Tíminn - 21.03.1967, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 21. marz 1967
MINNING
Úiafur Daníelsson
Hurðarbaki
f dag er borinn til grafar að
Leirá í Leirársveit heiðursbónd-
ínn og fróðleiksmaðurinn Ólafur
Daníelsson að Hurðarbaki í Svína
dal. Hann fæddist á næsta bæ við
Leirá, hvarf aldrei langt frá upp-
runa sínum, og nú er hann lagður
til hvíldar, sem næst því er vagga
hans stóð.
Ólafur Daníelsson var fæddur
að Melkoti í Leirársveit hinn 4.
apríl 1895, elztur af 10 börnum
hjónar.na Daníels Ólafssonar og
Steinunnar Ólafsdóttur, sem þar
bjuggu. Daníel faðir Ólafs lézt árið
1916, en móðir hans Steinunn,
lifði fram í háa elli og dó fyrir
tveimur árum, níræð að aldri.
Fyrst um sinn eftir lát manns síns
hafði hún haldið saman búi með
börnum sínum, en árið 1921 brtó
hún núi og fluttist til Akraness,
en börnin fengu samastaði hvert
í sinni áttinni. Ólafur fór að Efra
skarði og var þar til 1923, en þá
fluttist hann að Kambshóli í Svína
dal og hóf þar búskap. Hann
kvæntist Þórunni Magnúsdóttur
frá Efra-Skarði hinn 28. desember
það ár. Á Kambshóli bjuggu þau
ihjónin aðeins eitt ár, en vorið
1924 fluttust þau að Hurðarbaki
í sömu sveit, og þar bjuggu þau
upp frá því eða samtals 43 ár.
Þórunn, kona Ólafs er enn á lífi
og býr áfram að Hurðarbaki með
Árna syni þeirra, er lengi hefur
verið stoð þeirra og stytta við
búskapinn.
Þau Ólafur og kona hans eign-
uðust sex börn, sem öll eru á lífi.
Þau eru: Magnús Daníel, verk-
stjóri í Hvalstöðinni í Hvalfirði,
kvæntur Kristínu Jónsdóttur frá
Neðrihrepp; Sigríður, húsfreyja
í Reykjavík, gift Sigurmundi
Björnssyni bifreiðastjóra; Ingólf-
ur, kaupfélagsstjóri hjá KRON í
Reykjavík, kvæntur Erlu Bjarna-
dóttur; Óskar, starfsmaður hjá
Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi,
kvæntur Margréti Jafetsdóttur;
Steinunn Daníelína, húsfreyja á
Akranesi, gift Jóni Péturssyni vél-
virkja, og áðurnefndur Árni, sem
nú býr með móður sinni að Hurð
arbaki.
Ólafur á Hurðarbaki gerði ekki
víðreist um dagana. Alla sína sögu
átti hann innan sömu sveitar að
kalla, þar sem hann bjó sem bóndi
meðal bænda. Ekki er mér næsta
kunnug búskaparsaga hans, enda
er það ekki hennar vegna að ég
minnist hans nú, þegar hann er
allur, heldur vegna þeirra sam-
skipta, sem með okkur tókust á
efri árum hans, á allt öðrum vett-
vangi. Þegar Þjóðminjasafn ís-
lands hóf að safna ýmsum fróð-
leik varðandi þjóðhætti á fyrrij
tíð, var Ólafur á Hurðarbaki einn |
þeirra mörgu góðu manna, sem i
við komumst í samband við, og
hann varð einn okkar traustasti
'samstarsmaður, meðan kraftar
hans entust. Hann tók af okkur
margar spurningaskrár og lagði
mikla vinnu í að svara þeim. Hann
var mjög vel heima í öllu er laut
að þjóðháttum og gömlum atvinnu
háttum í ‘sínu umhverfi, og allt
sem hann miðlaði okkur af slíkum
fróðleik var með því marki, að
það vakti sérstakt traust. Hann
átti heima á sömu slóðum alla
sína ævi, og hann þekkti þetta svið
út í æsar og það líf sem þar hafði
verið lifað á hans dögum pg reynd
ar töluvert lengra aftur, á 19. öld,
meðan hin gamla íslenzka bænda-
menning var enn í skium föstu
skorðum. Frá slíku kfmni hann
vel að segja á sinn sérstæða gagn
orða hátt. Hann skreytti ekki mál
sitt með fjölskrúðugum frásagnar
brögðum, en kjarni málsins naut
sín að því skapi betur. Slíkir
heimildarmenn eru gulls ígildi.
Þeim fækkar nú óðum, sem þess
eru megnugir að miðla lifandi
fróðleik um þá gömlu alþýðumenn
ingu, sem áður var og við erum
flest íunnin upp úr. Ólafur Daníels
son á Hurðarbaki var einn þeirra.
Skal þess nú minnzt, sem hann
lét af mörkum úr sjóði lífsreynslu
sinnar og minninga, um leið og
hann er kvaddur með virðingu og
þökk
Kristján Eldjárn.
r _ ___ m
UTGERÐARSTOÐ
TIL SÖLU
Eignir h.f. Miðnes í Sandgerði, eru til sölu ef við-
unandi tilboð fæst. Nánari upplýsingar gefur undir-
ritaður.
Björn Sveinbjörnsson, hæsfaréttarlögmaður
Sölfhólsgötu 4. Sími 12343 og 23338.
Utbod
Kópavogskaupstaður óskar eftir tilboðum í við-
byggingu við Kópávogsskóla við Digranesveg. —
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu minni, gegn
2000 kr. skilatryggingu.
Tilboðum sé skilað í síðasta lagi 3. apríl.
Kópavogi 20 apríl 1967.
BÆJARVERKFRÆÐINGUR
Jón Gré'rar Siaurðsson
héraðsdómslöomaður
Austurstrceti b,
18783
Fermingarföt
Aliar stærðir Ný efni og
snið. Terelyne og ull.
DreRgjajakkaföt
íxp 6—14 ára Úrvalsefni
Matrosföt — Matroskjólar
Síakir kragar —
fiautubönd.
ðarnaúlpur, Drengjapeysur
Drengjaskyrtur, hálfvirði
rt 75,00.
Drer-gjabuxur,
Drengjasokkar. kr. 30,00.
Fyrirliggjandi
Dúnsængur, gæsadúnn.
Rúmteppi, 2,ia manna
(Dialon).
Koddar, Sængurver, lök.
PATTONS-ULLARGARNIÐ
Þl í fimm grófleikum.
- Litaúrval, — hleypur
ek|ci.
SencííS fyrirspurnir.
Póstsendum. —
ves»urgötu 12. Simi 13510
WILTON
TEPPADRBCLAR
TEPPALACNIR
EFTIR MÁLI
Laugavegi 31 - Sími 11822.
Rannsóknastarf
Aðstoðarstúlka óskast við sýklarannsóknir á
Rannsóknarstofu Háskólans. Laun verða greidd
eftir launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknir send-
ist Rannsóknastofnuninni fyrir 1. apríl n.k., ásamt
upplýsingum um menntun og fyrri störf. Stúdents-
menntun eða sérmenntun í rannsóknatækni æski-
leg.
Rannsóknarstofa Háskólans við B^rónsstíg.
ÖTIHURDIR
SVALAHURÐIR
BÍLSKÚRSHURÐIR
HURDAIDJAN SF
AUDBREKKU 32 KÓPAV.
SÍMI 41425
ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR
úr harðplasti; Formal: innréttingar bjóða upp
á annaíí hundrað tegundir skópa og litaúr-
val. Allir sképar með baki.og borðplata sér-
smíðuð. Eldhúsið fasst með hljóðeinangruð-
um stéívaski og raftækjum af vönduðustu
gerð. - Sendið eða komið með mél af eldhús-
inu og við skipuleggjum eldhúsið samstundis
og gerum yður fast verðtilboð. Ótrúlega hag-
stætt verð. Munið að söluskattur ér innifalinn
í tilboðum frú Hús & Skip hf. Njótið hag-
stæðra greiðsluskilmóla og
lækkið byggingakostnoðinn.
SR—KR
Framhald af bls. 13.
yfir leikmönnum og áður. Hjörtur
var stigahæstur, skoraði 18 stig,
Gunnar G. skoraði 12, Einar BoU^t
son 11, Kolbeinn 10 og Kristírm
Stefánsson 9.
Dómarar voru Jón Eysteinsson
og Marinó Sveinsson og dæmdu
leikinn vel, nema hvað Marinó
gerði sig sekan um smávægileg
mistök, sem KR græddi á.
FH—VALUR
Framhald af bls. 13.
í byrjun síðari hálfleiks virt-
ust Valsmenn ætla að vakna af
dvalanum. Bjarni Jónsson og Stef-
án Sand'holt skoruðu 2 mörk i röð
og staðan var 13:10. En það var
allt og sumt. PH-ingar hófu stór
skotasókn og fljótlega mátti sjá á
markatöflunni 19:11. Lokatölur
urðu 25rl5, sem sé 10 marka mun-
ur.
Þessi leikur var nokkur upp-
reisn fyrir FH eftir ófarir í síð-
ustu leikjum. Nú var hraðinn
aftur á dagskrá og með 'honum
tekst FH að rugla mótherjana í
ríminu, þó svo, að FH takist ekki
að nýta nærri nógu vel eyðurnar,
sem myndast. Stundum hefur mað
ur það á tilfinning.unni, að FH
leiki hratt aðeins hraðans vegna.
En hvað iim það, hraðinn er vopn
sem dugar FH bezt, og að þessu
sinni leyfðist engum leikmanna
að draga úr honum. Örn, Geir og
Fáll voru skæðuistu sóknarmenn
liðsins, en í vöminni bar mest á
Birgi Björnssyni, Einari Sigurðs-
syni, Jóni Gesti, Auðunni — og
reyndar Geir, sem var drjúgur í
miðlherj astöðunni og tókst að stel-
ast inn í sendingar Valsmanna.
Þá má ek'ki gleyma Kristófer, aem
varði vel, en að vísu voru sum
skot Valsmanna auðveld. Mörk FH
skoruðu: Geir 8, Örn 7, Páll 5,
Auðunn 2, Birgir og Árni og Jón
Gestur 1 hver. Ragnar Jónsson var
í skotstuði, en hafði ekki árangur
sem erfiði, tókst ekki að skora eitt
einasta mark.
Sóknarleikur Vals var mjög
þungur og vantaði alla hreyfingu.
'Hermann Gunnarsson var mjög
miður sín í þessum leik og tókst
einungis að skora 2 mörk. Sama
var að segja um Berg. Hann skor-
aði reyndar 7 mörk, en þar af
6 úr vítaköstum. Þegar þessir
tveir leikmenn Vals leika undir
getu, er ekki von á góðu. Stefán
Sandholt skoraði 2 mörk, Ágúst,
Bjarni, Gunnsteinn og Jón Karls-
son 1 ihver.
Karl Jéhannsson dæmdi leikinn
af slíkri festu og öryggi, að hug-
mynd um tveggja dómara kerfi
virðist fjarlæg og afkáraleg. Ef við
ættum marga dómara á borð við
Karl Jóhannsson, værum við í ör-
uggri höfn í dómaramálunum.
—alf.
W) Eil
RAFTÆKI
HÚS & SKIP hf. LAUGAYICI II • SIHI 2151 S
BADMINTON
Framhald af,bls. 13.
Sigurðardóttir Jóninu Niljónusar
dóttur í úrs'litum 11:9 og 11:7.
Og í tvíliðaleik kvenna sigruðu
Lovísa og Hulda Guðmundsdótt
ir þær Jónínu og Rannveigu
Magnúsdóttur 11:15, 15:10 og
15:0. Næsta óvenjuíegt er, að
ekki sé skorað í heilli lotu, eins
og þarna skeði í oddinum. í
tvenndarkeppni léku Lovísa og
Jón Á. saman gegn hjónunum
Jónínu og Lárusi . Guðmundssyni
og sigruðu 15:6 og 15:12.
í 1. flokki léku til úrslita í
einliðaleik Friðleifur Stefáns-
son, KR, og Björn Finnbjörns-
son, TBR. Sigraði Friðleit'ur 15:3
og 18:13. Friðleiiur hefur tekið
miklum framförum og verður gam
an að fylgjast meo honum.
f tvíliðaleiknum komu strak-
arnir Haraldur Kornilíusson og
Bjöm Finnbjörnsson á óvar
með því að sigra Fri'ðleif oe
Gunnar Felixison, KR, 15:6, 8:15
oe 15:7.