Alþýðublaðið - 27.07.1984, Qupperneq 2
2
Föstudagur 27. júlí 1984
RITSTJÓRNARGREII^
Utgerð á heljarþröm
Ríkisstjórnin stendur gjörsamlega (áóalaus
frammi fyrir vanda sjávarútvegsins. Ríkis-
stjórnin hefur aó sögn haft þessi mál til um-
'fjöllunar síöustu vikur og mánuði, en ennþá
hefurekki bólaö á raunhæfum tillögum um að-
gerðir.
Hve oft hafa ekki menn heyrt um að unnið sé
að skuldbreytingum útgeiðarinnar, þannig að
vanskilalárium og skammtímalánum yrði
breytt i lengri lán. Og ennþá segja stjórnvöld að
verið sé aö vinna að þeim málum. Hve lengi
hefurekki verið rætt um nauðsyn þess að taka
á hinu.háa olíuverði til útgerðar. Nú þykir ráð-
herrum ríkisstjórnarinnar mál til komið „að
huga að“ orsökum hins háa olíuverðs.
Vandi útgérðar hér á landi er ekki nýr af nál-
inni. Rekstrargrundvöllur hefur ekki verið fyrir
hendi um nokkurraárabil. Óhætt erað fullyrða
að offjárfestingin í sjávarútveginum, þegar
framsóknarmenn undir forystu Steingríms
Hermannssonar stóðu fyrir þvi að ný skip
- streymdu inn í landið hömlulítið á sama tíma
og öllum hagsmunaaðilum var Ijóst að togara-
flotinn var þegar of stór, sé að verulegum hluta
til orsök þess vanda sem nú blasir við. Það eru
einfaldlegaof mörg skip um þann afla, sem til
skiptanna er.
Ríkisstjórnin heldur enn einn fundinn um
vanda útgerðar. Búist er við því, að einhver úr-
ræði sjái dagsins Ijós að þeim fundi afstöðn-
um. Endaer ekki seinna vænna. Togararnir eru
að stöðvast. Þeir hafa þegar stoppað á Aust-
fjörðum og víða annars staðar á landinu er
þeim haldið úti frekar með vilja en mætti.
Ekki hefur þó bólað á neinum hugmyndum
frá hendi stjórnvalda er varða framtíðarlausnir
á vandamálum útgerðar. Allt það er nefnt hefur
verið miðast við það að halda hlutunum gang-
andi um nokkurra vikna eða mánaða skeið til
viðbótar.
Alþýðuflokksmenn hafa á liðnum árum fiutt
Itarlegar tillögur um aðgerðir í sjávarútvegs-
málum. Á þær vildi fyrrverandi ríkisstjórn ekki
hlusta.Múverandi ríkisstjórn hefurekki heldur
viljað þau ráð þiggja. Alþýðuflokkurinn~hefur
margbent á, að niðurstaða mála gæti ekki orð-
ið önnur en nú biasir við, ef stjórnvöld neituðu
aó kannast við vandann og takast á við hann.
Hinu má þó ekki gleyma, að staða hinna fjöl-
mörgu sjávarútvegsfyrirtækja er misjöfn. Sum
standa afleitlega, önnur eru betur á sig komin.
Tölur um meðaltalsafkomu segja ekki nærri
því alla söguna í þessu sambandi. Sum fyrir-
tæki eru einfaldlega verrrekin en önnur.Og að-
stoð frá hinu opinbera máaldrei ganga út í þær
öfgar, að ákveðnum rekstraraðilum, sem hrein-
lega standa sig ekki, verði haldiö út á kostnað
hins opinbera. í slíkum tilfellum eiga fyrirtæk-
in að fá aó rúlla og aðrir hæfari að taka yfir.
Fálmið og hikið hjá stjórnvöldum í málefnum
sjávarútvegsins hefur verið með eindæmum.
Það hefur verið beðið og beðið með að taka
með festu á málum þar til allt er komið í stóra
strand. Nú verður ekki iengur undan vikist.
Spurningin er hins vegar hvort rlkisstjórnin er
í stakk búin til að takaávandaaf þessari stærð
og leysa hann í samstarfi við hagsmunaaðiia
með sómasamlegum hætti.
—GÁS.
Jón Pálsson
F. 23.06.1913 — D. 20.07.1984
Að kvöldi hins 20. júlí sl. lést Jón
Pálsson á Borgarspítalanum í
Reykjavík. Útför hans verður gerð
frá Dómkirkjunni í dag. Með hon-
um er genginn góður drengur og
vandaður, sem rétt er að minnast
r.okkrum orðum
Jón heitinn fæddist í Reykjavík
hinn 23. júní 1913, sonur sæmdar-
hjónanna Steinunnar Gísladóttur
og Páls Jónssonar, innheimtu-
manns. Hann var fjórða barn þeirra
hjóna, áður höfðu þrjár dætur
fæðst þeim. Var Elísabet elst barn-
anna en hún dó kornung. Næstelst
var Guðrún, sem alla tíð bjó með
foreldrum sínum og lést fyrir fáum
árum. Þá fæddist þeim Hróðný,
sem gift er Steinari Bjarnasyni, tré-
smið; búa þau hjón nú á Dvalar-
heimili aldraðra á Seltjarnarnesi.
Siðan fæddist Jón, þá Gísli, er lést
á miðjum aldri; þá fæddist Anna
þeim hjónum. Hennar fyrri maður
var Davíð Guðmundsson en Helgi
Ólafsson var seinni maöur hennar.
Anna lést á miðjum aldri fyrir
nokkrum árum síðan. Sigríður var
næstyngsta barn þeirra hjóna, hún
er gift Eyvindi Valdimarssyni, verk-
fræðingi, og búa þau í Kópavogi.
Yngst barnanna var Unnur, sem lést
í blóma lífsins tæplega tvítug fyrir
allmörgum árum síðan.
Jón ólst upp í fjölmennri fjöl-
skyldu í Reykjavík þeirrar tíðar.
Vissulega voru efnin af skornum
skammti og í mörg horn að líta, en
úr því var bætt með þeirri sam-
heldni og glaðværð, sem ætíð hefur
verið eitt megineinkenni fjölskyld-
unnar. Kátastur allra var JÓn þó
jafnan og það einkenni fylgdi hon-
um alla ævi. Á hans uppvaxtarárum
voru ekki fyrir hendi mörg tækifæri
til náms. Þvert á móti þótti gott því
fyrr sem menn gátu tekið að vinna
fyrir sér og sínum. Jón sat því ekki
með hendur í skauti þegar fá og
strjál atvinnutækifæri tóku að
bjóðast. Á unglingsárunum stund-
aði hann þá vinnu, sem til féll, eink-
um fiskvijtnu, en um 18 ára aldur
gafst honum kostur á lausráðningu
í starf innheimtumanns hjá Toll-
stjóranum í Reykjavík. Greip hann
það fegins hendi og starfaði síðan
hjá embættinu alla tíð, lengst af
sem fastráðinn starfsmaður, allt
þar til hann, vegna skipulagsbreyt-
inga, færði sig til Gjaldheimtunnar
í Reykjavík við stofnun hennar.
Hann starfaði því undir stjórn
þeirra mætu manna tollstjóranna
Jóns Hermannssonar og síðar
Torfa Hjartarsonar og loks Guð-
mundar Vignis Jósefssonar, gjald-
heimtustjóra. Ég þykist hafa
ástæðu til að ætla, að Jón hafi met-
ið þessa menn mikils og verið þeim
dyggur starfsmaður, enda þeir bor-
ið til hans hlýjan hug. Starfsdegi
hans lauk ekki fyrren í árslok 1983,
enda var hann þá rúmlega sjötugur
orðinn. Er það eitt með öðru, sem
vinir hans og ættingjar harma nú,
að honum skyldu ekki gefast fleiri
ár að störfum loknum til að sinna
fjölskyldu sinni og áhugamálum.
En einmitt það er of algengt nú um
stundir.
Jón Pálsson var ekki einn á ferð
í lifinu. Hinn 25. maí 1935 gekk
hann að eiga heitkonu sína Kristínu
Þórðardóttur. Var það kirkjuhöfð-
inginn sr. Bjarni Jónsson, sem gaf
þau saman. Ég kynntist þeim sem
barn og hef alla tíð síðan verið vitni
að tryggu og ástríku hjónabandi
þeirra. Éinkabarn þeirra er Stein-
unn Elsa Jónsdóttir. Eiginmaður
hennar er Sigmundur Andrésson en
fyrri mann sinn, Egil Benediktsson,
flugstjóra, missti hún í flugslysi við
Vestmannaeyjar fyrir allmörgum
árum síðan. Samheldni, gagn-
kvæmur stuðningur og tryggð hef-
ur ætíð einkennt þessa fjölskyldu,
jafnt í gleði sem sorg. Jón unni fjöl-
skyldu sinni og bar hag hennar fyrir
brjósti í einu og öllu. En hann var
svo mikill fjölskyldumaður, að
hann hélt jafnframt uppi nánum
tengslum við sem flest ættmenni sín
og fjölskyldur þeirra. Hópurinn var
orðinn allstór undir lokin en ég
hygg, að Jón hafi þar verið flestum
hnútum kunnugur. Lét hann sér af-
ar annt um að öllum farnaðist vel
og reyndar náði umhyggja hans til
margra annarra, þ.á.m. óskyldra
vina hans og kunninga.
Það mun hafa verið um 1950 eða
svo, að þeir tveir starfsfélagar, Jón
og Hermann heitinn JÓnsson, hrl.,
tóku saman höndum ásamt eigin-
konum sínum og ákváðu að reisa
sér tvíbýlishús að Ægissíðu 86 hér í
borg. Þau Jón og Kristín áttu enga
íbúð til að selja og þá var ekki kom-
ið á laggirnar opinbert lánakerfi til
aðstoðar húsbyggjendum. En bjart-
sýni, atorka, heilsa og endalaus
dugnaður var fyrir hendi i ríkum
mæli, enda fór svo, að húsið reis og
á árinu 1952 fluttu fjölskyldurnar í
það. Alla tíð síðan hafa þau Jón og
Kristín búið þar ásamt Steinunni
dóttur sinni, allt þar til hún giftist.
Þangað var alltaf gott að koma,
hjónin glaðvær og gestrisnin
ómæld og heimilið vel búið í hví-
vetna.
Ein var sú gjöf, sem Jóni var gef-
in í ríkari mæli en mörgum mönn-
um öðrum. Hann hafði mjög háa
og fallega söngrödd. Ekki veit ég
hvort eða í hverjum mæli honum
gafst kostur á að læra söng, en hitt
þykist ég sjá í hendi mér, að hefði
hann verið ungur maður í dag og
stundað söngnám, hefði hann orð-
ið kunnur maður af söng sínum. Og
hann hafði yndi af að syngja. Ung-
ur að árum gekk hann í Karlakór
iðnaðarmanna og söng með honum
meðan hann starfaði. Þá gerðist
hann liðsmaður í Karlakórnum
Fóstbræðrum og starfaði þar æ sið-
an. Hann tók mikinn þátt í sam-
söngvum kórsins um langt skeið og
fór m.a. þrisvar sinnum utan með
honum. Á seinni árum starfaði
hann sem einn hinnar eldri félaga.
Sem slíkur bauð hann mér með sér
á hin víðfrægu Þorrablót kórsins
nokkrum sinnum, og eru það mér
ógleymanlegar skemmtanir. Þar
naut Jón sin vel, innan um alla
gömlu og nýju söngvinina og aðra
góða gesti, sem þar er jafnan að
finna. Þá var ekki að sjá að hann
væri kominn hátt á sjötugsaldur.
Og þegar sjötugsafmælið gekk í
garð á síðasta ári efndi hann til
mannfagnaðar með reisn og gleði í
húskynnum kórsins. Þar voru þau
Jón og Kristín hrókar mikils fagn-
aðar, sem þeir kórfélagar gerðu enn
betri með sínum ágæta og samstillta
söng, Jóni og Kristínu til heiðurs.
Við Jón vorum frændur, vinir og
flokksbræður. Hann ólst upp í fá-
tækt og gekk ungur að árum undir
merki þeirrar stefnu og þess flokks,
sem vildi koma á nýju þjóðfélagi
frelsis, jafnréttis og bræðralags. Og
þótt efnahagur hans breyttist til
batnaðar, er á leið ævina, breyttist
ekki lífsskoðun hans. Hann var
ódeigur og fastur fyrir, þótt yfir-
Islendingur 4
rekstrinum. Einn liðurinn í því er að
fá fyrirtæki til að borga fyrir um-
fjöllun í útvarpinu. Sagði hann að
þetta væri eina leiðin til að fá inn
fjármagn í fyrirtækið. Þegar blaða-
maður spurði hann hvort hann sæi
ekkert óeðlilegt við þessi vinnu-
brögð svaraði hann því til að þetta
væri mikið tíðkað hjá öðrum miðl-
um, t.d. blöðum og nægir að minn-
ast ,á auglýsingablöðin, sem dag-
blöð á íslandi tíðka að gefa út, þar
sem blaðamenn fjalla um fyrirtæk-
in en þau borga hinsvegar fyrir sig
með því að kaupa heilsíðu auglýs-
ingar í blaðið.
Auðvitað væri betra að aðskilja
auglýsinguna alveg frá þáttagerð-
inni, því það skapar meira freslsi
fyrir dagskrármanninn, en á meðan
reglurnar eru jafn stífar og nú er,
ættu þeir ekki annars úrkosta.
Reynt væri þó að hafa umfjöllunina
sem minnst litaða af því að borgað
væri fyrir hana, því að það væri
allra hagur, jafnt hlustenda, út-
varpsins og fyrirtækisins.
Sagði Gunnar, að Blindrafélagið
og Radíó 1 hefðu sótt um að fá að
hafa auglýsingar á þeirri forsendu
að blindir geta hvergi notið upplýs-
ingaflæðisins í þjóðfélaginu. Ekki
veit sá blindi að ákveðið þvottaefni
er á niðursettu verði hjá kaupmann-
inum á horninu, og hvernig á hann
að vita að hægt er að fá hærri vexti
í þessum bankanum en hinum.
Þetta væri því líka réttlætismál fyrir
Blindrafélagið. Sagði hann að þeir
gerðu sér góðar vonir um að fá rétt-
láta afgreiðslu á þessari umsókn
sinni.
Þróun mála á íslandi.
Að lokum skulum við heyra hvað
Gunnar hafði að segja um væntan-
Iegt frelsi til útvarpsreksturs á ís-
landi. Hann vonaðist til þess að
frelsið yrði sem mest, því útvarpið
er ekki bara upplýsingamiðiil, held-
ur ekki síður tjáningatæki. Fólk
hefur mismunandi skoðanir á því
hvernig það vill hafa útvarpsþátt. ’
Með tilkomu nágrennisútvarps
borðið væri létt ásýndum. En undir
niðri sló hjartað, heitt og við-
kvæmt, sem ekki mátti neitt aumt
sjá. Við hörmum ótímabært fráfall
hans, en úr því að hans tími var
kominn er það huggun harmi í mót,
að aðdragandinn var skammur,
dauðsfall hans bar brátt að. Ég og
fjölskylda mín vottum Kristínu,
Steinu Elsu og Sigmundi einlæga
samúð í sorg þeirra og munum ætíð
geyma með okkur minninguna um
þann góða dreng, sem Jón Pálsson
var.
Sigurður E. Guðmundsson.
opnast möguleikar fyrir fókið til að
notfæra sér þennan miðil á fjöl-
breyttan hátt.
Þó sagðist hann óttast þá þróun,
sem virtist ætla að verða á íslandi,
þegar hægri öflin taka sig saman og
mynda ísfilm. Þarna ætluðu póli-
tísk öfl að koma sér í einokunarað-
stöðu í skjóli fjármangsins. í
Noregi hefur ekkert bólað á slíkri
þróun, þar hefðu stjórnmálaflokk-
arnir haft vit á því að halda sig utan
við þessi mál.
Árslaun 1
ar af 5 hæstu, á Norðurlandi eystra
einoka lyfsalar og læknar toppinn,
eru þar 3 lyfsalar og 7 læknar hinir
10 hæstu. Af 5 hæstu á Austurlandi
eru 2 læknar og lyfsali er hæstur á
Norðurlandi vestra.
Hvað með útgerðarmenn, verk-
taka, stórkaupmenn og iðnjöfra?
Þeir eru nú sjaldséðir fuglar á
toppnum. Ef til vill er skýringa á því
að leita í orðum Birgis Éinarssonar
Iyfsala, að laun þessara manna fari
að stórum hluta í rekstrarkostnað
fyrirtækjanna, eða í sjóði ýmiss
konar.
En lítum á hina skatthæstu ein-
staklinga í öðru ljósi. Skatthæsti
einstaklingurinn á að greiða um 3.3
milljónir króna í heildargjöld. Þessi
upphæð er nálægt árslaunum 20
verkamanna á tekjutryggingu mið-
að við dagvinnu. 14 skatthæstu ein-
staklingarnir eiga að greiða um 34.2
milljónir króna, sem er samsvar-
andi og árslaun um 220 verka
manna miðað við sömu forsendur.
STEFNULJÓS skal jafna gefa
Héraðsskólinn
að Núpi
Höfum tekið upp þá nýbreytni að bjóða upp á for-
nám eða hægferð í fjórum námsgreinum:
íslensku — ensku — dönsku og stærðfræði.
Hafið samband í síma 94-8236 eða 94-8235.
UMFERÐARMENNING