Alþýðublaðið - 30.08.1984, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 30.08.1984, Qupperneq 1
Kjartan Jóhannsson um álsamningana: Leynimakkið forkastanlegt Fimmtudagur 30. ágúst 1984 174. tbl. 65. árg. Mikil leynd hvílir nú yfir álvið- ræðunum. Er farið með þessar við- ræður einsog hernaðarleyndarmál og undrast fólk það mjög, því þarna er verið að semja um sölu á orku, sem er samcign allra landsmanna. Nægilegar upplýsingar hafa þó lek- ið út í eterinn til að fólk geri sér grein fyrir því að ísienska samn- inganefndin viröist ætla að semja upp á mun lægra söluverð á raforku sinni til Alusuisse, en aðrar þjóðir Bylting í stjórnarráðinu! Það er hrollur í starfsmönnum ráðuneytanna um þessar mundir. Ráðuneytisstjórar sem og aðrir háttsettir haukar í stjórnsýslúkerf- inu eru nú mjög uggandi um fram- tíðina. Hefur ákveðinni stjórnskip- aðri nefnd tekist að skapa álíka hrollvekjandi andrúmsloft í Stjórn- arráðinu og meistara Hitchcock einum var lagið að búa til. Nefnd þessi var sett á laggirnar 18. ágúst 1983 og var skipuð af for- sætisráðherra. Var henni falið að gera tillögur um breytingar á stjórn- kerfi ríkisins og stjórnarháttum. Þrír framsóknarmenn og tveir sjálfstæðismenn eiga sæti í nefnd- inni, en formaður hennar er Eiríkur Tómasson, lögfræðingur og fram- sóknarmaður. Enginn fulltrúi stjórnarandstöðunnar var skipaður í nefndina þó störf hennar miði að því að gera gagngerar breytingar á stjórnkerfi landsins. Nefndin er nú langt komin með að vinna upp tillögur sínar og mun væntanlega innan skamms leggja þær fyrir ríkisstjórnina í formi nýs frumvarps til laga um Stjórnarráð íslands og í öðru lagi leggja fram breytingatillögur á gildandi lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna og breytingu á lögum um ríkisendurskoðun. Alþýðublaðið hefur hlerað úr stjórnarherbúðunum að tillögur þessar séu mjög umdeildar af ráða- mönnum og litlar líkur taldar á því að samkomulag náist um þær. Er haft eftir starfsmanni í stjórn- arráðinu að erfiðast muni reynast að ná samkomulagi um uppstokk- un og fækkun ráðuneytanna. Munu ráðherrarnir óttast mjög það end- urskipulag, því þeir sjá sætum sín- um ógnað með þessum breytingum. T.d. er gert ráð fyrir því að við- skiptaráðuneytið verði lagt niður. Þau verkefni, sem heyra undir utan- ríkisverslun, markaðskönnun og önnur mál tengd útflutningi og verslun við útlönd, munu færð til utanríkisráðuneytisins. Banka- og efnahagsmál verða færð til fjár- málaráðuneytisins og/eða til nýs efnahags- og atvinnumálaráðu- neytis. í efnahags- og atvinnumála- ráðuneytinu verða landbúnaðar; sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytin sameinuð, auk þess sem þetta ráðu- neyti mun fá stjórn banka og fjár- festingarmála. Þarna er einum fjór- um ráðherrum kippt úr umferð, at- vinnumálaráðherrunum þrem, þeim Jóni Helga, Halldóri Ás- grímssyni og Sverrir Hermanns- Stjórnskipuð nefnd leggur til: Uppstokkun ráðuneyta Afnám æviráðningar Gjörbreytt fyrirkomulag stjórnsýslunnar og og ýmislegt fleira, sem fær svitann til að spretta út á kerfisköllunum. syni, auk þess sem Matta Matt verð- ur skipt milli þriggja ráðuneyta. Það er von að þeir svitni. Gert er ráð fyrir fleiri róttækum breytingum. Samgöngumálaráðu- neytið verður sameinað orkumál- um og vísindarannsóknum og kall- að þróunarráðuneyti. Sá þáttur fé- lagsmálaráðuneytisins, sem snertir tryggingakerfið verður sameinaður heilbrigðisráðuneytinu. Sveitar- stjórnarmál verða sameinuð dóms- málum og löggæslumálum í innan- ríkisráðuneyti. Og kirkjumálin færð til Ragnhildar í menntamála- ráðuneytinu, svo hún hafi eitthvað að gera þegar hún er búin að ganga af menntamálum þjóðarinnar dauðum. Kannski það sé gert til að boða upprisu menntamálanna í öðru lífi? Þykir þó ýmsum það ills viti að sú hefð sem skapast hefur að hafa guðs og manna lög undir ein- um hatti, verði brotin. Einsog sjá má á þessari upptaln- ingu er hér um mjög mikla upp- stokkun að ræða og tæplega talið líklegt að núverandi ráðherrar séu tilbúnir að skrifa undir afsögn sína. Svo vænt þykir þeim um stólana. En í tillögum nefndarinnar eru ýmsir fleiri fróðleiksmolar. Sagði heimildarmaður okkar að lagt verði til að Þjóðhagsstofnun verði lögð niður og þeir þættir hennar, sem varða hagsýslugerð og tölfræðiút- reikninga verði færðir til Hagstofu, sem verði sjálfstæð stofnun, en aðr- ir þættir svo sem áætlanagerð og stefnuráðgjöf verða færðir til nýja atvinnumálaráðuneytisins. Nefndin mun hafa kynnt tillögur sínar ráðuneytisstjórnunum og eru þeir allir skíthræddir, því hætt er við að fjöldi þeirra verði að leita sér að nýrri vinnu, því ef lesið er milli lína í tillögum nefndarinnar er stjórnarráðið fullt af kolvitlausum mönnum í snarvitlausum stöðum. Auk þess leggur nefndin til að æviráðning verði afnumin og tak- mörk sett um hversu lengi stjórn- endur geti setið í sama stólnum í sama ráðuneyti. Er talað um 12 ára hámarkssetu og með því er reynt að koma á hreyfanleika milli ráðu- neyta og hins almenna vinnumark- aðar. Ekki eru þessar tillögur mjög vinsælar meðal toppanna í ráðu- neytunum. Yes minister, tauta þeir með fýlusvip og bralla sín launráð á bak við tjöldin. Þeir þurfa þó senni- lega ekki að óttast um hag sinn, því ráðherrarnir eru að sögn ekkert Framhald á bls. 2 hafa samið um. I sjónvarpsviötali við Gunnar G. Schram kom fram að hugsanlega væri um að ræða 50% hækkun orkuverðs, sem þýðir að raforkuverðið fer úr 9,5 mills upp í 14 mills. Framleiðsluverð ork- unnar mun hinsvegar vera vel yfir 20 mills. Þessa hækkun er verið að ræða í Zúrich og eftir hálfan mánuð í Amsterdam á meðan Ghana semur upp á 17 mills og Grikkir upp á rúm 20 mills. Við töluðum við Kjartan Jó- hannsson, formann Alþýðuflokks- ins, og spurðum hann hvað honum fyndist um leynimakkið yfir þess- um viðræðum og hvernig honum fyndist hafa verið staðið að samn- ingaviðræðunum. „Mér þykir hvíla ótrúleg leynd yfir þessum umræðum og finnst þjóðin alls ekki nægilega upplýst af samningamönnum um þessi mál, sem varða þjóðina alla og ætti að vera í gangi opinber umræða um málið“, sagði Kjartan. „Það er skylda stjórnvalda að upplýsa þjóðina um hverslags samninga er verið að gera. Það er einkennilegt að einu upplýsingarn- ar sem við fáum er að verið sé að ræða málin, en fulltrúi Alusuisse segir að það sé glatt á hjalla og liggi vel á mönnuml' Átti Kjartan þarna við ummæli, sem höfð voru eftir dr. Dietrich Ernst, einum af varaframkvæmda- stjórum Alusuisse, í Morgunblað- inu 25. ágúst, en þar sagði hann: „Á milli okkar hefur skapast létt and- rúmsloft..“ „Hugmyndirnar um að semja um Framhald á bls. 2 Ragnhildur vegur að rótum menntunar Æjtlar menntamálaráðherra að ganga þannig frá menntakerfi landsmanna, að ekki standi steinn yfir steini, þegar hún skilar af sér? Það er von að spurt sé og er Al- þýðublaðið ekki eitt um að óttast að svo fari. Daglega streyma inn á blaðið ályktanir frá hinum og þessum hópum, sem tengjast menntamálum landsmanna á einn eða annan veg. Það er sameigin- legt með öllum ályktununum að þær eru mótmæli gegn niðurrifs- starfsemi Ragnhildar Helgadótt- ur. Forfeður okkar gerðu sér glögga grein fyrir því að menntun er einn af hornsteinum þess að þjóðinni vegni vel. Ólæsi var út- rýmt hér á landi mun fyrr en í ná- grannalöndum okkar og almennri skólaskyldu komið á löngu áður en stjórnhajarí Evrópugerðu sér grein fyrir mikilvægi þess að allur almenningur ætti skýlausan rétt á því að afla sér fróðleiks. Mennt er máttur, segir gamalt máltæki og hafa flestir mennta- málaráðherrar íslenska lýðveldis- ins gert sér grein fyrir því, þó stundum hafi verið deilt um að- ferðir þeirra til að efla mátt menntunarinnar. Nú á tímum örtölvutækninnar, þegar ráðamenn um allan heim gera sér æ ljósari grein fyrir mikil- vægi menntunarinnar, ætli þjóð- félagið að fylgjast með þróuninni í umheiminum og ekki að dragast aftur úr, skýtur þó skökku við hér á skerinu. Æðsti handhafi mennt- unarmála á landinu virðist neyta allra bragða til að brjóta niður þann mikla árangur, sem áunnist hefur í menntamálum lands- manna í áranna rás. Ragnhildur blæs í herlúðra glaðbeitt á svip og skipar niður- skurð hér og þar og allsstaðar. Þeir sem hyggja á framhaldsnám verða að gera það á eigin kostnað. Lánasjóði námsmanna, sem kom- ið var á fót, svo allir ættu sama rétt á framhaldsnámi, er snið- genginn af fjárveitingum. Ákveð- ið er að afnema víxillán til 1. árs nema, og þar með er áralöng rétt- indabarátta námsmanna gerð að engu með einu pennastriki. Eða einsog segir í ályktun frá Stúd- entaráði: „Það fólk sem mest þarf á aðstoð LÍN að halda er fólkið sem orðið hefur harðast úti í kjaraskerðingu þeirri, sem dunið hefur yfir síðasta ár. Ákvörðun menntamálaráðherra er ein gróf- asta aðför að LÍN og námsmönn- um, sem gerð hefur verið lengi og stangast á við þá grundvallar- hugsun, sem liggur að baki LÍN, það er að allir hafi jafnan rétt til náms, óháð efnahag, búsetu eða kynií' En Ragnhildur brosir sínu breiðasta og bendir námsmönn- um á að slá næsta bankastjóra um víxil, einsog ekkert sé sjálfsagðara á tímum þegar Seðlabanki íslands hefur gefið út fyrirskipanir til bankanna að dregið skuli úr öll- um útlánum. Og hún gerir meira. Nú skal veg- ið að rótum grunnmenntunar í landinu. Það eru ekki bara fram- haldsskólanemar sem eiga að líða fyrir athafnasemi menntamála- ráðherra. Eitt skal yfir alla ganga Framhald á bls. 2 Hvert hverfa peningarnir, sem spara á í menntakerfinu?

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.