Alþýðublaðið - 23.01.1985, Page 1

Alþýðublaðið - 23.01.1985, Page 1
Öryggisleysi fiskverkunarfólks: Nær ekki nokkurri átt 600 manns atvinnulausir á Suðurnesjum Miðvikudagur 23. janúar 1985 15. tbl. 66. árg. A Suðurnesjum hafa um 600 manns í fiskiðnaði verið atvinnu- lausir frá því um miðjan desember. Siómenn íhuga verkfallsboðun Útvegsmenn bjóða kauplœkkun „Viðsemjendur okkar eru staðir og allt er blokkerað. Síðasta tilboð þeirra var þess eðlis að kaup sjó- manna myndi lækka verulega frá því sem nú er,“ sagði Óskar Vigfús- son, forseti Sjómannasambands ís- lands, er Alþýðublaðið sló á þráð- inn til hans til að forvitnast um hvort nokkuð þokaðist í samkomu- lagsátt milli sjómanna og útgerðar- manna. Óskar sagði að flest félögin vaeru búin að útvega sér verkfallsheimild Fundur í Mos- fellssveit Jón Baldvin Hannibalsson mun halda áfram fundaherferð sinni, Hverjir eiga ísland?, í Hlégarði, Mosfellssveit annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, klukkan 20.30. Fundurinn er öllum opinn og að lokinni framsögu formanns Al- þýðuflokksins verða fyrirspurnir leyfðar. Eins og Alþýðublaðið hefur greint frá, þá hefur verið metað- sókn að nánast öllum fundum Jóns Baldvins fram til þessa, en hann hefur gert víðreist síðustu vikurnar og efnt til opinna funda víða um land. Er ekki að efa að Mosfellingar og nágrannar þeirra munu fjöl- menna til fundarins annað kvöld. Um næstu helgi mun formaður Alþýðuflokksins ásamt Eiði Guðnasyni formanni þingflokks Alþýðuflokksins, efna til nokkurra funda á Snæfellsnesi. og ef ekki gerðist eitthvað í þessum málum fljótlega, yrði næsta skrefið að athuga hvort ekki yrði boðað til verkfalls. Hann sagði það rétt vera að kvótafyrirkomulagið veikti stöðu þeirra, en sjómenn þekktu ekkert annað tæki en verkfallsvopnið til að fá kröfum sínum framgengt. „Við höfum ekki orðið varir við neinn santningsvilja hjá viðsemj- endum okkar og stóri bróðir, rikis- stjórnin, hefur ekki sýnt að hún Ijái máli okkar lið, þá er ekkert annað en verkfallsvopnið, sem getur knúið á um kröfur okkarí' Óskar sagði að sjómenn væru langþreyttir á því að vandi útgerð- arinnar væri stöðugt leystur með því að ganga á hlut sjómanna og að þeir væru mjög ósáttir með hvernig stjórnvöld hafa haldið á málum gagnvart þeim. Kröfur sjómanna eru þær helstar að kauptryggingin verði tvöfölduð frá því í september. Ástæðan fyrir svo mikilli hækkun, sagðj Óskar, að væri vegna þess að stórkostlegar breytingar hafi átt sér stað í sjávar- útveginum. Þær breytingar eru þess eðlis að öll afkonta sjómanna er mun ótryggari en áður og sjómenn þurfa að tryggja sjálfa sig og af- komumöguleika sinn gegn þessurn breytingum. Það verði ekki gert með öðru en að hækka kauptrygg- inguna verulega. „Við höfum farið fram á að ríkis- stjórnin lagfæri þetta en ekki orðið varir við nein viðbrögð frá henni!‘ Framh. á bls. 2 Að sögn Sigurbjörns Björnssonar, framkvæmdastjóra Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, eru margar ástæður fyrir þessu. Hráet'nisskorturinn er vitaskuld meginorsökin en rétt er að geta þess að eitt frystihúsanna, Heimir hf., sagði megninu af sinu starfsfólki upp með löglegum fyrirvara, og sneri sér að því að flytja út aflann frystan í gámum. Sigurbjörn Björns- son, framkvœmda stjóri Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur í samtali við Alþýðublaðið Nú nýlega voru 3 skip seld burt af svæðinu og með þeim fór 9000 tonna aflakvóti. Ástæðan fyrir söl- unni er að sögn útgerðarmann- anna, erfiðleikar í útgerðinni og að reksturinn gangi ekki lengur á þeim grundvelli, sem nú er fyrir hendi. Sigurbjörn sagði að það væri vitað mál að erfiðleikar væru hjá útgerð- inni, en að þeir væru svo óyfirstíg- anlegir að eina ráðið væri að losa sig við skipin, efaðist hann um. Sagði hann menn kvíðna um þróun mála í ár þegar svona stórt skarð 'væri höggvið i flota þeirra Suður- nesjamanna. Undanfarin ár hefði atvinnuástandið verið mjög slæmt og varla liðið sá mánuður að ekki væri einhver á atvinnuleysisskrá. Framh. á bls. 2 Skoðanakönnun á Akranesi: Stórsókn Alþýðuflokksins — Fylgishrun hjá Sjálfstœðisflokki — Sterk staða Kvennalistans I könnun sem nokkrir nemendur Fjölbrautaskólans á Akranesi frainkvæmdu þar i bæ undir hand- leiðslu kennara síns í desember síð- astliðnum með 140 manna úrtaki, kom í Ijós mikil fylgisaukning Al- þýðuflokksins og sterk staða Kvennalistans. Frá niðurstöðunum er greint í Skagablaðinu í lok síðustu viku og tekið fram að um mjög stórt úrtak sé að ræða, á landsvísu samsvarar úrtakið því að í t. d. DV-könnunum væru um 6000 manns í úrtaki (eru 600). Voru svarendur spurðir alls 14 spurninga til að ná fram viðhorfum almennings til stjórnmála. í könnuninni kom í Ijós að fylgi Alþýðuflokksins reyndist vera 20,4%, en 14,2% sama hóps í sömu könnun sagðist hafa kosið flokkinn í síðustu alþingiskosningum. Svar- endur voru með öðrum orðum spurðir samtímis hvað þeir hefðu kosið síðast og hvað þeir myndu kjósa nú. Hafði því fylgi Alþýðu- flokksins vaxið innan þessa hóps (og þá innan Akraness) um nær 45% frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn fékk í könnuninni 13,1%, en 12% sögðust hafa kosið flokkinn í síðustu kosn- ingum til Alþingis. Hlutfallið reyndist óbreytt hjá Bandalagi jafn- aðarmanna, 5,8%, en ljóst er að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur hrunið gjörsamlega. 57% úrtaksins sagðist hafa kosið flokkinn í síð- ustu kosningum, en í könnun þess- ari sögðust 38,1% myndu kjósa hann nú. Alþýðubandalagið fékk í könnuninni 8,7% (i stað 9,4%) og Samtök um kvennalista fengju nú samkvæmt þessu 12,4% atkvæða Akranessíbúa, en þær buðu sig ekki fram í kjördæminu síðast. Óneitan- lega góð útkoma hjá konunum. Eins og sjá rná af þessum tölum, Framh. á bls. 2 Sagan endalausa um stól formannsins „Söguna endalausu" eru menn nú farnir að kalla skákeinvígi þeirra Karpovs og Kasparovs, en við íslendingar þurfum ekki að leita til Moskvu til að Iesa enda- lausa sögu. Undanfarna mánuði höfum við getað fylgst með spennandi og reyfarakenndri sögu, að því er virðist endalausri, en þá er átt við „Stólastríðið" magnþrungna. Eiginlega byrjaði sagan ekki á ákveðnum tíma- punkti, því hún er mikilvægur þáttur í löngum framhaldsflokki sem gengið hefur hin síðari ár og fjallar almennt um klofning og arma innan Sjálfstæðisflokksins. Og formaður Sjálfstæðisflokks- ins, aðalpersóna sögunnar, hefur nú tryggt viðgang hennar um að minnsta kosti nokkurra mánaða skeið, með því að hann hefur í bili fórnað stólnum ástkæra en þess í stað blásið til orrustu á öðrum vettvangi: Það á að halda lands- fund í vor. Það muna allir hversu Sjálfstæð- isflokkurinn var orðinn illa farinn eftir klofninginn og stjórnar- myndun Gunnars Thoroddsens og fylgismanna. í lok ársins 1979 var haldinn rafmagnaður lands- fundur Sjálfstæðisflokksins þar sem menn horfðu drápsaugum hver á annan. Síðasti landsfundur flokksins var með allt öðru sniði. Þá afréð Geir Hallgrímsson að standa upp úr formannssæti sínu eftir miklar pólitískar hrakningar. En hann náði því að velja sér eftir- mann og á fundinum tókst að rífa upp mikla stemmningu. Framtíð- in virtist blasa björt við. Menn brostu og voru kammó. En fljótlega tók að sverfa að. Óánægja tók að vaxa með ein- staka ráðherra og einstakar gjörð- ir rikisstjórnarinnar. Einkum voru það formaðurinn og varafor- maðurinn, ásamt yngri mönnum í flokknum og nokkrir þingmann- anna, sem tóku að ókyrrast. Menn fundu fyrir því að ríkis- stjórnin og Sjálfstæðisflokkurinn væru óðum að glata tiltrú og fylgi fólks. Friðrik Sophusson varafor- maður hafði orð á þessu á einum funda sinna og kom með þá lausn sem ósjaldan síðan hefur hljóm- að: Það á að setja formanninn á þann stall sem honum ber. Ekki um að villast, ráðherradómur og ekkert annað. Og varaformaður- inn hefur sjálfsagt hugsað með sér að litlu minni stallur væri gerður reiðubúinn fyrir sig. Síðustu mánuði hefur atburða- rásin verið hröð og itarlega tíund- uð í fjölmiðlunum. Sérlega virðist hafa orðið stór og hávaðasöm sprenging innan flokksins í kring- um verkföllin í haust. í fjölmiðl- um var í byrjun nóvember greint frá því að uppstokkun á ríkis- stjórninni væri í hugum margra sjálfstæðismanna í áhrifastöðum og að talað væri um kosningar í mánuðinum ella. Nefndir voru Þorsteinn formaður, Friðrik vara- formaður, Davíð borgarstjóri og Albert fjármálaráðherra og und- irgangur sagður vera í Framsókn- arflokknum. í yfirheyrslu í DV undirstrikaði formaðurinn að nú ríktu „nýjar aðstæður". Og DV, „minna málgagn Sjálf- stæðisflokksins", var duglegt við að tíunda væringarnar í flokkn- um næstu daga. „Þorsteinn rær lífróður,“ sagði blaðið skömmu síðar: Meiningar væru deildar og haft eftir Ólafi G. Einarssyni, þingflokksformanninum, að framsóknarmenn væru með uppákomur og að stjórnin hefði i mesta lagi 2 vikur til að ákveða framhaldið. Að þessu sinni var rætt um kosningar eftir áramótin ef ekkert gerðist. Jafnframt var tíundað að enginn ráðherra sjálf- stæðismanna vildi stíga upp úr sínum stól. Daginn eftir er haft eftir Steingrími forsætisráðherra að breyting á ríkisstjórninni væri alls ekki útilokuð. Þá var talið lík- legt að þeir Þorsteinn og Friðrik kæmu inn í stjórnina í stað Matt- híasar Bjarnasonar og Geirs Hallgrímssonar. Dagfari var ekki í vafa um hvað væri að gerast og talaði um „Dauðastríð Sjálfstæð- isflokksins". Framhaldssagan hélt síðan áfram daginn eftir þegar forsætis- ráðherra sagðist vilja fá Þorstein Pálsson í ríkisstiórnina, það væri Framh. á bls. 2 j

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.