Alþýðublaðið - 16.02.1984, Síða 3

Alþýðublaðið - 16.02.1984, Síða 3
Fimmtudagur 16. febrúar 1984 3, Hvers vegna 4 hann sé sannfærður um, Isfilm h.f. geti opnað stórskostlega möguleika fyrir samkeppnis- aðila sína? Hvaða nauðsyn bar tii hinnar miklu leyndar, sem hvíldi mánuðum saman yfir samning- um borgarstjórnarmeirihlutans um ísfilm h.f.? Við hvað er átt með þeim um- mælum, sem höfð eru eftir borgarstjóra og forseta borgar- stjórnar, að Isfilm h.f. muni veita Ríkisútvarpinu sam- keppni? Borgin lýsi 1 Kjararannsóknarnefnd hefur ný- lega birt niðurstöður láglaunarann- sóknar, sem tekur m.a. til ofan- greindra félaga. niðurstöður henn- ar sýna m.a., að laun fólks innan þeirra eru hin lægstu í landinu og nægja hvergi nærri til brýnustu framfærsluþarfa. Það er því ljóst, að launamáj þeirra starfshópa, sem vinna hjá borginni, en eiga aðild að áðurnefndum verkalýðsfélögum, eru algj.örlega óviðunandi og brýnt, að þessir hópar fái umtalsverðar kjarabætur. jafnljóst er hitt, að launamismunur kynjanna er svip- aður innan þessara hópa og meðal félagsmanna í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Með vísan til þessa lýsir borgar- stjórn þeim vilja sínum, að í kom- andi kjarasamningum verði megin- áhersla lögð á, að. a. Stórbæta kjör hinna lægst- launuðu. b. Búa svo um hnútana, að meðallaun kvenna og karla verði hin sömu. Bragi 1 hjá Sameinuðu þjóðunum. Eg veit um enga aðra aðila en okkur og ráðuneytið. Utanríkisráðherra segir að skýrslan hafi verið fjölrit- uð á sínum tíma, en ég veit ekki hver hefur átt að gera þaðþ sagði Bragi. Könnun á verðmyndun raforku Allsherjarnefnd Alþingis hefur skilað frá sér nefndaráliti um til- lögu Eiðs Guðnasonar og fleiri um könnun á orsökum hins háa raf- orkuverðs til almennings á íslandi. Varð nefndin sammála um að mæla með samþykkt tillögunnar, en lagði til að tillagan breyttist svo að einnig yrði kannaðar gaumgæfi- lega orsakir verðmyndunar á raf- orku til almenns atvinnurekstrar auk þess að gera samanburð á verð- myndun á raforku hérlendis og í ná- lægum löndum. Stuttbuxnadeild íhaldsins: Avaxtajógúrt lœkkar um 10,6% Léttjógúrt í fernum á Yfirlýsingar Sverris og Steingríms hættulegar markaðinn Hcimdallur, ungliðafélag íhalds- flokksins íslenska, samþykkti á stjórnarfundi nýlega ályktun þar sem eindreginn stuðningur kemur Þá segir stjórn Heimdallar að það hafi verið rangt að gefa eftir þegar hægri stjórnin hafði náð ár- angri 1975—1977. Þau ár var verð- bólgan lækkuð með einhliða kaup- máttarskerðingu eins og nú, jafnvel þó þjóðartekjur hafi aukist. Enda biðu stjórnarflokkarnir þáverandi afhroð í næstu kosningum, eins og segir í ályktun Heimdellinga. Segir í ályktuninni að yfirlýsing- ar Sverris Hermannssonar og Stein- gríms Hermannssonar um að svig- rúm væri til að slaka á i baráttunni við verðbólguna (og verkalýðinn — innsk. Abl.) væru þýðingarlausar og hættulegar og veiktu traust al- mennings á ríkisstjórninni. Segir að slíkum ráðherrum verði refsað fyrir eftirgjöf og undanlátssemi. Ekki segir í ályktuninni hvort það verði Heimdallur eða einhverjir aðrir sem sjá um að refsa slíkum ráðherr- um. Nýlega tók gildi 10.6% verð- lækkun á ávaxtajógúrt frá Mjólk- urbúi Flóamanna, en fjármála- ráóuneytið hefur fellt niður toll og vörugjald af ávöxtuin, sem notaðir eru í jógúrt, til samræmis við niður- fellingu aðflutningsgjalda af ávöxt- um til grautarframleiðslu. Kostar nú 180 gramma jógúrt box 13.50 krónur, en 500 gramma box 29.90 kr. Samtímis koma á markað tvær nýjar tegundir af jógúrt, svokölluð léttjógúrt, önnur með trefjum en hin með rababara. Fjölmargir óska eftir léttara, orkurýrara fæði, en léttjógúrtin hefur minni fitu, nteira prótein og minna af sykruðum á- vöxtum. Þá er orðið við óskum þeirra, sem vilja fá jógúrt á fernunt. Þeir eru þó beðnir velvirðingar á þvi að fyrst um sinn eru notaðir óáprentaðar umbúðir með álímd- um miða. Léttjógúrtin verður ódýrari eða kr. 26.00 hver 500 gr. ferna. Sovétríkin kaupa 20 þúsund síldartunnur til viðbótar: Hafa keypt fyrir 600 milljónir Þeim verður refsat fyrir undanlátsemi fram við þá stefnu Alberts Guð- mundssonar og Þorsteins Pálssonar að verkafólk eigi að fá sem allra minnstu launahækkanir í yfir- standandi samningum. Það væri ábyrgðarleysi að láta „óraunhæfa" samninga hleypa af stað nýrri verð- bólguskriðu. Undirfitaður hefur verið í Reykjavík viðbótarsamningur um sölu á 20.000 tunnum af saitaðri Suðurlandssíld til Sovétríkjanna, þannig að heildarsalan á saltsíld þangaö, framleiddri á nýafstaðinni vertíð, nemur samtals 180.000 tunn- um að verðmæti um 20 milljónir bandaríkjadollara eða um 600 milljónir íslenskra króna. Þetta eru stærstu samningar, sem nokkru sinni hafa verið gerðir um sölu á saltaðri Suðurlandssíld. Viðræðurnar um viðbótar- magnið hafa staðið yfir all lengi og tókst að lokum samkomulag um ó- breytt söluverð á öllum þeim teg- undum, sem tilgreindar eru í samn- ingnum og er söluverðið áfram í bandarískum dollurum. Vegna erfiðleika, sem á því urðu hjá síldarflotanum að losna við afl- ann eftir að saltað hafði verið upp í alla gerða sölusamninga, tóku ýmsir framleiðendur þá áhættu að léttsalta nokkurt magn af smásíld, sem illa gekk að losna við í fryst- ingu sökum sölutregðu. Auk þess voru um 7.000 tunnur saltaðar á síðustu dögum vertíðarinnar eftir að fréttir bárust um að grundvöllur hefði fengist fyrir viðræðum um viðbótarsölu til Sovétríkjanna. Með hinum nýja viðbótarsamningi er öll þessi síld nú seld. Eins og áður hefir komið fram í fréttum hafa Sovétmenn síðustu ár- in sett það sem skilyrði fyrir kaup- um, að öll síldin, sem verkuð er fyr- ir þá, skuli vera mjög léttsöltuð, enda er hún seld í verslunum í Sovétríkjunum í því ástandi sem hún kemur upp úr tunnunum en í Sovétríkjunum og víðar er það tal- inn ókostur að þurfa að útvatna síldina eins og gert er t.d. á Norður- löndum. Yfirtaka og lestun á léttverkuðu síldinni fyrir Sovétríkin hófst um miðjan desember eða strax eftir að fyrsta síldin var orðin fullverkuð og hafa til þessa fimm stórir farmar verið sendir til sovéskra hafna. Auk þess hafa 6 farmar verið sendir til Svíþjóðar, Finnlands o.fl. landa. Samkvæmt sölusamningum á af- greiðslu á allri síld þeirri, sem sölt- uð var á vertíðinni, að ljúka í apríl. Mikil vinna hefur verið á söltunar- svæðinu við umhirðu og frágang síldarinnar til útflutnings og þá ekki síst hjá þeim starfsmönnum Framleiðslueftirlits sjávarafurða, sem skoða og meta alla síldina áður en hún er send á hina ýmsu mark- aði. Hjúkrunarfræðingar Staöa hjúkrunarfræöings viö Heilsu- gæslustööina í Fossvogi, Reykjavík, er laus til umsóknar. Staöan verður veitt frá og meö 1. maí 1984. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf viö hjúkrun, send- ist heilbrigöis- og tryggingamálaráðu- neytinu fyrir 15. mars 1984. Heilbrigðis- og tryggingamálaráöuneytiö 15. febrúar 1984 Farþegar til_____ landsins í janúar: Svipað og í fyrra 5463 farþegar komu til landsins í síðasta mánuði með skipum og flugvélum samkvæmt yfirliti út- lendingaeftirlitsins. Þar af voru 3297 íslendingar (3335 í fyrra) og 2166 útlendingar (2171). Rétt um sléttur helmingur út- Iendinganna voru Bandaríkjamenn (1065), en alls 502 komu frá Norð- urlöndunum, og 111 frá V— 179 frá Thatcherlandi -Þýskalandi. Af fjarlægum löndum má nefna að hingað komu í síðasta mánuði 1 farþegi frá hverjum eftirtalinna landa: Zimbabve, Capo Verde, Marokko, Nigería, Kýpur, íran, og Argentina. Þá komu 2-3 frá lönd- um eins og Tékkóslóvakíu, Mexíkó, Kína, Japan, Indlandi, Costa Rica og Filippseyjum. Rabbfundur: Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík heldur rabbjund þriðjudaginn 21. febrúar næst- komandi klukkan 21.00 að Hverfisgötu 106 a. Komið og ræðið málin. Veitingar. Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.