Tíminn - 16.06.1967, Síða 9

Tíminn - 16.06.1967, Síða 9
FðiSTUDAGUR 16. júní 1967 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn .Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur I Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Forsætisráðherrann hlaut vantraust Þótt ríkisstjórnin héldi velli í þingkosningunum, hlaut forsætisráðherrann fullkomið vantraust. Meðan aðrir flokkar stóðu í stað eða bættu við sig fylgi, var það flokkur forsætisráðherrans eins, sem tap- aði. Sjálfstæðisflokkurinn fékk nú 37.5% greiddra at- kvæða á öllu landinu, en 414% í kosningunum 1963. Tap hans nemur um 4000 atkv. miðað við að hann hefði hlotið hlutfallslega sama fylgi rg 1963. Þetta tap hefur eingöngu orðið í tveimur kjördæmum. í öðru þeirra, Reykjavík, þar sem forsætisráðherrann var í efsta sæti, varð tapið iangmest Þar fékk Sjálf- stæðisflokkurinn 1963 19.200 atkv. eða 50,7% greiddra atkvæða. Nú fékk hann 17.500 atkv., eða 42,9% greiddra atkvæða. Hefði hann hlotið óbrevtta hlutfallstölu, hefði hann átt að fá 20,700 atkv. Miðað við það, nemur tap hans hvorki mpira né minna en 3.200 atkvæðum. í hinu kjördæminU, Reykjaneskjördæmi, tefldi for- sætisráðherrann fram bróður sínum, sem heizta forustu- manni. Þar fékk Sjálfstæðisflokkurinn í kosningunum 1963 41,1% greiddra atkv. og hefði átt að fá nú, ef hlut- fallið hefði haldizt óbreytt, 6.124 Hann fékk aðeins 5.363 atkv. Miðað við þetta, nemur tapið 760 atkvæðum. Með öðrum orðum, tap Sjálfstæðisflokksins er allt í þeim kjördæmum, þar sem forsætisráðherrann og bróðir hans hafa forustuna. Greinilegra getur vantraustið á for- sætisráðherranum ekki verið. Þess eru ekki dæmi á íslandi, að forsætisráðherra hafi beðið slíkan ósigur í kosningum. Hvarvetna annars staðar hefði slíkur persónulegur ósigur forsætisráðherra leitt til þess, að hann hefði látið annan taka við. Sá orðrómur hefur komizt á kreik, að það sé líka ætlun Bjarna Benediktssonar að leggja til við forsetann, að hann feli Emil Jónssyni stjórnarmyndun. Slíkt væri ekki óeðlilegt. Stjórn undir forustu manns, sem hefur beðið slíkan persónulegan ósigur og Bjarni Benedikts- son að þessu sinni, yrði ákaflega veik stjórn. Vantraustið á forsætisráðherrann fylgdi henni eins og skugginn. Reykjaneskjördæmi Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur i Reykjanes- kjördæmi undir góðri forustu þeirra Jóns Skaftasonar, Valtýs Guðjónssonar og Björns S.veinbjörnssonar. Þessi sigur vannst, þrátt fyrir það að Sjálfstæðisflokkurinn beitti hvergi öðru eins ofurkappi að Reykjavík undan- skilinni. Talið er, að hann hal'i notað þar um 70% af því fjármagni, sem hann varð1 til kosningabaráttunnar utan Reykjavíkur. Sjálfstæðisflokkurinn lagði sérstakt kapp á að aug- lýsa í kjördæminu völd sín í Lar.dsbankanum. Hann hafði i efstu sætum einn bankastjóra og tvo bankaráðsmenn. Hann hélt veglegt boð fyrir ýmsa kjósendahópa. Þriðju daginn fyrir kjördag hélt hann sérstaka matarveizlu fyrir ungt fólk á Suðurnesjum. Föstudaginn fvrir kjördag, sendi hann kjósendum á Suðurnesjum sérstakt boðs- bréf, þar sém hann bauð þeim tií kaffidrykkju á kjördag- inn. Sigur Framsóknarflokksins verður enn meiri, þegar þess er gætt hver vinnubrögð aðalandstæðingsins voru. Framsóknarmenn í Reykjaneskjárdæmi eiga skildar mikl- ar þakkir fyrir framgöngu sína TÍMINN________________________________9 William V. Shannon: Afstaöa Bandaríkjamanna til deilu ísraelsmanna og Araba Bandaríkjamenn hafa eindregna samúð með ísraelsmönnum George Bundy, — sem Johnson hefur skipað formann nefndar, sem á að vera honum til ráðuneytis varðandi deilumál Gyðinga og Araba. Bundy var helzti ráðunautur Kenneiiys forseta í utanríkismál- um, en gerðist síðar forstjóri Fordstofnunarinnar- Höfundur þessarar greinar er einn af þekktustu blaða- mönnum New York Times. í greininni ræðir hann um af- stöðu Bandaríkjamanna yfir- leitt til fsraelsmanna og Araba. Hann telur áhrif Gyð- inga í Bandaríkjunum engan- veginn eina ástæðu þess, að samúð Bandaríkjamanna er með ísrael. JOHNSON forseti hefur efa- laust hugleitt pokkuð áhrif á- Fstandsins í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs á framcið- farhorfur Demokrata, en þau áihrif eru aðeins ein hliðargrein margslunginna afleiðinga þass óstands. Ekki er á nokkurn hétt óeðlilegt eða óvenjulegt að for- setinn nugleiði þetta atriði. Erfiðleikar erlendis hljóta allt- ai að hafa viss áhrif á stjórn- mál innan lands og ríkisstjóm sem er ábyrg gagnvart kjós°ná- um sínum, hlýtur að leiða hug- ann að þessum áhrifum. Forsetinn verður að hafa hliðsjón af tveimur andstæðum viðhorfum meðal þjóðarinnar. Bandaríkjamenn hafa flestir samúð með ísraelsmönnum. IForustumennirnir í Hvita hús- inu flýttu sér að leiðrétta tals- menn utanríkisráðuneytisins, sem lét lét liggja orð að þeirri tráleitu skoðun, að Bandaríkja- menn væru jafn hlutlausir í hugsun og orðum og valdhaf- arnir voru I athöfnum. Á hinu leitinu er svo eðlileg andstaða gegn því, að Banda- ríkjamenn dragist inn í ný hern aðarátök. Ófriður er ævinlega síðasta neyðarúrræði og enn ófýsiiegra en ella vegna þess, að Bandaríkjamenn eiga í mikl um hernaðarátökum í Vietnam. FOBSETINN lét sér hægt um uppfyllingu þeirrar ótví- ræðu skyldu, að tryggja rétt ÍsrnoisTnsnna tii sií?lin«? um Akabaflóa. Þetta stafaði ekki ai því einu, að hann vildi vera gætmn í athöfnum, heldur vildi hann að þjóðin gerði sér ljóst, að hann sýndi fyllstu gætni. Hann vildi ekki eiga á hættu, ei til hernaðarátaka kæmi, að menn álitu að hann hefði látið ur.dir höfuð leggjast að kanna alla hugsanlega möguleika til triðsamlegrar lausnar. En svo iór, að framvinda aitburðanna sjálfra, hinn skjótí sigur ísraels manna og neitun Sovétmanna um aðsioð Aröbum tdl handa, ieystu forsetann úr öllum stjórn málavanda. Hik Johnsons forseta olli von brigðum meðal forustumanna í jsrael. En envinn, sem gerir sér ljósan vanda þess manns, sem veitir lýðræðisþjóð forustu, saklelldi Johnson forseta fyrir nvemig hann brás> við, eink- um þó þar sem aldrei lék í raun og veru neinn efi á, að hanT> vær ákveðinn í að láta henuur stt-nda fram úr errnum, ef niuð syn krefði. aUÐVELT væri að skýra sam úð hvaða ríkisstjórnar Demó- krata sem væri með ísrael með þvi að benda á stjórnmálastyrk Dandarískra Gyðinga. Gyðingar í Bandaríkjunum eru að visu aðeins 6 milljónir að tölu, en þjóðin alis 200 milljónir. En Gyðingar eru einkum saman komnir í sex fylkjum, sem brugðizt geta til beggja vona urn stjórnmálaafstöðu, eða New Y'.rk, New Jersey, Pensylvaníu, Ohio. Illinois og Kaliforníu. Bandarískir Gyðingar taka mikmn þátt i stjómmálastarfi og flokk Demokrata munar mik ið um þá, bæði sem kjósendur og við fjáröflun til flokksstarfs inó. Þessir stjórnmálastaðreyndir valda því, að ekki er nema eðlilegt, að Johnson forseti og aðrir leiðtogar Demókrata leggi hlustir við hjálparbeiðnum frá ísrael. Að undanförnu hefur töluvert grín verið gert að við- brögðum öldungadeildarlþing- mannanna Kennedys, Clarks, Morse og fleiri slíkra, sem eru „dúfur“ þegar Vietnam á i hlut, en urðu allt í einu „haukar“ þegar fsrael var annars vegar. GRUNNFÆRNI væri að telja stuðning Bandaríkjamanna við ísraei einungis til orðinn vegna i'kvæða Gyðinga .Það mat væri byggt á allt of mikilli hæðni. Þeirri staðreynd verður ekki móti mælt, að erfðavenjur Gyð mga eru hluti af erfðavenjum vestrænna manna. ísrael úr út- vörður evrópskrar menningar f Utlu-Asiu og á af þeim sök- um réttmæta kröfu á stuðningi B-andaríkjamanna, alve? eins og Grikkland. Ítalía og Bretland. Ennfremur stóðu Bandaríkja- menn hjá og gátu ekki aðhafzrt meðan nazistar myrtu evrópska Gvðinga og hlytu því að finna til mjög þungrar ábyrgðar, ef þeir liðu nú, að Arabar eyddu Gvðingum í ísrael. Meðal Bandaríkjamanna verð ur naumast vart nokkurrar sam úðar í garð Araba, og er þarna aö finna aðra hlið á sarna ten- ingi. Þetta stafar af því, að hér í Bandaríkjunum fyrirfinnst enginn samstæður hópur kjós- enda af arabisku bergi brotinn, eins og hinir kaldhæðnu láta sér um munn fara. Bandaríkja- menn dá dug og hæfni, en Arabar virfeast hvorugt hafa til að bera, ef undan er skilin ríkisstjórn Bourguiba í Túnis. Bandaríkjamenn þekkja Eg- vpta betur en aðra Araba og nafa enn minni mætur á þeim en öðrum Aröbum fyrir bragð- ið John Poster Dulles ákvað að hætta að veita Egyptum fjárhagslegan stuðning við g&rð Aswan-stíflunnar. Voru þingmenn beggja flokkanna í fuutrúadeildinni eindregið fylgj andi þeirri ákvörðun. Þegar her Nassers beið hvað mest afhroð vai því innilega fagnað hér í höíuðstöðvum bandarísku ríkis stiórnarinnar. Þessa fagnaðar gættí jafnt meðal Demókrata frá Brooklyn og Republikana fra Ir.wa, en varla getur talizt, að kjósandi af Gyðingaættum fyrirfinnist í þeirra heimaihér- uðum. EKKI verður í efa dregið, Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.