Alþýðublaðið - 13.12.1984, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.12.1984, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 13. desember 1984 loftfimleikar -RITSTJÓRNARGREIN,——— Lélegir vlft er um það rætt að stjórnmálamenn séu harðsvtraðiráróðurspostular, sem vfli ekki fyrir sér að halla réttu máli ef stund og staður býður upp á slíka loftfimleika. Sjónvarpsáhorfendur urðu vitni að slíkri leikfimi í sjónvarpssai á þriðjudagskvöld hjá formönnum Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. í fyrsta lagi svör- uðu þeir sjaldnast því er um var spurt, heldur fluttu gamlar og þreyttar klisjur um nauðsyn þess að auka þjóðartekjur til að allir lands- menn geti haft jáað gott. í öðru lagi fóru þeir beinlínis með staðlausa stafi i sumum tilsvör- um sínum. Þeir félagar og fóstbræður, Þorsteinn Páls- son og Steingrímur Hermannsson, voru t. d. um það spurðir hvort þeir hefðu ekki áhyggjur af stöðu láglaunafólks f landinu, sem vart ætti -iil hnífs og skeiðar og til hvaða aðgerða rikis- stjórnin hygðist gripatil að létta þessum fjöl- menna hópi launafólks byrðarnar. Sömuleiðis voru þeir spurðir hvort okurvextir og niður- "skuróur félagslegrar þjónustu, samfara auk- ' inni skattlagningu, þ. á m. I heilbrigðisgeiran- um, væri til þess fallið að létta láglaunafólkinu lífið. Ekki hirtu flokksformennirnir og ábyrgð- armenn núverandi rikisstjórnar um aö svara þessu, heldur létu nægja að tala almennt um erfiðleika í þjóðarbúinu og nauðsyn þess að vinna sig út úr vandanum. Þessi sami söngur hefur verið kyrjaður af þeim félögum frá þvi. ríkisstjórnin tók við stjórnartaumunum fyrir 18 mánuðum. Ennþá eru þeir að vinna sig út úr vandanum. Á sama tíma hefur vandi launa- mannastóraukist. Forsendur ráunhæfrar efna- hagsstjórnar brostið, m. a. vegna stóraukinna erlendrar lántöku. Og forkólfar íhalds og fram- sóknar sögðu það beint og óbeint að ekki yrði sérstakiega tekið á vanda láglaunafólks og meðaltekjufólks, heldur yrði að bíóa þess að úr rættist í þjóðarbúskapnum og þjóðartekjur færu að aukast. Almenn svöraf þessum togaeru lýsandi fyrir þá stjórnarstefnu sem fylgt hefur verið. Ríkis- stjórnin hefur markvisst fært fjármagn úr vasa launamanna til milliliða og stórgróðaafla. Við þeirri skipan má nú ekki hreyfa. Nei, það þarf að bíða betri tíðar til að launafólk fái sitt. Það er síðast I rööinni, Aðrir hópar, sem rlkisstjórn- in stundarsérstakahagsmunagæslu fyrir, hafa forgang. Staðreyndin er sú að við núverandi aðstæð- ur er unnt að rétta verulega hlut launamanna með fjármagnstilfærslum I gegnum skatta- kerfið og fleiri tæki efnahagslifsins. En til þess þarf pólitískan vilja; þann vilja hefur ríkis- stjórnin ekki. Það kom skýrt fram í umræddum sjónvarpsþætti. Þorsteinn Pálsson reyndi af veikum mætti að halda því fram að sjúklingaskatturinn, sem er að buga fjárhagslega aldraða og sjúka i þjóð- félaginu, væri í raun ekkert íþyngjandi. Hækk- un á kostnaði fólks vegna lyfja og læknisþjón- ustu var greiniiega í augum formanns Sjálf- stæðisflokksins lítið mál. Hann vildi halda því fram að á öðrum sviðum hefðu hin félagslega aðstoð aukist. Fróðlegt væri að fá dæmi um slíkt. Eitt er víst að almenningur í þessu landi verður ekki var hinnar auknu félagslegu þjón- ustu, sem Þorsteinn Pálsson klifaði á. Loks má geta orða Steingríms Hermanns- sonar um vaxtamálin. Hann hélt því fram í sjónvarpsþættinum að tillögur Seölabankans um vaxtahækkanir væru raunverulega vaxta- lækkanir. Og Steingrímur lofaði þvl einnig að framundan væri enn frekari lækkun á vöxtun- um. Oft hefur Steingrlmur verið plataður. Honum dettur augljóslega í hug að hægt sé að plata ísienskt launafólk jafnauðveldlega. Það ermikill misskilningur. Fólkgerirgreinarmun á svörtu og hvítu, enda þótt forsætisráðherra kunni að ruglast á litunum endrum og eins. Þeir verðtryggðu okurvextir, sem ríkisstjórnin hefur lagt áfólk, á sama tíma og laun I landinu veru óverðtryggð, eru gjörsamlega óverjandi. Húsbyggjendurog Ibúðakaupendur, ungafólk- ið og aðrir, hafa áþreifanlega fundið fyrir þeim ofurþunga sem hávöxtunum, 10—12% raun- vöxtum, fylgja. Hápostular núverandi ríkisstjórnar sýndu það og sönnuðu I sjónvarpínu I fyrrakvöld að ekki ferofsögum af járeytunni og uppgjafartón- inum á stjórnarheimilinu um þessar mundir. —GÁS. Guðjón V Guðjónsson skrifar: Fram til baráttu j af naðarme nn Ég ætla að byrja þennan pistil minn á þvi að óska nýkjörnum for- manni Alþýðuflokksins til ham- ingju og veit ég að hann mun reyn- ast þessa traust verður. Nú er það auðvitað ekki nægilegt, þó að for- maðurinn sé vel fær og allur af vilja gerður. Það verða allir sannir jafn- aðarmenn að taka höndum saman í bókstaflegri merkingu. Mikið og mjög erfitt starf er framundan því jDað segir sig náttúr- lega sjálft að erfitt verður að koma göfugri hugsjón eins og jafnaðar- stefnunni á framfæri í þjóðfélagi sem hefur komið Þorsteini Páls- syni, Albert Guðmundssyni og Steingrími Hermannssyni til æðstu metorða, svo ég nefni nú einhverja af þeim mönnum, er nú tröllríða ís- lenskri þjóð. Svo furðulegt sem það nú er þá hefur þjóðin kosið þessa menn yfir sig, þúsundir alþýðu- manna sem nú kveina sáran yfir bágum kjörum sínum og það auðvitað með réttu. Og ekki hefur þetta sama fólk kosið bara þessa „höfðingja", heldur líka valið til forystu í stéttarfélögum sínum Guðjórt V. Guðmundsson sjúkra- liðL skoöanabræður og dygga fylgis- sveina þessara sömu manna. Þetta er svo yfirþyrmandi hörmulegt að maður getur öskrað af. sorg og bræði. Getur verið að það eigi við sem stundum er sagt, að enginn fái betri stjórn en hann eigi skilið? Maður verður samt að reyna að ríghalda í vonina um að launamenn fari nú loksins að skynja íhalds- forynjuna í sinni réttu mynd. Og er ég ekki frá því að byrjað sé að örla á þessu. Þess vegna ríður nú á því að efla Alþýðuflokkinn þannig að hann standi undir nafni í orðsins fyllstu merkingu. Þá mun fólkið koma til liðs við hann og gera flokkinn að þvi afli er þarf, til að umbylta þessu þjóðfélagi. Því mið- ur er flokkurinn enn flæktur í sam- tryggingarkerfi hinna flokkana. Þetta pot er alveg viðbjóðslegt. Ef að við fáum mann í þetta eða hitt þá skulum við hjálpa ykkur með mann í þessa eða hina stöðuna. Þetta ógeð kom berlega fram á nýa- fstöðnu Alþýðusambandsþingi. Verst er þetta náttúrlega þegar flokkarnir eru að vinna saman i ríkisstjórn, þá virðist það heyra til undantekninga að fyrst og fremst sé tekið tillit til reynslu og hæfni við- komandi þegar veitta á stöðu eða velja menn í embætti. Fyrst og síð- ast er það pólitiski liturinn sem ræður. Nýjasta dæmið um þetta er veit- ing útvarpsstjórastöðunnar. Sá er hana hlaut fékk hana auðvitað vegna þess að menntamálaráðherr- an er íhaldsmaður eins og hann sjálfur eins og auðvitað allir vita. Alþýðuflokkurinn er að sjálfsögðu saklaus af þessu tiltekna atviki, enda fjarri stjórnartaumunum núna. En það eru mörg dæmi um það gegnum tíðina að ýmsir flokks- menn hafa fengið góð embætti, ein- mitt vegna svona hrossakaupa. Það er alls konar annar óþrifnaður sem þrífst í skjóli svona vinnubragða og þar sem óþrifnaður þrífst þar koma upp sýkingar ög íslenskt þjóðfélag er sjúkt eins og ég hef sagt í blaða- grein áður. Sem sagt þetta verður algerlega að hverfa. Er nóg um það, menn skilja vel hvað ég er að fara. Þegar búið verður að skapa hér það réttlætisþjóðfélagi, sem fellst í jafnaðarstefnunni í framkvæmd þá verður gott að lifa í þessu Iandi, þá verða menn hamingjusamir. Fyrir utan bein lifandi tengsl við fólkið þá þarf Alþýðuflokkurinn á mál- gagni að halda. Það er alger for- senda þess að starfið takist. Það er tómt mál að tala um einhverja bæklinga, sem dreift yrði endrum og sinnum, þeir geta aldrei komið í stað blaðs. Við úrsögn Grænlands úr EBE nú um áramótin, breyttist staða landsins verulega er varðar sam- skipti þess við aðrar þjóðir, sérstak- lega viðskipti og verslun svo og sjá- varútveg. Grænland er samfélag í örum vexti og mikill hugur er í nývakn- aðri þjóð til átaka. Mikil uppbygg- ing hefur átt sér stað á flestum svið- um nútíma þjóðfélags undanfarin ár. íslendingar hafa átt þar nokk- urn hlut að máli, en alltof Iítinn. Sannarlega má segja að framtíð- armöguleikar landsins séu miklir og þá aðallega í sjávarútvegi, námu- greftri og jafnvel oliuvinnslu, og að ekki sé minnst á yngstu atvinnu- greinina, ferðamannaiðnaðinn, sem er ört vaxandi. Stór hótel rísa til að mæta sífellt vaxandi ferða- mannastraumi og nýir flugvellir byggðir. Rafvæðing byggða er ofar- lega í hugum manna og leitað hefur verið til Islendinga til aðstoðar á því sviði. Á mörgum sviðum geta íslend- ingar átt samvinnu við nágranna- þjóðina í vestri, rétt eins og við Færeyinga og hin Norðurlöndin. Má þar nefna á sviði samgangna, þá sérstaklega flugmála og þar méð ferðamála, sjávarútvegs og sölu afurða, rafvæðingar, landbúnaðar, Það er svo brýnt að fara að gera eitthvað raunhæft í þessum málum að það þorir alls enga bið. Mér skilst að upp hafi komið hugmynd um að gefa út vandað vikublað í stað dagblaðs og finnst mér það vel geta komið til greina. Ég er alvegsannfærður um að ef við sem aðhyllumst jafnaðarstefn- una leggjumst á eitt þá er þetta framkvæmanlegt. Fram til baráttu jafnaðarmenn. Guðjón V. Guðmundsson auk mennta og menningarsam- skipta, svo nokkuð sé nefnt. Aðalvandkvæðin í samskiptum þjóðanna hefur e. t. v. verið skortur á upplýsingum og fyrirgreiðslu, enda ekki verið neinn starfandi aðili á þessu sviði. Nú hefur verið reynt að bæta úr þessu með stofnun fyrirtækisins Stokkans Aps., sem starfar á sviði verslunar og viðskipta og veitir auk þess hvers konar fyrirgreiðslu og upplýsingar til eflingar samskipta þjóðanna. Heimilisfang fyrirtækisins er í Narsaq, sem er ört vaxandi bær á S- Grænlandi í miðri Eystribyggð hinni fornu, í námunda við Narsarsuaq-flugvöll og hin feng- sælu og íslendingum kunnu Julianehábsmið og íbyggð þar sem heyra má íslensku talaða meðal fólks í sveitum. Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér nánar þá möguleika, sem hér um ræðir, eru velkomnir að skrifa fyrirtækinu, íslenska er engin fyrir- staða og starfsmenn fyrirtækisins eru í nánu sambandi við stofnanir og fyrirtæki landsins og eru reiðu- búnir að veita allar þær upplýsingar sem tiltaékar eru hverju sinni. Og heimilisfangið er: Stokkanes Asp., P.O. Box 75, DK 3921, Narsaq, Grönland. FÉLAGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Borgarmálaráð Alþýðuflokksins Fundurverðurí Borgarmálaráðinu föstudaginn 14. des. í Félagmiðstöð S.U.J. að Hverfisgötu 106 a Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 12 og stendur til kl. 2. Megin efni fundarins veröur umfjöliun um stjórnkerfistillögur. Vinsamlegast mætið stundvíslega. Formaður Grænlendingar yilj a samvinnu við íslendinga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.