Alþýðublaðið - 01.09.1984, Page 1

Alþýðublaðið - 01.09.1984, Page 1
alþýöu blaðið 11*1 m Laugardagur 1. september 1984 176. tbl. 65. árg. 7alnaleikur í Seðlabankanunv 10°/o gengissigi breytt í 5,6% Ályktun frá stiórnarfundi Sambands norrænna verkalýðsfélaga: Sameiginlegt átak iðnríkjanna Alþjóðleg efnahagssamvinna á nú mjög erfitt uppdráttar. Það verður að hverfa aftur til seinni heimsstyrjaldarinnar til að rekast á jafn mikið viljaleysi og vanmátt hjá stórveldunum, til að leysa efna- hagsmál heimsins og vaxandi fjöldaatvinnuleysi. Svo segir í ályktun frá stjórnar- fundi Sambands norrænna verka- lýðsfélaga, sem haldinn var í Reykjavík sl. fimmtudag. Ályktun- in er send forsætis^ fjármála- og at- vinnumálaráðherrum á öllum Norðurlöndunum. í ályktuninni leggur Samband norrænna verkalýðsfélaga áherslu á að Alþjóðlega verkalýðshreyfingin hefur margsinnis krafist þess að ríkisstjórnirnar ákveði að gera sam- eiginlegt átak til að örva efnahags- lífið. Hefur Sambandið í samvinnu við v-þýska verkalýðssambandið DGB gert úttekt, sem sýnir glöggt að svona sameiginlegt átak myndi ekki bara fjölga atvinnutækifærun- um í löndunum, heldur einnig rétta við viðskiptahallann í löndunum og hallann á ríkisbúskapnum. Eftir síðustu fundi æðstu manna OECD-ríkjanna í París og London sl. vor, er útlitið enn verra en það hefur nokkurn tímann áður verið. Samstarfsvilji ráðamanna er í al- gjöru lágmarki þó svo að skapa þurfi 20 milljón ný atvinnutækifæri í löndunum bara til að koma í veg fyrir að atvinnuleysið aukist. Stjórn Sambands norrænu verkalýðsfélaganna, skorar nú á ríkisstjórnir Norðurlandanna að koma með nýtt frumkvæði svo rík- isstjórnir vesturveldanna komi saman og sameinist um efnahags- stefnu, sem hafi í för með sér aukn- ingu hagvaxtar og atvinnutæki- færa. í ályktuninni segir einnig: — Ríkisstjórnir Norðurlandanna eiga samtímis að notfæra sér þau tækifæri sem samnorræn iðnaðar- og atvinnumálastefna hefur i för með sér til að auka framleiðslu og atvinnumöguleika á Norðurlönd- Bókagerðarmenn boða verkfall 10. sept. Á miðvikudaginn samþykkti al- mennur félagsfundur í Félagi bóka- gerðarmanna, að boða til verkfalls frá og með 10. september. Um 90 manns voru á fundinum og voru aðeins fimm atkvæði andvíg verk- fallsboðuninni. Aðeins einn fundur hefur verið haldinn með viðsemjendum í kjara- deilunni. Á þeim fundi var ákveðið að sáttasemjari boðaði til nýs fund- ar, en það hefur ekki verið gert enn. Búast menn þó almennt við að ein- hver hreyfing komist á m^lin nú þegar séð er fram á verkfall þann tí- unda, ef ekki semst. unum. Það hvað Norðurlöndin eru háð utanríkisverslun gerir þau mjög viðkvæm fyrir efnahagskreppum í umheiminum. Þessvegna er mjög mikilvægt að Norðurlöndin keppi að því að gera að raunveruleika samkomulagið í Helsinki 1962, um framtíðarsamvinnu á sviði iðnaðar og efnahagsmála. Seðlabanki íslands hefur nú ákveðið að breyta þeirri vog, sem notuð hefur verið við útreikninga á genginu. Allt síðastliðið ár hefur verið miðað við meðaltal svokall- aðrar landavogar, sem byggir á vöruskiptum við einstök lönd og svokallaðrar myntvogar, sem byggir á kaupgengi gjaldmiðla í gjaldeyris- viðskiptum. í þeirri vog er vægi Bandaríkjadollarans urn 46%. Nú hefur Seðlabankinn ákveðið að hætta að miða við þetta meðaltal en reikna gengið út frá landavog- inni einni. Við það lækkar vægi dollarans niður í 30%. Breyting þessi er afturvirk þannig að gengis- breytingin frá 27. maí 1983 þegar ríkisstjórnin gaf út þá yfirlýsingu að gengissigið yrði ekki nema 1% á fyrra ári og færi ekki yfir 5% Í984, fer úr tæpum 10% miðað við með- altalið niður í 5,62% þegar miðað er við landavogina eina. Þessi talnaleikur Seðlabankans virðist því í fljótu bragði séð þjóna þeim tilgangi að láta gengisskrán- inguna líta betur út á pappírunum fyrir ríkisstjórnina. Miðað við þá gengisskráningu, sem tíðkast hefur er rammi ríkis- stjórnarinnar löngu sprunginn en með þessari nýju skráningu gengis- ins er ríkisstjórnin komin með hreinan skjöld. d...31 Tilboð í 6 verkþœtti Blönduvirkjunar: Tilboð Júgóslava lægst — upp á 464 milljónir króna í fyrradag voru opnuð tilboð í 6 verkþætti Blönduvirkjunar. Fór sú athöfn fram í Súlnasal Hótel Sögu. Alls voru tilboðin rúmlega 80 tals- ins og voru umboðsmenn bjóðenda viðstaddir opnunina og rikti mikil spenna í lofti. Ingra Group, fyrirtæki frá Júgó- slavíu átti lægsta tilboð í 3 einstaka verkþætti: hverfla, rafala og fylgi- búnað, lokubúnað og þrýstivatns- pípu, auk þess voru þeir með þriðju lægstu tilboðin í aflspenna og lyfti- krana. Fyrirtækið bauð líka í verkið i heild og átti þar lægsta tilboðið, hljóðaði það upp á 464 milljónir króna og var 68,3% undir áætluð- um kostnaði. Landsvirkjun á nú eftir að kanna tilboðin með tilliti til útboðsgagna og verða þau borin endanlega sam- an. Að því búnu mun Landsvirkjun taka afstöðu til tilboðanna og skýra frá niðurstöðum sínum. Getur það dregist um nokkra mánuði. SUNNUDAGSLEIÐARI. í greipum óvissunnar Fyrir skömmu var greint frá því í DV að fimm manna fjölskylda standi á barmi gjaldþrots vegna viðskipta við sviksaman fasteignasala. Þessi umræddi fasteignasali stakk f vasann fleiri hundruðum þúsunda króna; stórum hluta kaupverðs þeirrar Ibúðar sem umrædd fjöl- skylda hafði fest kaup á. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður gerir þetta mál og fasteignaviðskipti almennt að umræöuefni i blaðagrein í gær. Þar segir hún m.a.: „Fjölskyldan, sem um er rætt í DV, hefur ekki einasta orðið fyrir gífurlegu fjárhagslegu tjóni og tapað húsnæði sínu vegna sviksam- legs athæfis fasteignasala — heldur og orðið að búa við algjöra óvissu og llða í langan tlma fyrir seinagang dómskerfisins, þess sama , kerfis sem á að gæta réttaröryggis borgaranna I tilfellum sem þessum." Og Jóhanna heldur áfram og segir: „Þessi seinagangur er auðvitað til skammar og I raun smánarblettur á dómskerfinu. Hversu lengi á þetta fólk að líða og gjalda fyrir seinagang og tregðu I dómskerfinu? Það gengur ekki að líf fjölskyldu sé lagt í rúst meðan dómskerfið sef- ur ár eftir ár á fjársvikamáli sem kostað hefur fólk nær aleiguna.“ r I grein sinni ræðir Jóhanna Sigurðardóttir einnig fasteignaviðskiþti almennt og réttar- stöðu kaupenda og seljenda I þeim efnum. Hún vekur athygli á þvl að lög um fasteignavið- skipti eru fyrir löngu úrelt og minnir á, að Al- þýðuflokkurinn lagði fram þingsályktunartil- lögu árið 1979 um kauþ og sö|u fasteigna, þar sem kveðið var á um nauðsyn þess að gildandi lög um fasteignaviðskipti yrðu endurskoðuð með það f huga að glöggva frekar rétt seljenda og kaupenda og leggja frekari skyldur á herðar fasteignasala. Þessi þingsályktunartillaga Al- þýðuflokksins var samþykkt í maí 1980. En þrátt fyrir þessa samþykkt og tilmæli Al- þingis um að framkvæmdavaldið léti þessa endurskoðun á lögum um fasteignaviðskipti fara fram, þá var það ekki fyrr en síðasta vor að lagt var fram frumvarþ sem miðar að bættum starfsháttum í fasteignaviöskiptum. En frum- varpið kom það seint fram (vor, að ekki tókst að afgreiða það frá Alþingi sem lög. ' í áðurnefndri grein sinni segir Jóhanna Sig- urðardóttir: „Það hlýtur að vera ófrávíkjanleg krafa fólksfns í landinu til stjórnvalda að svo sé búið um hnútana f löggjöf um fasteignavið- skipti og I dómskerfinu að fólk standi ekki varnarlaust uppi eftir að hafa verið beitt svikum I fasteignaviðskiptum, sem veldur þvf miklu fjárhagstjóni eða jafnvel missi aleigu sinnar." Alþýðublaðið tekur heilshugar undir þessar ábendingar þingmannsins. Það er vitaskuld óþolandi að réttarstaða fóiks sé ekki betur tryggð en svo, þegar um fasteignaviðskipti er að ræða, viðskipti upp á ef til vill fleiri milljónir króna, að það geti setið eftir með sárt ennið og eigna- og peningalaust. Seint veröur að vísu búið svo um hnúta i löggjöf um þessi mál, að óprúttnir aðilar sem einskis svífast, geti ekki stolið f jármunum af fólki. Það er hins vegar lág- markskrafa að dómskerfið f landinu bregðist fljótt við og gæti hagsmuna þoienda. Þvf er ekki að heilsavið núverandi stöðu mála. Sorg- arsaga þeirrar fjölskyldu, sem hér hefur verið minnst á, sýnir það áþreifanlega og sannar. —GÁS.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.