Tíminn - 21.03.1967, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 21. inarz 1967
13
Úrslitaieikur Fram og FH háður 16. apríl
Alf-Reykjavík. — Frain og
FH eru hnífjöfn aS stigum eft-
ir leiki helgarinnar, hafa bæði
hlotið 14 stig og munu mæt-
ast í lireinum úrslitaleik sunnu-
daginn 16. apríl n.k. Segja má,
að íslandsmótið í handknatt-
leik hafi fengið á sig skemmti-
legan lokablæ með úrslitum
síðustu leikja og verður áreið-
anlega um hörkubaráttu að
ræða milii Fram og FH í úr-
slitalciknum. Þessi tvö lið eru
örugglega sterkustu handknatt-
leikslið okkar í dag — það
sanna úrslit lcikjanna um helg-
ina, þar sem FH vann Val með
10 marka mun og Fram Vík-
ing með 16 marka mun, þó
svo að þessi stóri munur gefi
e.t.v. ekki alveg rétta hugmynd
um styrkleikamuninn.
Áður en úrslitaleikurinn fer
fram 16. apríl, verða leiknir
tveir landsleikir við Svía, 9.
og 10. april, og verður iíminn
þangað til, svo og eftir lands-
leikina, áreiðanlega vel notað-
ur til æfinga. Valur og Víking-
ur eru einu liðin, sem lokið
hafa af öllum sínum leikjam,
en auk leiks Fram og FH eiga
Haukar og Ánnann eftir að
leika sín á milli. Geta Haukar
náð 3. sæti í mótinu með því
að sigra Armann.
Staðan í mótinu er nú þann-
ig:
Fram 9 7 0 2 208137 14
FH 9 7 0 2 208:148 14
Valur 10 5 0 5 199:189 10
Haukar 9 5 0 4 183:184 10
Víkingur 10 4 0 6 172:193 8
Ármann 9 0 0 9 135:254 0
Jón A. varö
Rvíkurmeistari
Rvíkurmótið í badminton var
háð um helgina í íþróttahúsi Vals.
f flestum greinum var um
skemmtilega keppni að ræða, t.d.
í tvíliðaleik í 1. fl. karla, þar
sem hinir kornungu badminton-
leikarar úr TBR, Bjöm Finn
bjömsson og Haraldur Kornilíus-
so, sigmðu KR-ingana Friðleif
Stefánsson og Gunnar Felixson
í úrslitum.
í einliðaleik í meistaraflokki
karla lék Jón Árnason, TBR, til
úrslita gegn Óskari Guðmundssyni
KR, og sigraði 15:10 og 15:9.
Er næsta sjaldgæft, að ekki þ.urfi
■odd, þegar þessir tveir heiðurs-
menn mætast í keppni. f tvíliða-
leik signuðu Jón Á. og Víðar
Guðjónsson félaga sina úr TBR,
Garðar Aifonsson og Steinar
Jón Árnason
Petersen 15:6 og 17:16. — í ein-
iiðaléik kvenna sigraði Lovísa
Framhald á bls. 12.
Víkingur auð-
veld bráð Fram
- sem sigraði þá með 31:16
Víkingur, sama liðið og sigraði
íslandsmeistara FH nýlega, fékk
ljótan skell á móti Fram á sunnu-
daginn. Flestir höfðu átt von á
jöfnum leik, en reyndin varð sú,
að Víkingar urðu Fram auðveld
bráð sem sigraði þá með 15 marka
mun, 31:16. Einkennileg úrslit, en
mjög í samræmi við háttarlag Vík-
ings-liðsins, sem annað hvort cr
hátt upp í skýjunum eða fyrir
neðan yfirborð jarðar, eins og
átti sér stað í þetta skipti. Þó er
hinu ekki að leyna, að Fram átti
i skínandi góðan dag og virtist
vera ágætlega undir það búið að
mæta FH í úrsiitaleiknum.
Fyrstu 20 mínútur leiksins voru
mjög eðlilegar. Og þegar 21 mín-
úta var liðin, var staðan jöfn, 7:7
En á þeim 9 mínútum, sem eftir
voru til hálfleiks, skoraði Fram
6 mörk í röð, en Víkingar kom-
ust ekki á blað. Þannig hafði Fram
náð yfirburðastöðunni 13:7 í hálf
leik. Á þessum síðustu minútum
í fyrri hálfleik fór Víkmgs-liðið
^gensamlega úr sambandi —r
FH keyrði í fjórða gír allan tím-
ann og vann Val með 10 marka mun
Hallsteins-bræðurnir Örn og Geir skoruðu flest mörk FH
Það var óþekkjanlegt FH-lið
frá tveimur síðustu leikjum, sem
birtist í Laugardalshöllinni á
sunnudaginn í leik á móti Val.
Með fljúgandi starti hófu FH-ing-
ar leikinn af miklum hraða og
keyrðu í fjórða gír allan tímann.
Hinn mikii hraði braut Val á
skömmum tíma og úrslitin voru
Manchester Utd. á toppinum
Með 5:2 sigri gegn Leicesterl
náði Manchester Utd. forustusæti:
í 1. deild á Englandi á laugar-j
daginn. En þessi sigur var dýru
verði keyptur, þvi að hinn tacitti
sóknarbroddur, David Herd, fót-1
brotnaði snemma í leiknum og er
mikill skaði fyrir Utd. að missa,
hann.
Af öðrum úrslitum má nefna
jafntefli Bumley og Liverpool,
0:0 og jafntefli Tottenham og
Chelsea, 1:1, en mark Chelsea
skoraði 16 ára gamall nýliði, Ham-
ilton að nafni. — Manchester Utd.
hefur 44 stig, Liverpool 43, Nott-
ingham F. 41 stig og Tottenham
og Chelsea 37 stig.
eiginlega ráðin snemma í fyrri
hálfleik. Áberandi breyting á FH-
liðjnu frá tapleikjunum gegn Hauk
um og Víking var, að nú voru all-
ir leikmenn liðsins samtaka um
að halda hraðanum gangandi. Og
viti menn! Utan vallar stóð á-
byrgur maður og sá um skipting-
ar lcikmanna- Með því að kippa
þessu skipulagsatriði í lag virðist
komin aftur vitglóra í skiptingarn
ar frá því, sem verið hefur undan
farið.
Það voru Hallsteins-bræðurnir,
Örn og Geir, sem nýttu bezt eyð-
urnar, er mynduðust í Vals-vörn-
inni og skoruðu mörg skemmtileg
ingar unnu óvæntan sigur gegn íslandsmeisturum KR
Verður landsliðið nú byggt
mörk. Örn skoraði 7 mörk fyrir
utan og Geir 6, en auk þess skor-
aði Geir 2 mörk úr vítaköstum.
Eftir 7 mínútna lei'k var staðan
orðin 4:1 FH í vil og í hálfleik
skildu 5 mörk á milli, 13:8.
Hraði og ákafi FH-inga setti
Valsmenn, sem alltaf virðast nafa
einhverja minnimáttarkennd í garð
PH, út af laginu þegar í byrjun.
Og ekki bætti það úr skák, að í
marki stóð kempan Kristófer
Magnússon og varði nær öll skot,
sem að marki komu, en Jón Breið-
fjörð í Vals-markinu lék langt
undir getu og varði sárilítið.
Framhald á bls. 12.
kannski að einhverju leyti vegna
dómarans, Vals Benediktssonar,
sem var óþarflega hliðhollur Fram
— og leikmenn Fram gengu á iag-
ið og tókst með fjölbreytilegu
spi'li að auka bilið jafnt og þétt.
Staðan í hálfleik var vonlaus fyrir
Víking. Og í slíkri aðstöðu grípa
menn oft til örþrifaráða. Strax í
byrjun síðari hálfleiks reyndu Vik
ingar að setja menn til höfuðs
Gunnlaugi Hjálmarssyni og Ing-
ólfi Óskarssyni, en þessi leikað-
ferð misheppnaðist algerlega. Vík--
ingar gleymdu Gylfa Jóhannes-
syni, sem við þetta fékk aukið
svigrúm. Hann skoraði með stuttu
millibili tvö mörk og vár staðan
þá 15:7. Og nú reyndu Víkingar
að taka Gylfa einnig úr samhandi
og hófst þá mikill darradans á vell
inum. En út úr þeim dansi komu
hinir leikreyndu Framarar, sem
öruggir sigurvegarar, og um miðj
an hálfleik skildu 10 mörk á milli,
20:10.
Sóknanmenn Víkings voru mjög
slakir í þessum leik, að Jóni H.
Magnússyni einum undanskildum.
Þegar liðnar voru 20 mínútur og
staðan 23:13, hafði Jón skorað 10
af 13 mörkum Víkings, þar af
2 úr vítaköstum. Þegar hér var
komið, tóku Framarar til bragðs
að setja mann til höfuðs Jóni, og
það með svo góðum árangri, að
þeim tókst að þagga niður í þe.ss-
ari miklu fallbyissu Víkings alger
lega. Var sókn Víkings nú nær
algerlega lömuð og tókst Fram að
auka bi'lið í 15 mörk, 31:16.
Framhald á bls. 15.
Ármann J.
sigurvegari
Ármann J. Lárusson, Breiðablik
sigraði í 1. þyngdarflokki í Lands-
flokkaglímunni, sem háð var á
sunnudaginn _að Hálogalandi. Er
langt síðan Ármann hefur þurft
að hafa eins mikið fyrir sigri og
í þetta skipti, í 2. flokki sigrað!
Már Sigurðsson, HSK og í 3. flokki
Valgeir Halldórsson, Árm. f ungl
ingaflokki sigraði Hjálmur Sig-
urðsson, Víkverja, í drengjaflokki
Bíkharður Jónsson, Keflavík og í
drengjafíliokki sigraði Bragi Bjdrns
son, KR.
Alf-Reykjavík. — Fyrra upp-
gjör ÍR og íslandsmeistara KR í
körfuknattleik lauk með sigri 1R
66:60, óvæntur sigur, þótt búizt
hefði verið við, að ÍR myndi veita
KR harða keppni. Leikur liðanna
fór fram í LaugardalshÖIIinni á
sunnudaginn og var mjög spenn-
Fjórðungsglímumót
Fjórðungsglímumót Vestfirð-
ingaf jórðungs verður háð í Stykk-
isfhólmi 2. apríl n.'k. Þátttökutil-
kýnningar þúrfa að þerast til Más
Sigurðssonar, íþróttakennara,
Sbykkishólmi, fyrir 27. marz.
andi, sérstaklega undir lokin, þeg
ar ÍR tókst að jafna og sigia fram
úr.
KR-ingum tókst aldrei aS útfæra
hina frægu „pressu“ sína í vörn-
inni almennilega, og jafnvel fór
svo nokkrum sinnum, að ÍR-ingar
högnuðust á þessari leikaðferð,
þar sém þeir voru mjög fljótir
fram vöilinn.
Miklar umræður hafa orðið um
ísl. landsliðið í körfuknattleik að
undanförnu með tilliti tii leikj-
anna við Dani, sem háðir verða
á næstunni. Spurningin er hvort
landsliðsnefnd muni nú ekki velja
landsliðið í kringum ÍR og láta
leikaðferðir ÍR verða ráöandi L
liðinu. Þessu er aðeins varpað
fram hér, þar sem fram hefur kom-
ið athyglisverð hugmynd um, að
leikaðferðir þess félagsliðs, sem
flesta leikmenn á í landsiiði, verði
notaðar. Mun landsliðsnefnd eiga
erfitt með að ganga framhjá ÍR-
ingum, þegar liðið verður valið nú.
Til að byrja með hafði KR nokk
uð örugga forustu í leiknum og
'hafði yfir i hálfleik 29:25. í sið-
ari hálfleik jafnaði ÍR í fyrsta
skipti 39:39 og náði svo forustu
fljótlega eftir það. Síðustu mínút-
urnar voru mjög spennandi, t.d.
náði KR að jafna 60:60, en Agn-
ar Friðriksson og Jón Jónasson
sýndu feiknamikið öryggi á ioka-
í körfuknattleik á sunnudag:
upp í kringum ÍR?
mínútunum og færðu ÍR forust-|í gang, en skoraði 13 stig. Skúli
una aftur. Lauk leiknum 66:60. skoraði 8 stig, Hólmsteinn og
Agnar var bezti maður ÍR og Pétur 4 hvor og Tómas 2.
skoraði samtals 18 stig. Jón átti KR-liðið var mjög dauft að
einnig góðan leik og skoraði 16 þessu sinni og ekki sama öryggið
stig. Birgir Jakobsson var seinn I Framhald á bls. 12.
Skíðafandsmótið hefst í dag
Alf-Reykjavík. — Skíðalands Föstudaginn langa verður skíða
mótið hefst í dag á Siglufirði þing, en keppni heldið áfram
með keppni í göngu. Mótinu á laugardag og páskadag. Síð-
verður haldið áfram á morgun, ustu daga hefur skiðafólk
einnig verður keppt á 'skírdag. streymt íil Siglufjarðar.
r