Alþýðublaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 4
alþýðu- Þriðjudagur 18. desember 1984 Útgefandi: Blað h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guómundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttjr. Ritstjóm og augiýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Simi:81866. Setning og umbrot: Aiprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Freyr Ófeigsson, bœjarfulltrúi Alþýðuflokksins á Akureyri: Svipmynd úr Hafnarstrœti, göngugötu þeirra Akureyringa, en þar er Freyr Ófeigsson bœjarfulltrúi Alþýðuflokksins. Freyr Ófeigsson. fyrir síaukna aðstoð ríkisvaldsins. — Eftir því sem þörf á aðstoð ríkis- valdsins eykst minnkar sjálfsfor- ræði sveitarfélaganna í raun, en það er í andstöðu við yfirlýsta stefnu sveitarfélaganna um aukin verkefni og aukið sjálfsforræði. Til að leysa þessi mál hefur mönnum að vonum þótt eðlilegt að byrja á því að stækka sveitarfélögin með sameiningu þeirra. Voru á sín- um tíma sett lög um þetta efni, sem gerðu ráð fyrir svonefndri frjálsri sameiningu sveitarfélaga. Árangur af þessum lögum hefur orðið sára- lítill og að því er ég best veit eru að- eins til tvö tilvik þar sem sameining sveitarfélaga hefur orðið í gildistíð laga þessara. — Meðal sveitar- stjórnarmanna hefur þeirri skoðun vaxið fylgi að lögbinda sameiningu sveitarfélaga, eins og gert hefur ver- ið t. d. í Danmörku og Noregi. Til lausnar á málinu hefur einnig verið uppi önnur hugmynd, nefnilega sú að leggja ekki áherslu á stækkun sveitarfélaganna (andstaðan gegn stækkun sveitarfélaganna er mest í minnstu sveitarfélögunum), en í þess stað verði lögfest stjórnstig á milli sveitarfélaga og ríkis, sem verði staðbundið á ákveðnum svæðum. Skoðanir manna um stærð þessara svæða hafa verið á- reiki og hefur verið talað um svæði sem tækju yfir heilan fjórðung og niður í svæði, sem miðuðust við nú- verandi sýslumörk. Þá hafa einnig verið uppi hugmyndir um stærðir svæða, sem væru þarna á milli (t. d. hugmyndir um fylki og þær hug- myndir sem fram koma í tillögum að sveitarstjórnarlögum, sem nú liggja fyrir og fjallað verður lítil- lega um hér á eftir). — Verulega skiptar skoðanir hafa verið uppi um hvert valdsvið slíks stjórnsýslustigs eigi að vera. Vilja sumir að um verði að ræða eins konar yfirsveitarfélög í líkingu við núverandi sýslunefnd- ir, en aðrir vilja að einungis verði um að ræða samstarf sveitarfélag- anna sem sæki allt sitt vald til þeirra í líkingu við núverandi landshluta- samtök. Þann 13. júní 1981 skipaði félags- málaráðherra sex manna nefnd til að endurskoða sveitarstjórnarlög- in. Nefnd þessi hefur skilað félags- málaráðherra niðurstöðu starfs síns i formi tillagna að lagafrumvarpi. Hefur ráðherra lýst yfir því að hann muni leggja tillögurnar fram sem lagafrumvarp á þingi því sem nú sit- ur. Hefur hann e. t. v. þegar gert það nú, þegar þetta er ritað. — Til- lögurnar eru mjög umfangsmiklar og ítarlegar og engin tök eru á að gera þeim full skil í stuttri grein. Að því er ég best veit hefur ráðherra óskað eftir umsögn allra sveitar- stjórna í landinu um tillögurnar. — Tillögurnar hafa ekki komið til um- fjöllunar í bæjarstjórn Akureyrar ennþá, hvað sem síðar verður. í þessu greinarkorni ætla ég aðeins að fjalla um tvö atriði tillagnanna í samræmi við upphaf þessarar greinar. — Nefni ég þá fyrst ákvæði tillagnanna um stærð sveitarfélaga og síðan ákvæði um samstarf sveit- arfélaga (héraðsþing). í 5. gr. tillagnanna segir: „ Lág- marksíbúatala sveitarfélags er 100 íbúar. — Nú hefur íbúafjöldi sveit- arfélags verið lægri en 100 í þrjú ár samfleytt og skal ráðuneytið þá eiga frumkvæði að því að sameina það nágrannasveitarfélagi. Einnig má skipta hinu fámenna sveitarfé- lagi milli nágrannasveitarfélaga.“ Þá er í greininni gert ráð fyrir að undantekningu megi gera, þegar sérstakar landfræðilegar ástæður mæla með því. I 114. gr. tillagnanna segir: „Með lögum þessum er stefnt að því að öll sveitarfélög verði eftir því, sem við veröur komið, svo ljölmenn og styrk, að þau geti rækt öll þau verk- efni, sem þeim eru falin með lögum þessum eða öðrum lögum og tekið að sér önnur verkefni í samræmi við óskir íbúa sinna, stefnt er að því að dregið verði úr samrekstri rikis og sveitarfélaga við framkvæmd ein- stakra verkefna og að þau verði í auknum mæli falin sveitarfélögun- ura einum til úrlausnar. í því skyni skal ráðuneytið vinna að stækkun sveitarfélaga með sam- runa fámennra sveitarfélaga í stærri öflugri heild. Skal stefnt að því að lágmarksíbúatala sveitarfélags sbr. 5. gr. verði 400 íbúar árið 2000. Skal ráðuneytið vinna að þessu í samráði við Samband íslenskra sveitarfé- Iaga, landshlutasamtök sveitarfé- laga og héraðsþing" í greinargerð með tillögúnum segir að í árslok 1983 hafi 53 sveitar- félög haft færri íbúa en 100 þar af 16 færri en 50. Það er skoðun undirritaðs að þeim markmiðum, sem stefnt er að með stækkun sveitarfélaga, verði á enga hátt náð með lágmarksíbúa- tölunni 100. — Það lágmark er allt of lágt til þess að það út af fyrir sig geti á nokkurn hátt fært okkur nær markmiðum sem menn eru þó sam- mála um að stefna að. Raunar efast ég um að lágmarkstalan 400 sem stefna á að um aldamót, skipti nein- um sköpum í þessu efni. — Eftir að hafa fylgst nokkuð með þessari um- ræðu undanfarin ár hef ég komist á þá skoðun að fámenni okkar ís- lendinga, stærð landsins og land- fræðilegar aðstæður allar leiði til þess að ekki sé raunhæft að ætla sér að ná framanrituðum markmiðum með því að gera hvert sveitarfélag í landinu nægjanlega fólksmargt og öflugt til að taka að sér þau verkefni og sjálfstæði, sem menn gjarnan vilja færa til þeirra. Mér hefur því fundist að gefa ætti hinni hugmyndinni, sem ég áð- ur nefndi, meiri gaum en e. t. v. hef- ur verið gert hingað til. Mér virðist að höfundum tillagnanna hafi verið þetta ljóst. Leggja þeir til að tekið verði upp það sem þeir nefna „Lög- bundið samstarf sveitarfélaga“ og fjallar einn kafli tillagnanna um það. Of langt mál er að rekja efni þess kafla hér. Efnislega er lagt til að sveitarfé- Iögum verði skylt að hafa samstarf um úrlausn tiltekinna verkefna, sem snerta alla íbúa héraðs sameig- inlega og fari slíkt samstarf fram á vettvangi héraðsþings, sem fjalli um málefni héraðsins alls. Gerð er tillaga um hver héruðin skuli vera. M. a. skal Eyjafjarðarhérað ná yfir Eyjafjarðarsýslu, Akureyri, Dalvík og Ólafsfjörð. Ákveðin er tala full- trúa á héraðsþingum. I Eyjafjarð- arhéraði skulu fulltrúar vera 25 og 25 til vara. Ekkert sveitarfélag í því héraði getur átt fleiri en 12 fulltrúa. Sveitarfélög með fleiri en 200 og til 1000 íbúa skulu hafa 1 fulltrúa hvert. Tala fulltrúa reiknast sameig- inlega fyrir sveitarfélög með færri en 200 íbúa. Ákvæði eru um að sveitarstjórnir kjósi fulltrúa á héraðsþing, en ekki hinn almenni kjósandi. Ekki er að finna upptalningu á verkefnum héraðsþinga í tillögunum, en gert ráð fyrir að þau ákvarðist af sam- komulagi sveitarfélaganna og lög- um annars vegar og eigin ákvörðun- um héraðsþinga hins vegar. Gert er ráð fyrir að kostnaður af störfum héraðsþinga greiðist úr sveitarsjóðum í hlutfalli við íbúa- tölu einstakra sveitarfélaga í hérað- inu. — Þá er gert' ráð fyrir að sýslu- félög í núverandi mynd verði lögð niður og að héruð taki við eignum þeirra og skuldum. Eins og að framan er rakið er hér (Mynd Sáf) gerð tillaga um lögfestingu á sam- starfi sveitarfélaga, en ekki á sjálf- stæðu stjórnstigi. Af því leiðir að réttarstaða héraðanna er mjög óljós. Að hluta til virðast þau eiga að sækja vald sitt til sveitarfélag- anna að hluta til löggjafar, þar sem þeim yrðu falin verkefni og að hluta til sjálfra sín, t. d. virðast þau eiga að hafa vald til að ákveða útgjöld sveitarfélaganna vegna starfsemi sinnar, án þess að einstök sveitarfé- lög hafi þar nokkuð um að segja. Ég get ekki varist miklum efa- semdum um að hér sé verið að fara inn á rétta braut til að ná þeim markmiðum, sem ég hef áður lýst. Um fulltrúafjölda á héraðsþing- um, kosningu til þeirra og innra skipulag læt ég hjá líða að ræða hér, en tillögurnar um það atriði eru vægast sagt umdeilanlegar. Mín skoðun er sú að stuðla eigi stækkun sveitarfélaga eins og til- lögurnar gera ráð fyrir en falla frá þeirri hugmynd að stækkun þeirra eigi að vera forsenda aukins frelsis og aukinna verkefna heima í hér- aði. Þess í stað á að stofna nýtt stjórnsýslustig, eins konar yfirsveit- arstjórn, sem taki til ákveðinna svæða, sem ákveðin eru sem eðli- legar heildir, samgöngulega, við- skiptalega, félagslega og ekki hvað síst landfræðilega, án tillits til nú- verandi sýslumarka. Kjósa á bein- um pólitískum kosningum hæfileg- an fulltrúafjölda til að stjórna þess- um „héruðum" og ákveða þeim sjálfstæða tekjustofna. í megin at- riðum ætti að ákveða verkefni með lögum og m. a. færa hluta ríkis- valdsins til þessarar stofnunar auk ýmissa núverandi verkefna sveitar- félaganna. Hin einstöku sveitarfé- lög ættu að verða eins konar hverfi innan héraðanna og annast stað- bundin verkefni. Freyr Ófeigsson. Ný Á undanförnum árum og raunar áratugum hefur átt sér stað mikil umræða meðal sveitarstjórnar- manna um stöðu og valdsvið sveit- 'arfélaga í stjórnkerfi landsins. Menn hafa yfirleitt verið sammála um að auka beri sjálfsforræði sveit- arfélaga og fá þeim aukin verkefni frá ríkisvaldinu og auka þannig valddreifinguna í landinu. — A undanförnum árum hafa margar nefndir fjallað um mál þessi og komið fram með hugmyndir að breyttum sveitarstjórnarlögum. Það má segja að niðurstaða allra þeirra, sem um þetta hafa fjallað, hafi orðið sú að í núverandi mynd sé yfirgnæfandi meiri hluti sveitarfé- laga of fámenn til að taka á sig auk- in verkefni og eiga raunar í miklum erfiðleikum með að sinna núver- andi lögbundnum verkefnum, þrátt sveitar stj órnarlög

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.