Tíminn - 21.03.1967, Síða 3

Tíminn - 21.03.1967, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 21. marz 1967 TÍMINN Þórarinn frá Steintúni skrifar: Er óbundið mál Ijóð? „í sunnudagsiblaði Tímans 5.2. ‘67, er nýr pistill, sem nefnist „bókmenntaspjall“ og ritaði Hjört- ur Pálsson í hann að þessu sinni. Hann vík-ur þar nokkrum orðum að mér og eru þau tilefni þessara lína. Ég kem að því síðar. Það sem 'hér er innan gæsalappa er tekið úr grein Hjartar. Eftir nokkrar umlþenkingar, varðandi stefnur í bundnu og óbundnu máli, slær hann út trompinu gegn ríminu, og verður erindi eftir Jóhannes úr Kötlum fyrir valinu. Erindið er svona: „Þá sökk hennar rím eins og steinn með okinu niður í hafið“. Sagt er að allir vildu Lilju kvað- ið hafa. Þannig er um mig og líklega fleiri, sem kynntust fyrstu Ijóðabókum Jóhannesar: Bí bí og blaka og Álftirnar kvaka, að þeir mundu ætla að hann vildi þess- ar ljóðlínur ekki kveðið hafa, og ég t.el að Jóhannesi hafi rímið ekki verið neitt ok. „Tvímælalaust er það dapurlegt að hafa ekki brageyra, en hitt er líka slæmt að ekki skuli vera til eyrnardropar við hlustarverk í brageyranu“ Ef þetta er fyndni, þá missir hún marks. Ekki er sama hvernig með mál er farið, enda skortir mig og fleiri mikið þar á að vel sé. Brageyra er til- finning fyrir meðferð máls, o'g ég hefði haldið að sú tilfinning skað- ÖKUKENNSLA HÆFNISVOTTORÐ TÆKNl NÁM INNIFALIÐ Gísli Sigurðsson SÍMl 11271. aði ekki þá sem rita óbundið mál. J>á kemur tilefni þessarar grein- ar. Hjörtur segir: „Reyndar held ég að Sigurður frá Brún og Þór arinn frá Steintúni hafi ýmislegt við þetta að athuga, en það verð- ur þá að hafa það.“ Ummæiin eru frekar dularfull. Ég held að oflof sé eða last um of á okkur Sigurð, að við séum þeir óvættir á ieið ungra sem eldri tízkuskálda að orð sé á gerandi. Hvort við erum staðnaðir afturhalds menn í rími og háttum, eða vökumenn líðandi stundar, þar sker tíminn einn úr um. Ritdómarar og skýrendur gera efalaust sitt gagn, en þjóðin, hin nafnlausi almerningur fellir úr- slitadóminn og það eitt lifir, sem í gegnum það nálarauga fer. En hvað er þá ljóð á íslandi? Að mínu viti er það ákveðið form: Tján- ing á hugsun, þar sem farið er eftir föstum reglum um framsetn ingu. Koma þá til : stuðlar, höf- uð-stafir og endarím, eða sá Jeveð skapur, sem allt þetta vantar í, en hefir háttbundna hrynjandi og innan þessara takmarka eru ótæm andi tilbrigði. Segja má víst, að ljóð og kvæði það sem kveðið erl sé ekki það sama meðal útlendra. Þetta er ekki svona einfalt hér. íslenzk skáld yrkja og skrifa fyrst og fremst fyrir íslenzku þjóðina. Vegna sérstöðu okkar um rím verður þetta þannig, að ljóð og 'kvæði er að ég held sama hugtak- ið í meðvitund þjóðarinnar (þrátt fyrir a-llan áróður gegn rími og öðrum þjóðlegum verðmætum) og erfitt verði úr þessu að greina þar á milli, enda spurning hve rétt er eða heppilegt, að raska svo gamalli 'hefði, eða hvort það er hægt. Þess vegna nota ég nafnið ljóð einvörðungu yfir kvæði (það sem 'bveðið er). Óbundið mælt mál er ekki ljóð á íslandi. Það getur ver- ið fagur skáldskapur, fögur fram- setning á hugsun, en ekki íjóð. Að óttast um íslenzka ljóðagerð vegna þessara óljóða eða ritgerða- ‘ljóða, held étg að sé ástæðulaust. Ég er þó sannfærður um að þessi framsetning á fullan rétt á sár. Þó ekki sem arftaki ljóðanna, heldur sögunnar. Á þessari öld sjónvarps og hraða, þegar fólk hefir hreint og beint ekki tíma til að lifa hefir það eðlilega ekki tíma ti'l að lesa langar sögur. Þá getur verið meiri hugarhægð og uppbygging að fáum velsögðum og meitluðum setningum en löng um vaðli. Fyrsta skylda skálds varðar fég- urðina. Ekki að skapa fegurð, við erum þess ekki umkomin. Móðir náttúra hefir séð þar svo fyrir öllu, að ekki verður umbætt. Þjóð- trúin hermir okkur frá sj'áendum, sem gátu látið öðrum birtast hulda heima ef gengið var þeim undir hönd. Listamaðurinn á að vera sjáandinn, og hann á að gefa meðbræðrunum hlutdeild í öllu því bezta og fegursta, sem hann finnur og sér. Þá skiptir formið ekki máli. Oft er talað um og stund um með réttu að efni sé svo þving að í rími, að úr verði leir. Leir í bundnu máli er ekki ykja hættu- legur. Brotalöm á fínu víravirki er meira áberandi en á grófu verki. Þeim leir er ekki lífvænt meðan málfar almennings er nokkurn vegin óbrjálað. Leirinn í óbundnu máli er hættulegri og verra að varast hann. Hann smýgur inn í málkenndina og grefur þar undan bundnu sem óbundnu máli. Og að endingu. íslenzka rímljóðið á- samt tengslum milli Ijóðs og lags á sennilega mestan þátt í því að við tölum íslenzku í dag og erum íslenzk þjóð.“ Kritikus skrifar: Fáein orð um væntan- leg frímerki Fyrir nokkru lét póststjórnin frá sér fara lauslega áætlun um frímerkjuútgáfu á árinu 1967, og nú er fyrsta merkið komið — 20 kr. með mynd af Himbrima, skin- andi falliegt merki, með þeim 'beztu af fleirlitu merkjunum, og ölum til sóma Næst eiga svo að koma Evrónu- merki eins og að undanfórnu. Þetta geta tæplega talist íslenzk imarki. Uppíhaf þessarar útgá'fu er viðleitnin að koma á banda- ríkjum Evrépu, — samruna ríkj- anna í eina heild fjárhagslega fyrst og fremst. Flestum rnun vera ljós hættan á því, að við myndum þurrkast út sem sjálfstæð þjóð, e f við gengjum í þessi samtök. Þaðvek- ! ur því allmikla furðu, að póst- ■ stjórnin skuli reka ógrímuklædd- an áróður fyrir því með þessari árlegu frlmerkjaútgáfu, Það heilir að vísu svo, að þetta sé Evrópusamband pósts og síma, en það ef til er, verðskuldar ekkert frekar árlegar frímerkjaút- gáfu heldur n t.d. Samband ísl. samvinnufélaga, eða Kaupmanna- samtökin. Næst er svo fyrirhugað frífeerki í tilefni af Heimssýningunni í Kanada. Er vonandi að það*takist vel. En svo kemur rúsínan i pilsu- endanum: frímerki í tilefni af 50 ára afmæli Verzlunarráðs! Furðu legt. Póst og Símamálastjóri er gæt- inn maður og grandvar, er hann hættur að skipta sér af þessum málum? Því verð-ur helzt að trúa, því ef af þessu verður, þá er öðr- um samtökum — verðugri — gerður slífcur óréttur að ekki er viðunandi. Og hvar endar það, ef á að fara að sleikja upp ómerkileg af- mæli? Kannski eigum við von á frímerki í 25 ára minningu Fjár hagsráðs sálaða, hver veit. Þetta er allt annað heldur en ef einbver þjóðkunnur maður er heiðraður á 100 ára afmæli eða ártíð, eða t.d. 150 ára afmæli Bók- menntafél. Get ég ekki látið hjá líða að minnast aðeins á þau merki. Mörgum finnast þa.u ljót, taia gjarnan um flöskumiða j því sam- bandi, en þeir þurfa nú ekki endi lega að vera ljótir. Merkin eru alls ekki ljót, það er gott sam- ræmi í myndfletinum og hann er vel uppbyggður, en þau eru ekki „í lit“ og það^gerir gæfumuninn hjá flestum. Það er gaman að þessum merkjum, þau eru skemmti leg tilbreytni, gallinn er sá, að það ber oflítið á þeim á bréfi, og þau kannski ekki heppileg þess vegna. Þróttarbílstjórar á móti hægrí akstrí Árið 1964 var kosin á Aliþingi nefnd, m.a. til að kanna grund- völl fyrir breytingu á umferðar- lögunum, úr vinstrihandar umferð í hægrilhandar umferð. Nefndin leitaði umsagnar ýmissa aðila um mýlið, svo sem vegamálastjóra, FÍB, Landssam'bands zörubifreiða stjóra og umferðarnefndar Reykja víkur. Landissamband vöruibifreiða- stjóra gaf nefndinni þær upplýs- ingar, að það styddi mál betta, þ.e. hægri handar frumvarpið, þó svo að fulltrúarnir í sambandinu leituðu ekki álits félaganna út á landi eða Þróttar í Reykjavík. Sagt var, að það hefði ekki verið tími til að fá samþykki félaganna ut um land. Einar Ögmundsson, for. Lands- sambandsins og fulltrúi Þróttar, á- samt Pétri Guðfinnssyni og Sig- urði Sigurjónssyni, létu hjá líða að tilkynna okkur < Vöru- bílstjórafélaginu Þrótti ákvörð- un sína, hvað þá að leita eftir íikooun félagsmanna á fundi á þessu alvarlega máli. Það voru hæg heimatökin fyrir Landssam- bandið að fá álit Þróttar og fé- lagsins í Hafnarfirði á málinu, þar sem Land'ssambandsþingið var Ihaldið í Reykjavik. Þeir þorðu | því miður ekki að efna til at- j kvæðagreiðslu um mál þetta inn- | an vörubílstjórafélaganna, vegna j ótta um að það yrði kolfellt. Á aðalfundi Þróttar j Reykja- vík, 26. febr. s.l. var samþykkt eftirfarandi tillaga, með öllum greiddum atkvæðum, nema einu: „— Fundurinn mótmælir harð lega framibomnum lögum um hægri umferð. Fundurinn ályktar að skora á rikisstjórnina að leggja málið undir dóm þjóðarinnar með þjóðaratkvæðagreiðslu við næstu Alþingiskosningar." Sá sem greiddi tillögunni mót- atkvæði var Sigurður Sigurjóns son, sem er einn af fulltrúum Þróttar hjá Landssambandinu og á sæti í stjórn Þróttar og i um- ferðarnefnd Reykjavíkur. Einar Ög mundsson og Pétur Guðfinnsson S’átu hjá. i Landssamband vörubjíreiða- stjóra hefur innan sinna vébanda á annað þúsund atvinnubílst.ióra. Alsherjarnefnd Alþingis fékk al- ranga mynd af skoðunum vöru- bílstjóra í landinu um mál þetta, og er mikill kurr í þeim vegna meðferðar þessa máls. Fulltrúar stærsta vörubílstjórafélags lands- ins, sem í eru á þriðja hundrað félagsmenn, brugðust þeirri á- byrgð, sem á þá var lögð, eins og samþykkt ofangreindrar til- lögu ber með sér. En nú skulum við snúa okkur að stjórn Þróttar. Síðast liðið vor ; var ungur maður með undirskrifta lista á stöð félagsins vegna þessa máls. Hann var ekki félagsmaður í Þrótti, en ók í forföllum ar.nars. Ekki var þessi listi lengi búin að ganga, áður en Einar Ögmunds- son skipaði honum að hætta söfn- uninni, hann væri ekki félagi í Þrótti. Þarna er lýðræðiskendin á háu stigi eða hitt þó heldur. Alit félagsmanna mátti ekki koma fram í dagsljósið. Mótmælatillögu aoalfundarlns sem áður er getið, fylgdu þau ákvæði, að hún yrði send viðkom- andi ráðherra og birt í blöðum borgarinnar. Ekki var traustið til stjórnar Þróttar meira en svo, að þessi ákvæði voru sett, enda hef- ur komið í ljós að þegar ég skrifa þe9si orð, 15. 3. bólar ekkert á henni í þlöðunum ennþá. Hér er ég kominn að kjarna málsins. Við erum orðnir langeygðir eftir til- (lögunni og það er aðaltilefni' skrifa þesgara, að opinbera þá staðreynd, að stjórn Þróttar hef- ur ekki orðið við samþykkt fé- lagsmanna um birtingu áður greindrar tillögu, þrátt fyrir ítrek- aðar óskir. Meðferð þessa máls í höndum stjórnar Land-ssambandsins og Þróttar er með algjörum endem- um. Landssambandið sendi frá sér álit um viðhorf vörubílstjóra til hægri aksturs upp á sitt eindæmi. Þegar stjórn Þróttar sér að hún getur ekki komið í veg fyrir mót- mæli Þróttarmanna við hægri lög- unum, gripu þeir til þess bragðs, að stinga mótmælum aðalfundar- ins undir stól. Almenningur a ekki að heyra skoðun á briðia hundrað atvinnubílstjóra. Ég vil að lokum skora á stétt- arbræður mína> hvar sem er á landinu, að láta frá sér heyra á opinberum vettvangi um þetta mál. Ætla mætti, að stjórn Þróttar birti ofangreincla ályktun, en vjst er að Einar Ögmundsson og fé- lagar hafa ekki vaxið af máh þessu. Með þökk fyrir birtinguna, Jón Vilberg Guðmundsson, Þróttarbílstjóri. Á VÍÐAVANGI Þegar vopniu snývi í hendi Ólafur Jónsson blaðamaður við Alþýðublaðið ritar ágæta grein í Alþýðublaðið s. I. sunnu dag um bann þjóðlífsþáttarins í útvarpinu o. fl. og segir m.a. „Eg hef að vísu ekki lieyrt umræddan þátt hvert skipti scm hann hefur veiið fluttur. En engin rök virðast mér til þess að hann hafi verið misnotaður í pólitískum tilgangi, enda tókst Morgunblaðinu ekki að sanna það á þátt þann sem fjall aði um Vestmannaeyjar þrátt fyrir rækilega tilraun í sjálfu Reykjavíkurbréfi. Læknaþáttur inn sem bannaður var hefur enginn bendlað við pólitískan áróður; það er í hæsta lagi sagt að heilbrigðismál séu of „viðkvæm“ til að megi ræða þau í útvarpið sem er skrýtin rök semd. Af hverju stafar sú við- kvæmni? Ilefði þætti þessum verið útvarpað eins og til stóð er raunar langsamlega líklegast að hann hefði farið fyrir ofau garð og neðan hjá flestum áheyrendum; menn hefðu lagt við hlustirnar sem snöggvast við harðorðustu ádrepum Iækn anna en varla hafzt margt að annað; þrátt fyrir allt kom ekkert fram í þættinum sem ekki hefur verið getið annars staðar. Hafi það verið ætlun sjálfstæðismanna í útvarpsráði að afstýra gagnrýni á hexl- brigðisþjónustuna hefur þeim mistekizt hraparlega; eftir bann lð er hún á hvers manns vör um enda hefur þegar verið stofnað til opinbers umræðu- fundar um heilbrigðismál; þátt urinn siálfur hefði fráleitt vak ið slíka athygli. Nú má vera að útvarpsráðsmönnum, og Morgunblaðinu, gangi annað til, að þeir hafi talið að stjórnandi þáttarins, Ólafur Jrímsson, hefði einhvern óeðlilegan fram drátt vegna þjóðlífsþáttarins í sínu pólitíska starfi á vegum Framsóknarflokksins sem þeir vil*lu fyrir hvern mun afstýra. En í því tilfelli hefur þeinr mistekizt enn háðulegar sín fyrirætlun. Bannið á læknaþætt inum liefur gert Ólaf lands- kunnan.mann í einni svipan og með miklu skjótari hætti en þátturinn sjálfur hefði megnað, þótt hann gengi vetrarlangt í eyru hlustenda; og öll sú athygli er áreiðanlega líklegri til framdráttar Iionum en hnekk is. Alveg oforvarandis er ÓI- afur orðinn fulltrúi frjálslyndis, frjálsra skoðana, frjáls fram- taks gegn skefjalausu flokks- ræði, gegn skoðanakúgun, vald níðslu rosknari og reyndari stjórnmálamanna ei. hann er sjálfur.“ Ekki einangrað tiltæki „Mál lians verður enn var- hugaverðara en ella vegna þess hvernig það bar að Ádeila Morg unblaðsins á þátt Óiafs Gríms sonar og banhið við læknaþætt inum er sem sé engan veginn éinangrað tiltæki, heldur virð ist það liður í skipulegri sókn á hendur útvarpinu sem til þcssa liefur einkum beinzt að frétta stofu útvarpsins- Herferð blaðs ins hófst í haust með lesenda bréfum svokölluðum, en náði smám saman þeim broska að hún þótti leiðarsl^k: jafnan var deilt á útvarpið almennum orðum fyrir vinstrivillu og Framhald a bls 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.