Alþýðublaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.08.1982, Blaðsíða 2
Þriðjudagur 17. ágúst 1982 2 Opið bréf til félaga Svavars Áður en þú, félagi Svavar, flytur næst ræðuna þína um Alþýðubandalagið sem brimbrjót „sósialisma, verkalýðs- hreyf ingar og þjóðfrelsis" og dustar rykið af róttæku frösunum um fyrirmyndarþjóð- félag félagshyggjunnar, þætti mér vænt um að þú veltir fyrir þér svörum við þessum spurningum. Þaðskal tekið fram að spurn- ingarnar eru valdar af handahófi. Spurn- ingarnar eru þó allar tilbrigði við þetta stef: Er þetta það fyrirmyndarþjóðfélag félagshyggjunnar, sem þú og félagar þinir haf a verið að berjast f yrir á undanförnum árum? . — Þar sem barir og búllur spretta upp eins og gorkúlur á haug á sama tima og ekki er lengur hægt að gera út'á íslandi? — Þar sem Seðalabankinn byggir sér höll, sem jafnastá við þrjú hundruð íbúðir, á sama tima og ungu hjónin, sem bæði leggja nótt við dag, standa frammi fyrir þeirri staðreynd, að þeim er ógerningur að koma sér upp þaki yf ir höf uðið, undir þinni stjórn á húsnæðismálum? — Þar sem vídeóæði og kaplaklám fer eins og eldur um sinu í þjóðfélaginu, á sama tíma og Ríkisútvarpið, hljóðvarp og sjónvarp, hanga á horriminni vegna fjár- skorts. — Þar sem heildsalar raka saman fé á innflutningsæði, sem hlýzt af gjaldeyrisút- sölu rikisstjórnarinnar, á sama tíma og hlutur sjómanna hefur minnkað um 30—40%, þrátt fyrir óbreytt strit. — Þar sem ríkisstjórn þín vekur almenn- ingi falskar vonir um stööugan gjaldmiðil, með myntbreytingu sem látin er renna út í sandinn á fyrsta ári, en nýtt sem skálka- skjól fyrir ólöglega verzlunarálagningu og uppspretta verzlunargróða, án afskipta verðlagsyfirvalda. — Þar sem fátækt og eignalitið fólk í þéftbýli er látið greiða drjúgan hluta af sköttum sínum með óseljanlegri offram- leiðslu stóreignamanna í sveitum ofaní rík- ustu grannþjóðir okkar. — Þar sem togaraf lotinn býr við strangar aflatakmarkanir helminginn úr árinu, á sama tima og gæðingum stjórnar- flokkanna eru „gefnir" 20—30 togarar, til þess að minnka af la á hvert skip, hlunnfara sjómenn, hækka fiskverð, fella gengi1 og kynda undir verðbólgu. — Þar sem ríkið tryggir starfsmönnum sínum verðtryggð lífeyrisréttindi, á sama tíma og heilar þjóðfélagsstéttir njóta engra slikra réttinda, og aðrar að takmörkuðu leyti? Þar sem ráðherrar kunna engin ráð í ræðum sínum önnur en ,,að auka f ramleiðni og hagvöxt", en allar aðgerðir þeirra leiða til minnkandi framleiðni fjármagns og mannafla í landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði. — Þar sem þessi harðduglega þjóð verður, vegna lélegs stjórnarfars, að sætta sig við þriðjungi lakari lífskjör, þrátt fyrir a.m.k. þriðjungi lengri vinnutíma en grann- þjóðir okkar. — Þar sem ríkisstjórn efnir kosninga- loforð sín með þeim hætti að koma verð- bólgu upp i 70—80% á ári, þegar hún lofar 7%. — Þar sem erlendar skuldir þjóðarbúsins nálgast óðfluga helming árlegrar þjóðar- f ramleiðslu og f yrr en varir fer annar hver fiskur sem islenzkir sjómenn draga á land til greiðslu áfborgana og vaxta til erlendra lánardrottna. — Þar sem efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar hvílir á ámóta traustum grunni og hjá vanþróuðustu þjóðum Afríku, sem búa við hernaðareinræði og spillingu. — Þar sem verkalýðshreyf ing undir forystu sósíalista svíkur láglaunafólkíð í hverjum samningunum á fætur öðrum, á sama tíma og hinir betur launuðu njóta hvers kyns kaupauka og yfirborgana. — Þar sem verkalýðsforysta sósíalista er helzti þrándur í götu lýðræðislegra umbóta innan verkalýðshreyf ingarinnar, sem beinast að því að sameina fólkið á vinnu- stöðunum um hagsmunamál sin og sinnar atvinnugreinar, í stað þess að sundra þeim í ótal smákóngafélögum, sem breytt hafa verkalýðshreyf ingunni í uppboðsmarkað sérhagsmunatogstreitu. — Þar sem ríkisstjórn með þátttöku sósíalista lætur sér sæma að hlaða upp nýjum og nýjum skrifræðisstofnunum á vegum ríkisvaldsins og fjölga opinberum starfsmönnum fjórum sinnum hraðar en þjóðinni, og ætlar vinnandi fólki í fram- leiðsluatvinnuvegunum að bera þetta bákn á herðum sér á tímu m kreppu og samdráttar — Þar sem ríkisstjórn með þátttöku sós- íalista lætur sér sæma að f alsa úreltan vísi- tölugrundvöll til þess að hafa umsamin laun af vinnandi fólki. — Þar sem ríkisstjórn með þátttöku sósíalista tekur þátt í mútugreiðslum til landeigenda vegna lífsnauðsynlegra virkj- ana, en stendur gegn kröf u Alþýðuf lokksins um þjóðareign á landi og náttúruauð- lindum. — Þar sem ríkissjóður í umsjón fjár- málaráðherra sósíalista rakar saman fé af gegndarlausu innf lutningsæði á hvers kyns óþarfa, á sama tíma og framleiðsluat- vinnuvegirnir liggja í rúst. — Þar sem skattar eru í sífellu hækkaðir á launþegum, á sama tíma og fjölmennir forréttindahópar varðveita óáreittir að- stöðu sína til stórfelldra skaftsvika. — Þar sem vel reknum fyrirtækjum, sem geta greitt gott kaup, er meinað að vaxa og dafna, á sama tima og búskussum i sjávar- útvegi og landbúnaði er haldið uppi með óafturkræfum styrkjum af almannafé. — Þar sem ábyrgðarlausir kommissarar hins pólitíska f yrirgreiðslukerf is taka f yrst ákvarðanir um útgjöld rikis og ríkisstofn- ana skv. óskalistum, og hækka síðan skatta eða auka erlendar lántökur á móti, í stað þess að ákveða tekjurnar fyrst og haga framkvæmdum f samræmi við það. — Þarsem pólitíkusar hafa lagt undir sig alla sjóði með takmörkuðu f járfestingarfé þjóðarinnar og misnota vald sitt til sjálf- virkrar útsölu á niðurgreiddu lánsfé til óarðbærra framkvæmda eða í hallarekstur búskussa. — Þar sem ráðdeildarsömu fólki er gert ókleift að spara, þar sem fyrirtækjum er gert ókleift að skila hagnaði og framtíð þjóðarinnar og lífskjör næstu kynslóðar eru í staðinn veðsett erlendum lánadrottnum. — Þar sem f jármálaráðherra sósíalista lýsir árangri eigin f jármálastjórnar með þeim orðum „að þjóðin sé sokkin í skuldir", en þú,féiagi Svavar, tregðast við að viður- kenna að árangur flokks þíns og ykkar félaga sé „dauðadómur" yfir spilltu og lé- legu stjórnarfari. Þessar spurningar eru valdar af handa- hófi. Spurningalistinn gæti auðveldlega verið helmingi lengri. Þú þarft að taka þér góðan tíma, félagi Svavar, til að svara þeim. En meðan svar hefur ekki borizt, er þess vinsamlegast farið á leit, að þú gerir áheyrendum þínum einn greiða: Taktu þér aldrei aftur í munn þann frasa, að Aþýðu- bandalagið sé brjóstvörn vinnandi fólks gegn leiftursóknaröflum gróðahyggjunnar — því það er öfugmæli. — JBH Alþjóðabankinn meira, flutt meira út og dregiö úr innflutningi. Fjárfesting hækkaði upp i 25% af vergri þjóðarframleiðslu 1975 og hélst 1 við þau háu mörk næstu fjögur árin. Það eru viðbrögð iðnrikjanna sem skapa mismuninn á afleið- ingum núverandi kreppu og þeirrar sem rikti við upphaf sið- asta áratugs. Hækkandi vextir i þeim rikjum hafa dregið úr fjárfestingu og mismunurinn á vöxtum þeirra á milli hafa or- sakað frekari sveiflur á við- skiptakjörum og fjármagns- flæði. Þetta hefur svo haft i för með sér aukna óvissu fyrir al- þjóðasamskiptin i byrjun þessa áratugs. t heild viröist sem að hinir ýmsu þættir sem hjálpuðu þróunarlöndunum að aðlagast siöasta áratug virki nú ekki eins sterkt og áður, um leið og aðrir virka gegn þeim og draga úr aðlögunarhæfileika þeirra. A siðasta áratug jukust heimsviðskipti hraöar en fram- leiðslan, en hægar þó en fyrr. Markaðir iðnrikjanna héldust opnir, nema hvaö varðar land- búnaðarafurðir, og iðnaðar- framleiðsla og innflutningur tvöfaldaðist i heild sinni. Ot- þensla jókst stöðugt, jafnvel á samdráttarárunum 1973-75. Þörfin á aukinni þróunaraðstoö Eftir 1977-8 olli mikil verö- bólga og neikvæöir vextir þvi að raunverulegar skuldir þróun- arlandanna minnkuðu mjög að raungildi. En skuldabyrðin jókst verulega árið 1981 og á þessu ári er liklegt að vaxta- greiðslur allra þróunarland- anna veröi þrisvar sinnum hærri en 1978. Aðstoö við þróunarlöndin jókst hlutfallslega jafnt og þétt á siðasta áratug, en eftir 1980 hefur verulega dregið úr aukn- ingunni. Afleiðinganna er þegar farið að gæta hjá fátækustu löndunum. Hvað framtiðin hefur i för með sér mun fyrst og fremst ákvarðast af gjörðum rikis- stjórna. Alþjóðabankinn setur i skýrslu sinni fram mögulegar athafnir til betri efnahags. Tel- ur hann að iðnrikin verði að auka eigin f járfestingu og fram- leiðslu, halda aftur af viðskipta- hömlum, leyfa fjármagni að færast frjálsar á milli landa og hækka hlutfallslega aðstoð þeirra við þróunarlöndin. Ekki gætir mikillar bjartsýni á að þetta verði gert. Liklegt þykir að þrátt fyrir erfiðleika þá er nútiminn þarf að glima við muni þróunarlönd- in geta viðhaldið nokkrum efna- hagslegum vexti á næstu árum. Þó er útlitið slæmt fyrir þjóðir Afriku fyrir sunnan Sahara og leikur enginn vafi á þvi, að þau koma til með að þurfa á frekari aðstoð að halda en nú er gert ráð fyrir. 1 skýrslu Alþjóöabankans kemur fram að útlitið sé heldur dökkt fyrir fátækustu þróunarlöndin og að iðnrikjunum beri að auka þróunarað- stoð sina til muna. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu árið 1970 ályktun þar sem riki voru hvött til aö stefna að þvi að opinber þróunaraðstoð næmi 1% af vergri þjóðarframleiðslu. Islendingar eru enn nokkuð langt frá þessu marki, hafa á undanförnum árum lagt fram aðstoö er nemur á bilinu 0.030—0.070% af þjóöarframleiöslunni og á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 0.065%. Fæst lönd hafa náð þessu takmarki S.Þ. en sum þeirra hafa staðið sig nokkuð vel; þannig hafa mörg oliurikjanna i OPEC verið gjafmild en af Evrópurikjum hafa Hollendingar, Norð- menn, Sviar og Frakkar í'.efiö hlutfallslega mest. Alþjóðabankinn er hvort' tveggja i senn.i tengslum viö Sameinuðu þjóöirnar og sjálfstæður rekstraraöili. Yfirlýst markmiö hans er að veita meðlimarikjunum föstoð með þvi aö stuðla að fjárfestingu er eykur framleiöslu,aö stuöla aö auknum heimsviöskiptum, aö stuðla aö fjárfestingu einkaaöila erlendis meö þvi aö ábyrgjast og taka þátt i henni og aö útvega lán, þar sem fjármagn fæst ekki á annan hátt. Al- þjóöagjaldeyrissjóöurinn er i nánum tengslum viö Alþjóöabankann og stóöu 44 riki aö stofnun þeirra 1944. Útboð Hitaveita Akraness og Borgarf jarðar ósk- ar eítir tilboðum i lagningu hitaveitu á nokkrum bæjum i innri Akraneshreppi, ca. 3000 m. Utboðsgögn fást hjá verkfræðistofunni Fjarhitun hf. Borgartúni 17 Reykjavik, Verkfræði- og teiknistofunni sf. Kirkju- braut 40 Akranesi og Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen Berugötu 12 Borgarnesi gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 31. ágúst kl. 11.30 f.h. á skrifstofu Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar Kirkjubraut 40 Akra- nesi. Auglýsingasíminn er 14900 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.