Alþýðublaðið - 16.02.1984, Side 2
2
Fimmtudagur 16. febrúar 1984
RITSTJÓRNARGREIN
Sólumaður ríkiseigna
öölustarfsemi fjármálaraöherra á ríkisfyrir-
tækjum og hlutabréfum ríkisins í ýmsum
hlutafélögum hefur tekið á sig hinar furöuleg-
ustu myndir. Fyrir það fyrsta hefur fjármálaráð-
herraengaheimild til að seljaeignir ríkisins án
þess að heimild og staðfesting Alþingis liggi
fyrir. Um þetta atriði hefur fjármálaráðherra
ekki hirt og látið eins og hann sé með eigin
eignir á uppboði, en ekki sameignir allrar þjóð-
arinnar. v.
í annan stað hefur fjármálaráðherra staðið
þannig að þessari sölustarfsemi að með
ólíkindum má telja. Eiður Guðnason alþingis-
maöur vakti athygli á hinum furðulegu viö-
skiptaháttum, sem Albert Guðmundsson hefði
viðhaft. Tiltók Eiður sérstaklega sölu hluta-
bréfa ríkisins i Eimskipafélagi íslands. I því
máli væri ekki annað að sjá, en fjármálaráð-
herra hefði brotið öll lögmál venjulegra við-
skiptahátta. Ekki hefði legið Ijóst fyrir hvort til-
boðin í hiutabréfin hefðu verið þrjú eða fjögur,
og i annan stað væri það brot á almennum regl-
um undir þessum kringumstæðum, þegar til-
boó væru opnuð jafnóðum og þau bærust.
Vinnubrögð fjármálaráðherra í þessu máli
eru með öllu óskiljanleg. Hann er að bjóða
heim grunsemdum um spillingu og siðleysi í
ráðuneytinu. Það er svo enn furðulegra að ráð-
herra reyni að standa á þessu endemis verklagi
og mæla því bót.
En það er með þetta verkefni eins og fleiri á
könnu fjármálaráðherra; hátt er galað fyrir-
fram, en framkvæmdir fara einatt úr skorðum.
Það er mikið kappið í fjármálaráðherra í
þeirri baráttu sinni að „afsósíalisera" þjóðfé-
lagið okkar. Miklu minna fer fyrir forsjá í þeim
efnum; fyrirhyggjan engin.
En kannski. er ástæðan fyrir æðibunugangi
fjármálaráðherra sú, að tfminn sé að hlaupa frá
honum. Úrskurður í hundamálinu fræga er
mjög sennilega innan seilingar og ef eitthvað
markertakandi áyfirlýsingum ráðherra, þámá
vænta þess að hann flýi þá land með hund og
hafurtask.
- GÁS.
Forsetakosningarnar
Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands hefur
lýst þvf yfir, að hún muni gefakost ásértil end-
urkjörs í embætti forseta, en fjögurra ára kjör-
tímabil forseta rennur út í sumar.
Það liggur ekki fyrir hvort fleiri verða í fram-
boði til forsetaembættisins. Ef Vigdís verður
ein í framboði fara kosningar ekki fram; hún
verður sjálfkjörin. Það er ekki æskilegur fram-
gangsmáti.
Það getaallirverið um það sammálaað Vigdís
Finnbogadóttir hefurgegnt forsetaembættinu
meö sóma. Það breytir þó vafalaust ekki hinu,
að ekki eru allir jafnánægðir með störf forset-
ans. Það er eins og gengur í lýðræðisþjóðfé-
lagi. Þess vegna er undir öllum kringumstæð-
um æskilegt og nauðsyniegt að kosningar fari
fram þar sem kjósendum gefst kostur á að lýsa
áliti sfnu og fleiri en einn frambjóðandi verði f
kjöri. Slfkt myndi veratil stuðnings lýðræðinu
í landinu og einnig til styrktar Vigdísi Finn-
bogadóttur í starfi næstu ár, ef hún hlyti endur-
kjör, sem líklegt verður að teljast, þótt illmögu-
legt sé auðvitað að slá nokkru föstu þar um.
- GÁS.
Auglýsing
frá kvikmyndaeftirliti ríkis-
ins tii allra þeirra er
framleiða, flytja inn, dreifa
eda sýna kvikmyndir
Samkvæmt lögum nr. 33/1983 um bann við of-
beldiskvikmyndum og reglugerð nr. 800 frá 21.
des. 1983 er hafin skoðun og merking allra mynd-
banda sem ætluð eru til dreifingar og opinberra
sýninga.
Menntamálaráðuneytið hefur sent frá sér dreifi-
bréf til þeirra aðila sem hafa með höndum útleigu
á myndböndum og það hefur upplýsingar um.
Með auglýsingu þessari eru allir þeir sem hafa
með höndum útleigu á myndböndum en ekki hafa
fengið umrætt dreifibréf, beðnirað hafasamband
við Menntamálaráðuneytið, Hverfisgötu 6, 101
Reykjavík, sími 25000 (91) og leita nánari upp-
lýsinga um framkvæmd ofangreindra laga og
reglugerða.
Menntamálaráðuneytið
10. 2. 1984.
Laus staða
i Staða sérfræðings (fisksjúkdómum við Tilraunastöð Háskól-
ans I meinafræðum, Keldum, er laus til umsóknar. Umsóknar-
frestur er til 1. aprfl 1984.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rfkisins.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega
skýrslu um vfsindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmfðar og'
rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með umsókninni
skulu send eintök af vfsindalegum ritum og ritgerðum um-
sækjenda, þrentuðum og óprentuöum.
Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis-
götu 6, 101 Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið,
8. febrúar 1984.
Blaðberar óskast strax
Njarðargötu, Skólavörðustíg og Þórs-
götu. Gullteig, Borgartún, Otrateig og
Sundlaugaveg. Dalbraut, Laugarásveg og
Sporðagrunn. Ægissíðu og Sörlaskjól.
alþýðu-
blaöið
Tillaga Karls Steinars, Kjartans Jóhannssonar
og Stefáns Benediktssonar:_
Fríiðnaðarsvæði
við Kefla-
víkurflugvöll
35 stunda 4
lof sitt hefur hann sjaldan meir en
tvær vikur af afslappelsi að hlakka
til. 3 vikur í allra mesta lagi. Örfáir
búa við 5 vikur, en þá hafa þeir
gjarnan unnið hjá sama fyrirtæk-
inu í yfir 20 ár.
Hins vegar getur sænskur kollegi
hans t.d. eytt 14 dögum heima hjá
sér, 14 dögum á Mallorca, enn 14
dögum í ferðalag um Norður-Sví-
þjóð ogjafnvelenn 14 dögum í sigl-
ingar um skerjagarðana. Greitt er
fyrir 5—8 vikna orlof í Svíþjóð.
Krafan um almenna 35 stunda
vinnuviku kom fyrst fram á vett-
vangi Evrópusamtaka verkalýðsfé-
laga árið 1979 og síðan hafa flest
Alþýðusambönd gert þessa kröfu
að sinni. Hefur hún reyndar gengið
fram í nokkrum löndum í einstök-
um atvinnugreinum. Ákvörðun um
slíkt er ekki í höndum sömu aðil-
anna eftir löndum. Stundum er það
löggjafinn sem tekur slíka ákvörð-
un, annars eru það eingöngu aðilar
vinnumarkaðarins. Þróunin er mis-
hröð eftir löndum og landssvæð-
um.
í Hollandi, V-Þýskalandi, Ítalíu
og írlandi hefur löggjafinn sett
hámark við 48 stunda vinnuviku,
en samningar hafa haft í för með
sér styttri vinnutíma. í Hollandi, V-
Þýskalandi og Danmörku er vinnu-
vikan 40 stundir, en á Ítalíu 36—40
stundir og á írlandi 35—40 stundir.
í Sviss segir löggjöfin 45 stundir en
samningar 40—45 stundir. Og í
samningum hafa ýmsar stéttir náð
fram talsverðri styttingu á dag-
vinnuvikunni, eins og hafnarverka-
menn í Belgíu, 35 stundir (1981), en
í námuiðnaðinum er vinnuvikan
einungis 30 stundir.
í grein Aktuelt um vinnustundir
eftir löndum er minnst á íslandi í
þessu sambandi:
„Eitt er hvað löggjöf og samning-
ar segja. Nokkuð annað er hvað
fólk stritar mikið viku eftir viku.
Því um leið og danskir á vinnu-
markaðinum unnu að meðaltali 33
stunda vinnuviku árið 1980, var ís-
lendingur að jafnaði heilar 51
stundir í vinnunni, Svisslendingar
tæplega 43 stundir, V-Þjóðverji 41.6
stundir, en í Noregi, þar sem hluta-
störf eru algeng, var vinnuvikan að
jafnaði um 31 stundirý
Lagt hefur verið fram í sam-
einuðu þingi tillaga til þingsálykt-
unar um fríiðnaðarsvæði við Kefla-
víkurflugvöll. Fyrstu flutningsmað-
ur tillögunnar er Karl Steinar
Guðnason, en meðflutningsmenn
Kjartan Jóhannsson og Stefán
Benediktsson.
Tillagan hefur verið flutt á und-
anförnum þingum en ekki fengist
útrædd. Gerir tillagan ráð fyrir því
að Framkvæmdastofnun geri at-
hugun á hagkvæmni þess að koma
á fót fríiðnaðarsvæði við Kefla-
víkurflugvöll, í ljósi þess meðal
annars að horfur í atvinnumálum
Suðurnesja, sérstaklega í sjávarút-
vegi og almennt í undirstöðuat-
vinnugreinum þar eru ekki sem
skyldi.
í greinargerð með tillögunni er
meðal annars fjallað um ávinning
af slíku fríiðnaðarsvæði og segir:
„Með því að setja á stofn fríiðn-
aðarsvæði er verið að hvetja til
stofnunar atvinnurekstrar sem að
öðrum kosti væri vart mögulegur
— eða hagkvæmur — í landinu.
Þeir, sem helst virðast munu hafa
áhuga á aðstöðu og rekstri á fríiðn-
aðarsvæði á Keflavíkurflugvelli,
eru aðilar á eftirtöldum vettvangi:
a) Japönsk og bandarísk fyrirtæki
gætu séð sér hag í því að reka
samsetningarverksmiðju hér
vegna nálægðar við Evrópu-
markað og vegna þess tollfrelsis
sem þau nytu gagnvart inn-
flutningi til landa EFTA og
Efnahagsbandalagsins.
b) Sérhæfð alþjóðleg fyrirtæki
gætu séð sér hag í því að reka
vörugeymslur á Keflavíkurflug-
velli vegna hagstæðrar legu hans
mitt á milli Evrópu og Norður-
Ameríku.
c) Ekkert fríiðnaðarsvæði í heim-
inum, svo vitað sé, getur boðið
upp á jarðhita, en hann má nýta
á ýmsa vegu í iðnaði. Einnig
gæti reynst hagkvæmt að nýta
hann til eldis á verðmætum
krabbadýrum, t.d. humri og
rækju, fiskum og e.t.v. til kjúkl-
ingaeldis í stórum stíl. Tollfrelsi
á fóðri mundi e.t.v. hafa mjög
hvetjandi áhrif áslíka starfsemi.
d) Einn möguleiki enn er að kjöt-
vinnslufyrirtæki kaupi dilka-
kjöt og njóti útflutningsbóta á
kjötinu eins og aðrir útflytjend-
ur. Bæði í Færeyjum og á Ný-
fundnalandi er markaður fyrir
unnar kjötvörur sem íslensk
kjötvinnslufyrirtæki gætu
hugsanlega komist inn á. Ekki
er þó víst að fríiðnaðarsvæði
þurfi til þess að framkvæma
þessa hugmynd.
e) Þá eru ýmsir möguleikar fyrir
hendi í rafeindaiðnaði sem er
tengdur sjávarútvegi.og nýtingu
annarra auðlinda á hafi úti. Ef
tækniþekking er fyrir hendi má
þróa upp ný tæki á þessu sviði
vegna þeirrar reynslu og verk-
þekkingar sem fyrir hendi er í
fiskvinnslu og sjómennsku.
Eins og áður er drepið á virðast
framtíðarmöguleikar atvinnulífs á
Suðurnesjum að mestu bundnir við
iðnað. Hins vegar er lítil reynsla og
tækniþekking í iðnaði fyrir hendi á
svæðinu. Ekki er vafi á því að stofn-
un fríiðnaðarsvæðis mundi bæta
þar verulega úr auk þess sem fjöl-
breytni á atvinnuvali mundi aukast.
Þá gæti samstarf sveitarfélaga á
Suðurnesjum og ríkisins um stofn-
un fríiðnaðarsvæðis síðar meir leitt
til stofnunar þróunarfélags at-
vinnulífs á Suðurnesjum öllum;1