Alþýðublaðið - 08.05.1984, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. maí 1984
3
Málþing um fíkni-
efnaneyslu unglinga
30. apríl s.l. hélt samstarfsnefnd
um unglingamál málþing um fikni-
efnaneyslu unglinga og brýnustu
aðgerðir í því sambandi í dag. Sam-
starfsnefndin er skipuð fólki, sem
er í opinberu starfi hjá ríki og bæj-
arfélögum í Reykjavík og nágrenni
og vinnur með unglingum og fyrir
þá hjá hinum ýmsu stofnunum.
Undanfarin þrjú ár hefur samstarf
þetta þróast sem frjálst samstarf til
kynningar og samræmingar. Á
þessu fólki brennur mest ef ungl-
ingar lenda í miklum vanda og eru
jafnvel að fyrirfara sjálfum sér án
þess að nokkur geti að gert. Þar er
fíkniefnaneysla sá vandi, sem ekki
hefur verið snúist gegn á skipulagð-
an hátt.
Til málþings þessa var boðið full-
trúum ráða og nefnda Reykjavíkur-
borgar, fulltrúm þingflokka og öðr-
um þeim, sem vinna að félags- og
heilbrigðismálum. Menntamála-
ráðherra var boðið að ávarpa mál-
þingið en var því miður fjarverandi.
Ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðu-
neytinu var beðinn um framsögn á
þinginu en hann gat ekki komið þvi
við.
Dagskrá þingsins var í stórum
dráttum sú, að umræðunni var
skipt í þrennt, fyrirbyggjandi starf,
meðferðarúrræði og úrræði eftir
meðferð. Framsögu fyrsta liðar
höfðu landlæknir, Ólafur Ólafsson
og Einar Gylfi Jónsson, sálfræð-
ingur. Um næsta Iið fjölluðu Jó-
hannes Bergsveinsson, yfirlæknir
og Guðrún Kristinsdóttir, félags-
ráðgjafi/yfirmaður fjölskyldu-
deildar, en um úrræði eftir meðferð
fjölluðu Sveinn Ragnarsson, félags-
ráðgjafi og Hjördís Hjartardóttir,
félagsráðgjafi.
Hópstarf var eftir framsögu og
loks niðurstaða hópa og umræður.
Heildarniðurstöðu var ekki leitað
eða sameiginlegrar ályktunar en um
eftirfarandi atriði virtust flestir
sammála:
Varðandi fyrirbyggjandi starf:
Að auka þyrfti ábyrgð foreldra í
uppeldi og velferð barna sinna og
gefa þeim kost á fræðslu í því sam-
bandi og ráðgjöf. Að skólatími
verði samræmdur almennum
vinnutíma fullorðinna, (einsetinn
skóli). Að fræðsla til almennings
um fíkniefnamál verði aukin. Að
auknir verði möguleikar skóla á að
veita félagslega hjálp, en erfiðleikar
barna og unglinga verður auðveld-
lega vart í skólum. Að leggja á-
herslu á virkt samstarf við unglinga
í stað hefðbundinnar fræðslu, sem
virðist ekki hafa borið tilætlaðan
árangur. Að efla beina aðstoð í
gegnum útideild, unglingaathvarf
o. fl. Einnig að gera félagsmið-
stöðvum kleift að sinna þörfum og
aðlaga unglingahópa sem lenda til
hliðar við jafnaldra sína. Að auka
samvinnu milli stofnana, sem vinna
að unglingamálum. Að huga að og
bæta aðstöðu unglinga í hverfum,
sem ekki hafa félagsmiðstöðvar.
Varðandi meðferðarúrræði: Að
skipuleggja samvinnu milli heil-
brigðis- og félagsmálastarfsfólks
um úrræði. Fyrir hendi þarf að vera
aðgengileg þjónusta á göngudeild.
Að skipulögð verði þjónusta við þá,
sem þurfa á bráðri læknisþjónustu
að halda og meðferðarheimili sem
fært er til að hjálpa þeim sem þurfa
lengri vistunar við og félagslegrar
og andlegrar hjálpar. Var heimili
fyrir slíka aðstoð af sumum talið
betur sett utan mikils þéttbýlis.
Rætt var um að eðlilegast væri að
unglingaheimili ríkisins yrði gert
fært að annast þessa langtímahjálp.
Mat á aðstoð eftir fyrstu hjálp verði
ákveðið í samvinnu milli lækna, fé-
lagsmála- og barnaverndar starfs-
fólks.
Varðandi úrræði eftir meðferð:
Að auka möguleika á aðstoð fyrir
aðstöðulausa unglinga. M.a. í sam-
býli með félagslegri aðstoð, eða
öðru formi á húsnæði og stuðningi.
Að styrkja tilsjónarkerfi fyrir ungl-
inga. Að auka möguleika á athvarfi
fyrir unglinga. Að vinna markvisst
að atvinnumöguleikum fyrir ungl-
inga.
Nýfargjöld
Frá og með 4. maí hækkuöu far-
gjöld með strætisvögnum SVR um
14®7o. Hin einstöku fargjöld eru nú
sem hér segir:
Fullorðnir:
Einstök fargjöld kr. 15.00, stór farmiða-
spjöld kr. 200.00/16 miðar, lítil farmiða-
spjöld 100.00/17 miðar, farmiðaspjöld
aldraðra og öryrkja 100.00/16 miðar.
Fargjöld barna:
Einstök fargjöld kr. 4.00, farmiðaspjöld
kr. 60.00/20 miðar.
Þorsteinn ' 1
Pálsson eftir þessu í viðtali sl.
laugardag. En það er eins og fyrri
daginn; Þorsteinn slær úr og í. I
löngu máli ræðir hann um stöðu
formanns Sjálfstæðisflokksins og
þau verkefni, sem honum ber að
hafa með höndum. í svari sínu
forðast hann þó eins og heitan eld-
inn, að koma nálægt kjarna máls-
ins — þ.e. vill hann eða vill hann
ekki sitja í ríkisstjórninni. Hann
þylur sömu gömlu tugguna um að
„hann muni meta það út frá verk-
efnum hvort hann vinni sitt hlut-
verk innan eða utan ríkisstjórnar".
Síðan segir hann í viðtalinu að
hann muni ekki víkja sér undan
þeim erfiðu verkefnum sem bíða
þess að tekist verði á við. Þegar
blaðamaður Moggans vill lesa eitt-
hvað skiljanlegt úr þessum véfrétt-
arstíl og spyr hreint út hvort þetta
þýði að Þorsteinn sé á leið í ríkis-
stjórn, þá hrekkur formaður Sjálf-
stæðisflokksins í baklás og segir að
ekkert annað eigi að lesa úr orðum
sínum en í þeim felist!!!
Það er svo fyrir stjörnuspámenn
að fá einhvern botn í það hvað for-
maður Sjálfstæðisflokksins er að
fara.
Bakvið tjöldin hins vegar hefur
Alþýðublaðið hlerað að Þorsteinn
Pálsson þrýsti mjög á að einhver
ráðherra Sjálfstæðisflokksins stígi
úr ráðherrastól fyrir hann. Enginn
þeirra mun þó vera þess mjög fýs-
andi. Þess vegna þorir Þorsteinn
ekki fram í dagsbirtuna með óskir
sínar um ráðherraembætti. Hann
óttast það hreinlega að vilji hans
verði fótum troðinn og hann verði
að lúffa fyrir eldri kynslóðinni í
flokknum — ráðherrunum sex. Og
ekki vill formaður flokksins þola
rassskell á almannafæri. Þess vegna
talar hann út og suður þegar spurt
er eftir því hvort hann vilji og ætli
í ráðherrasæti. En undir niðri og
bakatil þrýstir hann á.
Formaður Sjálfstæðisflokksins
hefur langt því frá fast land undir
fótum í flokknum sínum. Það finn-
ur hann og það er m.a. ástæðan fyr-
ir óöryggi hans og reikulum mál-
flutningi í fjölmiðlum.
Lausar stöður
Við Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla islands er laus til um-
sóknar staða tónmenntakennara. Einnig er fyrirhugað að ráða fáeina
almenna kennara til eins árs (forföllum fastráðinna kennara við skól-
ann.
Þáereinnig laustil umsóknarstaðafélagsráðgjafaviðskólann. Æski-
legt er að viðkomandi hafi unnið við félagsráðgjöf I skólum.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins.
Umsóknir, ásamt Itarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu
hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavlk, fyr-
ir 1. júní n. k.
Menntamálaráðuneytið,
3. maí 1984.
Skattskrá
Reykjavíkur fyrir árid 1983
Skatta-, útsvars-, launaskatts og söluskattsskrá
fyrir árið 1983 liggja frammi á Skattstofu Reykja-
v(kur8. maítil 22. maí 1984 að báðum dögum með-
töldum, kl. 10—16 alla virka daga nema laugar-
daga.
Athygli ervakin áþvl aðenginn kæruréttur mynd-
ast þótt álögð gjöld séu birt með þessum hætti.
Skattstjórinn í Reykjavík,
Gestur Steinþórsson.
Frá grunnskólum
Hafnarfjarðar
Innritun forskólabarna, fædd 1978, fer fram I
grunnskólum Hafnarfjarðar mánudaginn 14. mal
n. k. kl. 11.
Áríðandi erað komið sé með börnin til innritunar.
Dagana 14.—15. maf n. k. fer fram á fræðsluskrif-
stofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 4, innritun skóla-
skyldra barna og unglinga sem skipta eiga um
skóla vegna breytingu á búsetu innan bæjarins
og þeirrasem flytjast til Hafnarfjarðar fyrir næsta
skólaár. Sími fræðsluskrifstofunnar er 53444.
Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar.
Skrásetning stúdenta til
náms á 1. námsári í Háskóla
íslands háskólaárið 1984-85
fer fram frá föstudegi 1. júní til föstudags 13. júlí
1984. Umsókn um skrásetningu skal fylgja stað-
fest Ijósrit eða eftirrit af stúdentsprófssklrteini
og skrásetningargjald sem er kr. 1600.00. Skrá-
setning fer fram í aðalskrifstofu háskólans kl.
9—12 og 13—16 og þar fást umsóknareyðublöð.
Athugið lengingu á skrásetningartímabili.
Háskóli íslands.
■|‘A Skólastjórar
Kennarar
Seyðisfjarðarskóli
Staöa skólastjóra er laus til umsóknar. Viö
skólann erframhaldsdeild. Nýrgrunnskóli er
í byggingu. Nýr embættisbústaður á staön-
um. Einnig eru lausar kennarastöður. Helstu
kennslugreinar: Mynd- og handmennt, raun-
greinar, tungumál, kennsla yngri barna og
sérkennsla. Upplýsingar veita formaöur
skólanefndar Þórdís Bergsdóttir sími 97-
2291 og Þorvaldur Jóhannsson skólastjóri
símar 97-2293 og 97-2172.
Skólanefnd.
í vörslu óskilamuna-
deildar lögreglunnar
er margt óskilamuna svo sem:
reiðhjól, barnavagnar, fatnaður, lyklaveski,
lyklakippur, seðlaveski, handtöskur, úr gler-
augu o. fl.
Er þeim, sem slíkum munum hafa glatað, bent á
að spyrjast fyrir um þá á skrifstofu óskilamuna,
Hverfisgötu 113, (gengið inn frá Snorrabraut) frá
kl. 14:00—16:00.
Þeir óskilamunir sem eru búnir að vera I vörslu
lögreglunnaráreðalengurverðaseldiráuppboði
( portinu að Borgartúni 7, laugardaginn 12. maí
1984.
Uppboðið hefst kl. 13:30.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
3. ma( 1984.
Lausar stöður
Ráðgert erað veitaáárinu 1984 eftirfarandi rannsóknarstööur
tii 1—3 ára við Raunvísindastofnun Háskólans:
a) 1 stöðu séfræðings við jarðfræðistofu. Séfræðingnum er
einkum ætlað að starfa að aldursákvörðun á bergi. Fast-
ráðning kemur til greina í þessa stöðu.
b) 2 stöður sérfræðinga við reiknifræöistofu. Starfssvið
reiknifræðistofu er einkum i aðgerðagreiningu, tölfræði,
tölulegri greiningu og tölvufræði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rfkisins. umsækj-
endur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvarandi há-
skólanámi og starfað minnst eitt ár við rannsóknir.
Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsóknastarfa, en kennsla
þeirravið Háskólaíslandserháðsamkomulagi milli deild-
arráðs verkfræði- og raunvfsindadeildar og stjórnar Raun-
vfsindastofnunar og skal þá m. a. ákveðið, hvort kennsla
skuli teljast hluti af starfsskyldu viðkomandi starfs-
manns.
Umsóknir, ásamt Itarlegri greinargerð og skilrfkjum um
menntun og vísindaleg störf, skulu hafa borist mennta-
málaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavlk, fyrir 27.
maf n. k.
Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá 1—3 dómbærum
mönnum á vfsindasviði umsækjanda um menntun hans
og vísindaleg störf. Umsóknir þessar skulu vera I lokuðu
umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til
menntamálaráðuneytisins.
Menntamálaráðuneytið,
27. apríl 1984.