Tíminn - 16.06.1967, Qupperneq 1

Tíminn - 16.06.1967, Qupperneq 1
Nokkur hús brunnu f óeirSunum í Tampa. Eltt þeirra sézt hér á myndinni í Ijósum logum, en fyrir framan standa lögreglumenn vlS vegatálmun. Frá óelrSunum I Tampa. Lögreglumaður skellir höfði blökkumanns niður á vélarhús bifreiSar. „Heitasta sumarið" í Bandaríkjunum: OeirSir og íkveikjur dagiega í borgunum NTB-Cincinnati, fimmtudag. Miklar kynþáttaóeirðir hafa verið víða í Bandaríkjunum, það sem af er þessari viku og í dag virtist svo, sem þær væru að breiðast út og færast í aukana. f gærkvöld hvöttu leiðtogar blökkumanna þá til nýrra mótmælaaðgerða gegn hvítum mönn- um. Sums staðar hafa orðið vopnaviðskipti, mikið er um rán, íkveikjur og alis konar ofbeldisaðgerðir og herma fréttir, að svertingjar standi fyrir þeim. Oflugar sveitir lögreglu- og hermanna fóru í dag um íbúða hverfi svertingja í borginni Cincinnati í Ohio en síðustu 3 daga hafa verið þarna blóðugar kyraþáttaóeirðir Um 300 mianns hafa verið handtekin. Miklar skiemmdir eru á mannverkjum, einkum ve.gna íkveikju. Miklar óeirðir voru einnig í dag í Tampa í Florida, í einu af.úthverfum Chicaco og í svert ingjahluta borgarinniar Watts í Los Angeles. í Dayton, um 96 km norður af Cincinuati fóru flokkar svertingja ruplandi og rænandi um götur, eyðilögðu margar verzlanir, kveiktu í möfguim bygginiguim og lumbr- uðu á hvítum mönnum. Einn af foringjum blökku- Framhald á bls. 15. SETJA 10 MILLJÓN KÚLUR í SJÓ VIÐ HEIMAEY FB-Reykjavík, fimmtudag. Eftir helgina verða hvorki meira né minna en 10 milljón gular frauðplastkúlur látnar í sjóinn við Heimaey í Vestmannaeyjum þÞað er Surtseyjarfélagið, sem stendur fyrir þessu, og tilgang- urinn er að sjá, hvert kúlumar berast með hafstraumnum, og þá aðallega, hvort þær berast í stór- um stíl til Surtseyjar, en með því er hægt að sýna fram á að frá Vestmannaeyjum geti ýmis- legt annað borizt til eyjarinnar, eins og t.d. plöntufræ og þess konar, sem síðar á eftir að setja svip sinn á jurtalífið í Surtsey. Stefán Ridhter náttúrufræði- nemi sagði okkur frá þessari til- raun í dag. Sagðist hann setja kúlurnar í sjóinn, líklega á þriðju daginn í nasstu viku, en það færi þó eftir veðri. Verður kúl- unum kastað á haf út úr Klauf Framhald á bls. 14. EJ-Reykjavík, fimmtudag. f kvöld lagði sáttasemjari fram miðlcnartillögu i farmannadeil- unni á fundi með deiluaðilum. — Á fundi í Vélstjórafélakinu í kvöld var tillagan felld. Stýri- menn og loftskeytamenn halda fundi eftir hádegi á morgun um tíliöguna. Alvarlegar ásakanir Sovétríkjanna og Egypta á hendur Israelsmönnum: Segja þá myrða stríðsfanga og taka konur og börn af lífi NTB-Moskvu, New York, Amman, París, fimmtudag. •k Sovétríkin saka ísraelsmenn um að myrða arabíska strí'ðsfanga og skipuieggja opinberar aftökur arabíska kvenna og barna. Flóttamannahjálp Samcin uðu þjóðanna hefur nú með að gera um 700 þúsund flóttamenn beggja egna Jórdan-árinnar. ★ Tut.tugu og tvö ríki S. þ. liafa fallizt á, að Allsherjarþingið '■erði kallað saman, en nauð syniegt er jákvætt svar 62 aðildar ríkja. ★ Fulltrúar 15 aðildarríkja OE- CD ræða nú sérstaka neyðaráætl- un vegna hins alvarlcga ástands í kjölfar olíubanns Arabaríkjanna. í forystuigrein í stjórnarblað- inu Izvestija í Moskvu í dag segir, að ísraelsmenn hafi gerzt sekir um mestu Iögleysur, sem sögur fara af í Austurlöndum nær. í bar- dögum á arabísku laridsvæði hát'i ísraelsku hermennirnir murk- að niður arabíska fanga og al- menna btrgara. skipulagt jpin- berar aftökur og hrakið tbúana brott frá heimkynnum sínum. Lík ir blaðið aðförum ísraelsku her mannanna víð framferði nazista- sveita Hitlers í hernumdum lönd utn í seinni heimsstyrjöldinni. Eru þetta alvarlegustu ásakanirnar af hálfu Sovétmanna í garð ísra- elsmanna, frá því fordæmingar- skrif hófust í sovézkum blöðum vegna deilu Egypta og ísraels- manna. Þá er í greininni einnig ráðist að Bandaríkjamönnuin,' Bretum og Vestur-Þjóðverjum óg þeir sa.k aðir um að hafa beitt ísraels- mönnum ti’ að koma fram heims valdastefnu sinn, í ríkjunum fvrir botni Miðjarðarhats Bæði fzvestija og Pravda hafa endurtekið kröfu Sovétstjórnar- innar um að Allsherjarþing S.þ. verði þegar hvatt saman til auka- fundar. Sendiherra Egyptalands í stöðv um S. þ. i Genf sakaði í dag ísra- elsmenn um skipulagt þjóðar- morð gagnvart Egyptum. Sagði hann, að ísraelsmenn hefðu skilið tugþúsundir egypzkra hermanna vatns- ug matarlaus, marka með alvarleg sár, eftir í brennandi eyði mörk Sínaískaga. Sendiherrann spurði- Hvernig er hægt að réttlæta slík fjöldamorð. Hann fullyrti, að ísrael.smenn létu egypzku hermenninia hreinlega stikna til bana í eyðiimörkinni, með því að hindra hjálparsveitir í að komiast á vettvang. Sendiherrann, Hussein Khallaf, sem situr nú afvopnunarráðstefnuna í Genf hafði kallað saman sérstakan fund til þess að skýra frá þessum alvar legu ásökunum. Hjálparsveitir S. Þ. fyrir Piadest- ínufanga, UNRWA, hefur nú mikið starf að vinna í Jórdaníu, þar sem flóttamannavandamálið vex með degi hverjum. Aðstoð UNRWA nær til um 300 þúsund flóttamanna Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.