Alþýðublaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. desember 1982 3 Nýir titlar frá Almenna bókafélaginu Dalalíf Guðrúnar frá Lundi komið út í annað sinn með formála eft- ir Indriða G. Þorsteinsson. Almenna bókafélagið hefur sent frá sér skáldsögu Guðrúnar frá Lundi, Dalalíf, í annarri útgáfu. Dalalíf kom upphaflega út í fimm bindum á árunum 1946-1951, en í þessari nýju útgáfu verður sagan í þremur bindum og er sá hluti sög- unnar sem nú er kominn út tvö fyrstu bindi upphaflegu útgá- funnar. Dalalíf er fyrsta skáldsaga Guð- rúnar frá Lundi og gerði hana strax landskunna og meira en það - hún komst strax í hóp mest lesnu höf- unda þjóðarinnar. Indriði G. Þorsteinsson ritar for- mála fyrir þessari nýju útgáfu Dalalífs og segir þar m.a.: „Góðri list verður aðeins líkt við jarðargróðann, sem sprettur upp þar sem síst skyldi og glóir innan um misjafnt mannlíf, spyr ekki að prófum eða doktorsgráðum, en heldur sína leið til vaxtar og þroska, sem háður er innri og óskýrðum lögmálum. Þannig skýr- ingar vill maður gefa höfundarferli Guðrúnar Árnadóttur sem kenndi sig við Lund í Fljótum. Hún ritaði hátt á annan tug skáldsagna á síðari árum ævi sinnar, sumar í mörgum bindum, og má segja að hún hafi verið afkastamesti höfundur þjóð- armnar allt frá árinu 1946, þegar fyrsta bindi Dalalífs kom út, og þangað til ferlinum lauk með verk- inu Utan með sjó, sem kom út í þremur bindum árin 1970-72." í bókarkynningu Dalalífs segir m.a. „Sagan fjallar um íslenskt sveita- fólk fyrir um 100 árum, lífsbaráttu þess, ástir þess og afbrýði. Frá- sögnin er látlaus og spennandi, en mikilsverðastar eru þó aldarfars- og persónulýsingarnar. Skáldkon- an sýnir lesandanum ljóslifandi þennan gamla heim, sem nú er ger- samlega horfinn, fólk hans og fén- að, og gerir það með örlítið svalri kímni og af slíku hlutleysi að ó- venjulegl má kallast". Dalalíf I. er 526 bls. að stærð í Skírnisbroti. Bókin er unnin í Prentstofu G. Benediktssonar og Félagsbókbandinu. Boðið upp í dans Skáldsaga eftir Ólaf Orms- son Ut er komin ný skáldsaga eftir Ólaf Ormsson. Nefnist hún Boðið upp í dans og útgefandi er Al- menna bókafélagið. Bókin er kynnt þannig á bókarkápu: „Skáldsagan Boðið upp í dans er í senn alvörumikil og gáskafull Reykj avíkursaga. Hún gerist á tímabilinu 1949-75 og segir frá lífi Unnars Steingrímssonar til 34 ára Sambandsstjórnarfundur ASÍ: Hvetur til almennrar umræðu um skipulag samtakanna Sambandsstjórnarfundur ASÍ, haldinn 29. og 30. nóvember 1982, samþykkir með tilliti til á- Iyktunar 34. þings sambandsins um skipulagsmál, að fela mið- stjórn í samráði við skipulags- nefnd, að gangast fyrir umræðu um málið í öllum aðildarfélölgum landssambandanna og Alþýðu- sambandsins á árinu 1983.1 þess- um umræðum verði kynntar helstu hugmyndir, sem uppi eru um skipulag samtakanna. Þetta verði gert með sérstökum erind- rekstri. Niðurstöður þessarar umræðu verði síðan lagður fyrir sambandsstjórnarfund 1983. Frumvarp tölu, 2% ársvexti og verði jafn- greiðslulán (annuitet). Lánin skulu veitt gegn fasteigna- veði og skal hver sá einstaklingur, sem fengið hefur lánsvilyrði hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, eiga rétt á fullu láni enda komi til fullnægj- andi tryggingar. Heimilt er að veita lægra lán, ef Iánþegi óskar þess sér- staklega í umsókn sinni. Um framkvæmd þessa fer sam- kvæmt reglurn, er bankastjórn Seðlabankans setur að höfðu sam- ráði við stjórnir innlánsstofnana". í greinargerð með frumvarpinu segir: „Frumvarp þetta er svo til alveg samhljóða frumvarpi sem þing- menn Alþýðuflokksins í efri deild lögðu fram á síðasta löggjafar- þingi, en fékkst þá ekki afgreitt. Megintilgangur þess er að gefa íbúðabyggjendum og íbúðakaup- endum kost á langtímalánum í stað þeirra langtímalána sem tíðk- ast hafa á undanförnum árum. Með því er fólki gert kleift að fjár- magna íbúðabyggingar og íbúða- kaup með eðlilegri hætti en hingað til. Frumvarpið gerir ráð fyrir að iviðbótarlán þessi, að upphæð 300.000 kr., komi að verulegu leyti í stað ýmiss konar skammtímalána sent eru lánþegum afar óhagstæð vegna þungrar greiðslubyrðar. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fólk geti búið í góðu húsnæði og þurfi ekki að bera kvíðboga fyrir því að standa undir eðlilegum greiðslum af húsnæði sínu. Því fer fjarri að svo sé við núverandi að- stæður. Úr því verður að bæta. Sú aðstaða sem allur almenningur býr við í þessum efnum, er fyrir neðan allar hellur. Fólki er ætlað að mæta húsnæðisþörf sinni með skamm- tímalánum og vinnuþrtgldómi langt úr hófi fram". aldurs. Unnar er frá blautu barns- beini alinn upp í Stalínsdýrkun og pólitískri öfgatrú og mótar það mjög hegðun hans og sálarlíf. Hann á sín menntaskóla- og há- skólaár og þau einkennast af ást- armálum, drykkjuskap, skæru- hernaði Ungliðahreyfingarinnar og öðru slarki sem allt er framið í nafni hinnar pólitísku trúar. Loks kemur að því að grundvell- inum er kippt undan þessari trú Unnars sem allt líf hans hafði byggst á. Hað er þá til bragðs að taka? Ef til vill hlaupa í fangið á einhverjum öðrum öfgum sem bíða með útbreiddan faðminn." Boðið upp í dans er 256 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðjunni Odda. Brjóstagjöf og barnamatur eftir Sigrúnu Davíðsdóttur Út er komin iija Almenna bóka- félaginu bókin Brjóstagjöf og barnamatur eftir Sigrúnu Davíðs- dóttur höfund hinna vinsælu mat- reiðslubóka sem komið hafa út hjá sama forlagi, Matreiðslubók handa ungu fólki á öllum aldri og Matur sumar, vetur, vor og haust. Nafn bókarinnar gefur til kynna um hvað hún fjallar, en höfundur- inn segir í aðfaraorðum bókarinnar „Þegar ég hafði börnin mín á brjósti var ég svo heppin að hafa aðeins kynnst því hversu vel konu getur gengið að hafa barn á brjósti. í einfeldni minni hvarflaði því aldrei að mér, að þetta gæti reynst konum jafn erfitt og raun ber vitni. Og þó ýmislegt bjátaði á, reyndust alltaf vera til ráð. Eftir þennan indæla tíma langaði mig til að safna því saman sem helst er vert að hafa í huga við brjösta- gjöf og barnamat, til að stuðla að því að sem flestar konur geti notið brjóstagjafarinnar sem allra best og mest." Og ennfremur segir í inngangi: „Hér er ekki ætlunin að setja fram leiðarvísi um meðferð ungbarna, sem þið getið stuðst við umhugs- unarlaust. Hugmyndin er að hjálpa ykkur sem eruð með ung- börn á ykkar snærum, að skilja ykkur sjálfar og fá ykkur til að hug- íeiða ýmislegt í sambandi við nær- ingu þeirra." Hún er 132 bls. að stærð og unnin í Prentstofu G. Benediktssonar. Pappírskilja. Sjöttá innkaupakarfa Verðlagsstofnunár: Alyktun Sambandsstjórnar ASÍ um vinnuverndarmál: VINNUEFTIRLITINU VERÐI BÚIN VIÐUNANDI STARFSAÐSTAÐA Sambandsstjórnarfundur AI- þýðusambands íslands 29.-30. nóvember 1982 fagnar því átaki sem ráðist hefur verið í á vett- vangi samtakanna á árinu til þess að auka skilning á vinnuvernd armálum . og bæta starfsaðstöðu verkafólks. Sambandsstjórnarfundurinn Ieggur áherslu á að áfram verði unnið ötullega að úrbótum á þessu sviði jafnt á vegum sanitak- anna sem og þeirra opinberu aðila sem að málinu starfa. Sér- staklega áréttar sambandsstjórn- arfundurinn mikilvægi starfs Vinnueftirlits ríkisins og krefst þess af ríkisstjórn og Alþingi að stofnuninni sé búin viðunandi starfsaðstaða. Fundurinn lýsir furðu sinni á því að ekki skuli í fjárlagafrumvarpi farið að tillögu stjórnar Vinnueftirlitsins um fjárhagsáætlun næsta árs. Fjár- hagsáætlunin er sameiginlegt mat fulltrúa launafólks og atvinnu- rekenda á fjárþörf stofr.unarinn- ar og fjármögnunin er ekki á kostnað ríkissjóðs. Sambands- stjórnarfundurinn treystir því að Alþingi sjái sóma sinn í því að bæta hér úr. Tillaga fyrir flokksstjórn Alþýðuflokksins: Kratar í verkalýðs- hreyfingu beini spjót um sínum að fjand- samlegri ríkisstjórn Á flokksstjórnarfundi Alþýðu- flokksins á mánudag sl. var lögð fram tillaga þar sem hörmuð eru skrif verkalýðsleiðtoga Alþýðu- flokksins, þeirra Karvels Pálma- sonar, Karls Steinars Guðna- sonar, Guðríðar Elíasdóttur, Jóns Helgasonar og Þórunnar Valdimarsdóttur þann 1. desem- ber sl. í Alþýðublaðinu. Eins og kunnugt er gagnrýndu þau hart leiðaraskrif Alþýðublaðsins frá 27. nóvember sl. en í leiðaranum var deilt á slælega framgöngu Alþýðubandalagsforystunnar gagnvart þeim stöðugu kjara- skerðingum sem stjórnvöld hafa staðið fyrir á undanförnum mán- uðum. í tillögunni sem ekki náðist að ræða vegna tímaskorts á fundi flokksstjórnar á mánudag er tekið undir þær röksemdir í leiðara Alþýðublaðsins, að for- ysta Alþýðusambandsins hafi íátiðstjórnastaf flokkspólitískum hagsmunum framar hagsmunum hins almenna launamanns. Segir ennfremur í tillögunni, að skrif verkalýðsleiðtoganna veki furðu og eru alþýðuflokks- menn í verkalýðshreyfingunni hvattir til að berjast af alefli gegn hinni fjandsamlegu ríkisstjórn í stað þess að taka upp hanskann fyrir þá Ásmund Stefánsson og Björn Þórhallsson vegna rétt- mætrar gagnrýni á stefnu þeirra. Gert er ráð fyrir að þessi tillaga verði afgreidd á næsta fundi flokksstjórnar á laugardag. 27% VERÐMUNUR A NÝLENDU- VÖRU MILLI VERSLANA 21% VERDMUNUR A KJÖTVÖRU 1 MILLI VERSLANA Verðlagsstofnun hefur sent frá sér sjöttu innkaupakörfuna en hún sýnir annars vegar ársútgjöld meðalfjölskyldu vegna kaupa á kjötvöru cftir verslunum og hins vegar ársútgjöld meðalfjölskyld- unnar vegna kaupa á nýlenduvöru og fiski. Nær könnunin yfir 89 verslanir á höfuðborgarsvæðinu og athugað verð á 35 mat- og hreinlæt- isvöruflokkum. Ef niðurstöður eru dregnar saman, eru þessar helstar: Kjötvörur: 1. Verðmunur á heildarverði, þar sem það var lægst og hæst var 21.1% eða því sem næst 2.500 krónur. (Þess ber að gæta að verðuppt.akan var gerð fyrir hækk- un landbúnaðarafurða 1. des. sl.) 2. Lítill sem enginn verðmunur er á kjötvörum innan hverrar versl- unar ef keypt er í þeirri þyngdar- einingu, sem hér er miðað við, þ.e. 1 kg. 3. Ekki er verulegur munur á verði kjötvöru í hverfisverslunum og stórmörkuðum. Nýlenduvörur, fiskur og hreinlætisvörur: 1. Munur á heildarverði var mestur 26.8% á milli verslana, u.þ.b. 7.500 krónur. 2. Verðmunur innan verslunar, ef ávallt var miðað við ódýrasta vörumerki annars vegar en dýrasta hins vegar,varð allt að 36%. Þetta undirstrikar mikilvægi þess, sem áður hefur verið bent á, að meira er kleift að spara með verðsaman- burði innan verslana en með því að fara á milli verslana. 3. Stórmarkaðir eru að jafnaði ódýrari þó að einstaka hverfisversl- anir standi þeim jafnfætis. 4. í allmörgum tilvikum var of hátt verð á vörum. Einkum bar á þessu með súkkulaðikexið Prins Póló. Hámarksverð á því er 8.75 kr., en það var selt á allt að 12 krónur stykkið. Þess má geta, að miðað við leyfilega hámarksálagn- ingu má verð á litlu stykki af þessu súkkulaðikexi vera kr. 4.60. Þá bar nokkuð á því, að innflutt kaffi í neytendapakkningum væri of hátt verðlagt. Eins og í fyrri Innkaupakörfum verðlagsstofnunar er ekki lagt mat á þjónustu og vörugæði. í saman- tekt verðlagsstofnunar kemur fram að ársútgjöld meðalfjölskyldu fyrir kjötvöru voru af þessum verslun- um lægst í Kjötmiðstöðinni við Laugalæk og í Víði Starmýri. Hins vegar voru útgjöldin hvað nýlenduvörur snertir lægst í Hag- kaupum í Skeifunni, Hólagarði í Lóuhólum, Kostakaupi við Reykjavíkurveg og í stórmarkaði KRON við Skemmuveg í Kópa- vogi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.