Alþýðublaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 1
alþýöu blaöið i;i Fimmtudagur 2. febrúar 1984 23. tbl. 65. árg. Undirnefnd BSRB þœfir gagntilboð fjármálaráðherra Láglaunakrafait hef ur algjöran forgang Davíð borgar- stjóri hunsar skipulagslög Tekur verkefni úr höndum Borgarskipulags á þeim forsendum að starfsmenn þess voru ekki sammála honum. Málið snýst um 38 athugasemdir sem bárust frá íbúum Skúlagötu- svæðisins við skipulag svæðisins, en það var Borgarverkfræðingur sem auglýsti eftir tillögunum að tilstuðlan Davíðs Oddssonar, þó formlega hafi það verið hlutverk skipulagsnefndar. Lagði Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar fram fyrirspurn til borgarstjóra af þessum sökum og svaraði Davíð því til að „auglýs- ing á breytingu á aðalskipulagi er í verkahring borgarstjóra, og þeirra, sem hann felur að annast hanaí' Segir hann Borgarskipulag og starfsmenn þess hafa tekið „ein- dregna hlutdræga afstöðu í málinu, sem lengra gekk en innan embættis- skyldu þeirra rúmaðist" Hér reynir Davíð af veikum mætti að verja yfirgang sinn með Framhald á 3. síðu Undirnefnd samninganefndar Bandalags starfsmanna ríkis og bœja fer yfir gagntilboð ríkisins við kröfum BSRB. — segir Kristján Thorlacíus. Vill ekki spá um framhald við- rœðnanna Létt var yfir mönnum þegar við- ræðunefnd BSRB og ríkisins hittust hjá ríkissáttasemjara í gær. Heldur þyngdist þó á mönnum brúnin, þegar tekið var til að ræða sumning- ana og gagntilboð ríkisins við kröf- um BSRB. Kristján Thorlacíus, formaður samninganefndar BSRB sagðist Kristján Thorlacíus ekkert þora að spá um framhald viðræðanna. Kröfum BSRB væri algjörlega í hóf stillt. Kröfugerðin tæki fullt tillit til ástandsins í þjóð- félaginu, m.a. í atvinnumálum. Kristján sagði að samninganefnd BSRB hefði í viðræðunum lagt höfuðáherslu á 15 þúsund króna lágmarkslaun handa þeim lægst- launuðu eða jafngildi þess. Þeir væru einnig tilbúnir að meta önnur atriði inn í þessa mynd, t.d. lækkun skatta. Skattleysismörk á útsvari og tekjuskatti yrðu þá hækkuð. Einnig kæmi neikvæður tekjuskattur til greina. Þá sagði Kristjá að viðræðu- nefndin hefði gert kröfu um kaup- Framha'.d á 3. síðu Sigurður E. Guðmundsson, borgarfulltrúi: Davíð Oddsson hefur enn á ný opinberað yfirgang sinn og vald- níðslu í embætti sínu sem borgar- stjóri. Þrátt fyrir skýr ákvæði í skipulagslögum, þar sem kveðið er á um að Skipulagsnefnd annist í umboði borgarráðs framlagningu og auglýsingu skipulagstillagna er henni berast, og hlutist til um breyt- ingar eftir því sem hún telur þörf á, er Davíð á öðru máli og telur þetta sitt verkefni. Hvað sem í skipulags- lögum segir. Borgin láti kjara- málin til sín taka „Þessi tillaga fulltrúa Alþýðu- flokksins og Kvennaframboðsins, þar sem farið er fram á að borgar- stjórn samþykki að beina því til Lárus Jónsson ráðinn bankastjóri Búnaðarbankans? Málið á viðkvæmu launamálanefndar að lögð verði áhersla á kröfur láglaunafólks og laun kvenna í samningum við Starfsmannafélag borgarinnar er með meiru lögð fram þar sem við teljum viðeigandi nú að stærsta sveitarfélagið láti kjaramálin til sín taka“ sagði Sigurður E. Guð- mundsson, borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins í samtali við Alþýðublað- ið í gær. „Ég fagna því sérstaklega að Al- þýðuflokkurinn og Kvennafram- boðið hafi komið sér saman um þetta mikilvæga mál, en það gildir jafnt um báða þessa flokka að þeir eiga ekki aðild að launamálaráði. Auk þess sem ég nefndi að við teljum viðeigandi að stærsta sveit- arfélag landsins taki þessi mál fyrir, nú þegar samningamál eru í deigl- unni, vil ég einnig nefna, að þetta er gott tækifæri til að borgarstjórn geri sitt ítrasta til að stuðla að því að láglaunafólk og konur fái þær Ieið- réttingar sem þessir hópar eiga skil- ið. Ef borgarstjórn ber gæfu til að samþykkja þessa tillögu, fælist í því ótvíræð yfirlýsing er ná myndi langt út fyrir sinn eiginlega ramma. Ég vona að þetta verði samþykkt í einu hljóði, ég bendi á að leiðtogar allra flokka hafa iýst því yfir hversu brýn þessi mál eru, t.d. þeir Þor- steinn Pálsson og Steingrímur Her- mannsson" sagði Sigurður. Sigurður E. Guðmundsson Ihaldið leggur land undir fót: stigi núna Þorsteinn og Frið- „Málið er á viðkvæmu stigi,“ segir Lárus Jónsson alþingismað- ur, þegar hann var spurður um meðferð umsóknar hans á banka- stjórastöðu þeirri í Búnaðarbank- anum, sem losnaði við lát Magnúsar Jónssonar. Þrátt fyrir tregðu Lárusar að tjá sig um þetta mál er það altalað að Lárus muni hreppa hnossið. Sá bögguli fylgir þó skammrifi, að Lárus mun þurfa að segja af sér þingmennsku fái hann stöðuna, þvi það mun vera regla í Sjálf- stæðisflokknun, að menn geti ekki gegnt viðamiklum embætt- um innan bankakerfisins og verið þingmenn að auki. Talið er að gengið verði frá þessari stöðuveit- ingu bráðlega, jafnvel fyrir helgi. mm rik á faraldsfæti Sjálfstæðisflokksmenn hyggjast nú leggja land undir fót og efna til almennra stjórnmálafunda um allt land á næstu vikum. Formaður flokksins, Þorsteinn Pálsson og varaformaður, Friðrik Sóphusson, munu mæta á alla fundina, en með þeim munu síðan mæta minni spá- menn eftir hentugleika. Fundarherferðin, sem raunar er hafin byrjaði á Egilsstöðum á mánudag. Næsti fundur er á Akureyri 11. febrúar. Sá verður hins vegar öllu meiri í sniðum, en aðrir á þessari hringferð, því þá helgi fá Akureyringar alla þingmenn Sjálf- stæðisflokksins í heimsókn og munu allir ráðherrar flokksins sitja fyrir svörum á opnum fundi þar í bæ ásamt formanni og varafor- manni. Sjálfstæðisflokkurinn hyggst því mála Akureyrarbæ bláan um aðra helgi, enda vart vanþörf á eftir lýs- ingum Þjóðviljans að dæma, eftir reisu Svavars Gestssonar og félaga þar á dögunum. Ekkert sérheiti mun vera á þess- um fundum sjálfstæðismanna í kjördæmum landsins, eins og var þegar Steingrímur blússaði um landið í Blazernum og spurði fólk, hvað rikisstjórnin væri að gera fyrir það; og fékk ekki svör sem honum líkaði. Sjálfstæðisflokkurinn gæti t.a.m. nefnt fundarherferðina. „Við förum sem eldur um landið og eyðum öllu sem fyrir er‘— eða „Verðbóguna í rúst og velferðina líka“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.