Alþýðublaðið - 07.04.1984, Side 4

Alþýðublaðið - 07.04.1984, Side 4
alþýðu- ■ h rr.rr.M Laugardagur 7. apríl 1984 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson. Blaðamaður: Friðrik Þór Guðmundsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Askriftarsíminn er 81866 Chernenko svarar Alþjóða- sambandi Jafnaðarmanna Nýlega greindi Alþýðublaðið frá því aö flestallir leiðtogar þeirra flokka Og samtaka er mynda Alþjóðasamband Jafnað- armanna hefðu sent stórveldun- um áskorun þar sem eindregið var hvatt til þess að afvopnunarvið- ræður héldu áfram og vígbúnað- arkapphlaupið stöðvað. Áskorun þessi var afhent fuli- trúum stórveldanna um miðjan síðasta mánuð og var þar varað við því að vígbúnaðurinn gæti orðið stjórnlaus. Stokkhólmsráð- stefnan yrði að leiða til áfram- haldandi umleitana til að draga úr stríðshættu og efla traust þjóða á milli, skapa andrúmsloft er ýtti undir samninga um kjarnorku- vopn og stuðlaði að því að hin hættulega hringrás kjarnorku- kapphlaupsins yrði rofin. Æðstráðandi félaginn í Sovét- ríkjunum, Chernenko, hefur nú svarað þessari áskorun. Segir Chernenko að hann skilji áhyggj- ur leiðtoganna, en minnir á að á- stæðan fyrir því að kjarnorku- kapphlaupið sé að komast í há- mark sé „hin velkunna stefna, sem hefur það markmið að raska núverandi valdajafnvægi og ná hernaðarlegum og strategískum yfirburðum umfram Sovétríkin“. Segir Chernenko að Bandaríska ríkisstjórnin meini ekkert með blaðri sínu um viðræðulöngun sína. I lok svars síns segir Chern- enko: „Það er mikilvægt að koma á andrúmslofti alþjóðlegs trausts — það er brýn þörf á því. Stokk- hólmsráðstefnan getur einnig gegnt mikilvægu hlutverki. Sovét- ríkin ganga út frá slíkum skilningi á mikilvægi og verkefnum ráð- stefnunnar þegar þau reka áróður fyrir því að menn komi sér í fyrsta lagi saman um víðtækar ráðstaf- anir — að hafnað verði fyrstu notkun kjarnorkuvopna og notk- un herafla yfirleitt. Upp á síðkastið hafa vissir aðil- ar á Vesturlöndum, þar á meðal Alþjóðasamband Jafnaðar- manna og margir flokkar sósíal- ista og jafnaðarmanna einnig sýnt frumkvæði fyrir sitt leyti og sett fram tillögur, sem miða að því að : Framhald á bls. 3 Streita getur valdið krabbameini en þú getur beðið hvítu blóðkornin að koma til hjálpar segir prófessor Schneider Það er ekki hægl að stjórna hvítu blóökornunum. En maður getur haft meö þeim samstarf og byggt upp mótstööuafl gegn sjúkdómum. Þetta segir Bandaríski geðlækn- irinn John Schneider, en hann rannsakar ásamt fleirum tengslin á milli geðrænna vandamála og sjúk- dóma, t.d. að krabbamein getur verið afleiðing streitu. Schneider er prófessor við Mic- hinganháskólann, en hefur dvalið síðasta hálfa árið í Danmörku. „Þetta eru nokkuð flókin mál, en það sem er áþreifanlegt er, að smátt og smátt hafa menn sannfærst um að ekki er hægt að aðskilja Iíkam- legt ástand frá andlegu ásigkomu- lagi. Taugaveiklun og streita getur leitt fleira af sér en magasár. Hann segir Danska lækna al- mennt mun opnari fyrir þessum kenningum en samlanda sína. Það eru mörg ár nú orðið síðan fyrst var farið að benda á tilfelli þar sem krabbamein kom í Ijós skömmu eft- ir áfall af einhverju tagi, t.d. dauðs- fall í fjölskyldunni, einangrun og fleira. Streita getur reyndar virkað bæði neikvætt og jákvætt. Hjá ýmsum afleiðir hún vonbrigði og uppgjöf, hjá öðrum hraðari vöxt og þroska. Það getur og verið slæmt að vera laus við allar streituupp- sprettur. Schneider segir að enn þurfi að rannsaka þetta svið öllu nánar, en þó þykir orðið Ijóst að menn geta andlega haft mikil áhrif á hvers konar sjúkdóma. „Viljinn til að Iifa“ hefur mikla þýðingu. Enda þótt Rauði krossinn hafi jafnan fyrst og fremst leitast við að draga úr þjáningum vegna styrjalda hefur megintakmark hans frá önd- verðu verið að koma í veg fyrir ófrið með því að hvetja til að friðsam- legra úrlausna sé leitað í öllum deilumálum. í þeim anda voru frið- arstefnu Rauða krossins fyrir löngu valin einkunnarorðin Með mannúð til friðar. Norrænu Rauðakrossfélögin hafa nú ákveðið að boða til ráð- stefnu um friðarmál dagana 6. til 8. apríl n.k. Hún verður haldin í Sund- vollen sem er í námunda við Osló. Á ráðstefnunni verður reynt að sam- ræma aðgerðir norrænu Rauða- krossfélaganna í friðarmálum. Gert er ráð fyrir að 9 félagar RKÍ sæki ráðstefnuna. Árið 1975 boðaði Rauði krossinn til friðarráðstefnu sem haldin var í Belgrad. Þar voru samþykktar ýms- ar tillögur um þátt Rauðakross- hreyfingarinnar í eflingu friðar. Nú hefur verið ákveðið að efna til annarrar alþjóðlegrar friðarráð- stefnu Rauða krossins. Hún verður haldin í Mariehamm á Álandseyj- um 2. til 6. september n.k. Henni lýkur með hátíð í Stokkhólmi 7. september. Ráðstefnan verður í boði Rauðakrossfélaga Finnlands og Svíþjóðar. Gert er ráð fyrir að hún verði sótt af æðstu fyrirliðum Alþjóðarauðakrossins og fulltrú- um um 100 landsfélaga. Ráðstefnan mun fjalla um aukna virðingu fyrir alþjóðlegum mann- réttindum. Hún mun leita leiða til aukinna staðfestinga á þeim sam- þykktum sem gerðar voru 1977 til viðbótar Genfarsáttmálunum fjór- um. Hún mun einnig reyna að beina athygli valdhafa að nauðsyn á auk- inni vernd hins almenna borgara á ófriðartímum. Með ráðstefnunni verður að því stefnt að gera hvort tveggja í senn, efla það starf sem unnið er nú til að Framhald á bls. 2 Fæddi frískan dreng: Dó 14 dögum áður Kona ein í Finnlandi sem hafði verið látin úr krabbameini í alls 14 daga fæddi frískan dreng í fyrra mánuði. Litið er á þennan atburð sem meiriháttar læknisfræðilegt undur. Konan hafði komið á sjúkra- húsið í Uleaborg i Norðurhluta Finnlands með blæðandi krabba- mein. Hún var komin langt á Ieið og þegar hún dó var ákveðið að neita allra bragða til að halda lífi í fóstrinu. Talið er að slíkt sé í raun mögulegt eftir að fóstur hefur náð 28 vikum. Það tókst að halda blóðstreyminu gangandi hjá móð- irinni, en í 32. viku fóstursins fór það þverrandi og var þá keisara- skurður ákveðinn. Með mannúð til friðar Rauði krossinn með alþjóðlega friðar- ráðstefnu á Álandseyjum í september. Þjóðviljinn og gáfumanna- félagið að sundra verkalýðs- hreyfingunni, Sigurjón Pétursson í eina sæng meö íhaldinu í borgarstjórn ... Hvaö kemur næst? Flyst Guðmundur Joö með Alberti til Frakklands? Verður Svavar Gestsson aö- stoðarráðherra Geirs Hall- grímssonar? MOLAR Sækir um leyfi til að... Stóra málið hjá byggingar- nefnd Reykjavíkurborgar að und- anförnu hefur verið Fjalaköttur- inn og örlög hans. En nefndin hefur fjölmörg önnur mál á sinni könnu, af ýmsum toga. Þannig má nefna að OIís vill byggja bensínafgreiðslu við Ána- naust, litla og sæta upp á 24.4 fer- metra. Skeljungur vill hins vegar bensínstöð og greiðastað á lóð við Vesturlandsveg og hefur fengið samþykki fyrir því. Ameríska sendiráðið hefur fengið samþykki fyrir því að byggja hlið úr stáli og timbri fyrir framan bílastæði við sendiráðið sem og fyrir að gera girðingu úr timbri ofan á steyptan vegg að Þingholtsstræti 34. Þá má nefna að Vatnsveita Reykjavíkur vill leyfi til að byggja dælustöð úr steinsteypu við Háteigsveg (Rauð- arárholt) en erindinu hefur verið frestað. Tvö deilumál hafa verið til um- fjöllunar í nefndinni fyrir utan Köttinn. Á. Einarsson og Funk sóttu um að byggja verslunar og íbúðarhús að Laugavegi 73, upp á 5 hæðir og var það samþykkt 5:2, en 6 virðast hafa setið hjá. Þá hef- ur Einar Ólafur Briem sótt um leyfi til að byggja parhús að Suð- urgötu 33, en hjá byggingarnefnd- inni liggja fyrir mótmæli Bald- vins Halldórssonar og Leifs Sveinssonar gegn þessu máli. Málinu var síðast frestað og vísað til borgarráðs. Vopn til Indlands Nú ferðast Indverji með Sovéskum um himinhvolfið og sambúð Iandanna hefur sjaldan verið betri. Það sést kannski vel á því að nýlega var Dmitri Ustinov varnarmálaráðherra Sovétríkj- anna í heimsókn í Indlandi og eft- ir það hafa ákveðin viðskipti blómstrað. Með tilvísun til vopna- sölu Bandaríkjanna til Pakistans kaupa Indverjar nú af Sovét- mönnum vopn, meðal annars MIG-29 og 31 þotur, T-72 her- vagna, þyrlur, báta og einmitt nú er að berast úrval eldflauga. Ekki svo að skilja að Indverjar séu alveg að hverfa undir hinn vinalega hramm Sovéskra, hugs- unin mun vera að versla við sem flesta til að vera ekki háður einum aðilanum sérstaklega. T.d. fyrir- huga Indverjar einnig vopnakaup frá Bretum... Skrítinn heimur Fulloróinn maður hafði það á orði í gærmorgun, þegar fréttir bárust af björgun sovésk sjó- manns, að skrítin væri hún ver- öldin og barátta risaveldanna. — Þau eyddu milljörðum á milljörð- um ofan til að tortíma hvor ann- arri. — Þar væri um að ræða líf hundruða milljóna. Síðan gerðist það, að þau eyddu milljónum króna til bjarga einu og einu mannslífi. Það væri erfitt að fá botn í þessa þverstæðu mannlegs lífs.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.