Tíminn - 19.05.1967, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 19. maí 1967
TÍMINN
n
TÓNLEIKAR
Framhalri af bls. 5
á kromatisku fantasíunni og
sérf í lagi fúgunni, var réleg
og áferSarfalleg.
Gunnar Björnsson hefur þeg
ar til að bera staðgóða taekni,
ásamt ágætum túlkunarhæfi-
leikum og frábæru tónminni.
Einleikssónötur Baeh, eru
brautreyndum listamönnum
mikill vandi, en í því verkefni
sdóð Gunnar sig afburðavel.
Sama má segja um túlkun
hans á e-moll sónötu Brahms,
þar hafði hann mikið fram að
færa frá sjálfum sér. Frammi-
staða hins unga fólks var bæði
kennurum og skóla til sóma,
og óskar undirrituð þeim alls
góðs á þroska- og framfara-
braut. Góð aðsókn og hlýlegar
móttökur álheyrenda báru vott
um skilning og áhuga á starfi
og afrekum hinna ungu nem-
enda.
Unnur Arnórsdóttir.
—------ 1 1
BARÁTTA
Framhald af bls. 8.
í bygigð og framleiða þá holl-
ustu og beztu fæðru, sem kost-
ur er á fyrdr þjóðina alla. Að
það metur og virðir fóstur og
uppeldi þess fjiöldia barna og
unglinga, sem átt hafa þess
kost undanfarin sumiur, að
njóta sveitalífsins. Að hin svo-
nefnda „almenna velgengni"
þjóðarinnar er ekki orðin tóm,
heldur getur hún nú staðið við
stóru orðin og veitt næigilegt
fjiármagn tafarlaust til þess að
bjarga frá tímabundnu haliæri
í byggðum landsins.
Páll H. Jónsson.
SJÓNVARPIÐ
Framhald af bls. 5.
gerist með barnakóra, en laga-
vaiið var leiðinlegt og kómum
var ætiaður alitof langur tími.
Eitt tii tvö lög hefði verið nóg.
Ekki verður sagt að sjón-
varpið hafi frumftatt fyrsta
leikritið með sérstökum glaesi-
brag, enda var varla til þess
ætiazt. Það er allt annar hand-
leggur að sýna leikrit á sviði
heldur en í sjónvarpi, sem hef-
ur kvikmynda- og upptöku-
tækni að bakhjarii til að gera
verkið lifandi og skemmtilegt,
en upptaka þessa leikrits var
ákaflega einhliða, og tæknin að
litLu nýtt. Þess ber þó að gæta,
að leikritið var alls ekki samið
eða æft fyrir sjónvarp og leik-
tjöld ekki gerð með sjónvarps-
upptöku fyrir augum, svo að
sjónvarpsmönnum hefur verið
nokkuð erfitt um vi'k.
Síðasta atriðið á þessari
kvölddagskrá var látbragðsleik
ur meistarans Marcel Mareau
og Sisi Jeanmera, listrænt og
einkar skemmtilegt atriði.
Af sjónvarpsefni næstu viku
má efna dagskrá um Bítlana
frá Liverpool, sem flutt verð-
ur á mánudaginn, kvikmynd
úm Kátrínu mikiu eftir Alex-
ander Korda, en hún verður
flutt á miðvikudaginn.
BRUNI
Framhald af bls. 2
tryggður.'Hins vegar tókst slökkvi
liðinu að koma í veg fyrir að eld-
urinn kæmi?t í íbúðina á hæðinni
fyrir ofan, en þar urðu þó mikl-
ar skemmdir af reyk og vatni.
. Eigandi verzlunarinnar hafði
kjallarann á leigu, og verzlaði
hann með ýmsan varning, matvör
ur, fatnað o. fl.
Svo sem að framan greinir er
ókunnugt um eldsupptök, en
réttarhöld stóðu yfir í málinu í
dag.
HUMARVERÐ
Framhald aí bls. 2.
kola og var þeirri verðákvörðun
því vísað til úrskurðar yfirnefnd-
ar. Það verð á að gilda frá 1.
júní n.k.
Samfcvæmt ákivörðun verðlags-
ráðs í gær, verður lágmarksverð
á humar í ár sem hér segir: —
1. flokkur (ferskur og heill, sem
gefur 30 gr. hala og yfir) 70
krónur pr. kg. 2. flokkur
(smærri, þó ekki undir 70 cm.
hala og brotinn stór) 28 krónur
pr. kg. Verðin eru miðuð við
slitinn bumar.
GERFIHNETTIR
Framhald af bls. 2
Það eru þrír veðurhnettir sem
fara á braut yfir ísland. Liggur
braut þeirra yfir þæði heimsikaut-
in og koma þeir hingað frá
norðri og fara yfir til suðurs. Að
öllu jöfnu er ekki tekið á móti
myndum héi nema frá einum
þesisara gerfihnatta, enda reynast
myndir frá honum mun skýrari
en írá hinum tveimur. Gerfihnött
ur þessi nefnist SR-2 og fer hann
umhverfis jörðu á tveim tímum.
Þegar hann er yfir íslandi sendir
hann sjálfkrafa út myndir af yfir-
iborði jarðarinnar og skýjafari. Er
þá eKki annað að gera fyrir starfs
menn veðurstofunnar er að setja
JarSarför
Benedikts Sveinssonar,
bókara, Borgarnesi,
fer fram frá Borgarneskirkju, laugardaginn 20. maf kl. 13.30.
Ferð verður frá Umferðamiðstöðinni kl. 8 sama dag.
Jóhanna Jóhannsdótflr.
Við þökkum af alhug vináttu vlð andlát og útför
ArnheiSar Bjornsdóttur.
Arnheiður Sveinsdóttlr,
Sveina Sveinsdóttir, Björn Pálsson,
Jóna Svelnsdóttir, Þorkell Hjálmarsson,
Þórunn Sveinsdóttir, Björn Stefánsson,
Hulda Sigfúsdóttir, Einar Sveinsson
og barnabörn.
Jarðarför eiginmanns míns og föður okkar,
Guðjóns Jónssonar,
Reykjum, Vestmannaeyjum,
fer fram frá Landakirkju, laugardaginn 20. maí ki. 2 e. h. Minning-
arathöfn úr Kópavogskirkju verður útvarpað ki. 10.30 f. h. sama
dag.
Bergþóra Jónsdóttir og börn.
móttökutækin í gang sem skila
myndinni jiafnóðum út úr þar til
gerðu tæki.
Blaðamönnum var fyrir nokkru
boði|ð að fylgjast með, er tekið
var á móti myndunum frá gerfi-
hnettinum og hvernig veðurfræð
ingar vinna úr þeim. Mátti gjörla
sjá á þeim hvernig veðurfar var
á öllu Norður-Atlantshafi og einn
ig itígu hafíssins fyrir norðan
landið var. En með tilkomu veður
hnattanna verður auðvelt að fylgj
ast með ísröndinni hverju sinni.
Búizt er við að í framtíðinni
kunni þessir gerfihnettir að
breyta veðurspám mikið. Bæði er
að þær verða nákvæmari og hægt
verður að spá um veðurfar á stór
um svæðum lengra fram í tímann
en nú er.
JAKOB OG ÞORSTEINN
Framhals af bls. I.
lagsmálum og stjórnmálum, m. a.
sem blaðamaður við hið myndar-
lega flokksblað sunnlenzkra Fram
sóknarmanna, Þjóðólf. Ég spái þvi,
að er tímar líða, fái Sjálfstæðis-
menn að kynnast Sandvíkurbónd
anum, sem mjög ákveðnum, hörð-
um en drengilegum andstæðingi.
Að því er látið liggja í skrifum
Morgumblaðsins, að flokksþingið
hafi kosið 100 menn í miðstjórn og
þó hafi ekki verið rúm fyrir mig
í öllu þessu fjölmenni, sem mál-
um flokksins stjórnar. Það sanna
er, og það vita Morgunblaðsmenn-
irnir, að flokksþingið kaus aðeins
15 menn í miðstjórn, 12 úr röðum
eldri manna og 3 úr hópi hinna
yngri.
íhugleiðingu um 100 manna
miðstjómina í Staksteinum Morg
unblaðsins 9. maí s. 1. segir svo:
„Ástæðurnar fyrir því, að Fram-
sóknarmenn spörkuðu þessum
mönnum (þ. e. Jakobi Frímanns-
syni og mér) úr hinni fjölmennu
miðstjórn sinni, eru meðal ann-
ars þær, að þótt andstæðingum
Framsóknarflokksins finnist nóg
um misnotkun Framsóknarmanna,
t. d. á samvinnuhreyfingunni,
finnst Framsóknarmönnum sjálf-
um, að þessir tveir menn hafi
ekki verið nógu eftirlátir þeim,
að misnota þau tvö fjöldasamtök
sem þeir eru í fyrirsvari fyrir í
þágu Framsóknarflokksins." Hér
eru svívirðingárnar ekki skornar
við nögl. Þeim er ausið út á báðar
hendur. Framsóknarmenn almennt
og þó einkum forsvarsmenn flokks
ins, fá sinn skammt vel útilátinn,
með kröfunni á hendur okkar Jak-
obs, að þeirra sögn, að misnota fé-
lagssamtökin, sem okkur er trú-
að fyrir, í þágu flokksins. Hlut.ur
okkar Jakobs er heldur bágbor-
inn, því í gegnum frásögnina sér
í róginn um, að við níðumst á því,
sem okkur er til trúað, aðeins
„ekki verið nógu eftirlátir." Ég
tel það langt fyrir neðan virðingu
mína að fara að bera af flokkn-
um og mér slíkar getsakir svo lúa-
legar, sem þær eru. Vel má vera,
að Sjálfstæðisflokkurinn eigi liðs
menn, sem þyki þetta gott og trú-.
legt. Mér er sama um þá. En ég
undanskil bændur í þessu máli,
hvar í flokki, sem þeir eru.
Af sama toga er spunnin „skáld
sagan“, um ræðumennsku mína á
flokksþinginu, sem birtist fyrst
í feitletraðri rammagrein á öft-
ustu síðu Morgunblaðsins 9. maí
og síðan í endurbættri útgáfu í
leiðara blaðsins 12. maí s. 1. Þar
segir orðrétt: „Þorsteinn Sigurðs-
son, bóndi á Vatnsleysu, formað-
ur Búnaðarfélags íslands, sí'gði
flokksmönnum sínum til syndanna
á flokksþingi Framsóknar i marz
s. 1. Þorsteinn á Vatnsleysu mót-
mælti sífelldum áróðri Framsókn
arflokksins um að allt væri á
niðurleið í landbúnaðinum og
sagði, að þessi áróður hefði þeg
ar haft hin verstu áhrif fyrir
landbúnaðinn og m. a. valdið því,
að jarðir hefðu ekki byggzt, búið
væri að sverta þennan atvinnuveg
svo með stanzlausum barlómi, að
menn vildu ekki leggja fyrir aig
búskap. Fyrir þessi ummæli m.
a. var Þorstein á Vatnsleysu felld
ur úr miðsitjórn Framsóknarflokks
ins“. í rammagreininni 9. maí
endar þessi frásögn á þessa leið:
„---------og flutti hann þá aðra
ræðu og segja þeir, sem á hlýddu,
að hann hafi „ibellt sér yfir“ Fram
sóknarmenn. og Framsóknarfor-
ystuna." Þetta átti að hafa gerzt,
eftir að flokkþingsmenn höfðu
andmælt fyrri ræðu minni, að
sögn blaðsins. Allt er þetta þvætt
ingur og uppspuni frá rótum. Ó-
sannindin eru svo blygðunarlaus,
að ekki er eitt einasta orð satt,
sem frá er sagt. Ræða mín um
landbúnaðinn, sem blaðið gerir
svo mikið úr, hélt ég alls ekki.
Hún er bara hugarfóstur ritstjór-
ans. Og er þá svarræða mín fall-
in af sjálfu sér. Framsóknarflokk-
urinn hefur á engan hátt barið
lóminn fyrir landbúnaðinn. Það
hefur aðeins verið sagt frá þeim
erfiðleikum, sem bændur og fé-
lagssamtök þeirra eiga við að
striða vegna hinnar geysilegu óða
verðbólgu, sem flætt hefur yfir
landið og ógnar öllum atvinnuveg
um landsmanna. Eitt af því, sem
þrengir mjög að afurðasölufélög
um bænda og þá jafnframt að
bændum sjálfum ,er skortur á aí-
urðalánum. Vegna vaxandi fram
leiðslu landbúnaðarvara og síhækk
andi verðlags, hefur verðmæti
þeirra allt að því fimmfaldazt á
undanförnum árum, en afurðalán-
in staðið í stað að mestu leyti s.
1. 7 ár. Og ég veit ekki betur en
að flestir atvinnuvegir hafi líka
sögu að segja, nema þá he'zt sá
hluti verzlunarstéttarinnar, sem
hefur fengið fyrir ráðstafanir nú-
verandi ríkisstjórnar, að flytja
inn alls konar varnig-alveg ótak-
markað í samkeppni við íslenzkan
iðnað t. d- allt’ ofan í hina marg
nefndu tertubotna, sem eru orðn-
ir frægir í stjórnmálasögu þessara
síðustu ára, sem þessi ríkisstjórn
hefur ráðið öllu, bæði til sjós og
lands.
Ég er ekki einn af þeim mönn-
. um, sem fordæma allt, blindum
Viðgerð gatnaskemmda
miðar óhæfilega hægt
AK-Reykjavík, fimmtudag.
„Hvenær er ráðgert, að lokið
verði viðgerð þeirra skemmda, er
urðu á s. 1. vetri á götum borgar-
innar og hvað má telja líklegt, að
þær framkvæmdir kosti.“
Fyrirspurn þessa bar Einar
Ágústsson, borgarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins, fram á fundi
borgarstjórnar í dag og svaraði
borgarstjóri henni með því að
lesa bréf gatnamálastjóra þar
sem talið er, að viðgerðum á
gatnaskemmdum vetrarins muni
verða lokið í júní-mánuði og að
vonir standi til að þær 22 milljón
ir, sem fjárhagsáætlun borgarinn
ar ætlar á þessu ári til gatnavið
halds, muni duga til viðhaldsins.
Einar Ágústsson kvaðst telja
það mjög gott, ef áætlunin um
þetta stæðizt en ástæða væri til
að draga það í efa að svo væri,
þar sem gatnaskemmdirnár í vor
hafa verið mjög miklar til viðbót
ar þeim sem urðu fyrir miðjan
vetur.
Bvitt: Akureyri
Gunnlaugur Guðmundsson.
Mareeir ‘steingríuisson.
43. Bel—d2 Hh5—e5
SKÁKIN
Svart: Reykjavík:
Jónas Þorvaldsson
Hallur Simonarson
augum, sem stjórnmálalegir and
stæðingar gera. Það þykir mér lág
kúruháttur, sem ég vildi mjög
gjajman, að íslenzk stjórnmál losn
uðu við. En það eru fleiri en
Framsóknarmenn, sem telja það
höfuðnauðsyn að breytt verði um
stjórnarstefnu eftir 11. júní n. k.
Þorsteinn Sigurðsson.
GAZASVÆÐI
Framhals af bls. 1.
ísrael myndi ekki verða fyrst til
að grípa til vopna í Mið-Austur-
löndum. Sagði hann, að hið hættu
lega ástand væri á engan hátt sök
ísraels.
Fastafulltrúi Egyptalands sagði
í kvöld, að það væri verkefni U
Thants að ákveða hvaða dag friðar
sveifir Sameinuðu þjóðanna yrðú
kallabar heim, til þess þyrfti enga
samþykkt innan allsherjarþings-
ins. Israel er á öndverðri skoðun.
Friðarsveitir SÞ nema 3.393 mönn-
um, að því er sagt var í aðal-
stöðvum SÞ í dag. Fles-tir eru frá
Indlandi, eða 978 menn, 800 eru
frá Kanadaj~,580 frá Júgóslavíu,
528 Irá Svfþjó'S og 432/frá Brasi-
líu. 72 erii frá Noregi .og 3 frá
Danmörku. Friðarsveitunum var
komið á í'ót eftir innrás ísraels
árið 1956 í sambandi Ivið Suez-
deiluna alræmdu.
Samkvæmt fregnum í kvöld hafa
mikluj varnarráðstafanir verið
gerðar í Egyptalandi vegna hætt-
unnar á styrjöld. Hafa ráðstafanir
verið gerðar til að verja þýðingar
mikil mannvirki, svo sem Suez-
skurðinn og brúna yfir Níl. Jafn-
framt hafa sjúkrahús, slysavarð-
stofur og almannavarnir verið und
irbúnar undir möguleikana á
styr.iöld.
Þá gerðist það í dag, að ísraelsk
orustuþota skaut aðvörimarskotum
að SÞ-flugvél, sem hafði m.a. æðsta
mann friðarsveitanna um borð, og
reyndi að neyða hana til að lenda
á ísraelskri grund. U Thant mót-
mælti þessu harðlega í dag, og
hefur ísrael beðist afsökunar á
atburðinum.
Brunamál Iðnaðar
bankans
AK-Reykjavík, fimmtudag.
Borgarstjóri upplýsti það í borg
arstjórn í dag, er hann svaraði fyr
irspurn borgarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins, að brunamál Iðnað-
arbankans, þ- e. a. s. vafinn á
heimild til glugganna á suður-
hlið hússins væri nú til athugun
ar hjá félagsmálaráðuneytinu og
saksóknara, og meðan skýrsla um
þá athugun væri ekki fram kom-
in, væri ekki tímabært að ræða
um málsatriði.
/