Alþýðublaðið - 06.04.1984, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 06.04.1984, Qupperneq 4
alþýðu- Effiiara Föstudagur6. apríl 1984 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Stjórnmáiaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson. Blaðamaður: Friðrik Þór Guðmundsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, simi 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Guðrun Erlendsdóttir, lögfrœðingur: Hver er eigna- og erfða- réttur í óvígðri sambúð? Á ráðstefnu Sambands Alþýðuflokkskvenna um rétt heimavinn- andi fólks sem fram fór í síðasta mánuði flutti Guðrún Erlendsdótt- ir lögfræðingur fróðlegt erindi um eigna- og erfðarétt í óvígðri sam- búð, hvernig hann verður best tryggður. Hér kemur svo erindið Ríkisvaldið hefur um langan ald- ur haft afskipti af fjölskyldunni með því að skapa henni lagalegan ramma. Löggjafinn hefur sett regl- ur um það, hverjir megi ganga í hjú- skap, um stofnun og slit hjúskapar og þau réttaráhrif, sem hjúskapur hefur í för með sér. Um síðustu aldamót miðaðist löggjöfin við hina hefðbundnu fjölskyldu sifjaréttarins, þ.e. hjón og skilgetin börn þeirra. Eiginmað- urinn vann fyrir heimilinu meðan eiginkonan gætti bús og barna. Réttur óskilgetinna barna var lítill og skilnaðir fátíðir. í dag hefur hjónabandið ekki lengur þá lykilstöðu, sem það áður hafði í að ákvarða réttindi og skyld- ur hjóna og barna þeirra. Hjúskapur sem stofnun hefur veikst mjög á seinni árum samfara fjölgun skilnaða, breyttu hlutverki kvenna og síauknum fjölda þeirra, sem eru í óvígðri sambúð, sem gerir það að verkum, að sífellt verður erf- iðara að skilja milli vígðrar og ó- vígðrar sambúðar. Réttaráhrif, sem áður voru ein- göngu bundin við hjúskap, ná nú oft einnig til þeirra, sem búa saman ógift. Á þetta einkum við um ýmis réttindi, sem félagsmálalöggjöfin býr fjölskyldum. Reynt hefur verið að gera réttarstöðu barna sem jafn- asta, hvort sem foreldrarnir eru í hjúskap eða ekki, og er nú réttar- staða barna foreldra í óvígðri sam- búð nánast hin sama og skilgetinna barna. Fyrsta vandamálið, sem maður rekur sig á, þegar fjallað er um ó- vigða sambúð, er hvað sambúðar- tilvikin eru ákaflega mismunandi, bæði hvað snertir lengd sambúðar, og tilganginn með henni. Það er því ákaflega erfitt að afmarka það hvaða sambúð eigi að hafa réttar- áhrif. Miklir sönnunarerfiðleikar eru um það, hvenær sambúð hefur stofnast og hvenær henni er slitið, því að hér höfum við ekki við að styðjast formbundinn samning, hjónavígsluna, eða skilnaðarleyfi. Engar almennar reglur eru til um það, við hvað sé átt, þegar talað er um óvígða sambúð. I daglegu máli er átt við karl og konu, sem búa saman sem hjón. í þeim lagaá- kvæðum, sem binda réttaráhrif við óvígða sambúð, hefur verið miðað við sameiginlegan bústað, fjárhags- lega samstöðu, tímalengd sambúð- ar, sameiginleg börn, og tilkynn- ingu eða skráningu sambúðar. Ekki er mögulegt að afmarka í eitt skipti fyrir öll þau sambúðar- form, sem lagaáhrif kunna að verða bundin við. Það er þó ljóst að á- skilja verður sameiginlegan bústað og vissa fjárhagslega samstöðu og oftast nær miða við einhvern lág- markstíma. Sambúðarfólk þarf ekki að full- nægja neinum sambúðarskilyrðum sbr. hjónavígsluskilyrðin. Engar Herra Lög og Regla gómaður Aðalráðgjafi Reagans forseta, Edwin Meese, í kröppum dans Það átti að vera glæsilegur áfangi á góðum ferli. Edwin Meese, aðal- ráðgjafi Bandarikjafurseta, skyldi verða dómsmálaráðherra. Léttleiki og hlýtt viðmót á yfirborðinu hafa skýlt því að hann var „lögga“ af því sauðarhúsi sem kenna sig við „Log og reglu“. Eins og Reagan forseti skiptir hann heiminum í hvítt og svart. Hann er einn af þeim sem kallað hefur baráttusamtök fyrir borgararéttindum „þrýstihóp í þágu glæpamanna“. Þegar mót- mælandi einn í stúdcntaóreirðum í Californíu 1969 var skotinn til bana var dómur Meese einfaldur: Hann átti skilið að deyja.“ Nú er sem sagt búið að góma sjálfan herra Lög og Reglu. I yfir- heyrslum Bandaríska þingsins hef- ur birst ný mynd af Meese, lítill en frekur potpólitíkus sem gleymir ekki vinum sínum, hvort sem þeir eru „góðir“ eða „slæmir“. Yfir- heyrslur þessar áttu að leiða í ljós hvort Meese teldist hæfur sem ráð- herra. Kom í ljós aö óreiða var á fjármálum vonbiðilsins, hann var skuldum vafinn. Og honum hafði reyndar tekist að fresta óþægilegum innheimtuaðgerðum, þegar banka- stjóri helsta viðskiptabanka hans var útnefndur sem formaður sendi- nefndar USA hjá Sameinuðu þjóð- unum. Aðstoðarbankastjórinn fékk að sinna verkefnum fyrir Reagansstjórnina. 60 þúsund dollara lán hafði verið kippt í liðinn fyrir Meese og vinur fjölskyldunnar lánaði frúnni 15 þúsund dollara og sá hinn sami fékk skömmu síðar starf við Hvíta húsið. Ekki orðum aukið að segja að Meese hafi hreinlega verslað með stöður. Staða Meese varð æ verri þrátt fyrir allt og eigur hans í Californíu voru ýmsar seldar af Thomas nokkrum Barrack. Sá hinn sami hlaut skömmu síðar leiðandi stöðu í innanríkisráðuneytinu. Að- spurður hvort samhengi væri þarna á milli svaraði Barrack „Aldeilis ekki“. Meese var einnig spurður en hann var ekki allveg eins afdráttar- laus. „Eftir því sem ég best veit, neií' Viðkvæmasta mál Meese nú er þó annað. í júlí í fyrra kvaðst hann ekki hafa hugmynd um hvernig margumtöluð skjöl í eigu Jimmy Carters höfðu komist undir hendur Meese með vinum kosningastjóra Reagans forseta. í yfirheyrslum þingsins komu hins vegar sannanir í ljós fyrir því að kosningastjóri Reagans, sem auð- vitað var Meese, vissi full vel um þessi skjöl. En þá sagðist Meese hreinlega ekki muna eftir því að hafa séð þessi skjöl. Búinn að gleyma þeim, hversu líklegt sem það má teljast. Nefnd sú er rannsakað hefur feril Meese er ekki ánægð með þetta og Meese fær að svara fleiri óþægileg- um spurningum. Nú munu þær Guðrún Erlendsdóttir kröfur eru gerðar um aldur og skyldleik.a, aðrar en þær sem refsi- löggjöfin setur, geðveikur maður eða andlega vanþroska getur verið í ■ sambúð án leyfis dómsmálaráðu- neytis. Maður, sem giftur er fyrir getur verið í sambúð með annarri konu t.d. tengdámóður sinni eða stjúpdóttur, án þess að það brjóti gegn nokkrum lögum. Reynslusambúð virðist ‘ hafa komið í stað hinnar hefðbundnu. Framhald á bls. 3 einkum snúast um hvort kosninga- barátta Reagans forseta hafi farið svipaða farvegi og hjá Nixon forð- um: Njósnir, mútur og svo framveg- is. En þó ýmislegt óþægilegt eigi eftir að koma í ljós er samsetning Bandaríska þingsins á þann veg að alveg eins líklegt þy kir að þrátt fyrir allt muni Meese hreppa dómsmála- ráðherradóminn. í orðum demó- kratans Patrick Leahy: „Reagan gæti ráðið Kobba kviðristu (Jack the Ripper) sem ráðherra og hið Háa Hús (þingið) myndi staðfesta það.“ MOLAR Hjá Þjóðviljanum hefur fáni „frjálsrar og óháörar" frétta- mennsku veriö dreginn upp en fáni verkaiýðshreyfingar- innar blaktir i hálfa stöng... Lýsingarorði (blóti) sleppt Af því við erum að minnast á undarlegheit Bandarískra stjórn- mála hér á síðunni er ekki úr vegi að rifja upp þegar Nixon var kraf- inn um upptökur af ýmsum sam- ræðum sínum í tengslum við Watergate-hneykslið. í staðinn af- henti hann handrit af upptökun- um og þar komu oft fyrir útstrik- anir á borð við „ógreinilegt" eða „lýsingarorði sleppt". Nixon: — (ógreinanlegt). Dean: — (ógreinanlegt). Nixon: — (ógreinanlegt). Erlichman: Minn skilningur er að (ógreinanlegt). Nixon: Með öðrum orðum þá (ógreinanlegt). Erlichman: Well, við skulum snúa okkur að (ógreinanlegt). Nixon: All right, ég nefndi ein- ungis (ógreinanlegt) vegna þess að (ógreinanlegt). Leyfðu mér að (ógreinanlegt). En höldum áfram með (ógreinanlegt). Erlichman: Well, það eina sem ég vildi segja er (ógreinanlegt). Nixon: (lýsingarorði sleppt) (ógreinanlegt). A1 Haig Reagan forseti hefur undanfar- ið átt í megnustu vandræðum með vini sína ýmsa. Nú hefur A1 Haig opnað munninn og segir að árið 1982 hafi Reagan komið í veg fyrir mögulega lausn í Mið-Austur- löndum, þannig að allur erlendur herafli hyrfi frá Líbanon. Fyrrum utanríkisráðherra segir reyndar að Reagan hafi gert þetta meira eða minna óviljandi, en embættis- menn ýmsir telja að möguleikinn á slíku samkomulagi hafi ekki verið eins góður og Haig gefur í skyn... Sparnaður á fullu? Vestfirska fréttablaðið segist hafa heyrt að olíuskipið Bláfell hafi komið með svartolíu alla leið frá Reykjavík eingöngu til að fóðra rækjutogarann Hafþór, þó svo að næg svartolía hafi verið til á ísafirði. Skyldi þetta vera nýj- asta leiðin til að draga úr dreifing- arkostnaði olíufélaganna, spyr V.f. Iðnaðarnjósnir Þá berast þau tíðiridi frá Noregi að iðnaðarnjósnir séu að verða áþreifanlegt vandamál í dag. Ör- yggismálanefnd iðnaðarins var komið þar á fót fyrir 7 árum og nú segir formaður nefndarinnar að óheillavænleg þróun hafi átt sér stað, bæði hvað varðar njósnir og svo skemmdarverk. Þetta vanda- mál er sérlega erfitt viðureignar því erfitt er að sanna nokkuð í flestum tilfellum og einnig hafa atvinnurekendur verið furðu á- hugalausir um öryggisráðstafan- ir... Kaupum kafbát Kafbátar eru alldeilis í sviðs- ljósinu þessa dagana og umhugs- unarvert hvort íslendingar ættu ekki að fá sér einn svona til að vera menn með mönnum. Nú er elsti kafbátur Dana til sölu, „Delfinen" og mun verðið vera á bilinu 150—200 þúsund danskar krónur, reyndar án alls lauslegs innvols.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.