Alþýðublaðið - 13.10.1982, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.10.1982, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 13. október 1982 RITSTJORNARGREIN Stjórn og stjórnarandstaða Ritstjóri Tímans fær sérstök verðlaun fyrir vitlaus- asta leiðarann, sem birst hefur í tilefni þingsetning- ar. Þar kemst ritstjórinn að þeirri skarplegu nið- urstöðu, að það sé þingræðisleg skylda stjórnarandstöðunnar að samþykkja bráðabirgða- lög, sem hún er á móti. Ritstjórinn fær mínus merki 23 á örsted fyrir þessa vitlausu stílæfingu. Auðvitað ber stjórnarandstöðu engin skylda til að samþykkja lagafrumvörp, sem hún er efnislega andvíg. Að sjálfsögðu ber stjórnarliðum engin skylda til að samþykkja tillögur stjórnarand- stöðunnar, ef þeir telja sig andvíga þeim. Með ná- kvæmlega sama hætti ber stjórnarandstöðu engin skylda til að samþykkja vitlausar tillögur frá stefnu- Iausri ríkisstjórn. Það er svona einfalt. Forsætisráðherra gaf í ágústmánuði s.l. út bráðabirgðalög. Þau eru um tvennt: (1) Tilfærslu á nokkrum hundruðum milljóna úr launaumslögum fólks þann 1. des. n.k. og (2) skattahækkanir á almenning (vörugjald). Annað er ekki að finna í þessum lögum. Forsætisráðherra hafði ekki fyrir því að tryggja fyrirfram fylgi stjórnarliða við þessi bráðabirgðalög. Síðan hafa stjórnarliðar týnt töl- unni. Fyrrverandi stuðningsmenn stjórnarinnar hafa lýst andstöðu við bráðabirgðalögin. Stjórn- arandstaðan ber enga ábyrgð á því. Forsætisráðherra hefur hvorki virt Alþingi né stjórnarandstöðu viðlits í þessu máli. Hann hafði engan áhuga á því, að hafa samráð við stjórnar- andstöðu um lausn mála. Hvers vegna þá allt þetta írafár um ábyrgð stjórnarandstöðunnar?Ástæðan er einfaldlega sú, að Alþýðuband'.alagsmenn og sumir Framsóknarmenn eru að leita sér að tilefni til að flýja hið sökkvandi flak ríkisstjórnarinnar. Þeir eru í raun og veru á móti sínum eigin bráðabirgða- lögum. Viija fá þau felld og fá þar með tilefni til að flýja undan ábyrgð á lögunum. Þeir geta ekki einu sinni komið sér saman um hvar og hvenær þeim þóknast að leggja lögin fram. Þeir hikí. með öðrum orðum við að bera ábyrgð á sínum eigin bráða- birgðalögum. Spurningin er þess vegna ekki sú, hvort stjórnarandstaðan muni greiða atkvæði gegn sann- færingu sinni með bráðabirgðalögum, sem hún er andvíg. Spurningin er þvert á móti: Hvaða tillögur leggur stjórnarandstaðan fram sjálf til lausnar vandanum? Jón Baldvin Hannibalsson hefur í Dag- blaðsgrein nefnt nokkur dæmi um tillögur j afnaðar- manna: - „Rekstrargrundvöllur heimila“ með eina fyrir- vinnu á óyfirborguðu taxtakaupi, verði tryggður. - Spurning: Ætli formaður Dagsbrúnar, Guðmund- ur J. Guðmundsson, hafí döngun í sér og kjark til að fylgja slíkri tillögu? - Nýr vísitölugrundvöllur verði tekinn upp. - Ginnungargapið milli lánskjaravísitölu og margfalsaðrar kaupgjaldsvísitölu verði brúað. - Sparnaði vegna niðurskurðar og tilfærslna á fjárlögum verði varið til að hækka lán til húsbyggj- enda, lengja lánstíma og jafna greiðslubyrði. - Nýjum sparnaðaráformum, í tengslum við aukin lánsréttindi vegna húsnæðislána, verði komið á. - Þak verði sett á sjálfvirka útgjaldaaukningu fjárlaga. - Nýfjárfestingu verði beint frá hnignandi grein- um, sem engum arði skila (fískiskip, landbúnaður) í vaxtargreinar. - Bann verði sett við nýjum erlendum lántökum umfram erlendan kostnað arðbærra framkvæmda. - Utflutningsbætur vegna óseljanlegra landbúnaðarafurða verði afnumdar í áföngum.. - Tilteknum opinberum byggingum verði frestað. -Framkvæmdastofnun ríkisins verði lögð niður, fjárfestingarlánasjóðir verði sameinaðir og útlána- kjör samræmd. - Sjálfvirkt styrkjakerfí landbúnaðar verði skorið niður. - Aukin verði fjárfesting í stórvirkjunum og er- lent áhættufjármagn nýtt í orkufrekum iðnaði. etta eru aðeins nokkrir stólpar í stefnu jafnaðar- manna. Um leið er þetta svarið við spruningunni: Hvað vilja jafnaðarmenn í staðinn fyrir bráðabirgðaúrræði um kauprán og skattahækkanir, sem bráðabirgðalögin snúast um. Mælikvarðinn á nytsemi tillagna stjórnarand- stöðunnar á að vera: þær hamli gegn verðbólgu, jafni byrðunum vegna bakreikninga rányrkju- stefnunnar eftir efnum og ástæðum og búi í haginn fyrir varanlegri uppstokkun hagkerfisins. Alþýðuflokkurinn er að sjálfsögðu tilbúinn að leggja tillögur sínar undir dóm kjósenda í kosn- ingum. Flokksstarfid 41. flokksþing Alþýðuflokksins 41. flokksþing Alþýöuflokksins veröur haldiö dagana 5.-7. nóvember n.k. í Kristalssal Hótels Loftleiöa, Reykjavík. Dagskrá nánar auglýst síöar f.h. Alþýðuflokksins Kjartan Jóhannsson, formaöur Karl Steinar Guðnason ritari Framboðsfrestur vegna prófkjörs Alþýðuflokksins í Reykjavík Prófkjör um skipan fjögurra efstu sæta á framboðs- lista Alþýðuflokksins við næstu væntanlegar Alþingis- kosningar í Reykjavík fer fram dagana 27. og 28. nóvember 1982. Kjörgengi hafa þeir, sem fullnægja kjörgengisákvæð- um laga um kosningar til Alþingis, og hafa auk þess skrifleg meðmæli minnst 50 manna, sem flokks- bundnir eru í félögum Alþýðuflokksins í Reykjavík. Prófkjör er bindandi um skipan sætis á framboðslista, ef sá frambjóðandi, sem kjöri nær, hlýtur a.m. k. 20 af hundraði kjörfylgis Alþýðuflokksins í Reykjavík við síð- ustu Alþingiskosningar. Berist aðeins eitt löglegt f ram- boð í eitthvert sæti listans er sjálfkjörið í viðkomandi sæti. Kosningarétt hafa allir þeir, sem orðnir eru 18 ára og lögheimili eiga í Reykjavík, enda séu þeir ekki flokks- bundnir í öðrum stjórnmálaflokki. Framboðsfrestur rennur út kl. 24.00, laugardaginn 13. nóvember n.k.. Tillögur um framboð ber að senda formanni kjörstjórnar, Grétari G. Nikulássyni, á skrif- stofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8-10, Reykjavík. Reykjavík 11. október 1982 KJÖRSTJÓRN Prófkjör 4 prófkjör verður haldið um næstu mánaðamót eða hvort það bíður til vorsins. í Reykjancskjördæmi verður prófkjör um mánaðamótin janúar/febrúar og á Norðurlandi eystra í febrúar. Kjördæmisráðin á Austurlandi og Suðurlandi hafa enn ekki tekið ákvörðun um prófkjör. Reikna má með að sunnlenskir kratar taki þá ákvörðun á kjör- dæmisráðsfundi sem áætlaður er 22. október. Á Austurlandi er einnig stefnt í prófkjör og verður í þessaari viku tekin ákvörðun um kjördæmisráðsfund, þar sem línur munu skýrast. Tvo ungkrata vantar herbergi eða litla íbúð. Upplýsingar í síma 14906 kl. 9-5. Framboð til prófkjörs Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Vesturlandskjör- dæmi hefur ákveðið að auglýsa eftir framboðum í tvö efstu sæti á lista Alþýðuflokksins í Vesturlandskjör- dæmi við næstu Alþingiskosningar. Prófkjörið fer fram laugardaginn 27. nóvember næst- komandi. Kjörgengur til prófkjörsins er hver kosningabær mað- ur, sem hefur meðmæli 25 flokksbundinna Alþýðu- flokksmanna í kjördæminu. Frambjóðandi, sem býður sig fram í 1 .sæti listans skal einnig bjóða sig fram í 2. sæti listans. Niðurstöður prófkjörsins eru bindandi hljóti frambjóð- andi sem kjörinn er minnst 20% af kjörfylgi Alþýðu- flokksins í Vesturlandskjördæmi við síðustu Alþingis- kosningar. Berist aðeins eitt framboð til sætis á listanum er sjálf- kjörið í það sæti. Framboðsfrestur rennur út þann 6. nóvember næst- komandi. Framboðum skal skilað til formanns prófkjörsstjórnar Braga Níelssonar, Esjubraut 7, Akranesi. Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi. Framboðsfrestur vegna prófkjörs Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Norðuriandskjör- dæmi vestra, auglýsir hér með eftir framboðum um skipan 1. sætis á lista Alþýðuflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra, vegna n.k. Alþingiskosninga. Prófkjörið hefur verið ákveðið dagana 20.-21. nóvember n.k. Kjörgengi til prófkjörs vegna alþingiskosninga hafa þeir sem til þess hljóta meðmæli minnst 25 flokks- bundinna Alþýðuflokksmanna í Norðurlandskjördæmi vestra. Niðurstöður prófkjörs eru bindandi, hljóti sá frambjóð- andi sem kjörinn er minnst 20 af hundraði af kjörfylgi Alþýðuflokksins við síðustu sambærilegar kosningar. Berist aðeins eitt framboð er sjálfkjörið í sætið. Framboðsfrestur rennur út laugardaginn 30. okt. n.k. Framboðum sé skilað til formanns kjördæmisráðs Al- þýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra, Guð- . mundar Árnasonar, Aðalgötu 24, Siglufirði. 6. okt. 1982 Stjórn Kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.