinnuveitendasambandið hefur algjörlega ráðið ferðinni i samningaviðræðunum. Þessi niðurstaða samninga verður varla til þess að auka tiltrú launafólks á mætti heildarsam- takanna — ASt. Ekki hefur samflotið og samningakraftur- inn sem slikt samflot á að gefa samtökunum, haft mikiö að segja i þessari lotu. Það er aug- ljóst að þau samtök sem ákveða að róa ein á báti bera ekki minna úr býtum en samningar heildarsamtakanna. Bygginga- menn sættu lagi og náðu 16—19% Einstakir hópar opin- berra starfsmanna hafa tekiö sig út úr og fengið ákveðnar lausnir. Spurningin verður þvi æ áleitnari: eru hin fjölmennu samtök ósamstæöra félaga launafólks máttlaust vopn i viðamiklum og flóknum samn- ingum? Er ástæða til aö stokka spilin upp og gefa upp á nýtt? Ein aðalröksemdin fyrir sam- flotinu, auk hinnar breiöu sam- stöðu sem þar er að finna, er hlutverk heildarsamtakanna i visitölumálunum. Varla verða niðurstöður þessara samninga til að sýna fram á styrk heildar- samtakanna i baráttu fyrir varðveislu fenginna réttinda i þeim efnum og framsókn til réttlátara kerfis visitölumála frá sjónarhorni launafólks. Vafalaust munu langflest félög ASl samþykkja gerða samninga, enda hvað geta þau gert i stöðunni núna eins og málum erkomið? Foringjarnir hafa beygt sig og varla geta þvi einstökfélög farið að heyja nýja baráttu nú fyrir sanngjörnum kröfum. Kringumstæður eru nú þannig, að litill grundvöllur er fyrir sliku, þótt þeir möguleikar hefðu vafalaust verið fyrir hendi við upphaf samningavið- ræðna. „Þetta eru ekki samningar til að hrópa húrra fyrir”, sagði einn foringi láglaunakvenna i samtali við Alþýðublaðið i gær. Forseti islands sæmdi eftirtaldu islendinga heiðursmerki hinnar islensku fálkaorðu á 17. júni: Dr. jur. Armann Snævarr, hæsta- réttardómara, stjörnu stórridd- ara fyrir embættisstörf. Asgeir Ö. Einarsson, dýralækni, riddarakrossi fyrir störf á sviöi dýralækninga. Barða Friðriksson, fram- kvæmdastjóra, riddarakrossi fyrir félagsmálastörf. Eyjólf tsfeid Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóra, riddarakrossi fyrir störf á sviði fiskvinnslu og útflutningsmála. Guðna Magnússon, málara- meistara, Keflavik, riddara- krossi fyrir félagsmálastörf. Gunnar Bergsteinsson forstjóra, riddarakrossi fyrir störf á sviði sjómælinga og landhelgisgæslu. Hafliða Jónsson, garðyrkju- stjóra, riddarakrossi fyrir störf á sviði garðyrkjumála. Dr. med, Hjalta Þórarinsson, yfirlækni , riddarakrossi fyrir embættisstörf. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóra, riddarakrossi Það eru orð að sönnu, enda skulu fulltrúar ASl vart búast við þvi að þeir verði hylltir á næstu mánuðum af þúsundum verkamanna fyrir þá samninga sem þeir hafa nú undirritaö. Það verða engin húrrahróp i liði launafólks nú, hvorki fyrir samningunum né foringjum Al- þýðusambands Islands. fyrir störf á sviöi sjávarútvegs- mála. Séra Óskar J. Þorláksson, fv. dómprófast, stórriddarakrossi fyrir embættisstörf. Dr. phil. Pétur M. Jónasson, pró- fessor, riddarakrossi fyrir rann- sóknar- og visindastörf. Herra Pétur Sigurgeirsson, biskúp Islands, stjörnu stór- riddafa fyrir embættisstörf. Ragnheiöi Hafstein, fv. forsætis- ráðherrafrú, riddarakrossi fyrir störf i opinbera þágu. Sigurð Agústsson fv. bónda og tónskáld i Birtingaholti, Arnes- sýslu, riddarakrossi fyrir störf aö tónlistarmálum. Stefán Stefánsson, fv. bóksala, riddarakrossi fyrir störf á sviöi verslunar- og félagsmála. Steinunni Finnbogadóttur, ljós- móður, riddarakrossi fyrir félagsmálastörf. Tómas Steingrimsson, stórkaup- mann, Akureyri, riddarakrossi fyrir störf á sviöi viðskipta- og félagsmála. Þorsteinn Daviösson, fv. verk- smiðjustjóra, Akureyri, riddara- krossi fyrir störf á sviði iönaðar. Vigdís afhendir fálkaorðuna Pjónusta ráðgjafans í Útvegsbankanum stendur öllum viðskiptamönnum hans til boða, og hún veitist þeim ókeypis. Nánari upplýsingar á öllum afgreiðslustöðum bankans. ÚTVEGSBAHKINN Einmitt bankinn fyrir þig. UPPLYSIIMCARum komu- og brottfarartíma flugvéla innanlandsflug 26011 27800 millilandaflug Við bendum viöskiptavlnum okkar á að kynna sér nýju númerin á bls. 78 í símaskránni. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.