Alþýðublaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 4
alþýöu- blaóiö Þriðjudagur 29. maí 1984 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guömundur Árni Stefánsson. Blaðamaður: Friðrik Þór Guðmundsson. Gjáidkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprcnt hf. Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síöumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Viðhorf Kjartans Jóhannssonar í bankamálanefndinni: Almannaaðhald, starfsmanna- ráð og trygging innistæða — meðal áherslupunktanna Fyrir nokkrum dögum gerði Alþýðublaðið grein fyrir nokkrum þeim hugmyndum, sem Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins lagði fram í bankamála- nefnd þeirri, er vann að drögum að nýju frumvarpi til Iaga um Seðlabanka íslands og viðskiptabankanna. Kjartan Jóhannsson stóð ekki að áliti meirihluta banka- málanefndarinnar — sem samanstóð af fulltrúum stjórnarflokkanna, heldur skilaði séráliti. Hér verður gerð nánari grein fyrir hugmyndum Kjart- ans og lýst viðhorfum þeim er hann kynnti í nefndinni, en hlutu ekki náð meirihluta að um frumvarp til Iaga um Sameining banka í skipunarbréfi nefndarinnar var henni falið að endurskoða allt bankakerfið með það að markmiði að skapa stærri og virkari heildir. Þeim tilgangi hefur tæpast verið náð í starfi nefndarinnar. Meiri- hlutinn hefur talið að vinna bæri að því að sameina ríkisviðskiptabanka og hlutafélagsbanka og valdi að vísa því verki til viðskiptaráðherra nefndarinnar. Er hér fjall- viðskiptabanka. með ósk um að hann hefði for- göngu um tæknilega útfærslu sam- einingar. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að nærtækasta verkefnið og reyndar hið einfaldasta og áhrifaríkasta á þessu sviði sé að sameina Útvegsbankann og Búnað- arbankann. Til þess þarf 'fyrst og fremst pólitíska ákvörðun. Þessi sameinging ætti að mínum dómi að gerast með því að eigandinn, ríkið, beitti sér fyrir löggjöf um samein- inguna á Alþingi. Trygging innistæðna Innistæður sparifjáreigenda eru ekki tryggðar hér á landi andstætt því sem gerist í flestum grannlönd- um okkar, nema að því er tekur til ábyrgðar ríkisins á sínum bönkum. Ég tel að slíka tryggingu eigi að taka upp, en ekkert er um það í þessu frumvarpi, og því fer vitaskuld víðs- fjarri að skilyrðin um eigið fé við- skiptabankanna samkvæmt frum- varpinu feli í sér nokkurt það öryggi sem krefjast verður í þessu sam- bandi. Almannaaðhald Nýsamþykkt eru á Alþingi lög nr. 36 frá 25. mars 1983 þess efnis að ríkisbankarnir skuli birta með reikningum sínum yfirlit yfir launa- mtk,, \ WSk. ' m kostnað, bifreiðakostnað, risnu, ferðakostnað og efnislega fjár- muni. Þessi lög þjóna því hlutverki að veita bönkunum almannaaðhald og upplýsa eigendurna, fólkið í landinu, um hvernig stjórn bank- anna sé háttað að þessu leyti. Meiri- hluti nefndarinnar gerir að tillögu sinni að þessi nýsettu lög séu numin úr gildi. Því er ég mótfallinn, og tel upplýsingalöggjöf þessa sjálfsagða og eðlilega. Heimild til að stofna banka Hingað til hefur í reynd þurft lagasetningu til að stofna banka. í frumvarpinu eru hins vegar sett al- menn skilyrði fyrir stofnun hluta- félagabanka. Samkvæmt 7. gr. veit- ir ráðherra starfsleyfi að uppfyllt- um þessum skilyrðum. Ég tel þetta eðlilegan hátt, en tel rétt, að ráð- herra hafi heimild til þessa að neita að veita starfsleyfið ef hann hefur til þess ríkar ástæður, þó með þeim skilmálum að honum væri þá jafn- framt skylt að skjóta málinu til Al- þingis. Þetta yrði öryggisatriði, ef upp kæmu þau tilvik, sem erfitt er að sjá fyrir, að ekki þætti við hæfi af einhverjum ástæðum að heimila stofnsetninguna. Umboðsskrifstofur erlendra banak Ég Iegg áherslu á að ráðherra setji glögg skilyrði fyrir slíkri starfsemi, sem m.a. feli í sér öruggt eftirlit með starfrækslunni og ótvíræðar heimildir til þess að afturkalla starfsleyfið, ef ástæða þætti til. Starfsmannaráð í ýmsum grannlöndum okkar á starfsfólk aðild að stjórn banka. Ég tel eðlilegt að þessu yrði þannig skipað hérlendis, að komið yrði á fót starfsmannaráðum, með aðild starfsmanna, bankaráðs og banka- stjórum þar sem fjallað yrði um starfsaðstöðu, nýjungar í rekstri og vinnubrögðum og önnur þau mál sem varða starfsfólk sérstaklega. Hlutabréfakaup banka í b) lið 21. gr. og 2. mgr. 29. gr. er bönkunum heimilað að gerast hlut- hafi í almennum hlutafélögum og er sú heimild umfram yfirtöku á eignum vegna fullnustu á kröfu. Ég er andvígur þessu. Bankar eiga að vera í bankastarfsemi en ekki ástunda hlutabréfakaup og —sölu. Þarna á að skilja algerlega á milli. í heimild þessari felst óheppilegur hagsmunaárekstur, sem getur haft mjög slæmar afleiðingar. Vaxtamál Samkvæmt frumvarpinu ákveð- ur bankastjórn hvers banka vaxta- kjör þau sem bankinn býður. Eins og ákvæðin eru úr garði gerð er bankanum frjálst að mismuna við- skiptaaðilum sínum. Ég tel að hamla eigi gegn slíkri mismunun. Frh. af bls. 2 Eitt er víst, þaö ríkja engar samkeppnishömlur innan ríkisstjórnarinnar.... MOLAR Geymist að eilífu Svo stóð á stimplinum, sem var settur á persónulegar eigur raun- verulegra og ímyndaðra fanga sovéska ríkisins. I lífi Lew Kope- lew hófst þessi eilífð í apríl 1945. Þá eftir að hann hafði barist sem sjálfboðaliði í 4 ár á vígstöðvun- um við Þjóðverja, var hann hand- tekinn, aðeins mánuði fyrir stríðslokin. Það voru landar hans, sem handtóku hann og ákærðu fyrir „borgaralega manngæsku og meðaumkun með andstæð- ingnum“. Það var upphafið af Gúlageyjadvöl hans. Henni lauk hinsvegar ekki fyrr en í lok sjötta áratugarins. Kopelow hefur skrifað tvær bækur um þessa dvöl sína, hin fyrri heitir „Geymist að eilífu“ og hin seinni „Stillið mínar sorgir“. Að vissu leyti getur Kopelew sjálfum sér um kennt hvernig fór. Hann var staðfastur marxisti, stöðugt tilbúinn í orðaskak við vini og yfirmenn um hvað væri rétt og hvað rangt fyrir sannan kommúnista. Hann gat alls ekki samþykkt að marxistar yrðu að haga sér einsog svín vegna þess að nasistar gerðu það. Hann tók því afstöðu gegn hrottalegri fram- komu Rauða hersins þegar þeir réðust inn í Þýskaland. Hann var major á þessum tíma og hætti lífi sínu hvað eftir annað til að koma í veg fyrir nauðganir, rán, slátrun á óbreyttum íbúum og tilgangs- laust eyðileggingarstarf í bæjum og borgum. Hann skyldi óskup vel þessa framkomu hermann- anna. Þetta voru bitrir menn, sem höfðu upplifað hörmungar stríðs- ins á heimaslóðum. En Kopelew var ekki í Þýskalandi til að hefna heldur til að sigra nasismann og rétta þýskum verkalýð hjálpar- hönd í nafni alheimsbyltingarinn- ar. Það var ekki liðið af yfirvöld- unum. Hann var handtekinn og dæmdur í tíu ára þrælkun. Lýsing Kopelews á fangabúðunum er hræðileg. Þar hrynur fólk niður eins og flugur, úr hungri, kulda og af misþyrmingum. En þessi stað- fasti maður finnur Iíka ljósgeisla í Gulag-helvítinu. Hann verður að listamanni í kúnstinni að komast af og ekkert virðist honum ómögulegt. M.a. nær hann tvisvar í hjákonur í vistinni. Seinni bókin „Stillið mínar sorgir“, er ekki eins hörkuleg. Hún gerist í búðum fyrir lista- menn og ýmsa aðra gáfumenn, sem hafa verið fangelsaðir fyrir skoðanir sínar. Meðal samfanga hans þar er t.d. Alexander Sol- sjenitsyn. Á þessum árum og reyndar löngu seinna, var Kope- lew sannfærður sovétkommi, meira að segja stalínisti. Vissir hlutar af samræðum hans og Sol- sjenitsyns eru óborganlegir. í dag býr Kopelew í Köln og hefur ekki lengur ríkisborgararétt í Sovétríkjunum. Hann er ennþá hugsjónamaður, en án hugsjóna- stefnu. Nýlega kom hann út með skáldsögu en þar áður skrifaði hann bók í samvinnu með Heinr- ich Böll, en hann barðist líka á austurvígstöðvunum. Bókin heit- ir „Hversvegna skutum við hvor á annan“. 1981 fékk hann friðar- verðlaun bóksala í V-Þýskalandi. Of gamall Graham Green er kominn út með nýja bók „Getting to know the General". Hún fjallar um vin- áttu hans og hershöfðingjans Omar Torrijo, sem var einræðis- herra í Panama. í tilefni af út- komu bókarinnar birtist viðtal við Green. Þar segir hann frá sam- böndum sínum í S-Ameríku, vin- áttu sinni og Fidel Castros. Þegar talið berst að Nóbelsverðlaunun- um, en Green hefur margsinnis verið nefndur í sambandi við þau, en ekki fengið þau, verður hann æstur. — Ég vil ekki ræða það. Það er alltaf sama gamla sagan með aumingja herra Arthur Lundkvist (en hann er í akademíunni, sem úthlutar verðlaununum), sem seg- ir að ég fái ekki verðlaunin fyrr en hann er dauður. Ég held að ég hafi aldrei hitt karlinn þó ég hafi oft komið til Svíþjóðar. Auk þess er ég orðinn of gamall nú.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.