Alþýðublaðið - 03.11.1982, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.11.1982, Blaðsíða 4
alþýðu 1 ■ rz 1 U L1 Miðvikudagur 3. nóvember 1982 (Jtgefandi: Alþýðuflokkurinn. F’ramkvæ'mdastjóri: JóhannesGuðmundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm. Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guðmundur Árni Stefánsson. Blaðamaður: Þráinn Hallgrfmsson. Gjaldkeri: Halidóra Jónsdóttir. ;)Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik, simi 81866. Áskriftarsiminn er 81866 Marianella Garcia Villas, formaður Mannréttindanefndar El Salvador: Þrefait fleiri manns- hvörf í El Salvador nú en fyrir kosningarnar Eftir kosningarnar í E1 Salvador, hefur verið allhljótt um þetta land í fjölmiðlum V-Evrópu. Ekki er það vegna þess að átökin í landinu hafi ekki haldið áfram, heldur fyrst og fremst vegna þess að frétta- flutningur frá landinu hefur stór- minnkað á síðustu mánuðum. Meðan E1 Salvador var í kastljósi fjölmiðla um víða veröld á síðasta ári, voru hundruð erlendra frétta- manna að störfum um allt land. Nú skipta þeir tugum. En morðin og 'kúgunin heldur áfram. Marianella García Villas, formaður Mann- réttindanefndar E1 Salvador segir í nýlegu viðtaii við blað sam- takanna, að mannshvörf séu nú þrisvar sinnum fleiri en fyrir kosn- ingar. Hún segir í eftirfarandi við- tali frá þróunmni síðustu mánuði. „Kosningarnar voru hluti af stefnu Bandarfkjamanna undir for- ystu Ronalds Reagan í Mið- Amerí- ku. Takmarkið var að fá lagalega viðurkenningu á herstjórnina. Ef ríkisstjórn væri komið á með lög- legum hætti, yrði litið á athafnir hennar jafnframt sem löglegar. Kosningarnar voru að mínu mati amerískt áróðursbragð. Þær sner- ust á engan hátt um mannréttindi. Það hefur komið í ljós síðar. Mannréttindamálum er verr komið nú en áður. M.a. eru nú notaðar aðrar aðferðir við aftökur.eins kon- ar fallöxi og flestir sem teknir eru af lífi með henni hafa áður verið pynt- aðir. Fjöldi horfinna manna og kvenna hefur þrefaldast. Þeir sem bera ábyrgð áþessueru öryggis- sveitir,herinn og hersveitir í tengsl um við stjórnarherinn. Hvaða áhrif hefur ný stjórn haft á flokk fyrri stjórnarherra, kristi- legra demókrata? Kristilegir demókratar töpuðu mestu í kosningunum. Þeir töpuðu meirihluta í stjórninni. Nú hafa þeir aðeins 24 sæti á stjórnlaga- þinginu, þrjá ráðherra og eiga þrið ja varaforseta þingsins auk nokk- urra bæjarstjóra. Völd þeirra í dag eru því frekar formleg en raunveruleg. Eftir því sem Duarte fyrrverandi forseti segir, þá hafa fleiri en 100 starfandi kristilegir demókratar verið myrtir eftir kosningarnar. Og ekki nóg með það. Fleiri en átján bæjarstjórar og flokksforingjar hafa verið myrtir. Kristilegir dem- ókratar eru fórn þeirrar eigin kúg- unar, sem þeir styðja með því að taka þátt í stjórn landsins. Um leið og þeir kvarta yfir mannréttinda- brotum þegar þeir tala í stjórnlaga- þinginu, skrifa þeir með hinni hendinni upp á tilskipanir gegn fólkinu. Þeir eru fórnardýr eigin kúgunar. Upp á síðkastið hafa birst smá- fréttir í blöðum, þar sem sagt er frá því að herinn í Hondúras aðstoði her E1 Salvador. Er þetta rétt? Jú, þetta er ekki neitt nýtt. Við höfum vitað þetta lengi, en þetta samstarf hefur farið vaxandi. Fyrir nokkru var gert samkomulag milli herjanna í E1 Salvador, Guatemala, Hondúras og ríkis- stjórnar Costa Ríca. (sem ekki hef- ur her en býr yfir bæði öryggis- sveitum og lögreglu)-Þetta sam- komulag gengur undir nafninu Un- idad Democratica Centroamerica (UDN). Miklu algengara er að her- inn í Hondúras fari inn í E1 Salva- dor en hið gagnstæða. Hvert er hlutverk Banda- ríkjanna í dag? Án hernaðaraðstoðar Banda- ríkjanna væri vonlaust fyrir stjórn- ina að halda ógninni uppi. Ríkis- stjórnin getur ekki starfað án beinnar ógnarstjórnar. Mennréttindanefnd E1 Salvador komst í sumar yfir skeyti sem undirritað var af þáverandi utan- ríkisráðherra Alexander Haig. í skeytinu er að finna beinar skipanir til sendiherra Bandaríkjanna í San Salvador, sem hann eigi að koma á framfæri við ríkisstjórnina. Farið var fram á að ríkisstjórn E1 Salva- dor ábyrgist aðgerðir á þremur sviðum, þ.e. þróun í lýðræðisátt, áætlun um jarðnæði fyrir bændur og átak í mannréttindamálum. Engin ríkisstjórn hefur rétt til að gefa annarri skipanir á þennan hátt. Þetta skeyti er bein sönnun fyrir því hvernig Bandaríkjamenn ráðskast með stjórnvöld í landinu. Hve margir „ráðgjafar“ eru nú í landinu? „Það veit enginn með vissu. Þeir gefa aldrei upp hve margir þeir eru. Þetta fer eftir því á hvaða upplýs- ingar maður reiðir sig. Við reynum ekki að finna þetta út. Einn daginn geta þeir sagt að ráðgjafar séu 50 en næsta dag eru þeir sagðir tveir. Ef ég ætti að slá á tölu mundi ég nefna 100-150. Þeir eru víða á stjái, í íbúðahverfum, hóíelum, í sendiráðinu, í jeppum í bæjum og víðar. A hvað leggur mannréttindancfndin mesta áherslu nú? Við breytum starfsemi okkar eftir því sem þróun miðar í E1 Salv- ador. Um þessar mundir reynum við að sýna fram á, að mannréttindi eru ekki betur tryggð í E1 Salvador en áður, ástandið er verra en fyrir kosningarnar. Fjöldi kvenna og barna eru drepin. Og þrisvar sinn- um fleiri hverfa nú en áður. Við verðum að koma þeirri skoðun á framfæri að forseti Bandaríkjanna fer með rangt mál, þegar hann segir að í E1 Salvador ríki nú friður Frh. á bls 3 nefndar El Salvador í heimsókn hér á landi Maríanella García Villas. Formaður Mannréttinda- nefndar EI Salvador, Marianella García ViIIas,er nú stödd hér á landi. Maríanella García Villas var á áttunda áratugnum þing- maður í flokki kristilegra dem- ókrata, en sagði sig úr flokknum árið 1977. Hún hefur frá stofnun Mannréttindanefndarinnar verið formaður hennar. Jafnframt er hún varaformaður Alþjóða mannréttindanefndarínnar í Par- ís. Mannréttindanefnd El Salva- dor hefur hlotið ýmsar viður- kenningar undir forystu Marian- ellu, þ.á m. hefur nefndin tvisvar á síðasta ári og þessu ári verið tilnefnd til friðarverðlauna Nó- bels. Maríanella García ViIIas mun hér ræða við ýmsa áhrifamenn, talsmenn stjórnmálaflokkanna auk þess sem hún mun sitja fund með þingttokki Alþýðuflokksins. Þá mun hún koma fram á fundi hjá Kvennaframboðinu og hitta að máli félaga úr El Salvador- nefndinni á íslandi. Nokkur verkalýðs- og starfsmannafélög verða sótt heim auk þess sem hún mun eiga viðtöl við biskupinn yfir íslandi og kaþólska biskupinn hér á landi. Einnig mun hún eiga sam- ræður við Amnesty Internat- ional. Maríanella er hér á vegunt E1 Salvador-nefndar Alþýðuflokks- ins og fulltrúa nefndarinnar hér á landi. DAGSKRA 41. FLOKKSÞINGS ALÞYÐUFLOKKSINS: FRIÐUR, FRELSI. FRAMTIÐ 7 Föstudagur 5. nóvember: Kl. 17.00 - Þingsetning í ís- lensku Óperunni (Gamla bíó), Reykjavík. - Dagskrá: „Frelsi, friður, framtíð“, í tali og tónum í umsjá FUJ, Reykjavík. - Einsöngur: Signý Sæmundsdóttir syngur við undirleik Guðrúnar Steinunn- ar Sigurðardóttur. - Ræða formanns Al- þýðuflokksins. Kl. 18.30 - HLÉ. Kl. 20.00 - I Kristalssal Hótels Loftleiða: - Kosning starfs- manna þingsins. - þingsköp afgreidd. Ávörp formanna S.Á. ogS.U.J. Skýrsla kjörbréfa- nefndar. Kosnar nefndir - skipað í starfshópa. • Skýrsla form. fram- kvæmdastjórnar. • Skýrsla gjaldkera Alþýðuflokksins. • Skýrsla ÁSS. Skýrsla minningar- sjóðs Jóns Baldvins- sonar. Skýrsla minningarsj. Magnúsar Bjarna- sonar. Skýrsla sveitastjórn- arráðs. Skýrsla Verka- lýðsmálanefndar. Skýrsla fræðsluráðs. Umræður um skýrslur. ■ Afgreiðsla. Laugardagur 6. nóvember: Kl. 09.00 - Almennar um- ræður. - Flutningur tillagna. Kl. 12.00 - HLÉ. Kl. 13.00 - Starfshópar: efnis- svið eru: a) stjórnmála- og atvinnumál. b) Utanríkismál. c) Mennta- og menningarmál. d) Félags- og kjara- mál. e) Alþýðuflokkur- inn og hagsmuna- samtök launþega. f) Auk þess verður kjörinn kjarni í allsherjarnefnd, sem starfar með sama hætti og hóparnir. Kl. 16.30 - Kosning svkv. 33. gr. A lið (Formaður, varaformaður, rit- ari, gjaldkeri og for- maður framkvæmda stjórnar). Sunnudagur 7. nóvember: Kl. 10.00 - Álit starfshópa. Af- greiðsla tillagna. - Kosning skv. 33. gr. B lið (sex fulltrúar f framkvæmdastjórn) fer fram samhliða þingstörfum milli kl. 13.00-15.00. - Kosning skv. 33. gr. C lið (þrjátíu fulltrú- ar í flokksstjórn án tillits til búsetu) fer fram samhliða þing- störfum milli kl. 15.30-17.30. - forsetar ákveða matar- og kaffihlé eftir aðstæðum. Kl. ca. 19.00 - Úrslit kosninga- Þingslit.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.