Alþýðublaðið - 06.04.1984, Page 2

Alþýðublaðið - 06.04.1984, Page 2
j-RITSTJÓRNARGRELN—........................................april t Ruglið með „flugmálastefnuna" kallar á ný vinnubrögð nú þegar lugmál Islendinga hafa verið ofarlega á baugi síöustu vikur. Beiöni Arnarflugs um ríkisábyrgö vegna erlendrar lántöku vakti nokkra athygli, svo og aðalfundur Flugleiða og yfirlýsingar fjármálaráöherra um aö hann vildi ‘svipta Flugleiðir ríkisstyrk af því aö félagið væri farið að græða. Inn í þessa umræðu hafa spunnist óskir starfsmanna Arnarflugs um heimild til kaupa á hlutabréfum Flugleiöa í félaginu. Flugmál erviðkvæmurmálaflokkur, sem oft- ar en ekki hefur valdið miklu umróti. ísiensk stjórnvöld hafa ekki mótað neina ákveðna stefnu í flugmáium, og því hefurein ákvörðun verið tekin í dag og önnur þveröfug á morgun. Skemmst er að minnast þeirrar ákvörðunar fyrrverandi flugmáiaráðherra, að beita sér fyrir sameiningu Flugfélags íslands og Loftleiða. Þá var samkeppni þessara tveggja félaga talin þjóðinni óhagkvæm og dýr. Sameining félag- annavarbæði sársaukafull og erfið. Hún tókst hins vegar, og var af öllum talin mjög hag- kvæm. Ekki liðu mörg ár þar til annar fyrrverandi samgönguráðherra, raunar úr sama flokki og sá fyrri, ákvað, að það væri þjóðinni fyrir bestu, að áætlunarflugfélögin væru tvö. Að vísu hefur það verið dregið í efa, að niðurstaða ráðherrans hefði orðið þessi, ef flokksbræður hans I flug- rekstri hefðu ekki átt í fjárhagserfiðleikum. Afleiðingin af þessari síðustu ákvörðun er sú, að Arnarflug á viö rekstrarfjárörðugleika að etja, og vegna samkeppninnar hefur hvorugt íslensku flugfélaganna haft hagnað af flugi á flugleiðum milli íslands og annarra Evrópu- landa. Vera má, að hinn almenni farþegi hafi haft einhvern hag af þessari samkeppni, en sá hagur er aðeins tímabundinn, því reikningur- inn kemur alltaf á endanum til skattborgarans. Það grátbroslega í þessu máli öllu er það, að hagnaður Flugleiða á síðasta ári er allur af leiguflugi, einkum pilagrimaflugi. Hins vegar er stórfeilt tap á Norður-Atlantshafsflugleið- inni og einnig á Evrópuflugleiðum. — Arnar- flug hafði áður haslað sér völl i leiguflugi af ýmsu tagi, og stundum haft af því umtals- verðar tekjur. Það hefur hins vegar ekki flegið feitan gölt á áætlunarfluginu, sem það sóttist eftir. Alþýðuflokkurinn hefur gagnrýnt stefnuleys- ið í íslenskum flugmálum, og talið það leiða til ófarnaðar. Þettaá við um áætlunarflugið, flug- vallagerö og öryggismál. Þess vegna lagði flokkurinn fram tillögu á Alþingi um stefnu- mótun í flugmálum. Þar kemur m.a. skýrt fram, að flokkurinn telur ekki grundvöll fyrir rekstri tveggjaáætlunarflugfélaga hér á landi. Þá hef- ur hann talið áætlunarflug Flugleiða á Norður- Atlantshafi of mikið við óbreyttar aðstæður, enda má með talsverðum rétti segja, að íslend- ingar niðurgreiði farmiða fyrir útlendinga á þeirri flugleið. Sú afstaða Alþýðuflokksins, að telja grund- völl fyrirtveimuráætlunarflugfélögum ekki fyr- ir hendi hér á iandi, er einföld. Markaðurinn er það smár, að rekstrareiningarnar geta aldrei náð þeirri stærð að þær standi undir eðlilegri endurnýjun og bættum rekstri. Ekki þarf annað en að líta á flugflota íslendinga til að renna stoöum undir þessa staðhæfingu. Þessi afstaða flokksins hefur, af eðlilegum ástæðum, sætt gagnrýni frá forystumönnum Arnarflugs. Þeir töldu einnig, að flokkurinn hefði reynt að gerafélaginu allt til miska, þegar harðiega voru gagnrýnd pólitísk hrossakaup í tengslum við íscargomálið. Það hefur hins veg- ar komið á daginn, að afleiðingar þeirra kaupa er mesti fjárhagsvandi Arnarflugs í dag. Af þeirri ástæðu m.a. bera þeir stjórnmálamenn, er stuðuluðu að íscargó-kaupunum, umtals- verða ábyrgð á framtíð Arnarflugs. Mnnar þessara manna er Albert Guðmunds- son, fjármálaráðherra, sem nú vill svipta Flug- leiðir rlkisstyrk, sem varð til vegna samninga við yfirvöld í Lúxemborg. Þetta er sami maður- inn og látlaust hefur predikað þá stefnu, að eiginfjármyndun fyrirtækja veröi að ná því marki, að eðlileg endurnýjun geti átt sér stað. Hann getur þó varla neitað því, að mjög er orðið tímabært að endurnýja flugflota Flugleiða. Hinn maðurinn er Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, sem manna mest barð- ist fyrir samkeppninni. Hann vill nú, að Flug- leiðir njóti áfram ríkisstyrkja, semf m.a. eru nauðsynlegir vegna taps, er verður af völdum samkeppni. í allt þetta stefnuleysi fæst enginn botn fyrr en tekist hefur umtalsverð samvinna og sam- starf með flugfélögunum tveimur, sem tryggir að þau valdi ekki hvort öðru tjóni. Menn skulu ekki gleyma því, að íslendingareiga einnigí samkepþni við erlend flugfélög, og þar þurfa þeir að standa saman. - ÁG - Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í Kefla- vík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu 1984. Skráðökutæki skulufærðtil almennrarskoðunar 1984 sem hér segir: 1. Eftirtalin ökutæki sem skráð eru 1983 eða fyrr: a. Bifreiðar til annarra nota en fólksflutninga. b. Bifreiðir, er flytja mega 8 farþega eða fleiri. c. Leigubifreiðir til mannflutninga. d. Bifreiðir sem ætlaðar eru til leigu í atvinnu- skyni án ökumanns. e. Kennslubifreiðir. f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir. g. Tengi- festivagnar, sem eru meira en 1500 kg. að leyfðri heildarþyngd skulu fylgja bifreið- um til skoðunar. 2. Aðrar bifreiðir en greinir í lið nr. 1, sem skráðar eru nýjar og í fyrsta sinn 1981 eða fyrr. Aðalskoðun í Keflavík hefst 2. apríl. | apríl ökutæki nr. Ö-1 — Ö-1750 í maí ökutæki nr. Ö-1751 — Ö-3750 Skoðunin ferfram að Iðavöllum 4, Keflavík milli kl. 8—12 og 13—16 alla virka daga nema laugardaga. Á sama stað og tíma fer fram aðalskoðun annarra skráningarskyldra ökutækja s.s. bifhjóla og á auglýsing þessi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggjafram fullgild ökuskírteini. Framvísaskal og kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda og vottorði fvrir fullgildri ábyrgðartryggingu. í skráningarskírteini bifreiðarinnar skal vera árit- un um að aðalljós hennar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1983. Vanræki einhver að færa bifreið sína til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr um- ferð hvar sem til hennar næst. 19. mars 1984, Lögreglustjórinn í Keflavík, Njarðvík, Grindavik og Gullbringusýslu FOLKAFERÐ! Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. ||U^FERDAR Tökum að okkur hverskonar verkefni í setningu, umbrot og plötugerð, svo sem: Blöð í dagblaðaformi Tímarit Bækur o.m.fl. Ármúla 38 — Sími 81866 FÉLAGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Aðalfundur Aðalfundurfulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykja- vík verður haldinn að Hótel Esju annarrihæð þriðjudaginn 17. apríl næst komandi og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Fundurinn verður nánari auglýstur síðar. Stjórnin Sumardvalarheimili Þeir aðilar sem ætla að starfrækja sumardvalar- heimili fyrir börn sumarið 1984, þurfa að sækja um rekstrarleyfi fyrir 31. maí n.k. Þartil gerð eyðublöð liggja frammi í Menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 4. apríl 1984 Fóstrur Hér með erauglýst eftir umsóknum um hálft starf fóstru við leikskóla á Akranesi. Umsækjendur með aðra menntun en fóstru- menntun á uppeldissviði og/eða reynslu gætu einnig komið til greina. Umsækjendur þyrftu að geta hafið störf uppúr miðjum apríl. Skriflegar umsóknir með upplýs- ingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 12. apríl. Umsóknareyðublöð má fá á bæjarskrifstofunni. Félagsmálastjóri, Kirkjubraut 28, simi 93-1211 Akranesi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.