Alþýðublaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.08.1982, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 14. ágúst 1982 ----RITSTJÓRNARGREIN Að heiðra skálkinn Þaö hefur löngum þótt nöturleg mann- lýsing, þegar sagt er um mann að hann sé meiri í orði en á borði. Það hef ur hins vegar þótt manndómsmerki að segja minna, en standa við það i reynd. ' / Forystumönnum Alþýðubandalagsins, mönnum eins og Svavari Gestssyni og ólaf i Ragnari Grímssyni, er sjaldan orða vant. Þeir eru annélaðir orðhákar. Ekki þarf nema að rétta þeim hljóðnema til þess að bunan standi út úr þeim, hlaðin róttækum frösum og merkingarlitlum orðaleppum. Alþýðubandalagiðer f lokkur hinna stóru orða. Það er sjálf skipaður málsvari verka- lýðshreyfingar, sósíalisma og þjóðfrelsis. Ásmundur Stefánsson, forseti A.S.f., kveinkaði sér undan þvi nýlega í blaða- grein, að Þjóðviljanum þætti sýnu meira til koma orðhákanna, en hinna „lúnu samn- ingamanna" verkalýðshreyf ingarinnar, sem sátu uppi með svarta Péturs kjara- skerðingarsamninga, einmitt vegna þess að pólitískar afieiðingar af óstjórn orðhák- anna hafa dæmt verkalýðshreyfinguna í vonlausa samningsstöðu. Þessa dagana standa hinir sjálf umglöðu orðhákar Alþýðubandalagsins afhjúpaðir sem úrræðalausir loddarar og lýðskrumar- ar. Gasprararnir hafa gegnt lykilhlutverk- um í þremur ríkisstjórnum á verðbólguára- tugnum. Allar hafa þessar ríkisstjórnir brugðizt gersamlega. Hinir róttæku frasar haf a reynzt holir og tómir. Hin nýuppyngda forystusveit Alþýðubandalagsins hefur verið dæmd, og léttvæg fundin, af verkum sinum. Hverjir hafa hagnast á stjórnarfari Al- þýðubandalagsins á liðnum áratug? Sannanlega ekki þeir menn, sem sýnt hafa fyrirhyggju og kunnáttusemi við stjórn fyrirtækja i framleiðsluatvinnuvegunum. Ekki útgerðarmenn, sem sitja uppi með minni afla og aukinn útgerðarkostnað vegna sjálfvirks skipainnflutnings til framsóknargæðinga, á sama tfma og afla- takmarkanir rfkja. Ekki sjómenn, sem af sömu ástæðum mega nú þola stórfellda kjaraskerðingu. Ekki velrekin fiskvinnslu- fyrirtæki, sem verða að greiða mun hærra fiskverð til að halda uppi allt of stórum flota. Ekki fyrirtæki í samkeppnisfðnaði, sem eru að komast á vonarvöl í samkeppni við ódýran innf lutning á rangskráðu gengi. Ekki húsnæðisleysingjarnir, sem nú sitja tómhentir á biðstofum hins gjaldþrota hús- næðislánakerf is. Ekki láglaunafólkið, sem hefur verið hlunnfarið í hverjum kjara- samningunum á fætur öðrum. Verkalýðs- foringjar Alþýðubandalagsins emja nú um skertar vísitölubætur, vitandi vits um það að meiri háttar kjaraskerðing af völdum óhjákvæmilegra efnahagsaðgerða mun fylgja i kjölfarið. Dómur reynslunnar er sá, að Alþýðu- bandalagið hefur hvarvetna, þar sem því hefur verið trúað fyrir mannaforráðum i umboði alþýðu manna, nfðzt herfilega á þeim trúnaði. Það hef ur gersamlega brugð- izt i þremur rikisstjórnum. Borgarmálafor- ysfa þess í Reykjavík einkenndist af átak- anlegri hugmyndafátækt og dauðyflislegu skriffinnskuveldi. Verkamálaforysta Al- þýðubandalagsins er íhaldssöm, ófrjó og gagnslítil. Henni er mest f mun að viðhalda flokksræði og smákóngaveldi í verkalýðs- hreyfingunni. Hún hef ur risið öndverð gegn stærstu umbótamálum verkalýðshreyfing- arinnar, sem eru endurskipuiagning hreyf- ingarinnar sjálfrar og samræmt lífeyris- réttindakerf i allra launþega í stað ríkjandi misréttis milli hundrað lífeyrissjóða. Þann- ig hafa orðhákarnir hvarvetna brugðizt umbjóðendum sínum, vinnandi fólki í land- inu, sem hefur hingað til trúað þeim fyrir forystu sinna mála. Völd Alþýðubandalags- ins í þjóðfélaginu hafa hingað til helgast af því viðhorfi andstæðinga þess, að heiðra beri skálkinn svo hann skaði þig ekki. Sú kenning er nú búin að vera. Alþýðubanda- lagið mun þess ekki umkomið eftirieiðis að efna til borgarastyrjaldar á vinnumark- aðnum gegn ábyrgum þjóðfélagsöflum, sem óhjákvæmilega bíður það verkefni að moka f lórinn eftir margra ára óstjórn orð- hákanna. Hverjum í hag hefur óstjórn Alþýðu- bandalagsins verið? Vissulega ekki fram- leiðsluatvinnuvegum þjóðarinnar. Vissu- iega ekki vinnandl fólki í landinu. En heild- salarnfr græða á tá og f ingri, — að sögn orð- hákanna sjálfra. Eina atvfnnugreinin, að þeirra eigin sögn, sem skilar hagnaði undir stjórn Alþýðubandalagsins, er innf lutnings- verzlunin, heildsalarnir. I hálft ár hefur rfkisstjórnin greitt götu þeirra við að keyra á fullu í innflutningsæðinu og tæma gjald- eyrisvarasjóð landsmanna vegna útsölu- verðs á gjaldeyri, sem íslenzkir sjómenn hafa aflað hörðum höndum. Heildsalarnir þurfa ekki að kvarta undan svokallaðri efnahagsstefnu orðhákanna í Alþýðu- bandalaginu. Uppboð á gjaldeyri, verð- bólgubrask, sívaxandi skattsvik, vaxandi spilling og félagslegt misrétti, — þetta eru þau þjóðfélagseinkenni sem ríkjandi eru undir stjórn „málsvara verkalýðshreyf ing- ar, sósíalisma og þjóðfreisis". Atrúnaður á kenninguna um að heiðra beri skálkinn, svo að hann skaði þig ekki, hefur reynzt þjóðinni dýrkeyptur. Það verður mikið verk og vanþakklátt að moka eftir þá f lórinn. Á meðan færi bezt á þvf að þjóðin sendi orðhákána í langvarandi póli- tíska endurhæfingu; aðalnámsgreinarnar ættu að vera innhverf íhugun og ærleg sjálfsgagnrýni. —JBH. Tfl ^ Dei ld arverkfræðingur Staöa deildarverkfræðings viö áætlana- og eltirlitsdeild hjá bæjarverkfræðingi Kópa- vogs er laus til umsóknar. i staríinu telst einkum að hafa umsjón með hönnun og áætlanagerð á tæknideild og eítirlit meö framkvæmdum. Nánari upplýsingar gefur bæjarverkfræðingur. Umsóknum skal skila á skrifstofu bæjar- verkíræðings i feiagsheimilinu, Fannborg 2, fyrir 15. september n.k. Bæjarverklræöingur. Grunnnámskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla verða haldin sem hér segir: 1 !)82. 6. sept. til 17. sept. Reykjavik 27. sept. til 8. okt. )) 18. okt. til 29. okt. i y 8. nóv. til 19. nov. )) ií)s:í 31. jan. til 11. íeb. Reykjavik 21. íeb. til 4. mar. 14. mar. til 25. mar. Akureyri 5. apr. til 16. apr. Reykjavík 25. apr. til 7. mai )) 16. mai. til 28. mai >) lnnritun heíst 16. ágúst i sima lðntæknistoínun íslands. 81533 hjá Forstöðumaður. Laus staða Kennarastaöa i haglræöi viö Menntaskólann við Hamra- hliö er laus til umsóknar. Um er að ræöa hlutastarf, 1/2- 2/3 fullrar stööu. Laun samkvæml launakerfi starísmanna rikisins. Umsóknir meö ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hala borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 101 Keykjavik, lyrir 30. ágúst n.k. Umsóknareyðu- blöð last i ráðuneylinu. Menntamálaráðuneytið, 11. ágúst 1982. Meðferðarheimili einhverfra barna Jrönuhólum 1 sem tekur til starfa innan skamms,óskar eftir að ráöa þroskaþjálfa og fóstrur, en samtals er um 5 stööur að ræða. Upplýsingar veitir forstöðumaður i sima 79760. Félagstnálaráðuneytið, 11. ágústlí)82 Til sölu einbýlishús á Akureyri Tilboö óskast i húseignina Hrafnagilsstræti 4, á Akureyri, sem er einbýlishús, kjallari, hæö og ris. Stærö hússins er 558,4 rúmm. Brunabótamat er kr. 1.093.000,-. Húsiö veröur til sýnis 16. og 17. ágúst n.k. frá kl.13-15. Kauptilboö þurfa aö haía borist skrifstofu vorri fyrir kl. 11:00 þann 24. ágúst n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Steindór 4 stjórn hali veriö besta stjórn íslendinga hin siöari ár. Hún stóð sig alveg prýöilega og er ekki berandi saman viö undan- larnar stjórnir. Hún geröi sin mistök, þaö er sjáltsagl, en hún var sú besta. — Svo við siuium okkur að öðru, hvernig finnst þér liafa tekisl til við að vernda gróður lamlsins? „Uað er búiö aö otbeita landiö i þúsund ár, en þaö litur svo sem ekki mjög illa úl núoröiö, þar sem skilníngur helur fariö vaxandi á þvi aögæta holsemi i umgengni viö landiö. Ef var- úðar er gætt má laga þaö sem illa helur lariö og vernda þaö sem enn er lifandi. A vissum stööum er eyöileggingin mikil og er þar sauökindinni mest um aökenna, en nú oröiö helur bæst viö ógnun hrossastóöanna, sem verri er, þvi kindin er nytileg skepna, en hestar eru skepnur sem litið gagn er aö, nu oröiö aö minnsta kosli." — Tekur eitthvað sérstakt við hjá þér nú? „Nei, ætli það. Ætli maður fari ekki bara smám saman að hrörna og hverfa ofan i jörðina! Ef maður heldur svipaðri heilsu dundar maður sér sjálfsagt við eitthvaö. En maður er orðinn ansi ónýtur til gönguferða og ég held aö eftir að hafa veriö að i fræðimennskunni i 50 ár þá sé kominn timi til að yngri menn- irnir taki við. Ef satt skal segja er ég ekkert yfir mig spenntur fyrir mörgum afmælum í við- bót! En aðalatriðið er náttúr- lega heilsan og meöan maður er ekki alveg út úr heiminum má svo sem dunda sér eitthvað. SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.