Alþýðublaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 2
Laugardagur 11. september 1982 !—HITSTJÓRNARGREIN------------------------- Ást er fædd og alin blind Ást er fædd og alin blind, segir í gömlu kvæði. Eins virðist komið fyrir ofurást Framsóknarmanna á bændum. En það er , lika allt leyfilegt í ástum. -Áratugum saman hafa Framsóknar- mann talið það þjóðráð, að hvetja og styrkja bændur, til þess að auka framleiðsl- una. Nú eru tveir áratugir síðan að Ijóst var, að framleiðsla hefðbundinna búvara var umfram þarfir innanlandsmarkaðar. Allir markaðir nágrannalanda eru sneisa- fullir af ofgnótt niðurgreiddra búvara. Er- lendir markaðir eru því ekki til, nema með því móti að gefa vöruna og borga með henni. Reyndará Ingólfurfrá Hellu heiðurinn af þvi að hafa fundið upp 10%-regluna, enda var hann góður og gegn framsóknar- ihaldsmaður. Skv. þessari frumlégu reglu, thyggir ríkið bændum f ullt verð fyrir mark- aðslausar og óseljanlegar afurðir, allt að 10% af heildarverðmæti landbúnaðarvara. Allra landbúnaðarvara, nota bene. Þar með talið hlunnindatekna, eins og af reka, æðar- dún, sel eða laxveiði. Og áfram skulu bændur hvattir til að framleiða og fjár- festa, án minnsta tillits til eftirspurnar eða þarfa neytenda. Ríkið borgar. Þetta hafa bændur talið að væri ást Framsóknar, Framsóknarkomma og Framsóknarihaldsmanna, í verki. En nú vottar fyrir því að eitthvað sé farið að trosna upp úr tilhugalífinu. Nú er talað um það í alvöru, að bændur verði að skera 50 þús, kannski 100 þús. f jár. Að visu á að bæta þeim tjónið með 10 milljóna rikisstyrk. ^ Árum saman hafa bændur haft á orði, að rétt væri að taka svokallaða hobbý- bændur út úr landbúnaðardæminu. Það eru menn eins og t.d. Seðlabankastjórar, vöru- bílstjórar, kennarar, verktakar og véla- menn, sem reka sauðfjárbúskap í tóm- stundum, sér til ánægju og yndisauka að þjóðlegum sið. Enginn vill amast við þeim í kaupstöðum nema blómaræktárkonur. En spurning er, hvort fyrst eigi að greiða þeim styrki til þess að stunda þessa íþrótt, og siðan bæta þeim skaðann, ef þeir þreytást á sportinu. / ' Bændur ætla, að ef svokallaður hobbý- bændur yrðu strikaðir út úr styrkjakerfis- dæminu, þyrftu engar útf lutningsbætur að greiða. En þáð merkilega er, að þetta er ekki fyrst og fremst mál bænda. Þetta er fyrst og fremst hagsmunamál þess harðsviraða bisness-kerfis, sem kenna má við SIS. Spurning: Hvenær fær bóndinn greiddar sínar útf lutningsbætur, þótt ekkert verð fá- ist á erlendum mörkuðum? Svar: Þegar SíS er búið að fá sitt. SIS geymir birgðirnar í frystihúsum sínum, og þiggur fyrir væna þóknun. SIS flytur þessa verðlausu gjafa- vöru útá SíSskipum, og tekur fyrir eðlilega þóknun. Birgðahald er dýrt. SíS leggur á sig birgðahaldið, sem veldur miklum kostnaði. Og hvert ganga svo greiðslurnar, þegar þetta smotterí er komið frá útlöndum og Alveg eins og Alþýðubandalagið leggur ofurást á láglaunafólkið, hefur Fram- sóknarf lokkurinn lagt ofurást á bændur — að eigin sögn. I heilagri ritningu er sagt að menn eigi að sýna trú sína í verk- unum. Alþýðubandalagið hefur nú riftað gerð- um kjarasamningum og svipt láglaunafólk sem aðra helmingi umsaminna launahækk- ana. Manni skilst að einungis ofurást Al- þýðubandalagsins á láglaunafólki hafi komið í veg fyrir, að kjaraskerðingin yrði ennþá meiri. „Maðurinn með rauða klút- inn”, en þannig uppnefnir gáfumanna- félagið i AB formann Verkamannasam- bandsins og Dagsbrúnar, Guðmund J. Guð- mundsson, hef ur af þessum sökum kosið að fara huldu höf ði og bera ekki ást sína á lág- launafólkinu á torg. Hann réttlætir gerðir flokks síns í einu orðinu, en fer síðan upp í Verkamannasamband og samþykkir þar ríkið hef ur greitt sitt. Það fer til ávöxtunar -í SÍS-bankanum. Landsbankinn iánar gjarnan ríkinu (leggur fram féð) en Sam- vinnubankinn sér um ávöxtun . Það er þess vegna ekki fyrr en geymslustöðvar og frystihús SíS, skipadeild SiS, banki SíS, vinnslustöðvar SÍS, og flutningastarfsemi SiS hefur fengið sitt, — sem loksins er komið að bóndanum. Mánuðum eða misser- um siðar. Og allir hafa þessir aðilar sitt á þurru —nema bóndinn. Hrökkvi útflutn- ingsbæturnar ekki fyrir áföllnum kostn- aði — þá bitnar það á bóndanum. Ást er fædd og alin blind. Svona lýsir hún sér í verki ofurást Framsóknar-SiS kerf isins á bændum landsins. Það er von að SiS-f lokkurinn taki ekki í mál að hrófla við svo hugvitsamlegu kerfi. Hvar á þá SiS að fá sitt rekstrarfé? Hvernig ætti SÍS þá að hafa efni á að kaupa upp heilu sjávar- plássin, Fáskrúðsfjörð, Suðureyri, Patró o.s.f rv. Bóndi er bústólpi, segja þeir hjá SiS, því skal hann virður vel — m.a.s. afgang- inum af útflutningsbótunum. ______ ,Rl. ályktun, þar sem segir að gerðir Alþýðu- bandalagsins séu „vítaverðar og stórhættu- legar". Þar segir ennfremur, að við lausn efnahagsvandans „verði þeir betur settu sóttir til ábyrgðar í stað þess að ráðast á lifskjör láglaunafólks". „Ráðast á lifskjör láglauna- fólks" — segir Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Dagsbrúnar, um tillögur Guðmundar J. Guðmundssonar, þingmanns Alþýðubandalagsins. Og Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamanna- sambandsins, segir „að laun verkaf ólks séu ekki orsök ef nahagsvandans, heldur — „óráðsia, röng fjárfesting og óstjórn" þeirrar ríkisstjórnar, sem nú á líf sitt m.a. undir atkvæði Guðmundar J. Guð- mundssonar alþingismanns. Þannig endaði það ástarævintýri „mannsins með rauða klútinn" með láglaunafólkinu sem upp- tendraðist árið 1978 Tilhugalífið er búið. — JBH Ast á rauðu Ijósi Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Vonarstræti 4 sími 25500 Sendíll óskast Starísmaður óskast til sendlastarfa, og aðstoðar á skrifstofu. Upplýsingar i sima 25500, hjá skrifstofustjóra. Umsóknarfrestur til 18. september n.k. Innritun i PRÓFADEILDIR verður i Mið- bæjarskóla þriðjud. 14. og miðvikud. 15. sept. kl. 17—21. Eftirtaldar deildir verða starfræktar: Aðfaranám fyrri hluti gagnfræðanáms. Fornám seinni hluti gagnfræðanáms og grunnskólapróf. Heilsugæslubraut 1. og 2. ár á framhald- skólastigi. Viðskiptadeild 1. og 2. ár á framhaldskóla- stigi. Hagnýt Verslunar- og skrifstofustarfa- deild FORSKÖLI SJÚKRALIÐA 1. og 2. ár. Námsfíokkar Reykjavíkur, Miðbæjarskólanum — Frikirkjuv. 1 simar: 12992 og 14106 Auglýsing Landsvirkjun mun næsta vetur auglýsa útboð i þriðja áfanga Kvislaveitna sem ljúka á 1983. Verkið er fólgið i hreinsun stiflugrunna, idælingu og stiflufyllingum. Ákveðið hefur veriö að kynna væntan- legum bjóðendum verkið, og verður i þvi tilefni efnt til skoðunarferðar inn að Kvislaveitum fimmtudaginn 16. septem- ber 1982. Lagt verður af stað frá skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, Reykjavik, kl. 08.00 Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Lands- virkjunar i siðasta lagi kl. 16.00 þriðjudag- inn 14.09. 1982 |p Borgarspítallnn Lausar stöður á Grensásdeild Tvær stöður hjúkrunarfræðinga. Vinnutimi 7.30—12.00 alla virka daga. Fjórar stöður sjúkraliða. Dag og kvöldvinna. Upplýsingar á skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra simi 81200. Reykjavik, 10. sept. 1982. Borgarspitalinn Prófkjör 1 almennar reglulegar kosningar skuli fara fram seinasta sunnu- dag í júni án tillits til þess, hve- nær aukakosningar (vegna stjórnarslita eða þingrofs) fóru siðast fram. Aðrir telja að ákvæði stjórnarskrár og kosn- ingalaga um 4ra ára kjörtimabil sé rikjandi. Fordæmi um þetta, allan lýðveldistimann, sýna að i þau þrjú skipti sem efnt hefur verið til haustkosninga, þá fóru almennar kosningar fram siðar i júnimánuði. Auk þess komu upp ýmis álitamál varðandi túlkun laga og reglugerðar Alþýðuflokksins um framkvæmd prófkjörs. Fyrst og fremst ræddu menn þó, hvort væri sigurstranglegra fyrir Alþýðuflokkinn, miðað viö rikjandi óvissu ástand, að efna til prófkjörs fyrir eða eftir ára- mót. Niðurstaða varð sú, að til- lögu fundarstjóra Geirs Gunn- laugssonar að fresta fundi til 30. september n.k. i siöasta lagi og nota timann þangað til, til frek- ari viðræðna og samráðs við forystumenn Alþýðuflokksins og talsmenn annarra kjör- dæma. Sameiginlegt 1 greiða þriðja aöilanum og það er þetta sem viö sjómenn erum svo mótfallnir. Kristján Ragnarsson hefur viljaö telja sig fulltrúa selj- enda og þar með okkar megin viö samningsboröið, en mér finnst eitthvað bogið viö heilindi hans þegar hann kemur i veg fyrir 20% fiskverðshækkun, eins og hann óvéfengjanlega gerði”, sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands Islands i sam- tali viö Alþýðublaðið i gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.