Alþýðublaðið - 23.08.1984, Blaðsíða 1
100 manns atvinnulaus-
Kröfur Verkamannasambandsins
Togarar sigla
með aflann
Fimmtudagur 23. ágúst 1984
160. tbl. 65. árg.
ir á Seyðisfirði
Atvinnuástandið á Seyðisfirði er
mjög slæmt um þessar mundir. Nú
yfir hásumarið eru 100 manns at-
vinnulausir í kaupstaðinum.
Ástæðan fyrir þessu er sú að eitt
af tveimur frystihúsum staðarins,
gerir út báða togarana, sem landa á
Seyðisfirði. Hafa eigendurnir grip-
ið til þess ráðs að láta togarana sigla
í stað þess að landa í heimahöfn.
14 þúsund kr. lágmarks-
laun hiá verkafólki
Leiðrétting á launaflokkum og bónus
Sl. mánudag hófust viðræður
Verkamannasambands íslands og
Vinnuveitendasambandsins. Al-
mennt er búist við að það verði
þessir aðilar, sem muni leggja lín-
urnar í komandi samningum.
Við höfðum samband við Rögnu
Bergmann, formann Verkakvenna-
félagsins Framsóknar, en hún sat
þennan fund, sem einn af fulltrúum
Verkamannasambandsins.
Hljóðið í Rögnu var nokkuð
gott. Hún sagði að Verkamanna-
sambandið hefði Iagt fram kröfu-
gerð sína og henni hefði vissulega
verið hafnað af Vinnuveitendasam-
bandinu, en þeir væru þó tilbúnir í
viðræður. Verkamannasambandið
og Vinnuveitendasambandið skip-
uðu sín hvora nefndina til að halda
áfram viðræðum. Fyrsti fundur
þeirra var í gærmorgun. Það er því
hreyfing á málunum.vjðbrögðin því
mun jákvæðari en hjá hinu opin-
bera gagnvart BSRB.
Við spurðum Rögnu að þvi hverj-
ar kröfur Verkamannasambandsins
Vísitala framfærslukostnaðar
hækkað um 5% á þrem mánuðum
Vísitala framfærslukostnaðar
hefur hækkað um tæp 5% frá því
að hún var síðast reiknuð út í maí
1984. Á sama tíma hefur vísitala
vöru og þjónustu hækkað um rúm
5%
Miðað við að vísitalan hafi verið
100 stig í febrúarbyrjun 1984, var
hún komin í 103,5 stig í maíbyrjun
og nú í ágústbyrjun komin upp í
108,5 stig. Hún hefur því hækkað
um ein 5 stig á þrem mánuðum.
Séu einstaka liðir, sem liggja til
grundvallar útreikningnum teknir
fyrir, kemur í ljós að útgjaldaaukn-
ing í heilsuvernd hefur aukist mest,
úr 102 stigum í maí í 137 stig í ágúst-
byrjun. Ástæðan fyrir því eru þær
auknu byrðir, sem ríkisstjórnin
lagði á sjúka með sjúklingaskattin-
um illræmda.
Matvörur hafa hækkað úr 105
stigum í maí í 115 stig í ágústmán-
uði. Mest er hækkunin á kartöfl-
um, þær hafa hækkað úr 106 stig-
um í 173 stig. Kjöt- og mjólkurvör-
ur hafa hækkað úr 106 stigum í 121
stig í ágústbyrjun.
Drykkjarvörur og tóbak hafa
hækkað úr 110 stigum i 112 stig.
Fatnaður og skór úr 104 í 106
stig. Húsnæði úr 102 í 106 stig.
Vísitala vöru og þjónustu hefur
einnig hækkað tilfinnanlega, úr 104
stigum í 109 stig.
Sé litið á hækkun vísitölunnar á
einum mánuði, frá júlíbyrjun til
ágústbyrjunar, kemur í ljós að á
þessum tíma hækkaði hún um
1,57%, úr 106,82 stigum í 108,5 stig.
Hagstofan hefur lika áætlað vísi-
tölu byggingarkostnaðar í fyrri
hluta ágústmánaðar. Samkvæmt
ákvörðun ríkisstjórnarinnar er
henni skylt að áætla vísitöluna fyrir
þá mánuði, sem hún er ekki reiknuð
lögformlega. Hefur hún hækkað
mjög lítið frá siðasta mánuði eða
um 0,15%, úr 164,60 stigum í júlí, í
164,85 stig i ágústbyrjun.
Ragna Bergmann
væru. Ekki vildi hún fara ofan í
saumana á þeim en sagði að mikil
áhersla væri lögð á 14.000 kr. í lág-
markslaun. Auk þess vill Verka-
mannasambandið stokka upp í
launaflokkunum og fækka þeim
þannig að þeir verði bara 5. Munu
þá neðstu launaflokkarnir detta út.
Auk þess er farið fram á að hækkun
á milli launaflokka eftir starfs-
reynslu verði skýrari en nú og komi
fyrr. Hækkanir eftir starfsaldri eru
svo til engar nú. Það er hið tvöfalda
launakerfi, sem verkafólk býr við,
sem gerir það að verkum að það
skiptir engu máli hvort þú hefur
unnið í nokkra mánuði í fiskvinnu
eða áratug, þú ert á sömu launun-
um.
Þetta tvöfalda launakerfi er til-
komið þannig að lægstu launa-
flokkarnir eru langt undir tekju-
tryggingunni. T.d. er dagvinnu-
tekjutryggingin 74.50 kr. á tímann
en lægstu launaflokkarnir 62.22 kr.
á tímann, miðað við 9. launaflokk
í fiskvinnu. Þetta hefur það í för
Framhald á bls. 2
Auk þess hafa þeir sagt upp öllu
starfsfólki frystihússins.
Við höfðum samband við Hall-
stein Friðþjófsson, bæjarfulltrúa
og formann Verkalýðsfélagsins á
staðnum.
Hallsteinn sagði að atvinnuerfið-
leikarnir væru í fiskvinnslunni og
þættu mönnum framkoma útgerð-
armannanna einkennilegar. Þeir
hefðu jú lýst því yfir þegar ríkis-
stjórnin kunngerði aðgerðir sínar
til lausnar vanda sjávarútvegsins,
að þær væru spor í rétta átt, en þrátt
fyrir það hafa þeir ekki landað í
heimahöfn síðan, heldur siglt með
.aflann og selt hann erlendis.
Ástæðan fyrir því væri ekki að
þeir fengju betra verð fyrir aflann
erlendis, heldur fyrst og fremst
vegna þess að þeir fengju greitt í
reiðufé. Auk þess hefði það sitt að
segja að olían væri mun ódýrari er-
lendis en hér.
Hallsteinn sagði að frystihúsið
ætti annan togarann en eigendur
frystihússins ættu hinn, þetta væru
tvö hlutafélög þó sömu aðilar
stæðu að þeim. Frystihúsið er í eigu
einstaklinga.
„Þetta er einsdæmi hér á Aust-
fjörðum, að togararnir sigli með
aflann og efast ég um að það komi
neitt betur út fyrir útgerðina“, sagði
Hallsteinn.
Við spurðum Hallstein að því
hvernig togaraútgerðin hefði geng-
ið.
Hann sagði að hún hefði gengið
ágætlega, ekkert verr en annars
staðar.
Nú hefur frystihúsið sagt 100
manns upp vinnu og allt óvíst um
Framhald á bls. 2
Hallsteinn Friðþjófsson
Ábyrgð sjónvarps og útvarps
Það er óumdeilt að sjónvarpið
er sá fjölmiðill sem sterkastur er
og tekur mesta athygli fólks. Er-
lendar kannanir hafa gefið til
kynna að fólk almennt eyðir
meira en helmingi meiri tíma
framan við sjónvarpstækin en við
útvarpshlustun og blaða-, bóka-
og tímaritalestur.
Enda þótt íslenska sjónvarpið
sendi aðeins út lítinn hluta sólar-
hringsins, þá má ætla að íslend-
ingar fylgist vel með því efni sem
sjónvarpið býður upp á. Á flest-
um heimilum er kveikt á sjón-
varpinu strax klukkan átta og oft
ekki slökkt fyrr en dagskránni er
lokið.
Hér er á þetta minnst til að
minna á þá ábyrgð sem fylgir ís-
lenska ríkissjónvarpinu og starfs-
mönnum þess. Það hefur oft
komið fram að vegna mannfæðar
og fjárhagsörðugleika gefast
sjónvarpsmönnum fá tækifæri til
vandaðrar og ítarlegrar innlendr-
ar dagskrárgerðar. Miðað við þá
aðstöðu sem fréttadeild sjón-
varpsins má búa við, þá eru fréttir
í íslenska sjónvarpinu að öllu
jöfnu vel unnar. En fámenni og
fjárhagsskortur setur allri þjón-
ustu sjónvarpsins miklar skorður.
í íslenska sjónvarpinu eru
stundum erlendir fréttaskýringa-
þættir. Margir þeirra eru vandaðir
'og fræðandi. Má i því sambandi
nefna tvo þætti sem nýlega voru
sýndir. Annar þar sem reynt var
að grafast fyrir um það hvað raun-
verulega hafi legið að baki, þegar
Sovétmenn skutu niður Suður-
Kóreanska farþegaþotu fyrir
tæpu ári. Hinn þátturinn var
sýndur í fyrrakvöld og þar var lýst
bakgrunni lífsins í Iran undir
stjórn klerkastjórnarinnar. Báðir
þessir þættir voru framúrskarandi
vel gerðir.
Þá skal einnig minnt á erlendan
fréttaskýringaþátt um flokksþing
Demókrata i Bandaríkjunum fyr-
ir nokkrum vikum. Þar var reynt
að kafa undir yfirborð hlutanna
og skýrgreina ýmsar togstreitur og
vangaveltur sem finna mátti að
baki hinu skrautbúna flokks-
þingi. Og í sambandi við þann
þátt vaknaði spurningin: Hvers
vegna „dekkar“ íslenska sjón-
varpið ekki íslenska stjórnmála-
flokka og mikilvæg fundahöld
þeirra og þing á sambærilegan
hátt? Er það út af fyrir sig eðlilegt
að íslendingar fái betri og nánari
fréttir af þingum erlendra stjórn-
málaflokka, en þeir fá af starf-
semi og stefnumiðum innlendra?
Alþýðublaðið hefur lýst því
viðhorfi sínu og gerir það hér aft-
ur að íslenska sjónvarpið hefur
ákveðnum upplýsingaskyldum að
gegna hvað varðar strauma og
hræringar í íslenskum stjórnmál-
um. Og nota bene, það er fleira
fréttnæmt af vettvangi íslenskra
stjórnmála, en það hvað þessi eða
hinn ráðherrann hugsar i það og
það skiptið. Ríkisfjölmiðlarnir
gera of lítið af því að leita eftir
viðhorfum stjórnarandstöðunn-
ar, þegar stórmál eru til umfjöll-
unar. Og þá er hér ekki verið að
ræða um hina svokölluðu við-
ræðuþætti, heldur einungis
fréttaskot þessara miðla. í frétta-
tímum er alltof oft látið nægja að
lýsa viðhorfum fulltrúa stjórnar-
flokkanna, en þagað þunnu
hljóði um afstöðu stjórnarand-
stöðu.
Væri t.d. fráleitt að sjónvarpið
kæmi upp föstum þætti í fréttalok
einu sinni eða tvisvar í viku þar
sem stjórnmálaflokkarnir fengju
t.a.m. fimm mínútur til að fara
nokkrum orðum um helstu tíð-
indi og leggja sitt mat á þau. Þessi
fréttainnskot flokkanna væru al-
farið á þeirra vegum. Hér er um
sambærilegan hlut að ræða og
gert er fyrir kosningar, þegar
stjórnmálaflokkarnir fá ákveðinn
tíma í sjónvarpinu og búa út sína
dagskrá. Hér þarf ekki að vera um
kostnaðarsama dagskrárgerð að
ræða, en hún myndi lífga upp á
fréttatíma og einnig uppfylla
ákveðna upplýsingaskyldu, sem
stundum hefur ekki verið sinnt
sem skyldi.
Það er ekki ný bóla að stjórnar-
andstaða kvartar yfir slakri frétta-
miðlun ríkisfjölmiðlanna. Og það
er sama hvaða flokkar eru í
stjórnarandstöðu. Það er og enda
skiljanlegt að sumu leyti að frétta-
menn leiti þangað sem ákvörðun-
arvaldið er — til ríkjandi stjórn-
valda hverju sinni En ríkisútvarp-
ið — hljóðvarp og sjónvarp — er
miðill allra landsmanna og verður
að sinna víðtækri og almennri
upplýsingamiðlun — miðlun sem
vafalaust aldrei allir verða ánægð-
ir með. Hlutleysisbrautina er erfitt
og nánast ógerlegt að feta í frétta-
mennsku. Hins vegar verður að
gera þá kröfu til forráðamanna
sjónvarps og útvarps að þeir reyni
að sýna hlutlægni við öflun og
miðlun frétta.