Alþýðublaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 3
Laugardagur 6. júlí 1985 3 Aðalfundur Samvinnutrygginga og Andvöku: Tap hjá Sam- vinnutryggingum Aðalfundur Samvinnutrygginga g.t. og Líftryggingafélagsins And- vöku voru haldnir í Reykjavík, flmmtudaginn 23. maí sl. Fundinn sátu 21 fulltrúi víðs vegar af landinu auk stjórnar félaganna, fram- kvæmdastjóra og nokkurra starfs- manna. Fundarstjóri var kjörinn frú Sigríður Thorlacius, Reykjavik, en fundarritarar Hrafnkell Björns- son og Bragi Lárusson. Erlendur Einarsson, stjórnarformaður, flutti skýrslur stjórnar, en Hallgrímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri, skýrði reikninga félaganna. Samvinnutryggingar g.t. Rekstur Samvinnutrygginga gekk mjög vel í Brunadeild, Ábyrgðar- og slysadeild og Sjódeild á árinu 1984, en verulegt tap varð í Bifreiðadeild og smávegis tap í Endurtryggingadeild. Samkvæmt framlögðum rekstrarreikningi varð heildarniðurstaða samtals kr. 6.8 milljónir tap. Iðgjöld ársins urðu 478.4 milljónir og nam aukningin 32.5% milli. ára. Skipting iðgjald- anna milli frumtrygginga og endur- trygginga varð þannig, að.iðgjöld af frumtryggingum urðu 90% af heildariðgjöidum, en iðgjöid af endurtryggingum urðu um 10% af heildariðgjöldum. Samsvarandi skipting árið 1983 var 91% og 9%. Greidd iðgjöld af endurtrygginga- vernd félagsins námu samtals 105 milljónum króna, sem svarar til 22% af iðgjöldum ársins og er sama hlutfall og árið áður. Endurtryggj- endur greiddu félaginu sem þátt- töku í tjónum og í umboðslaun samtals 100.6 milljónir króna. Hækkaði sú fjárhæð um 70% milli ára. Tjón ársins urðu 395.8 miiljón- ir og nam hækkun þeirra 32% frá fyrra ári. Tjónaprósenta af iðgjöld- um ársins varð 83%, eða sama hlut- fall og 1983. Umboöslaun námu 27.8 milljónum og höfðu hækkað um 30% frá fyrra ári. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður varð sam- tals 81.4 milljónir króna og hækk- aði um 26%. Kostnaðarprósentan varð 17.0% af iðgjöldum ársins, eða nokkru lægri en í fyrra. Launa- kostnaður sem prósenta af iðgjöld- um varð 6.7%, en annar kostnaður, að aðstöðugjaldi og kirkjugarðs- gjaldi frádregnu sem hlutfall af ið- gjöldum, varð 10.4%. Eru þessar hlutfallstölur báðar lægri en árið 1983. Fjármagnstekjur umfram fjármagnsgjöld urðu 46 milljónir og lækkuðu um 21% frá fyrra ári. Stafar þessi lækkun af hjaðnandi verðbólgu árið 1984 og þar með lægri verðbótum og vöxtum en árið áður. Niðurstaða af rekstri hinna ýmsu deilda varð þannig: Ábyrgð- ar- og slysadeild skilaði hagnaði að fjárhæð 6.5 milljónir króna. Bif- reiðadeild skilaði tapi að fjárhæð 35.5 milljónir króna. Brunadeild skilaði hagnaði að fjárhæð 14.6 milljónir króna. Sjódeild skilaði hagnaði að fjárhæð 10.0 milljónir króna. Innlendar endurtryggingar skiluðu tapi að fjárhæð 0.8 milljón- ir króna. Erlendar endurtryggingar skiluðu tapi að fjárhæð 1.7 milljón- ir króna. Niðurstaðan af rekstri fé- lagsins í heild nam þannig 6.8 mill- jóna króna tapi á móti 9.3 milljóna króna hagnaði árið áður. Fjöldi starfsmanna í árslok var 94 í 89 störfum, þar af við tryggingarekst- ur 80. Liftryggingafélagið Andvaka Líftryggingastofn félagsins nam i ársiok 3.188 milijónum króna, þar sem 9.042 manns voru tryggðir. Ið- gjöld ársins urðu 11.842.792 krónur á móti 6.852.679 árið 1983. Hækk- un varð 73% milli ára. Iðgjöld af frumtryggingum urðu 11.295.634, en af endurtryggingum 547.158. Fyrir endurtryggingavernd sína greiddi félagið í iðgjöld 4.001.897 krónur, en hafði greitt árið áður 2.288.785 krónur. Tjón ársins urðu 2.076.650 krónur, eða lægri fjár- hæð en árið áður. Lækkunin nam um23%. Þátttaka endurtryggjenda í tjónutn lækkaði einnig í 483.450 Ikrónur úr 988.508 krónum árið 1983. Kekstrarkostnaður hækkaði í 2.140.910 krónur úr 1.864.097 krón- um árið 1983. Nemur þessi hækkun um 15%. Kostnaðarprósentan varð 18% af iðgjöldum ársins, en hafði verið 27% árið 1983. Fjármagns- tekjur umfram fjármagnsgjöld urðu 2.743.919 krónur en höfðu verið 3.334.301 króna árið áður. Þarna er um lækkun að ræða, sem nemur um 18% og stafar af vaxta- lækkun milli ára. Mismunur um- boðslauna varð 484.850 krónur, en hafði verið 228.075 krónur í fyrra. Fengin umboðslaun og ágóðahluti urðu 1.272.026 krónur, en greidd umboðslaun og ágóðahluti 787.176 krónur. í upphafi ársins 1984 var sú breyting gerð á skipan umboða Andvöku, að í stað þess að halda sérstakt umboðsmannabókhald hjá félaginu, sjá nú Samvinnutrygging- ar um þetta bókhald, þannig að ið- gjöld eru innheimt með innheimtu- kerfi Samvinnutrygginga. Við þetta sparast Andvöku kostnaður, auk þess, sem frekari sjálfvirkni verður betur við komið með þessum hætti, en ella. Stjórn Bandalags kennarafélga hefur á fundi sínum í dag rætt stofnun Tjarnarskóla í Reykjavík og gert eftirfarandi ályktun: „Stjórn BK vill ítreka það sem víða hefur komið fram að með stofnun Tjarnarskóla eru engar nýjungar á döfinni hvað varðar skólastarf, aðr- ar en þær að foreldrum er ætlað að greiða aukalega fyrir þá þjónustu sem skylt er að veita hverju barni samkvæmt grunnskólalögum. Þá Einstakar tryggingagreinar Hagnaður varð af rekstri allra tryggingagreinanna nema af spari- líftryggingum. Af sparilíftryggingum varð tap að fjárhæð kr. 29.644. Af áhættulif- tryggingum varð hagnaður að fjár- hæð kr. 3.570.971. Af hóplíftrygg- ingum varð hagnaður að fjárhæð kr. 253.415. Af sjúkra- og slysa- tryggingum varð hagnaður að fjár- hæð kr. 32.318. Af innlendum end- urtryggingum varð hagnaður að fjárhæð kr. 62.595. Hagnaður af rekstri félagsins árið 1984 nam þvi samtals 3.922.125. Fjöldi mála, er varða félögin og starfsemi þeirra, voru rædd á fund- inum. Á fundinum kom m.a. fram, að Samvinnutryggingar veittu 1.119 bifreiðaeigendum, sem tryggt hafa bifreiðir sinar hjá félginu í 10, 20 eða 30 ár án tjóna, ókeypis ársið- gjald af ábyrgðartryggingum bif- reiðanna vegns ársins 1983. Sam- kvæmt þessu hafa Samvinnutrygg- ingar veitt farsælum bifreiðaeig- endum, sem hjá félaginu tryggja, tæplega 8.9 milljóna aukaafslátt á árinu 1984. Frá upphafi hafa sam- tals 12.226 bifreiðaeigendur fengið frítt iðgjald á þennan hátt og án framreiknings næmi þessi afsláttur um krónur 97 milljónir, sem er myndarleg upphæð. Þá var eftirfar- andi tillaga samþykkt á fundinum: „í tilefni af ári æskunnar samþykk- ir aðalfundur Samvinnutrygginga g.t., 23. maí 1985, að veita ungu ís- lenzku listafólki styrk, að upphæð krónur 200.000.00, til þess að taka þátt í Ung Nordisk Kulturfestival í Stokkhólmi vikuna 16. til 23. ágúst 1985Í* Endurkjörnir í stjórn félaganna voru þeir Valur Arnþórsson, kaup- félagsstjóri, Akureyri, og Karvel ögmundsson, framkvæmdastjóri, Ytri-Njarðvík. Aðrir í stjórn eru Er- lendur Einarsson, forstjóri, Reykjavík, Ingólfur Ólafsson, kaupfélagsstjóri, Reykjavík, og Ragnar Guðleifsson, kennari, Keflavík. Fulltrúi starfsmanna í stjórn er Sigríður Hrefna Friðgeirs- dóttir, Reykjavík. Framkvæmda- stjóri félaganna er Hallgrímur Sig- urðsson. þjónustu hafa almennir skólar átt erfitt með að rækja til fulls vegna fjársveltis. Með stofnun Tjarnar- skóla hafa yfirvöld menntamáia í raun viðurkennt að til þess að reka skóla þarf mun meira fjármagn en skólakerfinu er ætlað. Kennara- samtökin hafa um langt skeið hvað eftir annað lagt áherslu á að farsælt skólastarf grundvallast á því að skólum sé búin viðunandi starfsað- staða og kjör kennara bætt til muna. Tjarnarskóli er kallaður „einka- skóli“ en verður í raun kostaður af ríki og borg með viðbótarskatt- heimtu á foreldra. Stjórn BK varar eindregið við þeirri stefnu sem þarna er tekin upp og þeirri hugsun sem á bak við liggur, að rétt sé að skattleggja nemendur og foreldra sérstaklega til að greiða hluta af eðlilegum skólakostnaði. Sú stefna er andstæð þeirri grundvallarreglu sem íslendingar hafa um langt skeið aðhyllst, að allir eigi að hafa jafnan aðgang að menntun án tillits til efnahags eða búsetu. Sú regla er grundvallaratriði í skólamálastefnu kennarasamtakanna og hún mótar núverandi grunnskólalög. Fráhvarf frá henni er þess vegna andstætt öll- um anda þeirra laga“ Orðsending til kennara Bandalag kennarafélaga vekur athygli þeirra kennara sem ráðnireru eða hyggjast ráðasig aðskólum reknum af einkaaðilum að gæta réttar slns f hvfvetna. Á það við um samningsbundin laun og vinnutlma, ráðn- ingartíma, uppsagnarfrest, veikindrétt, barnsburðar- leyfi, orlofsgreiðslur, slysatryggingar, Iffeyrisréttindi, greiðslur f starfsmenntunarsjóð og framlag f orlofs- sjóð. Viðkomandi kennarar geta aflað sér frekari upplýsinga um þessi atriði á skrifstofum Hins fslenska kennarafé- lags, Lágmúla 7 og Kennarasambands íslands, Grettis- götu 89, Reykjavfk. Stjórn BK. Bandalag kennarafélaga: Tjarnarskóli andstæð- ur grunnskólalögum ST. JÓSEFSSPÍTALI Landakoti Lausar stöður: Hjúkrunarfræðinguróskast til starfavið eftirtald- ar deildir: Handlækningadeildir: 1-B, 11-B Lyflækningadeildir: 1-A, 11-A Barnadeild Göngudeild (gastro) dagvinna Svæfingadeild Einnig vantar sjúkraliða á eftirtaldar deildir: Handlækningadeildir. 1-B, 11-B, 111-B Lyflækningadeild: 1-A Skurðdeild (dagvinna) Starfsstúlkaóskast til afleysingaásvæfingadeild á tlmabilinu, 8/7—20/9 (dagvinna). Boðið er upp á aðlögunarkennsfu á deildum. Um- sóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir uppl. í slma 19600 frá kl. 11-12, og 13-14 alla virka daga. Reykjavík 7/7 1985 Skrifstofa hjúkrunarforstjóra. Starfsmannafélagið Sókn auglýsir félagsfund á Hótel Esju mánudaginn 8. júli kl. 20.30. Fundarefni: Samningarnir. Sýnið sklrteini. Stjórnin. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsmenn til eftirtalinna starfa. Starfskjör samvæmt kjarasamningum. • 2 fulltrúastöður hjá Félagsmálastofn- un. Aðalviðfangsefni annars fulltrúans er launamál, merking fylgiskjala og staðfesting reikninga. Megin viðfangsefni hins fulltrúans eru ávísun greiðslnatil nokkurra þjónustu- aöila stofnunarinnar og innheimta greiðslna fyrir ákveðna útselda þjón- ustu. Æskilegt er að viðkomandi hafi stúd- entspróf verslunarmenntun og/eða reynslu af skrifstofustörfum. Fyrirhugaðerað ráðaífyrri stöðunafrá 7. ágúst en hina frá 15. júlí 1985. Umsóknum ber að að skila til Starfs- mannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthús- stræti 9, 6. hæð, á sérstökum eyðublöð- um sem þar fást, fyrir kl. 16.00. Ritarastörf Við þurfum á næstunni að ráða í nokkrar rit- arastöður. Um er að ræða stöður sem allar krefjast góðr- arvélritunar-og íslenskukunnáttu. Einnig þarf mála- og bókhaldskunnátta í sumar þeirra. Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmanna- stjóra er veitir upplýsingar um störfin. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.