Alþýðublaðið - 27.07.1984, Síða 1

Alþýðublaðið - 27.07.1984, Síða 1
Heildargjöld skatthœsta einstaklingsins; Samsvara árslaunum 20 verkamanna Föstudagur 27. júlí 1984 142'tbl. 65. árg. Þegar álögð heildargjöld 1984 eru skoduö kemur vel í Ijós hversu fjársterkustu einstaklingarnir og lögaðilarnir eru bundnir við Suð- Heildarútlán Fiskveiðisjóðs um 6000 milljónir: 184% aukning útlána 1983 Lánveitingar Fiskveiðisjóðs á árinu 1983 námu um 830 milljónum króna og höfðu hækkað frá 1982 um 537,8 millj. kr. eða 184% (nær þreföldun). Heildarlánveitingar til fiskiskipa námu á árinu 730 millj- ónum og er þaft 188% aukning frá 1982. Til innlendra skipasmíða var var- ið á árinu 451 milljón kr., eða 216% meir en 1982 (rúmlega þreföldun). Lán til erlendra skipakaupa námu 95,6 milljónum kr., 338% aukning. Til endurbóta á skipum og til tækjakaupa var veitt lán upp á 183,4 milljónir kr. en 66,3 milljónir 1982. Lánveitingar í formi fast- eignaveðlána námu á árinu 87,7 Mengun frá álver- inu jókst 1983 Flúormagn í grasi, heyi og laufi hækkaði á árinu 1983 miðað við ár- ið 1982. Aftur á móti lækkaði flúormagn í barri. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsókna á gróðursýnum, sem voru tekin í ná- grenni álversins í Straumsvík. Ef þessar niðurstöður eru bornar saman við flúormagn í grasi og heyi fyrri ára, kemur í ljós að flúor- magnið var mest árið 1976. Næsta ár minnkaði það mikið og hefur siðan haldist jafnt að undanskildu árinu 1982, en þá lækkaði það veru- lega. Árið 1983 var hinsvegar um hækkun að ræða. Flúormagn í laufi er ekki eins breytilegt og flúor- magn í grasi og heyi, samt mældist hækkun árið 1983. Hinsvegar hefur flúormagn í barri, greni og furu far- ið lækkandi allt frá árinu 1976, og svo var einnig árið 1983. ÍSAL segir að orsakirnar fyrir menguninni árið 1983 séu þær að það ár hafi verið um rekstrarerfið- leika að ræða hjá álverinu. Höfðu þeir í för með sér aukið og mjög af- brigðilegt flúoríðútstreymi. Erfið- leikana má rekja til svonefndra blautra rafskauta, sem varð að not- ast við um skeið og þeirra áhrifa, sem sú notkun hafði á kerrekstur- inn. Biluð ker og ker í gangsetningu voru því óvenju mörg, en útstreym- isgas frá þeim er ekki nema að híuta dregið í gegnum þurrhreinsikerfi álversins. Þegar ný ker eru gangsett verður útstreymi flúoríðs með mesta móti. Auk þess hafði veðurfarið í júlí og ágúst í fyrra sín áhrif. Mánuð- irnir voru óvenju kaldir og úrkomu- samir. Hefur það í för með sér að megnið af útstreyminu hefur fallið til jarðar í námunda við álverið. milljónum, sem er 128% aukning frá 1982. Auk þessa voru veitt hag- ræðingarlán að upphæð 12.1 millj- ón kr. en aðeins um 200 þúsund kr. 1982. Útistandandi lán Fiskveiðasjóðs námu í árslok 1983 alls um 5937 milljónum króna og höfðu hækkað á árinu um 2719 milljónir. 83,6% heildarútlánanna eru vegna skipa- lána, um 8,5% vegna fasteignalána til hraðfrystihúsa og um 3,3% vegna annarra vinnslustöðva. Á árinu 1983 námu tekjur Fisk- veiðasjóðs um 730 milljónum kr., en gjöld um 643 millj. kr., tekjur umfram gjöld urðu því um 87 millj. kr. Ógreiddir og áfallnir vextir voru í árslok 1981 96,2 milljónir kr. Þá voru allir gjaldfallnir vextir, drátt- arvextir, reikningslegir vextir svo og verðbætur og gengismunur á alla vexti taldir að fullu til tekna og eigna. Sambærileg tala í árslok 1982 var kr. 225 milljónir. En þá voru 15 milljónir hvorki taldar til tekna né eigna vegna óvissrar inn- heimtu. Heildarfjárhæð ógreiddra og áfallinna vaxta er i árslok 1983 389,3 milljónir kr. Ákveðið var að meta óvissuþátt á kr. 40. milljónir. ogreiddir vextir í árslok eru því tald- ir kr. 349.369.602. Án óvissuþáttar hefðu tekjur ársins orðið kr. 25.000.000 hærri ogeigið fé í árslok kr. 40.000.000 hærra. Af Útvegsbankanum er það að segja að á árinu 1983 námu rekstrar tekjur alls um 1273 millj. kr. sem er 106% hækkun frá 1982. Þar af hækkuðu tekjur af vöxtum og verð- bótum af útlánum um 114% og vegna þóknunar og þjónustu um ' 119%. Rekstrargjöld hækkuðu milli ára um 94,2% og urðu um 1227 milljónir. Hagnaður af reglu- legri starfsemi varð um 46 milljónir en um 11 milljónir eftir skatta og önnur gjöld, en í fyrra var tap á rekstirnum upp á um 13 milljónir króna. Það hefur þvi aldeilis snúist til betri vegar hjá Útvegsbankan- um. vesturhorn landsins. Af þeim 14 einstaklingum á landinu sem greiða eiga yfir 2 milljónir í hcildargjöld eru 8 í Reykjavík, 5 í Reykjanesum- dæmi en aðeins einn úti á landi, nánar tiltekið Soffanías Cecilsson, Grundarfirði. Og þegar litið er á þá lögaðila er greiða eiga yfir 14 milljónir í heild- argjöld kemur svipuð útkoma í ljós. Af 13 lögaðilum sem eru í þessum hópi eru 9 í Reykjavík, 3 á Reykja- nesi, en aðeins einn úti á landi, nán- ar tiltekið KEA á Akureyri. Varðandi einstaklingana eru mjög áberandi í hópi skatthæstu manna lyfsalar og læknar. í Reykjavik eru 7 af 14 hæstu lyfsal- ar, 4 af 11 hæstu í Reykjanesi, á Suðurlandi eru tveir læknar meðal 5 hæstu, í Vestmannaeyjum 3 lækn- Framhald á bls. 2 Launaskrið minna en álitið var í kjaramálaumræöunni að und- anförnu hefur mikið verið rætt um launaskrið og yfirborganir. Kjara- rannsóknarnefnd gerir rcglulega könnun á launum og vinnutíma starfsstétta, sem flestar tilheyra að- ildarfélögum ASÍ, frá öllu landinu. Nýjustu tölur, sem frá þeim hafa komið, eru fyrir fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Á því tímabili hækkaði tímakaup verulega umfram taxta. Þetta er mjög svipað og gerst hef- ur undanfarin ár, en þetta launa- skrið hefur yfirleitt gengið til baka á næsta ársfjórðungi. Svo var t.d. árið 1983, en þá var mikið Iauna- skrið á fyrsta ársfjórðunginum, en það gekk til baka á næstu ársfjórð- ungum, með minni hækkun tíma- kaups en samningar kváðu á um. Sé gerður samanburður á fyrsta ársfjórðungi ’83 og fyrsta ársfjórð- ungi ’84, kemur í ljós að hækkanir tímakaups verkafólks og iðnaðar- manna hafa verið álíka eða minni en áætlaðar hækkanir kauptaxta. Hækkanir skrifstofufólks voru 1-1,5% og afgreiðslufólks 3-3,5% umfram áætlaðan kauptaxta. Þessi könnun kjaranefndar sýnir því að það er minna um yfirborgan- ir og launaskrið en sumir láta í veðri vaka. Um orkumál almennt og raforkuverð sérstaklega: Iðnaðarráðuneytið leitar að þriðja manninum Árið 1983 var metár í raforku- framleiðslu á Norðurlöndunum. Framleiðsla raforku jókst um 8,7%, eða 20 TWh (milljarða kílówattstunda) og varð saman- lagt 275 TWh í löndunum fimm. Á íslandi varð raforkan 3,8 TWh og jókst um 5,3% frá 1982. Þessar upplýsingar getur að líta í fréttabréfi frá NORDEL. Nordel eru samtök um norrænt samstarf í raforkumálum. Það eru leiðandi menn á Norðurlöndunum, sem eiga sæti i Nordel. Þeir Jakob Björnsson, orkumálastjóri, Hall- dór Jónatansson, forstjóri Lands- virkjunar, Kristján Jónatansson, rafmagnsveitustjóri ríkisins, og Aðalsteinn Guðjohnsen, raf- magnsstjóri Reykjavíkur, eru full- trúar íslendinga í samtökunum. Af heildar raforkuframleiðslu á Norðurlöndunum stóð vatns- orka fyrir 67,4% framleiðslunn- ar, 20,3% var frá kjarnorkuver- um, en kjarnorkuver eru bara í Svíþjóð og Finnlandi. Afgangur- inn 12,3% var fyrst og fremst framleiddur með kolum og olíu. Á árinu 1983 lækkaði raforku- verð í Danmörku, en þar er 96% allrar raforkuframleiðslu fram- leitt með kolum. í bæklingi með fréttabréfinu eru forvitnilegar upplýsingar um hvernig rafmagnsnotkunin skipt- ist milli iðnaðar og heimila. í Danmörk er hlutur iðnaðarins langminnstur, eða 28%, en á ís- landi er hann langstærstur, ein 64%. í Finnlandi notar iðnaður- inn 59% af raforkuframleiðsl- unni, í Noregi um 50% og í Sví- þjóð 45%. ísland hefur sérstöðu að því leyti að hér notum við jarðvarma til upphitunar húsa, en á hinum Norðurlöndunum er rafmagns- upphitun algengasta fyrirkomu- lagið. Raforkuverð til heimilisnota á Islandi er verulega hærra en á hin- um Norðurlöndunum, þrátt fyrir það að t.d. Danir verði að fram- leiða alla sína orku með kolum og olíu. Þegar þetta var lýðum ljóst í vetur flutti Alþýðuflokkurinn þingsályktunartillögu þess efnis að farið væri ofan í saumana á þessu og kannað hvers vegna raf- orkuverðið væri svona hátt eins og raun ber vitni. Ríkisstjórninni var falið að skipa nefnd þriggja óháðra sér- fræðinga til að kanna gaumgæfi- lega og skila sameinuðu Alþingi skýrslu um orsakir hins háa raf- orkuverðs og tillögum til úrbóta. Við hringdum niður í Iðnaðar- ráðuneyti og höfðum tal af Páli Flygenring, ráðuneytisstjóra, og spurðum hann hvað gerst hefði í þessu máli. Páll sagði að byrjað væri að hreyfa við málinu. Það hefði verið Ieitað til þriggja manna og þeir beðnir að taka þetta að sér. Tveir þessara manna hefðu samþykkt að starfa að þessu en einn þeirra hefði fengið umhugsunarfrest til að ákveða sig. Hefði hann nýlega gert upp hug sinn og neitað að taka þátt í þessu. Ráðuneytið er því enn að leita að þriðja mannin- um. Páll sagði að það væri alls ekki auðvelt að finna þrjá menn, sem hefðu vit á þessum málum og væru ekki á einhvern hátt viðriðn- ir orkumálin í landinu. Sagðist hann þó vonast til að úr þessu rættist. Hinsvegar væri annar þeirra manna, sem hefðu tekið þetta að sér, svo störfum hlaðinn í sumar, að það væri útséð með að ekki verður hægt að hefja störf fyrr en með haustinu. Við spurðum Pál hvenær hann byggist þá við því að niðurstöður úr þessari athugun lægju fyrir. í fyrsta lagi um áramót, sagði Páll, þessir menn geta ekki tekið þetta að sér í fullu starfi og verður því að ráða fólk í gagnasöfnun fyrir þá. Þetta eru mjög flókin mál og margt sem spilar inn í. í vetur var ríkisstjórninni falið að skipa nefnd þriggja óháðra sérfræðinga til að kanna gaum- gæfilega og skila sameinuðu Alþingi skýrslu um orsakir hins háa raforkuverðs og koma með til- lögur til úrbóta. Páll Flygenring ráðuneytisstjóri í iðnaðar- ráðuneytinu, sagði að það væri alls ekki auðvelt að finna þrjá menn, sem hefðu vit á þessum mál- um og væru ekki á einhvern hátt viðriðnir orku- málin í landinu. Tveir eru fundnir en ennþá stendur yfir leit að þriðja manninum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.