Alþýðublaðið - 08.09.1983, Blaðsíða 4
alþýðu-
Lffrmrj
Fimmtudagur 8. september 1983
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson.
Blaðamenn: Þráinn Hallgrímsson og Friðrik Þór Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Helma Jóhannesdóttir
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavik, sími 81866.
Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn
er 81866
firlýsing 16. þings Alþjóðasambands jafnaðarmanna: Fyrri hluti
Kreppan verður ekki leyst í fund-
arherbergjum valdakjarnanna
„Þetta eru tímar mikils ótta og stórra vona. Ótta, því vöxtur kjarn-
orkuvopnakapphlaupsins ógnar tilvist plánetunnar Jarðar; Vona,
því vaxandi meðvitund um þann mesta hrylling hefur ýtt við tug
milljónum manna, sérstaklega hinum ungu, til að leita að heims-
friði í gegnum afvopnun“.
Þannig hefst aðalályktun þings Alþjóðasambands jafnaðar-
manna, sem haldið var í Albufeira í Portúgal daganna 7. — 10. apríl
síðastliðinn. „Manifesto og Albufeira" er úrlistun jafnaðarmanna
á vandamálum heimsins og á þeim lciðum sem þeir telja að færar
séu til lausnar. Þá er ekki bara átt við cfnahagsleg vandamál. For-
maður Manifestonefndar þingsins var að þessu sinni Thorvald
Stoltenberg,Norðmaðurinn góðkunni. „Þetta er spurning um hver
tekur ákvarðanir og hver stjórnar þróuninni — spurning um lýð-
ræði með öðrum orðum. Við jafnaðarmenn þykjumst ekki hafa
svarið, það er ekkert endanlegt svar til, en við vitum af lciðinni sem
verður að fara til að fá fram hin flóknu svör við kreppunni“, sagði
Thorvald i formála sínum við aðalályktunina. Hér fer á eftir úr-
dráttur úr henni, þ.e. fyrri hlutinn.
„Ótti, því versta efnahagskreppan
í hálfa öld hefur breikkað bilið á
milli ríkra og fátækra þjóða og
rænt yfir 40 milljón manna og
kvenna atvinnu sinni í Evrópu og
Norður-Ameríku; von, því skiln-
ingurinn vex á því, að framfara-
sinnuð lausn kreppunnar krefst
þess, innan þjóða og á alþjóðavett-
vangi, að þróunin færi fram lýð-
ræðislegri tök fólksins á þeim efna-
hagslegu ákvörðunum er móta líf
þess.
Von, að lokum vegna þess að við
skiljum það nú öll, að svörin við
bæði vígbúnaðarkapphlaupinu og
hinni efnahagslegu kreppu geta, og
verða, tvinnast saman. Afvopnun
getur losað bjargir til að stuðla að
framförum i þriðja heiminum og
þar með gert atvinnulausum í
Norðrinu kleift að færa fram
grundvöll lífsins, frekar en grund-
völl dauðans, fyrir Suðrið".
Lýðræðisleg jafnaðar-
stefna „þriðja aflið“
„...lýðræðisleg jafnaðarstefna er
ekki innihaldslaus draumur um
óframkvæmanlega framtíð. Það er
vilji og leið til að fást við
hernaðarlega og efnahagslega bylt-
ingu sem er að þróast. Markmið
Austurrískir jafnaöarmenn hafa sýnt það og sannaö að hægt er með lýðræðislegri
áætlanagerð er grundvallast á samvinnu og raunsæi, að kljást við efnahagslega
kreppu án þess að kalla fram eymd atvinnuleysis og aukins misréttis í þjóðfélaginu.
Á myndinni ræðast þeir við Fred Sinowatz, hinn nýi kanslari Austurríkis, og Bruno
Kreisky forveri hans.
Skuldabyrði fjölmargra þjóða þriðja heimsins nálgast að vera óbærileg. Hin erfiða staða ógnar þeim framförum sem þó
hafa náðst fram frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Mexíkó var aö gjaldþroti komið en nú er nokkuö farið að rofn
þar til. En Alþjóöasamband jafnaðarmanna telur að grípa verði til nýskipunar alþjóölegra efnahagsmála til aó raunveru-
legur árangur náist.
Hin lýðræðislega jafnaðarstefna er þriðja aflið og er raun-
hæfasti valkosturinn gegn öfgum til hægri og vinstri
hennar, eins og Willy Brandt komst
að orði 1976, er að vera þriðja aflið,
valkostur gegn kapítalisma og eins
flokka ríkiskommúnisma".
„Hreyfing okkar snýst og hefur
ávallt snúist um frelsið, um að frelsa
mannkynið frá hvers konar ein-
ræðisskipulagi, hvort sem það er
efnahagslegt vald, sem spillir og
veikir grundvöll stjórnmálalegs lýð-
ræðis, eða hreint og beint alræði,
hver sem stimpillinn annars er. En
hvernig er hægt að vinna út frá
þessum grundvallar kenningum á
tímum þegar jafnvel hinir bjartsýn-
ustu sjá fram á meira atvinnuleysi
og minni hagvöxt en dæmi eru fyrir
síðasta aldarfjórðunginn, þegar hin
þróuðustu af iðnríkjunum- standa
frammi fyrir hnignun og hin
fátækari meðal þeirra kljást við
hungur og skort og ekki síst, þegar
vöxtur kjarnorkuvígbúnaðarins
getur orsakað endalok mannkyns-
ins sjálfs?“
Hin alþjóðlega efnahags-
kreppa — samstæðar
lausnir
„Mikilvægasta verkefni nútímans
og næstu framtíðar, er að þróa sam-
stæðar lausnir á vandamálum þeim
sem stafa af hinni alþjóðlegu efna-
hagskreppu.
I hinum þróuðu hagkerfum
Vesturlanda hefur liðið áratugur
hnignandi hagvaxtar, óðaverð-
bólgu, vaxandi atvinnuleysis,
óstöðugrar fjármálastjórnar og
árangurslausra vangaveltna.
Við höfum séð að almenningur í
ríkjum kommúnismans hefur orðið
að greiða hræðilegt gjald fyrir mis-
tök ólýðræðislegrar áætlanagerðar.
En það er í þriðja heiminum sem
kreppan hefur haft mesta ofbeldið
í för með sér. Tölur yfir afkomu-
möguleika, fæðingardauða og
ólæsi sýna, að þrátt fyrir nokkrar
framfarir hefur enginn sigur unnist
í baráttunni við eymdina. Þessi þró-
un verður æ greinilegri nú í efna-
hagslegu umróti alþjóðlegra efna-
hagsmála. Minnkandi hagvöxtur í
iðnríkjunum hefur svipt þróunar-
löndiin mikilvægum mörkuð-
um. Fjárfestingar sem þegar hafa
verið gerðar hætta að vera arðbær-
ar. Vaxandi styrkleiki dollarans og
himinháir vextir setja þjóðir þriðja
heimsins í þá stöðu að geta ekki
staðið við þær skuldbindingar sem
fylgja því að fjármagna þessar fjár-
festingar. Fyrir meirihluta þessara
þjóðfélaga eyðuleggur þessi fjár-
hagsstaða þann ávinning sem kann
að hafa náðst í fortíðinni. Áhrif
kreppunnar koma fram í vaxandi
fjölda hungraðra í þriðja heimin-
um; við höfum atvinnuleysi í
Norðrinu, hungur og dauða í
Suðrinu.
Að lokum er svo hin pólitíska
vídd þessarar þróunar sem eyðilagt
Framh. á 2. síðu
Andlit níunda áratugarins, verkamenn sækja atvinnuleysisbætur sínar. Raunhæf
fjárfestingastefna getur skapað milljónum manna atvinnu, bæði í iðnríkjunum
og í þriðja heiminum.