Alþýðublaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 7. mars 1985 47 tb| 6g ^rg 15 þúsund eintök í dag Alþýðublaðinu í dag er dreift í 15 þúsund eintökum. Til viðbótar við hina hefðbundnu daglegu dreifingu, þá verður fleiri þúsund eintökum dreift endur- gjaldslaust á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Eins og sjá má af lestri Alþýðublaðsins í dag, þá er blaðið tileinkað mótmæl- um íslendinga við aðför Norðmanna á hendur íslenskum sjávarútvegi. Á Lækj- artorgi í dag efnir Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur til útifundar um málið. Þetta Mótmœlum aðför Norðmanna að íslenskum sjávarútvegi: stríð verðum við að vinna Útifundur á Lœkjartorgi í dag í dag, fimmtudaginn 7. mars, verður útifundur á vegum Alþýðuflokksins á Lækjartorgi kl. 17.15. Yfirskrift fund- arins er „Mótmælum aðför Norð- manna að íslenskum sjávarútvegi“. Fundarstjóri verður Karl Steinar Guðnason, formaður verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur. Ræðumaður dagsins er Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. Þá talar Bolli Héðinsson fyrir hönd Farmanna- og fiskimannasambands íslands. Hér er um mikið hagsmunamál að ræða fyrir íslendinga. Lokaorð ræðu, Kjartans Jóhannssonar, þegar ríkis- styrkir Norðmanna komu til umræðu á Alþingi vegna fyrirspurnar Karls Stein- ars Guðnasonar, kristalla vel hversu mikið hér er í húfi fyrir þjóð, sem bygg- ir alla afkomu sína á sjávarútvegi: „Ég tel að við höfum siðferðilegan rétt í þessu máli og ég ítreka að þetta stríð verðum við að vinna. Það er lífs- spursmál. Annars var landhelgisstríðið í raun og sannleika unnið fyrir gýg ef við verðum svo lagðir að velli í við- skiptastríði með óheiðarlegum aðferð- um.“ Norrœn samvinna norsk samkeppni: Ojafn leikur — Sköpum þjóðasamstöðu um hags- muni eyríkjanna í Atlantshafi Uppi í þjóðleikhúsi sitja hundr- uó norrænna stjórnmálamanna og þinga um norræna samvinnu. Frá Þjóðleikhúsinu og Arnarhóli — bæjarstæði fyrsta landnáms- mannsins frá Noregi — sést vel yfir á Granda og fiskihöfn Reykvík- Jón Baldvin Hannibalsson inga. Þar er flotinn bundinn við landfestar. íslenzkir sjómenn eru í verkfalli. Þeir krefjast bættra kjara. Verkfall íslenzkra sjómanna er auðvitað íslenzkt innanríkismál. Engu að síður leggja íslenzkir sjó- menn við hlustir, þegar þeir heyra að hægri maðurinn Káre Willoch, forsætisráðherra Noregs, sem leiðir norsku sendinefndina á samvinnu- þinginu í Þjóðleikhúsinu, greiði af oltuauð sínum til norskra útgerðar- manna styrki, sem samsvara 880 þús. ísl. kr. í hlut hvers togarasjó- manns í Noregi. Auðvitað er það líka norskt inn- anríkismál. Engu að síður spyrja ís- lenzkir sjómenn og fiskverkunar- fólk sig þessa daga einnar spurning- ar: Er eitthvert samhengi milli þess- ara norsku ríkisstyrkja og lélegra kjara íslenzkra sjómanna og fisk- verkunarfólks? Svarið er já. Hvar finnum við það? Á erlendum fiskmörkuðum, þar sem við hittum fyrir keppinauta okkar, norska sölumenn, með alla. vasa fulla af olíustyrkjum. Með þessa styrki í vasanum geta hinir norsku sölumenn undirboðið keppinauta sína. Þeir geta boðið upp á verð,' sem er undir fram- leiðslukostnaðarverði. Þeir geta haldið niðri verði til annarra (og þar með lífskjörum þeirra). Þeir geta m. a. s. úthýst keppinautum sínum algerlega af sérstökum mörkuðum. Allt hefur þetta gerzt. Samt segir hægri maðurinn og hagfræðingur- inn, KáreWilloch, forsætisráðherra Norðmanna, í blaðaviðtölum hér, að norsku styrkirnir hafi engin áhrif á samkeppnisstöðu íslend- inga, enda sé norskur fiskur seldur á sama verði á erlendum mörkuð- um og sá íslenzki. Fyrri fullyrðingin er röng. Hin síðari er hálfsannieikur. Að sjálf- sögðu er verðið hið sama. En undir- boð Norðmanna valda því hins veg- ar, að það er lægra til íslendinga, en það væri ella. Hversu miklir eru þessir norsku styrkir? í ár nema þeir 1375 millj- ónum n. kr. eða 6,2 milljörðum ísl. kr. Þeir hafa hækkað um 1,2 millj- Bókun Sambands ísl. fiskframleiðenda: „Stjórn SÍF lýsir miklum áhyggjum vegna sívaxandi opin- berra styrkja til sjávarútvegsins í Noregi og annarra keppinauta okkar. Vegna þessara ríkis- styrkja geta framleiðendur i þessum löndum selt framleiðslu sína undir kostnaðarverði og haldið þannig verði á íslenskum fiski lægra en ella væri. Stjórn SÍF óskar þess að öll tækifæri verði notuð til að vekja athygli viðkomandi aðila á því, hve mjög þessir ríkisstyrkir skerða hagsmuni íslands." arða ísl. kr. frá fyrra ári. Hvað þýðir þetta? — Norski ríkisstyrkurinn einn saman jafnast á við 3A hluta verðmætis allra frystra sjávaraf- urða, sem fluttar voru út frá öll- um hraðfrystihúsum á íslandi á sl. ári. — Norski ríkisstyrkurinn samsvar- ar unr 60% af öllu fiskverði í Noregi. — Ætla má að styrkir Norðmanna séu 2,5 sinnum meiri en afla- verðmæti Norðmanna. — Þessir norsku ríkisstyrkir svara til þess að borga yrði 100% framlag ofan á laun allra starfs- manna í frystihúsum og í salt- Framh. á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.