Alþýðublaðið - 07.03.1985, Side 2
2
Fimmtudagur 7. mars 1985
alþýðu"
EjjEirai
Úlgefandi: Blað h.f.
Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson.
Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson.
Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir.
Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttjr.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúlav38, Rvík, 3. hæð.
Sími:81866.
Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn
er 81866
RITSTJ ÓRNARGREIN..
Vér mótmælum allir
Alþýöuflokksfélag Reykjavíkur efnir í dag,
fimmtudag, til útifundar á Lækjartorgi, þar
sem mótmælt er aðför Norðmanna að íslensk-
um sjávarútvegi. Fundurinn hefst klukkan 17.15
og þar mun formaður Alþýðuflokksins, Jón
Baldvin Hannibalsson flytja aðalræðuna. Kari
Steinar Guðnason alþingismaður og formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavlkur mun
stjórna fundinum,
Stórfelldir ríkisstyrkir Norðmanna til sjávar-
útvegs þeirra hafa leitt til þess að þeir hafa
undirboðiðlslendingaáerlendum fiskmörkuð-
um. Fyrir íslendinga þýöir þetta lægra verð
fyrir afurðirnar og minni sölu.
Styrkjakerfi Norðmanna eru úr öllum takti
við þá viðskiptasamninga serti bæði Norð-
menn og íslendingar eru aöilar að. Hér er því
um að ræða skýlaust brot á samningum. Norð-
menn brjóta t. a. m. fríverslunarsamning
EFTA-ríkjanna með þessu afhæfi sfnu.
Islendingar hafa ítrekað flutt Norðmönnum
mótmæli sín af þessu tilefni, en fram að þessu
hefur það engin áhrif haft. Norðmenn fara sínu
fram og hafa svarað gagnrýni og mótmælum
íslendinga með þögninni einni. Hafa varla virt
okkur svars, hvað þá meir. Það einasta sem frá
þeim hefur komið eru fullyrðingar þess efnis,
að niðurgreiðslukerfi þeirra hafi ekki áhrif á
fiskmarkaðinn, hvorki varðandi magn né verð.
Þetta er vitanlega fráleitur útúrsnúningur.
Þeir 6,2 milljarðar króna sem norska ríkið
sprautar f sjávarútveginn samsvarar um 60% af
fiskverði þar í landi. Ætli magnið yrði ekki eitt-
hvað minna og söluverðið eitthvað hærra ef
þessara rúmlegu sex miiljarða króna nyti ekki
við í norskum sjávarútvegi.
Ahrif af þessum niðurgreiðslum.Norðmanna
eru gífurleg á íslenskan sjávarútveg og þarmeð
lifskjör hér á landi. í þingræöu um þessi mái
sagði Kjartan Jóhannsson fyrrum sjávarút-
vegsráðherra m.a.: „Það er augljóst að ef niður-
greiðslum og styrkjum með sjávarútvegi í sam-
keppnislöndum okkar er haldið áfram, er kippt
grundvellinum undan lifskjarasókn íslendinga
og við drögumst aftur úr grannþjóðum okkar.
Þáerkippt grundvellinum undan þvf að við get-
um búið hér og haldið uppi því menningarlífi
sem við hljótum að gera kröfur tii.“ Og síðar í
ræðunni sagöi Kjartan: „Ég get ítrekað að
þetta stríð verðum við að vinna. Það er lífs-
spursmál. Annars var landheigisstrfðið í raun
og sannleika unnið fyrir gýg, ef við verðum svo
lagðir að velli í viðskiptastríði með óheiðarleg-
um aðferðum."
Mikilvægt er að íslenskur almenningur
þrýsti með alefli á stjórnvöld að þau vinni að
þessum málum með einurð og ákveðni og láti
ekki Norðmenn rúlla yfir sig. Við megum ekki
láta deigan síga heldur verða íslendingar að
spyrnaviöfótum. Héreráferðinni hluti af eilffri
sjáifstæöisbaráttu þjóðarinnar. Ef yfir okkur
verður keyrt með þessum hætti og við verðum
undir f samkeppninni á erlendum fiskmörkuö-
um, þá er fokið í flest skjól. Norðmenn beita
óheiðarlegum aðferðum. Látum slíku ekki
ósvarað.
Þess vegna skorar Alþýðublaðið á fólk að
fjölmenna á útifund jafnaðarmanna á Lækjar-
torgi í dag.
Vér mótmælum allir.
- GÁS.
Ójafn_______________________1
fiskvinnslu, svo og til allra sjó-
manna (nema loðnusjómanna)
á Lslandi.
— Samkvæmt upplýsingum
norska prófessorsins Terje Han-
sens samsvara norsku styrkirnir
til togaraútgerðarinnar einnar
beinum greiðslum að upphæð
485—800 þús. ísl. kr. á hvem
einasta togarasjómann Norð-
manna.
Hvað þýðir þetta í verki? Það þýðir
að við eigum í vök að verjast gagn-
vart niðurgreiddri samkeppnisvöru
Norðmanna á erlendum mörkuð-
um. Norska ríkisstjórnin nýtir olíu-
auð sinn til þess að styrkja stöðu
sína á samkeppnismörkuðum — á
kostnað keppinautanna. Hverjir
eru þeir? Fyrst og fremst íslending-
ar, en þetta hefur auðvitað einnig
áhrif á þjóðarbúskap t. d. Færey-
inga og Grænlendinga.
Kannski er þetta kjarni málsins.
Við erum að tala um norræna
samvinnu — en stöndum
frammi fyrir staðreyndum um
norska samkeppni. Enginn get-
ur kvartað undan heiðarlegri
samkeppni, sem fer fram í sam-
ræmi við viðteknar reglur um
alþjóðaviðskipti. En þetta er
ójafn leikur. Annars vegar eru
eyríki Atlantshafsins, íslending-
ar, Færeyingar og Grænlending-
ar, þar sem þjóðirnar byggja af-
komu sína einvörðungu á sjáv-
arfangi. Hins vegar eru iðnaðar-
stórveldi eins og Kanada og
olíustórveldi eins og Noregur,
sem nýta iðnaðar- og olíuauð
880 þús. ísl. kr. styrkur
pr. togarasjómann
„Samkvæmt upplýsingum
prófessors Terje Hansens (sjá
Norges Handels og Sjöfartstid-
ende) samsvara styrkir norsku
ríkisstjórnarinnar tíl togaraflot-
ans eins þvi, að 484—880 þús.
ísl. kr. komi í hlut hvers einasta
togarasjómanns.“
sinn til þess að bola eyríkjunum
út af mörkuðum eða lækka verð
á sjávarafurðum. í Noregi er
sjávarútvegur aukabúgrein. Á
íslandi, í Færeyjum og á Græn-
landi er sjávarútvegurinn spurn-
ing um líf og dauða.
Spurningin er: Hvaö getum við
gert? Hvað eigum við að gera?
Þann 12. febrúar sl. tók Karl
Steinar Guðnason, þingmaður AI-
þýðuflokksins og formaður Verka-
lýðs- og sjómannafélags Keflavík-
ur, þetta mál upp á Alþingi. Hann
beindi þremur fyrirspurnum til við-
skiptaráðherra:
1. Er engin vörn í fríverzlunar-
samningi EFTA-ríkjanna gegn
stórfelldum ríkisstyrkjum
Norðmanna til sjávarútvegs?
2. Hvað hyggst ríkisstjórn íslands
gera til þess að koma í veg fyrir
þessa aðför að íslenzkum sjáv-
arútvegi?
3. Kemur norrænt samstarf Is-
lendinga að engu gagni í þess-
um efnum?
Á þeirri stundu steig hver valds-
maðurinn öðrum meiri í ræðustól á
Alþingi íslendinga til þess að svara
þessum fyrirspurnum. Talsmönn-
um allra stjórnmálaflokka (nema
Bandalags jafnaðarmanna og
Kvennalista) bar saman um það,
sem Halldór Ásgrímsson, núv. sjáv-
arútvegsráðherra, sagði í þeim um-
ræðum:
„ . . . Ég vil telja (þetta) brýnasta
hagsmunamál landsins, vegna þess
að þessir styrkir hafa orðið þess
valdandi að lífskjör eru hér verri en
ella hefði orðið. Og ef þeir verða
áfram við lýði munu lífskjör á ís-
landi vart batna, þannig að hér er
að því leytinu til um langbrýnasta
hagsmunamál okkar að ræða fyrir
utan fiskstofnana sjálfa og mark-
aðsmálin að öðru leytiý
Fyrrverandi sjávarútvegsráð-
herra og forveri minn sem formað-
ur Alþýðuflokksins, Kjartan Jó-
hannsson, sagði:
„Ég segi að hér sé um lífsspurs-
mál að ræða. Það er augljóst að ef
niðurgreiðslum og styrkjum með
sjávarútvegi í samkeppnislöndum
okkar er haldið áfram er kippt
grundvellinum undan lífskjarasókn
Islendinga og við drögumst aftur úr
grannþjóðum okkar.“
Niðurgreiðslur á verði
Sem kunnugt er fær norskur
sjávarútvegur frá ríkisstjórninni
1985 alls 6,2 milljarða ísl. kr. til
ráðstöfunar. Þetta samsvarar
því að norska ríkið greiði um
60% af öllu fiskverði þar í landi.
Ætla má, að þessir ríkisstyrkir
Norðmanna séu 2,5 sinnum
mciri en aflaverðmæti þeirra.
Styrkir af þessari stærðargráðu
samsvara því að öll laun í 100
frystihúsum á íslandi, við salt-
fiskverkun og laun allra sjó-
manna (nema loðnusjómanna)
yrðu tvöfölduð. Styrkirnir nema
hærri upphæð en söluandvirði
allra frystihúsa á ísiandi á ári.
í norska blaðinu Aftenposten
(7. des. ’84) er sagt, að hags-
munasamtökin í Noregi ráði því
að mestu, hvernig þessum pen-
ingum er skipt innan sjávarút-
vegsins. Þar segir að Norges
fiskarlag leggi megináherzlu á
niðurgreiðslur á verði. Jafn-
framt segir, að ríkisstjórnin
muni fara eftir óskum hags-
munaaðila í greininni um það,
hvernig þessu fé skuli varið. Nið-
urgreiðslustefnan á verði mun
sigra — segir þar.
Og hann bætti við:
„Éf svo fer sem horfir að þessir
styrkir aukast stig af stigi, þá er
augljóst að það var í raun ekki gagn
að landhelgisstríðinu því að það á
að leggja okkur í viðskiptastríði
með óheiðarlegum aðferðum eftir
þann sigur sem við unnum í land-
helgisstríðinu. Þetta er sannleikur-
inn í þessu máli“
Á útifundinum, sem Alþýðu-
flokksfélag Reykjavíkur beitir sér
fyrir á Lækjartorgi í dag, spyrjum
við: „Hvernig stendur á því, að for-
sætisráðherra íslands og aðrir ráð-
herrar í hæstvirtri ríkisstjórn, sem
allir sitja Norðurlandaþing, hafa
ekki fylgt eftir þessum yfirlýsingum
sínum á Norðurlandaþingi?"
Flotinn er bundinn við landfest-
ar. Fiskverkunarfólk, sem stritar í
kappi við klukkuna myrkranna á
milli í fiskiðjuverum okkar í kring-
um landið, unir ekki mikið lengur
bágum lífskjörum sínum.
Það hvarflar ekki að neinum ís
lendingi að skella skuldinni af
þessu ástandi á Norðmenn eða rík-
isstyrkjakerfi þeirra einvörðungu.
Þau mál gerum við upp okkar í
milli í íslenzkri pólitík. En við
væntum þess að íslenzkir ráðamenn
standi við sannfæringu sína og séu
menn til þess að fylgja eftir rétt-
mætum, íslenzkum hagsmunum,
ekki bara á Alþingi Islendinga,
heldur líka á alþjóðavettvangi —
líka innan veggja Norðurlandaráðs.
Það er ekki nóg að mótmæla í ör-
fáum setningum í ræðum um dag-
inn og veginn. Að því er íslendinga
varðar, er þetta mál málanna. Það
er ekki nóg að mótmæla í 20 ár.
Mótmælunum verður að fylgja eft-
ir í verki. Ef við fáum ekki viðun-
andi svör frá Norðmönnum, ber að
taka þetta mál upp innan EFTA. Og
að því er Kanadamenn varðar verð-
ur að taka þessi mál upp við Banda-
ríkjastjórn með vísan til banda-
rískra laga um innflutningstolla á
niðurgreiddar og ríkisstyrktar af-
urðir.
íslendingar. Sýnum samstöðu í
þessu máli. Sýnum forráðamönn-
um okkar, að við stöndum þétt að
baki þeim í þessu máli. Það gefur
orðum þeirra styrk. En um leið ætl-
umst við til þess, að þeir fari að
dæmi forfeðra vorra, sem lutu að
vísu hátigninni, en stóðu fast á rétti
sínum. Jón Baldvin.
Hvað er að gerast í Alþýðuflokknum?
Hvað vilja jafnaðarmenn?
| Allt um þad í |
j Alþýðublaðinu
Fylgstu með þróuninni frá fyrstu hendi.
j Vertu áskrifandi að Alþýðublaðinu. |
! Áskriftarsíminn er 81866. j