Alþýðublaðið - 28.08.1982, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 28.08.1982, Qupperneq 2
RITSTJÓRNARGREIN Laugardagur 28. ágúst 1982 „ALÞINGI GÖTUNNAR” HEFUR DÆMT „HROKAGIKKI VALDSINS „Burt með ríkisstjórnina! Burt með þá ráðherra sem svíkja í dag þá samninga, sem þeir gerðu i gær um kaup verkafólks! Burt með þá valdsmenn úr stjórnarráðinu og Alþingi sem nota sitt pólitíska vald til þess að níða niður umsamin lífskjör launa- fólks, en hlaða undir braskarastéttina, gróðaklærnar og svindlaralýðinn". Skyldi ofangreint vera úr einni af mörg- * um ályktunum verkalýðsfélaga og — sam- taka sem fram hafa komið í kjölfar kaup- ránslaga ríkisstjórnar Gunnars Thorodd- sen? Vel væri það liklegt, en, nei, hér er á ferðinni endurprentun úr Þjóðvilianum. Hérna er Þjóðviljinn með réttu að mótmæla því, að ríkisstjórn skerði umsamið kaup verkafólks. En auðvitað á Þjóðviljinn ekki við ríkisstjórn Alþýðubandalagsins í þessu sambandi. Hér er Þjóðviljinn að berja á stjórn Geirs Hallgrímssonar, eftir að'hún skerti launin með febrúarlögunum ill- ræmdu, árið 1978. En hvað gerir svo Þjóðviljinn og Alþýðu- banndalagið um áramót 1980—1981 og svo aftur nú, í ágúst 1982, þegar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen tekur upp starfshætti Geirsstjórnarinnar og ræðst að kjörum launafólks í landinu og skerðir laun þess? Þá þegir Þjóðviljinn þunnu hljóði. Þá finnst forystumönnum Alþýðubandalagsins allt í lagi að stela af launafólki. „ „Alþingi götunnar" þarf að sýna hrokagikkjum valdsins við Austurvöll hver það er sem ræður...", sagði Svavar Gests- son þáverandi ritstjóri í leiðara Þjóðviljans 11. febrúar 1978. Nú er þessi sami maður ráðherra — hann er einn af „hrokagikkjum valdsins". Og hrokagikkirnir eru ekki við Austurvöllinn, þeir eru í stjórnarráðinu — í ráðherrastólum. Nú skipta almennir þing- menn engu máli og þaðan af síður launafólk i landinu. Nú minnist Svavar Gestsson ekki lengur á „Alþingi götunnar". Nú er það Svavar Gestsson sem ræður. En það skiptir launafólk ekki neinu máli, hvort kaupræninginn heitir Geir Hallgríms- son eða Svavar Gestsson, Kaupránið er hið sama, pyngja launafólks léttist jafnmikið. Það breytir engu um verknaðinn, hvort þjófnaðurinn er framinn í skjóli Alþýðu- bandalags eða Sjálfstæðisflokks. Söm er gjörðin — og það skiptir máli. Verkalýðshreyfingin hefur eðlilega mót- mælt harðlega kjaraskerðingarlögum rikis- stjórnar Gunnars Thoroddsen. Það gerði verkalýðshreyfingin líka, þegar Geirs- stjórnin réðist að kjörum verkafólks í fe- brúar 1978. Þjóðviljinn var skorinorður í febrúar 1978, þegar mótmælt var kaupráni. Þá sagði leiðarahöfundur blaðsins: „Hvernig á verkalýðshreyf ingin að eiga samvinnu við ráðherra, sem beita pólitisku valdi sínu og svíkja á grófasta hátt mikilvægustu samn- Inga, sem þeir sjálfir undirrituðu fyrir skömmu". Nú ætti Þjóðviljinn að spyrja: Hvernig geta t.a.m. Ásmundur Stefáns- son og Guðmundur J. Guðmundsson átt samvinnu við Svavar Gestsson, Ragnar Arnalds og Hjörleif Guttormsson núna, þegar þeir beita valdi sinu og svíkja á gróf- asta hátt gerða samninga? Og önnur viðeigandi spurning, sem Þjóð- viljinn ætti líka að varpa fram: Getur launafólk treyst Alþýðubandalaginu og f or- ystumönnum þess nokkurn tíma, eftir þau ívik sem höfð hafa verið í frammi? Loks mættiu Þjóðviljamenn spyrja sjálfa sig: Hvers vegna vorum við á móti kaup- ráni 1978, en með kaupráni árið 1981 og 1982? - „Alþingi götunnar" hef ur nú þegar dæmt Alþýðubandalagið fyrir svik við málstað launafólks. Launafólk hefur lýst Alþýðu- oandalagið dautt og ómerkt, — það mun dæma það út úr íslenskri pólitík í næstu kosningum. — GAS Q Ata,i«°rkn KMJmUO flEYKJAV,KUR - nacB£nnis Afsíá ttarkort 10 % Gesn ^ndlngu þessa terts m Aðeins 5% afs,áttD0MUS’ 9' " ‘ a'' e'nni /0 arslattur er af st&m k , KOrti* 9"dir ‘ «**•• «9 september 969n &VHUU AFSLÁTTAR KORT hafa verið send út til félagsmanna KRON. Kortin eru 7 talsins og gilda frá 25. ágúst til 16. desember. Hægt er að ganga í félagið i öllum verslunum KRON og á skrifstofu félagsins, Laugavegi 91, þar sem kortin eru afhent. Nýir félagsmenn fá afsláttarkort. KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Stór íbúð óskast til leigu 5—6 herbergja ibúð óskast fyrir hjúkr- unarfræðing sem næst Landspitalanum. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Landspitala i sima 29000. Starf skrifstofustjóra launadeildar Reykjavikurborgar er laust til umsóknar. Laun samkvæmt kjara- samningi Starfsmannafélags Reykja- vikurborgar. Umsóknir sendist skrifstofu borgarstjóra, Austurstræti 16, fyrir 10. sept.n.k. 26. ágúst 1982. Borgarstjórinn i Reykjavik. PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða tii Simstöðvarinnar i Reykja- vik SKRIFSTOFUMANN V. TÖLVU- SKRANINGU SKRIFSTOFUMANN TIL ALGENGRA SKRIFSTOFUSTARFA nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild. ÓNSKÓLI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR. Innritun og greiðsla námsgjalda fyrir haustönn verður mánudaginn 30 og þriðju- daginn 31.ágúst kl. 15—19 báða dagana i Hellusundi 7. Nemendur sem sóttu um framhaldsskóla- vist á siðastliðnu vori eru sérstaklega áminntir um að staðfesta umsóknir sinar , með greiðslu námsgjalda þar sem skólinn er fullsetinn nú þegar. Upplýsingar um stundarskrárgerð og fleira verða veittar við innritun. Ekki verður svarað i sima á meðan inn- ritun stendur. Skólastjóri. Guðrún 1 ekki úr vegi að rifja upp túlkun hans á starfhæfum meirihluta. I útvarpinu sagði hann: „32 þingmenn eru minnsti starfhæfi meirihluti rikis- stjórnar, þar er fræðilegt mat á stöðunni. Engin rikisstjórn getur setið til langframa nema geta fengið samþykkt laga- frumvörp” en bætti þvi við að almennt séð teldist 31 þing- maður nægur meirihluti að baki rikisstjórnar, hún komi t.d. fjárlögum i gegn án meiri stuðnings. Guðrún var spurð að þvi hvort hún hefði haft orð á þessu á þingflokki Alþýðu- bandalagsins á fímmtudags- kvöldið og hvort gagnrýni hefði komið fram á einstaka liði bráðabirgðalaganna. ,,A þessum fundi vorum við fyrst og fremst að ræða fjárlög- in og komst litið annað að. En auðvitað var staða málanna rædd almennt. Að þessum bráðabirðalögum hefur verið unnið lengi og auðvitað var meðal okkar ágreiningur um einstaka atriði. Eg hefði til dæmis viljað fá fleiri af okkar tillögum fram. En samkomulag náðist um bráðabirgðalögin og allir þingmenn Alþýðubanda- lagsins styðja þau,” sagði Guðrún. Að spurð um óánægju fyrrum félaga hennar i stjórn BSRB og hvort hún væri sammála þeirri gagnrýni taldi hún að óánægjan væri ekki algild hjá þeim. „Það er ósköp misjöfn afstaða sem þar kemur fram. Ég get ekki séð að þar séu allir óánægðir, einstaka menn eru það vissulega. En staðan er óljós og opinberir starfsmenn eruaðfara út i mikla samninga. Ég held að fólki sé ljóst að eitt- hvað þurfi að gera.” En nú sendir hvcrt stéttar- félagið á fætur öðru ályktanir þar sem kjaraskerðing bráða- birgðalaganna er fordæmd? „Já, það er nú að mörgu leyti einungis formsatriði, held ég. Ég held að menn geri sér grein fyrir þvi að til skerðingar hljóti að koma þegar svona stendur á„ sagði Guðrún Helgadóttir, alþingismaður.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.