Alþýðublaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 4
alþýðu- liimEJB Þriöjudagur 4. september 1984 Útgefandi: Blaö h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaöaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Hvað / Alþýðublaðinu á laugardag voru rifjaðar upp nokkrar til- lögur Alþýðuflokksins, sem hann setti fram í stjórnarmynd- unarviðrœðunum í maí 1983. Þessari upprifjun verður hér haldið áfram, enda fróðlegt að bera saman verk núverandi rík- isstjórnar og helstu áhersluat- riði Alþýðuflokksins. í stjórn- armyndunarviðrœðunum stóðu margar tilögur A Iþýðuflokksins i núverandi stjórnarflokkum, sem m. a. varð þess valdandi að Alþýðuflokkurinn hafnaði stjórnarþátttöku. Hér á eftir verður drepið á nokkur atriði er snerta SVEIT- ARSTJÓRNARMÁL OG STJÓRNKERFISBREYTING- AR, FÉLAGSMÁL, HEILr BRIGÐIS- OG TRYGGING- ARMÁL. Þess ber að geta að tillögur þessar eru rúmlega ársgamlar, frá maí 1983, en halda þó gildi sínu flestar hverjar miðað við núverandi stöðu mála. Sveitarstjórnarmál og stjórnkerfisbreyting a) Stækkun sveitarstjórnarum- dæma og breytingar á stjórn- sýsluumdæmum ríksins. Að því búnu verði fleiri verkefni færð frá ríki til sveitarfélaga. b) Endurskoðun á reglum um kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga yfirleitt með það fyrir augum að fjárhagsleg ábyrgð fylgi ákvörðunarvaldi um framkvæmdir og rekstur. c) Endurskoðun á skiptingu tekju- stofna milli ríkis og sveitarfé- laga. Félagsmál a) Komið verði á samræmdu lífeyr- isréttindakerfi allra landsmanna frá 1. janúar 1985. b) Mótuð verði ný samræmd hús- næðismálastefna hins opinbera. c) Umhverfis- og byggðaþróunar- mál verði falin félagsmálaráðu- neyti. d) Sett verði ný lagaákvæði til að tryggja betur jafnræði karla og kvenna í samfélaginu. e) í samráði við aðila vinnumark- aðarins verði gerð úttekt á tekju- skiptingu og Iaunakjörum í þjóðfélaginu með það að mark- miði að einfalda og samræma launakerfið og leita raunhæfra leiða til að endurmeta störf lág- launahópa og bæta kjör þeirra. f) Endurskoðuð verði staða og rétt- indi heimavinnandi foreldra, að því er varðar lífeyrisréttindi, skattamál og sjúkradagpeninga. g) Gerð verði áætlun til næstu fjögurra ára um uppbyggingu dagvistarheimila. Meðan ekki er fullnægt þörfum fyrir dagvistun barna, verði komið til móts við láglaunafjölskyldur með styrk til að mæta kostnaði við einka- gæslu. h) Kannað verði í samráði við sveit- arfélögin, hvernig nýta megi grunnskólana frekar til athvarfs og dagvistunar yngstu nemenda. i) Opinberar stofnanir stuðli að því með fordæmi sínu að taka upp sveigjanlegan vinnutíma þar sem því verði við komið. j) Löggjöf um atvinnuleysistrygg- ingar verði endurskoðuð með það fyrir augum að auka greiðslugetu Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs og auka möguleika á fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir atvinnuleysi. k) Félagsmálaráðuneyti beiti sér vildi Alþýðuflokkurinn fyrir því við sveitarstjórnir að vegum sveitarfélaga og annarra skóla alþýðu, til eflingar fullorð- m) Sett verði lög um atvinnulýð- tekið verði upp kaup/leigu fyrir- aðila. insfræðslu á vegum verkalýðs- ræði, sem tryggi starfsmönnum komulag við íbúðabyggingar á 1) Sett verði löggjöf um félagsmála- samtakanna. Framhald á bls. 2 njíMpnra 1FRUMSKÓGI VAXTA? HANN 5ÉR FUOTT HVAÐ ÞER ER EYRIR BE5TU. OG HANTI B/EÐUB ÞÉB HEILT. fíáðqjafinn í ÚtvegsbanHanum er rétti leiðsögumaðurinn í þeim frumsHógi vaxta, 5em nú hefur sprottið upp. Þaráttþú margra Hosta völ. En gáðu að þér. 5á innlánsreiHningur sem hentar einum best, þarf all5 eHHi að henta öðrum. Eldra fólH að selja 5tóra íbúð og fara í aðra mlnni, sHattarnir, fyrirhugað ferðalag, jólamánuðurinn, bílaHaup, gifting, fjölgun í fjölsHyldunni. Þú sérð að aðstæður manna eru mismunandi. Talaðu því við Ráðgjafann í ÚtvegsbanHanum. hlann sér fljótt hvað þér er fyrir bestu. BAÐOJAEIHH - EABAB5TJÓBI ÞIHH 1 EBUM5HÓ(jl V/WA ÚTVEGSBANKINN EINN BANKI • ÖLL MÓNUSTA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.