Alþýðublaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. júní 1985 3 Þeir dóu ekki ráðalausir í vélsmiðjunni þó verkefnaleysi vœri, heldur gerðu sér lítið til og fríkkuðu upp á útlit umhverfisins með því að sjóða saman hamra, tangir og fleiri verkfœri og bjuggu þannig til lítinn skúlptúr úr hlið- inu. Mynd Sáf Hj artaskurðlækn- ingar á íslandi Ákveðið hef'ur verið að hefja hjartaskurðlækningar á Landspít- alanum á fyrrihluta næsta árs. Þrír íslenskir skurðlæknar hafa nú þeg- ar verulega reynslu á sviði slíkra að- gerða og tveir þeirra eru nú erlendis í þjálfun. Stöður hjúkrunarfólks hafa verið auglýstar og nú hefur verið ákveðið að semja við háskóla- sjúkrahúsið í Uppsölum um þjálf- un starfsfólks. Undirbúningur að hjartaskurð- lækningum hefur nú staðið í tæpa tvo áratugi. Hjalti Þórarinsson, prófessor, skrifaði þegar á árinu 1968 grein í Læknablaðið, þar sem hann lætur í ljós þá skoðun, .að flytja eigi þessar aðgerðir til lands- ins. Á árinu 1971 gefa Seðlabanki ís- lands og Heildverslun Ásbjörns Ólafssonar hf. peningagjöf til væntanlegra tækjakaupa vegna hjartaskurðlækninga. Á næstu árum fjölluðu ýmsar nefndir um málið og á árinu 1980 var ákveðið að aðgerðir skyldu Farangri skal raða þannig að hann þrengi hvorki að farþegum né öku- manni. Speglar þurfa að vera hreinir og rétt stilltir. mÉUMFERÐAR fluttar til landsins á árinu 1981. Þetta strandaði þó á fjárveitingu. Á árinu 1982 afhenti Minningar- gjafasjóður Landspítala stjórnar- nefnd ríkisspítala veglega peninga- gjöf að upphæð 1,3 millj. króna. til tækjakaupa vegna hjartaskurð- lækninga. Ýmsir aðrir aðilar hafa fært Landspítalanum fjárframlög þann- ig að nú lætur nærri að fyrirliggj- andi sé u.þ.b. helmingur þeirrar upphæðar sem þarf til tækjakaupa. Árið 1982 er aftur gerð áætlun um að flytja aðgerðir til landsins en aftur strandar á fjárveitingu. Á árinu 1983 skipaði Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra nefnd sem fékk það hlutverk að gera læknisfræði- lega og fjárhagslega úttekt á flutn- ingi hjartaskurðlækninga til ís- lands. Nefndin lagði til að samið yrði við erlent sjúkrahús um þjálf- un starfsliðs og að flytja aðgerðirn- ar heim á árunum 1986 og 1987. í framhaldi af þessu ákvað heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, að höfðu samráði við stjórnar- nefnd ríkisspítala, að hjartaaðgerð- ir skuli hefjast ekki síðar en á árinu 1986 og fól nefnd að semja við er- lent sjúkrahús um þjálfun starfs- fólks. Nefndin hafði samband við sjúkrahús í Bretlandi og Svíþjóð og niðurstaðan varð sú, að ákveðið hefur verið, eins og áður segir, að ganga til samninga við háskóla- sjúkrahúsið í Uppsölum. Tveir ís- lenskir læknar hafa starfað þar við hjartaskurðlækningar í nokkur ár. Búist er við að fyrstu starfsmenn- irnir fari til þjálfunar strax að lokn- um sumarleyfum á þessu ári og ||| Útboð Tilboð óskast í vararafstöð, díselknúna, fyrir Hita- veitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrif- stofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 31. júlí nk. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Skrifstofa Alþýöuflokksins Hverfisgötu 8~10 er opin dag- lega frá kl. 1—5. Sími 29244. þjálfun flestra verði lokið snemma á næsta ári. Hugsanlegt er að í upp- hafi verði einhverjir sérhæfðir starfsmenn ráðnir erlendis frá til að þjálfa starfsmenn hér. Tilboða hef- ur þegar verið aflað í meirihluta tækjabúnaðar og reiknað er nieð að gengið verði endanlega frá kaupunt strax og fjárveiting fæst. Samtímis undirbúningi á heim- flutningi hjartaskurðlækninga hef- ur verið unnið að endurbótum á rannsóknaraðstöðu fyrir hjarta- sjúklinga. Keypt hefur verið nýtt og fullkomið hjartaþræðingartæki og lokið er byggingu svokallaðrar W- byggingar á Landspítala, þar sem tækið verður til húsa. Tækið var pantað á síðasta ári en vegna langs afgreiðslufrests og nauðsynlegrar þjálfunar tæknimanna kemur það fyrst til Iandsins um miðjan júní n.k. og reiknað með að það verði komið í notkun seinnihluta sumars. Á undanförnum árum hefur nokkur fjöldi íslenskra sjúklinga þurft að sækja læknisaðstoð er- lendis, langflestir þeirra vegna hjartaskurðlækninga. Á sama tima starfar fjöldi íslenskra lækna, sem fengið hafa alla sína grunnlæknis- menntun hér á landi, á erlendum sjúkrahúsum. Það er þjóðhagslega mikilvægt fyrir okkur að reyna að flytja alla Iæknisþjónustu fyrir okkur sjálfa til landsins. Slíkt spar- ar bæði gjaldeyri og þýðir að auki að við getum fengið heim til starfa lækna, hjúkrunarlið og tæknifólk sem annars hefði hugsanlega sest að erlendis. Hvað varðar kostnað við hjarta- skurðlækningar má geta þess, að slíkar aðgerðir kosta nú í Bretlandi 4—4.500 pund á Brompton ríkis- sjúkrahúsinu, en við það hefur Tryggingastofnun ríkisins sérstak- an samning, og 6—7000 pund á einkasjúkrahúsum. í Svíþjóð kost- ar aðgerð 70—80.000 sænskar krónur. Kostnaður við aðgerð í Bandaríkjunum er enn hærri, eða 25—35.000 dollara. Hér á landi má reikna með að kostnaður vegna þessara aðgerða sé um 200.000—250.000 krónur að- gerðin. Mjög hagstætt gengi breska pundsins hefur valdið því að fyrir okkur er langhagstæðast að láta framkvæma þessar aðgerðir í Bret- landi, en kostnaðurinn hér á landi verður svipaður og þar sem aðgerð- ir eru ódýrastar i Bretlandi. Til við- bótar kemur svo allur kostnaður vegna ferðalaga og þau óþægindi sem því fylgir fyrir veikt fólk að fara í erfið ferðalög milli landa. Hjartaskurðlækningar eru eitt af þeim læknisstörfum sem kallaðar hafa verið hátæknilegar. Þegar þessi starfsemi flyst til landsins er auk bættrar þjónustu einnig verið að flytja hingað nýja þekkingu. Við getum í þessu sam- bandi í raun talað um nýsköpun í atvinnulífi. Bókasýning í Háskólanum Fimmtudaginn 13. júní sl. var opnuð í Háskóla íslands sýning á bókurn og tímaritum, sem útgáfu- fyrirtækið Blackwell Scientific Publications í Oxford hefur gef- ið Háskólabókasafni. Gjöfin er veitt í tilefni af heim- sókn forseta íslands, frú Vigdís- ar Finnbogadóttur, til Oxford ár- ið 1982. Forgöngu að gjöf þess- ari hafði Per Saugman, forstjóri Blackwell-útgáfunnar. Hann er danskur að þjóðerni og hóf feril sinn við bókaútgáfu og bóksölu hjá Ejnar Munksgaard í Kaup- mannahöfn, sem var í nánum tengslum við íslenska fræði- menn og gaf út nrargt ísienskra rita eins og kunnugt er. Per Saugman réðst til Blackwells fyrir rúmlega þrjátíu árum og hefur verið forstjóri og stjórnar- formaður Blackwell Scientific Publications lengst af síðan. Undir hans stjórn hefur fyrir- tækið orðið eitt al' virtustu vís- indaforlögum heims. Gjöfin felur það i sér, að Há- skólabókasafni gefst kostur á því um árabil að velja endur- gjaldslaust þau útgáfurit Black- well-forlagsins, sem talin eru koma að gagni við kennslu og rannsóknir í Háskóla íslands. Hefur safnið þegar tekið á móti um 1200 bindum bóka og tíma- ritsárganga. Jafnframt má geta þess að í gjöfinni felst áskrift á 30 tímarit frá forlaginu. Bækurnar í gjöf þessari taka til allflestra greina, sent stundaðar eru við Háskólann. Mikið er um rit í læknisfræði, hjúkrunar- fræði og náttúruvísindum; einn- ig talsvert i hagfræði, heim- speki og málvísindum, svo að dæmi séu nefnd. Margar gjafa- bókanna og sýnishorn allra tímaritanna liggja framnti á sýn- ingunni sem er í anddyri Há- skólans, framan við innganginn t -bókasafnið, og stendur í nokkra daga. Háskólabókasafni er mikill fengur að þessari höfðinglegu bókagjöf og stendur í mikilli þakkarskuld við Blackwell Scientific Publications, og þá sérstaklega Per Saugman. Áður er getið um aðaltilefni þessarar gjafar, sem er heimsókn forseta Islands til Oxford, en ’jafnframt er með gjöfinni minnst hinna góðu tengsla Ejnars Munks- gaard við íslenskt samfélag, því að Blackwell-fyrirtækið er nú aðaleigandi Munksgaard-útgáf- unnar í Kaupmannahöfn. Per Saugman hefur verið stjórnar- formaður Munksgaard um tutt- ugu ára skeið, en það var einmitt þar sem hann hóf feril sinn að bókaútgáfu, eins og áður segir. Frá menntamála- ráðuneytinu Lausar stööur við framhaldsskóla. Umsóknar- frestur er til 1. júlí. Viö Framhaldsskólann i Vestmannaeyjum: Kenn- arastöður í tölvufræöi, stærðfræði, þýsku og verklegum greinum í grunndeild rafiðna. Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki: Staða að- stoðarskólameistara, kennarastöður i dönsku og íþróttum, ogstaða raungreinakennara, kennslugreinar: stærðfræði, eðlisfræði og tölvufræði. Framlengdur er til sama tima umsóknarfrestur um áður auglýstar stöður við Menntaskólann á ísafirði í íslensku, íþróttum, stærðfræði og tölvu- fræði, og hálfar kennarastöður í dönsku og frönsku. Einnig eru lausar til umsóknar Vi staða húsmóður og Vz staða húsbónda á heimavist. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 12. júní 1985. Verkakvennafélagið Framtíðin Hafnarfirði Tillögur stjórnar og trúnaðarmannaráðs félags- ins um stjórn og aðrar trúnaðarstöður fyrir árið 1985 liggja frammi á skrifstofu félagsins Strand- götu 11, frá og með fimmtudeginum 20. júní til þriðjudagsins 25. júní til kl. 17. Öðrum tillögum berað skiiafyrir kl. 17 þriðjudagsins 25, júní og er þá framboðsfrestur útrunninn. Tillögum þarf að fylgja meðmæli 20 fullgildra félagshnanna. Verkakvennafélagið Framtíðin. Gerum okkur glaðan dag! Nú gerum við okkur glaðan dag! Laugardaginn 22. júni ætlum við að hittast á Hverfisgötu 105 og njóta kvöldsins saman við notalega stemmningu. Allir velkomnir! Undirbúningsnefnd fyrir 12. heimsmótið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.